Morgunblaðið - 01.09.2000, Síða 55

Morgunblaðið - 01.09.2000, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR PÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000 55 við hefðum getað vakað lengur og verið betri hvort við annað. Svo var það fyrir átta árum að ég kvaddi þig með tárum daginn sem þú sigldir héðan. Harmaljóð úr hafsins bárum hjarta mínu fylgdi á meðan. En hver veit nema ljósir lokkar, lítill kjóll og stuttir sokkar hittist fyrir hinumegin? Þá getum við í gleði okkar gengið suður Laufásveginn. (Tómas Guðm.) Þín dótturdóttir, Sara Björg. Það kom okkur ekki á óvart þegar við heyrðum lát vinar okkar Gunnars Kristinssonar. Gunnar hafði átt við veikindi að stríða um nokkurn tíma. Hann hafði misst lífsforunaut sinn, vinkonu okkar hana Auju, en hún lést í janúar síðastliðnum. Gunnar og Auja voru tengd mjög sterkum bönd- um þótt ólík væru. Hann rólegheitin uppmáluð og mikið þurfti til að hann skipti skapi, en Auja var ör og sterk- ur persónuleiki, sem oft gustaði af þegar það átti við. Við kynntumst þeim hjónum og hluta barnahópsins fyrir löngu þegar Gunnar var að læra verkfræði við Háskólann í Edinborg á árunum 1953-1957. Þá vorum við öll ung og rákum stundum hornin í hinar rólegu skosku hefðir og venjur, sérstaklega eftir fundi í íslendingafélaginu. Þá var oft hlegið og hent gaman að hvert öðru og öllum, en aldrei olli það mehiháttar árekstrum þótt einn eða annar missti af sporvagni og annar skipti um „landlady" í lok góðs fé- lagsfundar. íslendingahópurinn í Edinborg var ekki stór en samheldn- in mikil. Þau hjónin minntust oft á dvölina í Edinborg og töldu að það hefði verið einn skemmtilegasti tíminn í sínu lífi. Við tökum undir það. Þau kenndu mér ýmislegt, m.a. að passa litla anga og agnir og skipta um bleyjur og hef ég búið að því síðan. Nám Gunnars í Edinborg gekk mjög vel þrátt fyrir stóra fjölskyldu og útskrifaðist hann með láði frá skólanum. Að loknu námi hélst vináttan. Við hittumst oft og fylgdust með þroska eldri barnanna og tilkomu þeirra yngri en börnin urðu alls átta. Við fluttum í Garðabæ á svipuðum tíma og Gunnar og Auja og var þá styttra að sækja í kafflð. Þegar bamaböm- unum fjölgaði varð tíninn minni til annarra hluta. Gunnar var góður drengur og traustur og hlýr félagi. Hann var einnig mjög hæfur á sínu sviði. Gunn- ar og Auja vora gestrisin og góð heim að sækja. Það var gott að koma á Stekkjaflötina ræða landsins gagn og nauðsynjar og fylgjast neð fjölgun bamabarnanna. Þetta er fríður og , myndarlegur hópm- sem þegar lætur til sín taka í þjóðlífinu og mun vænt- anlega gera það enn meira í framtíð- inni þegar bamabörnin eldast. Það er mikið lán og sá er ríkur sem á góð og myndarleg böm og bamaböm og á þann mælikvarða voru þau Gunnar og Auja auðug. Börn og tengdabörn Gunnars hafa hugsað vel um hann í veikindum hans og sorg. En sérstaka athygli okkar hefur vakið þáttur Auðbjargar Brynju, barnabams og fósturdóttur þeirra hjóna og hve vel hún annaðist hann í veikindum hans. Hún hefur sýnt mikinn þroska þrátt fyrir ungan aldur og launað uppeldið vel. Við munum sakna Gnnnars og þökkum að leiðarlokum allar góðu stundirnar og eram sannfærð um að Auja hefur tekið vel á móti honum. Öllum aðstandendum sendum við samúðarkveðjur. Gerða og Hörður. Leiðir okkar Gunnars Kristinsson- ar lágu fyrst saman í Menntaskólan- um í Reykjavík. Þar kynntumst við þó lítið þótt aðeins eitt ár bæri á milli. Líklega vora fyrstu kynni okkar þau að standa hlið við hhð á eyrinni að sumri milli námsvetra og bíða þess að fá náð fyrir augum verkstjóra Eimskips til að komast í lestarvinnu. Að loknu verkfræðinámi Gunnars í Skotlandi og mínu í Bandaríkjunum hófust kynni okkar að nýju með því að báðir hófum við störf hjá Reykja- víkurborg og störfuðum þar samfellt, hann hjá Hitaveitunni og ég hjá Raf- magnsveitunni. Sem verkfræðingum og síðar stjórnendum á verkfræði- sviði tókst því með okkur samvinna sem jókst eftir því sem tæknimál og framkvæmdir í veitukerfi þessara tveggja systurfyrirtækja borgarinn- ar þurftu að fara saman. Þann tíma sem við síðar störfuðum sem yfirmenn fyrirtækjanna, Gunn- ar sem hitaveitustjóri og ég sem raf- magnsstjóri, varð samband okkar og samstarf enn nánara. Hjá því fór auðvitað ekki að oft reyndi á þraut- seigju og þolinmæði þegar samræma þurfti sjónarmiðin. Þar kom góð skaplund Gunnars sér vel en hann hafði einatt lag á að leiða mál til lykta á eins einfaldan hátt og kostur var. Ákveðinn gat hann þó verið, jafnvel harðskeyttur ef því var að skipta, og lét þá skoðun sína gjaman í Ijósi um- búðalaust. Ég minnist þess að alla tíð í stjómunarstörfum hjá fyrirtækjun- um tveim tókst okkur Gunnari að halda sama góða sambandinu þótt stormai- blésu á stundum ýmist á neðri eða efri stigum. Eins og ég þekkti Gunnar Krist- insson í starfi var hann fyrst og fremst hinn samviskusami og tryggi embættismaður. Heiðarleiki, ein- lægni og trúmennska í öllum störfum voru aðalsmerki hans. Sem persóna var hann hæglátur, ljúfmenni í allri framkomu og svo sannarlega gam- ansamur á góðri stund. Við Ragna minnumst Gunnars og Auðbjargar með þakklæti og hlýjum hug og þökkum samverustundirnar með þeim. Fjölskyldunni allri send- um við innilegar samúðarkveðjur. Aðalsteinn Guðjohnsen. Það kom ekki á óvart að frétta um dánardag vinar míns Gunnars Krist- inssonai- fyrrverandi hitaveitustjóra, slík hafa verið veikindi hans undan- farið. Mest allan starfsaldur sinn vann hann hjá Hitaveitu Reykjavíkur, síð- ast sem hitaveitustjóri. Ég kynntist honum 1986, þegar ég var formaður stjómar veitustofnana. Þá störfuðu þar þrír framúrskarandi forstöðu- menn, Aðalsteinn Guðjónsen hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Þór- oddur Th. Sigurðsson hjá Vatnsveitu Reykjavíkur og Jóhannes Zoega hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Allt vora þetta frábærir forystumenn, sem með aðstoð margra hæfra starfs- manna höfðu gert fyrirtæki borgar- innar traust og sterk. Árið 1986 stóð Hitaveita Reykja- víkur frammi fyrir tveimur stóram verkefnum. Jóhannes Zoega hafði ásamt verkfræðingum sínum, Gunn- ari Kristinssyni og Arna Gunnars- syni, staðið fyrir.undirbúningi virkj- unar að Nesjavöllum og byggingu Perlunnar á Óskjuhlíð, tveimur mjög ólíkum verkefnum. Þegar svo Jó- hannes Zoega lét af störfum, vegna aldurs, varð Gunnar Kristinsson fyr- ir valinu sem hitaveitustjóri og átti löng reynsla hans í störfum fyrir hitaveituna og starfshæfni þar hlut að máli. í þau átta ár, sem ég veitti stjórn veitustofnana forystu, skapaðist vin- átta og virðing fyrir frábæra staifi Gunnars og hinna forystumannanna. Maður hlaut að bera virðingu fyrir þessum mönnum, sem unnu svo frá- bær störf. Mikið reyndi á Gunnai- þegar vatn- inu frá Nesjavöllum var hleypt á kerfið í heild og ekki gekk eins og til var ætlast og rannsóknir höfðu bent til. Yið komumst fljótlega yfir þetta. Við þessi tímamót er ástæða til að þakka Gunnari frábær störf fyrir hitaveituna, en jafnframt vil ég þakka fyrir vináttu þeirra hjóna Guðbjargar og Gunnars sem mun lifa í minningu okkar hjónanna. Ég vil votta ættingjum Gunnars innilega samúð við missi þeirra. Páll Gíslason. Gunnar H. Kristinsson var síðast- ur til að gegna stöðu sérstaks hitaveitustjóra í Reykjavík. Því starfi gegndi hann með miklum ágætum frá 1987 til ársloka 1998, enda þótt erfitt heilsufar síðustu ár hefði dreg- ið nokkuð úr starfsþreki hans undir það síðasta. Áður en Gunnar varð hitaveitu- stjóri gegndi hann starfi yfirverk- fræðings hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Sem slíkur kom hann að stórverkefn- um eins og stækkun hitaveitunnar til nágrannasveitarfélaganna og borun- um eftir heitu vatni bæði í Laugar- nesi og Mosfellsdal. Þau merku tímamót urðu 1998 að Nesjavallavirkjun, sem fram að þeim tíma hafði eingöngu verið starfrækt sem varmaorkuver, hóf einnig raf- orkuframleiðslu. Það var eitt af síð- ustu verkum Gunnars sem hitaveitu- stjóra að hafa yfiramsjón með því verki sem á margan hátt var flókið verkefni en heppnaðist mjög vel. Reykvíkingar og aðrir höfuðborgai-- búar munu njóta yls og birtu Nesja- vallavirkjunar um langa framtíð,en það er ekki sízt að þakka verkfræði- og tæknikunnáttu starfsmanna Hita- veitu Reykjavíkur undir stjóm hans. Kynni mín af Gunnari hófust ekki að ráði fyrr en 1994 þegar nýr borg- arstjómarmeirihluti tók við. Sem formaður stjómar veitustofnana í Reykjavík átti ég gott og náið sam- starf við Gunnar H. Kristinsson sem aldrei bar skugga á. Var fróðlegt að kynnast viðhorfum hans og skoðun- um á rekstri og uppbyggingu Hita- veitu Reykjavíkur sem enginn þekkti betur en hann. Vann Gunnar sl. tvö ár að ritun sögu Hitaveitunnar en entist því miður ekki aldur til að ljúka því verki. Þau hjón, Gunnar og Auðbjörg Brynjólfsdóttir, vora einkar sam- rýnd hjón. Það var því mikið áfall fyr- ir Gunnar samfara veikindum sínum, þegar hún féll frá í byijun þessa árs. Saman höfðu þau átt margar sam- verastundir í sumarbústaðnum við Þingvallavatn í landi Nesjavalla, þai- sem Auðbjörg undi vel við veiðar og kenndi barnabömunum veiðilistina. Ef að líkum lætur hefur Auðbjörg farið á undan til að undirbúa heim- komu Gunnars, en í hugum margra vora þau hjónin óaðskiljanleg. Guð blessi minningu þessara sæmdarhjóna. Alfreð Þorsteinsson. Með Gunnari H. Kristinssyni, fyn-verandi hitaveitustjóra Hitaveitu Reykjavíkur, er genginn einn merk- asti forystumaður í orkumálum landsins. Gunnar skipaði forystusveit þeirra manna sem unnu að merkum umbót- um í Reykjavík við lagningu hitaveitu ogí tíð hans hjá Hitaveitu Reykjavík- ur vora stigin stærstu skref samtíð- arinnar á því sviði í landinu. Gunnar varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík og lauk síðan prófi í vélaverkfræði frá Edinborgar- háskóla árið 1957. Árið eftir réðst hann til Hitaveitu Reykjavíkur. Var það heillaspor fyrir fyrirtækið að fá Gunnar til starfa en á þeim áram sem á eftir fylgdu vora miklir umbrota- tímar í starfsemi Hitaveitunnar. Eftir að Gunnar kom til starfa hjá Hitaveitunni árið 1958 vann hann fyrst um sinn sem verkfræðingur að ýmsum verkefnum en var árið 1968 ráðinn yfirverkfræðingur fyrirtækis- ins. Hafði hann sem slíkur mikil áhrif á stefnumótun og framtíðaráætlanir Hitaveitunnar og verður framlag hans á því sviði seint fullþakkað. Árið 1988 tók hann síðan við starfi hita- veitustjóra og gegndi hann því þar til hann lét af störfum hjá fyrirtækinu árið 1998. Á starfstíma Gunnars hjá Hita- veitu Reykjavíkur má segja að fyrir- tækið hafi breyst úr því að vera hita- veita sem þjónaði aðeins hluta Reykjavíkur, yfir í það að afhenda vatn til húshitunai- í allri Reykjavík- urborg að Kjalarnesi meðtöldu, ásamt Hafnarfirði, Garðabæ, Bessa- staðahreppi og Kópavogi. Var vöxtur fyrirtækisins á þessum tíma mjög ör og lék Gunnar lykilhlutverk í þessari þróun. Nefna má að þegar Gunnar kom til starfa hjá fyrirtækinu naut aðeins um helmingur borgarbúa hitaveitunnar, en á næstu árum fjölg- aði notendum ört og árið 1972 var svo komið að hitaveitan náði til nær allra húsa í borginni. Má nærri geta að svo ör umskipti og þær miklu fram- kvæmdir sem þeim fylgdu reyndu mikið á starfsmenn Hitaveitunnar, bæði á sviði hönnunar og fram- kvæmda og nutu þar hæfileikar Gunnars sín vel. Það var ekki aðeins á sviði fram- kvæmda og stækkunar Hitaveitu Reykjavíkur sem Gunnar lét til sín taka. Á starfsferli hans var lokið ýmsum merkum viðfangsefnum og má þar meðal annars nefna byggingu Perlunnar og einnig var byggingu Nesjavallavirkjunar lokið í tíð hans sem hitaveitustjóra. Er hönnun og bygging Nesjavallavirkjunar af mörgum talin verkfræðilegt afrek og á sú virkjun eftir að reynast Reyk- víkingum heilladrjúg, bæði til fram- leiðslu heits vatns til húshitunar sem og til rafmagnsframleiðslu. Um áramótin 1998-1999 varð sú breyting gerð á starfsemi veitufyrir- tækjanna tveggja, Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Reykja- víkur, að þau vora sameinuð í eitt fyr- irtæki, Orkuveitu Reykjavíkur. Lét þá Gunnar af störfum hjá fyrirtæk- inu. Hafði hann þá um nokkurra ára skeið átt við vanheilsu að stríða og greindist hann síðan með alvarlegan sjúkdóm í upphafi þessa árs. Vissi hann að hveiju dró, en tók örlögum sínum af æðraleysi. Votta fyrrver- andi samstarfsmenn Gunnars hjá Orkuveitu Reykjavíkur fjölskyldu hans sína dýpstu samúð við fráfall hans. Að Gunnari H. Kristinssyni gengnum sakna félagar og sam- starfsmenn hans hjá Orkuveitu Reykjavíkur vinar í stað. Með honum fer merkur maður sem skilur eftir sig djúp spor, bæði innan fyrirtækisins sem og í Reykjavíkurborg. Munu Reykvíkingar um langan aldur njóta framsýni hans. Starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur. Nú þegar sumri tekur að halla og gróðurinn klæðist sínum fjölbreyttu og fallegu litum kvaddi vinur okkar Gunnar H. Kristinsson þennan heim. Það er skammt stórra högga á milli, því að snemma á þessu ári lést eigin- kona hans, Auðbjörg Brynjólfsdóttir, en þau gengu í hjónaband árið 1952. Gunnar hóf störf hjá Hitaveitu Reykjavíkur árið 1958, nýkominn frá námi í vélaverkfræði frá Édinborgar- háskóla. Þrír af okkur undirrituðum störfuðu þá einnig hjá hitaveitunni og þar hófust okkar góðu kynni. Við fjórmenningamir stofnuðum verkfræðstofuna Fjarhitun árið 1962, en Gunnar vann áfram hjá hita- veitunni, lengst af sem yfirverkfræð- ingur en síðar hitaveitustjóri. Verk- fræðistofan vann margháttuð verkefni fyrir hitaveituna og vora því samskipti okkar við hann mikil og alltaf ánægjuleg. Á þessum áram var mikil stækkun á dreifikerfi hitaveit- unnar, dælustöðvar reistar og jarð- hitasvæði virkjuð. Þrátt fyrir mikið og gott samstarf, þá standa alltaf okkar persónulegu samverastundh’ með þeim hjónum hæst í sjóði minninganna. Það er erf- itt að velja þau atvik, sem hæst ber, því af mörgu er að taka eftir áratuga vináttu. Það vora margar glaðar stundir sem við og okkar eiginkonur áttu með þeim Auðbjörgu og Gunn- ari og öðrum félögum á hátíðastund- um. Þetta var samstilltur hópur, sem alltaf skemmti sér vel og urðu trygg- ir vinir alla tíð. Einnig era veiðiferð- irnar eftirminnilegar og sú stað- reynd að sömu félagarnir fari saman í veiðiferðir í áratugi segir sitt. Það er á slíkum stundum sem vináttan þróast og grær, og ber að þakka að leiðarlokum. Við minnumst Auðbjargar og Gunnars með virðingu og þakklæti og sendum bömum þeirra, tengda- börnum og barnabörnum samúðar- kveðjur. Einar Amórsson, Einar H. Ámason, Karl Ómar Jónsson, Pétur Guðmundsson. Ég kynntist Gunnari fyrst þegar ég hóf störf hjá Hitaveitu Reykjavík- ur árið 1985. Hann var þá yfirverkfræðingur veitunnar og tókust fljótt með okkur kynni sem leiddu til mikillar vináttu bæði í starfi og utan þess. Ævinlega var gott að vinna undir stjóm Gunnars og kynnast því hver hæfíleikamaður hann var og eiga dagleg samskipti við hann um árabil. Lífsstarf Gunnars var fyrir Hita- veitu Reykjavíkur, framan af sem jdW irverkfræðingur, og hitaveitustjórr síðan 1988. Gunnar var gagnkunnugur öllum þáttum starfseminnar þegar hann tók að sér starf hitaveitustjóra. Hann tók við góðu búi og hafði ríkulegan metnað til að bæta það með framsýni og fyrirhyggju. Síðustu æviárin átti Gunnar við al- varleg veikindi að stríða. Þau bar hann með hógværð og æðruleysi sem einkenndi alla hans lífsgöngu. Hann skilaði góðum starfsdegi og gat litið sáttur yfir farinn veg. En heilsan meinaði honum aé'- njóta efri áranna. Þar við bættist að fráfall eiginkonu hans, Auðbjargar Brynjólfsdóttur, í janúar sl. varð honum mikið og þungbært áfall. Að leiðarlokum viljum við Erla þakka þér og Auðbjörgu vináttuna, samverastundimar og þá mörgu gleðidaga sem við áttum saman. Við vottum öllum ykkar afkom- endum okkar dýpstu samúð. Éysteinn Jónsson. Kveðja frá Reylyavíkurborg Gunnar H. Kristinsson, fyrrver- andi hitaveitustjóri, ól allan sinn starfsaldur hjá Hitaveitu Reykjavík-^p ur og þegar hann lét af störfum sem hitaveitustjóri við stofnun Orkuveitu Reykjavíkur hafði hann starfað í 40 ár í þágu Reykvíkinga. Með honum er genginn einn þeirra tæknimanna sem áttu svo ríkan þátt í þeim tækni- framföram og framkvæmdum sem settu svip sinn á Reykjavík á sjöunda og áttunda áratugnum og breyttu bæ í borg. Þegar Gunnar réðst til starfa hjá Hitaveitu Reykjavíkur árið 1958, þá nýútskrifaður vélaverkfræðingur frá Édinborgarháskóla, stóðu fyrir dyrum miklar framkvæmdir í lagn-— ingu hitaveitu. Þá hefur líklega innan við helmingur borgarbúa notið hita- veitu en árið 1972 náði hitaveitan til um 97% borgarbúa og öll nýbyggð hús í borginni vora umsvifalaust tengd hitaveitunni. Gunnar kom þar víða að verki, fyrst sem almennur verkfræðingur, en síðar sem yfir- verkfræðingur en við þeirri stöðu tók hann árið 1968. Gunnar var ósérhlíf- inn og lagði hart að sér til að vinna hitaveitunni, og þar með borgarbú- um, það gagn sem hann mátti. Má í raun segja að hann hafi gengið nær sér í vinnu en góðu hófi gegndi og kom það án efa niður á heilsu hans. Lét hann þó aldrei neitt uppi um heilsu sína eða líðan og gaf ekkeriPfc. eftir fyrr en í fulla hnefana. Það var ekki í hans eðli að gefast upp. Ég kynntist Gunnari ekki að neinu ráði fyir en ég kom til starfa sem borgarstjóri í Reykjavík vorið 1994. Var gott að leita til hans og hann var fljótur að bregðast við þeim erindum sem til hans var beint. Ekki var þó bægslaganginum fyrir að fara því mín reynsla af Gunnari var sú að hann færi það sem hann ætlaði sér með hægðinni. Það var líka eins gott að hlusta grannt eftir þeim góðu ráð- um sem hann gaf því þau vora gjarn- an sögð lágri röddu og rétt eins og í framhjáhlaupi. Gunnai- vann alla sína tíð hörðum höndum og ég veit að þegar hann léj^g af störfum hjá Reykjavíkurborg árið 1998 þótti honum það nokkuð kvíð- vænlegt að verða eftirlaunaþegi með nægan tíma en fá verkefni. Honum þótti það þó huggun harmi gegn að Auðbjörg ætlaði líka að hætta störf- um og saman gæfist þeim þá tími til að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Það átti þó ekki fyrir þeim að liggja í þessari vist því Auðbjörg lést á síð- asta ári. Aðskilnaður þeirra varð þó ekki langur og rétt eins og þau höfðu arkað saman æviveginn í nær hálfa öld mætti segja mér að þau feti nú sameiginlega slóð á öðram og ókunrí* um lendum. Ég votta bömum og öðr- um afkomendum Gunnars og Auð- bjargar samúð mína og færi honum þakkii- mínar og Reykjavíkurborgar fyrir störf í þágu borgarinnar í 40 ár. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.