Morgunblaðið - 01.09.2000, Qupperneq 64
' $4 'FÖSfífDÁÖM i. SÉÍPftíliIKÉR12Ó00
; MORfilJN'BLADH)
FRETTIR
Héraðshátíð framsókn-
armanna í Skagafírði
HERAÐSHATIÐ framsóknar-
manna í Skagafírði verður haldin í
Miðgarði, laugardaginn 2. september
nk. og hefst kl. 21.
Meðal dagskráratriða mun Páll
Pétursson félagsmálaráðherra flytja
ávarp, Jóna Fanney Svavarsdóttir
syngja einsöng við undirleik Thomas
Higgerson og Jóhannes Kristjánsson
flytja gamanmál. Álftagerðisbræður
munu taka lagið við undirleik Stefáns
R. Gíslasonar. Kynnir verður Ami
Gunnarsson. Að loknum skemmtiat-
riðum verður dansleikur með hljóm-
sveit Geirmundar Valtýssonar.
„Þess má geta að héraðshátíðin
hefur verið haldin samfellt í yfir 50
ár, þar af í Miðgarði frá byggingarári
1967 og hefur hljómsveit Geirmund-
ar Valtýssonar skemmt á öllum dans-
leikjum héraðshátíðar frá 1968,“ seg-
ir í fréttatilkynningu.
V eg’farendum gefst
kostur á andlitsmyndum
unardaginn en verkið verður til sýnis
á venjulegum afgreiðslutíma versl-
unarinnar.
-------------
Langur
laugardagur
á morgun
LANGUR laugardagur verður á
Laugaveginum 2. september og
verður ýmislegt í gangi.
Dansarar frá Dansskóla Auðar og
Jóhanns Arnar sýna línudans, Skóla-
lúðrasveit Kópavogs marserar niður
Laugaveginn og harmonikuleikari
verður á ferðinni. Mjólkursamsalan
verður með kynningu á því sem er í
boði af mjólkurdrykkjum fyrir skóla-
böm. Verslanir eru að taka inn vetr-
arvörur, bókabúðir við Laugaveginn
eru fullar af skólavörum og hafa opið
fyrir viðskiptavini sína fram eftir
kvöldi alla daga vikunnar.
Á löngum laugardegi eru verslanir
opnar til kl. 17 og eins og fyrr er frítt
í bílastæðahúsin en í stöðu- og miða-
mæla eftir kl. 13.
GESTUM og gangandi gefst færi á
að láta taka af sér andlitsmynd í
Portrettmyndastúdíói Hrafnkels
Sigurðssonar laugardaginn 2. sept-
ember, gegn vægu gjaldi, en stúdíóið
er að hefja starfsemi sína á neðri
hæð tískuverslunarinnar Dýrið við
Laugaveg 47.
„Sjálfsmyndir þessar, sem eru í
stærðinni Á4, sýna þá hlið á einstakl-
ingnum sem yfirleitt er ekki sýnileg
með berum augum. Hver mynd
verður síðan hluti af stærri heild sem
einnig er til sýnis í versluninni.
Myndirnar eru unnar með ævafornri
tækni sem var mjög vinsæl í Evrópu
á síðustu öld en hér er hún notuð á
nýstárlegan og stafrænan hátt og er
þetta í fyrsta skipti sem þessari að-
ferð er beitt hér á landi,“ segir í
fréttatilkynningu.
Kynningin stendur til kl. 23 á opn-
Lýst eftir
vitnum
BIFREIÐINNI LV 584 var lagt í
stæði við Bárugötu 12 laugardaginn
19. ágúst um kl. 15. Þegar eigandinn
kom aftur að bifreið sinni kl. 21:15
var komin rispa með rauðri máln-
ingu á vinstra framhom bifreiðar-
innar.
Talið er að bflhurð hafi verið skellt
þarna utan í LV 584. Sá sem tjóninu
olli eða vitni eru beðin um að hafa
samband við lögregluna í Reykjavík.
Árekstur við
Norðurbrún
Þriðjudaginn 22. ágúst sl. á bif-
reiðastæði bak við húsið Norðurbrún
1 er talið að hafði orðið árekstur milli
JI418, hvítrar Suzuki Samurai fólks-
bifreiðar og R 7805, Ijósblárrar
Daihatsu Charade fóksbifreiðar.
Þetta gerðist að kvöldi til. Ágrein-
ingur er milli aðila um tjónið og eru
vitni beðin að gefa sig fram við lög-
regluna í Reykjavík.
----------------
Sýnir hús-
gagnahönnun
í Valencia
ÁRNI Björn Guðjónsson, húsgagna-
smíðameistari og hönnuður, sýnir á
sýningunni International Furniture
Fair í Valencia í september nk. og er
sýningin á sjálfstæðum bás í sal 5 nr.
J-117 þar sem Árni sýnir hillur og
skápaveggi.
Þetta er í fyrsta sinn sem bás á
þessari sýningu er merktur Islandi
en sýningarhöllin í Valencia er með
stærstu sýningarhöllum í Evrópu.
Hönnun Árna verður seld hér á
landi í versluninni Micasa, Síðumúla
13, en einnig seld til annarra landa.
Hálstöflur
Mýkjandi fýrir hálsinn með ómótstæðilegu
lakkrfsbragði
-
Halstabletter
rrwd frisk lakrklssmag
4-0 stk./24 g
Prófaðu - fæst í apótekum
ÍDAG
VELVAKAINDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Slysatíðni í
umferðinni
GUÐMUNDUR Snorrason
hafði samband við Velvak-
anda og vildi hann vekja at-
hygli á slysatíðninni í um-
ferðinni á þessu ári. Mikið
hefur verið rætt um orsakir
þessara slysa. Hann telur
að orsakir margra þessara
slysa séu slæmt vegakerfi,
einbreiðar brýr og fleira
mætti tína tíl. Það væri allt
i lagi fyrir Vegagerðina að
birta kort, til dæmis yfir
einbreiðar brýr á landinu,
ferðamönnum til athugun-
ar. Einnig þyrfti að hækka
ökuleyfisaldurinn í 18 ár.
Flestir 17 ára unglingar
eru ekki hæfir til þess að
fara út í umferðina. Fyrir
nokkrum árum var felld
niður ljósastilling á bílum.
Afleiðingin er sú að margir
bílar aka um eineygðir og
með vanstilit ljós. Þar er
mikil vanræksla i gangi.
Einnig þyrfti aukna lög-
gæslu á þjóðvegum lands-
ins og inni í bæjum og borg-
inni okkar. Það er margt að
athuga í þessu máli.
Norræna - Nei takk
ÞANN 8. júm' síðastliðinn
fór ég með kærasta mínum
í ferð með skipinu Nor-
rænu/Smyril line. Við vor-
um að flytja til Noregs og
því með alla búslóðina með
okkur, bílinn troðfullan og
kisuna okkar hana Anast-
asíu. Miðana keyptum við
þó nokkru áður og okkur þá
sagt að það væri ekkert mál
að taka kisuna með um
borð í skipið, var einnig
tekið fram að dýr væru oft
og iðulega tekin með og að
það væri ágætis pláss sér-
staklega fyrir þau. Með
þetta í huga lögðum við
spennt af stað til Seyðis-
fjarðar með Anastasíu í
stóru og góðu búri svo ör-
ugglega færi vel um hana
því þetta var svo sannar-
lega ekki auðveld ferð fyrir
litla greyið, hreint út sagt
ein martröð!
Þegar um borð var komið
tjáði ein af þjónustustúlk-
unum okkur að þetta yrði
lítið mál með kisuna því í
fyrri ferð hefði verið hund-
ur sem fékk að vera í her-
berginu hjá eigendunum,
svo við vorum full bjart-
sýni. En það stóð nú ekki
yfir lengi því að fengum
fljótt að vita að dýr eru ekki
velkomin um borð í þessu
skipi og það er harðbannað
að hafa dýr um borð en það
hafði okkur aldrei verið
sagt, nei síður en svo! Jæja,
næst á dagskrá var að bíða
eftir einhverju æðra valdi
sem átti að vita meira um
dýrahald um borð. Eftir dá-
góða stund birtist skugga-
legur Færeyingur sem
skipaði okkur að koma með
sér og þorðum við ekki ann-
að en að hlýða. Við skildum
ekki upp né niður í hvers
vegna hann æddi út á dekk
og inn í eitthvað sem átti að
kallast klefi og var það
ógeðslegasta sem ég hef
séð í þessum dúr. Hann til-
kynnti okkur svo að hér
ætti kötturinn okkar að
vera og í þokkabót ofan í
lokuðum kassa með þremur
súrefnisgötum. Við fengum
vægast sagt áfall!!! Þarna
var allt á bólakafi í skit,
opnar málningardósir og
dósir með ýmsum sterkum
efnum. Við heyrðum varla í
sjálfum okkur fyrir látum
úr skipsvélinni og Anastas-
ía var á barmi taugaáfalls,
hún reyndi að brjótast út og
grét mikið og sársaukafullt.
Eg reyndi að telja þessum
ómanneskjulega Færeyingi
að þetta myndi ekki ganga
upp og að kötturinn gæti
ekki pínst þarna í þrjá daga
en hann reif bara kjaft og
var hinn vérsti. Sama hvað
við reyndum að koma bæði
honum og skipstjóranum í
skilning um að þetta væri
ófært þá þurftum við að
láta í minni pokann.
Við erum bæði ansi mikið
reið yfir svona meðferð á
kisunni okkar þvf þetta var
okkur ekki sagt áður en við
lögðum af stað og við vor-
um ekki að borga fyrir
þetta. Anastasía var hálf
skemmd eftir ferðina vondu
og var í marga daga að ná
sér.
Við viljum að lokum
benda þeim á sem þykir
vænt um dýrin sín og þurfa
af einhverjum ástæðum að
flytja þau milli landa að
fara ekki með Norrænu því
þetta var martröð. Starfs-
liðið um borð ætti líka að
hugsa sinn gang því mikil
óliðlegheit og ókurteisi
gerði það að verkum að við
munum ekki stíga fæti okk-
ar um borð aftur.
tílfhildur Guðjónsdóttir,
Ingvi Þór Guðmundsson,
Noregi.
Ráð gegn
fótsveppum
ÞAÐ er mjög dýrt að kaupa
lyf gegn fótsveppum hér á
landi. Ég hef lesið í mörg-
um dönskum blöðum að
einfalt og ódýrt ráð sé að
nota Atamon. Atamon er
verjandi fyrir sultutau og
fleira og eyðir einnig fót-
sveppum. Sem sagt einfalt
og ódýrt. Engir lyfseðlar,
það er nóg að fara í næstu
verslun.
Eldri borgari.
Þakkir
ÉG lá á Landsspítalanum
fyrir stuttu síðan og langar
mig að þakka öllum á deild
11-B fyrir dásamlega hjálp
sem ég fékk. Sérstaklega
þó Ugga Ásgeirs og Axel á
skurðstofu. Sendi ég þeim
mínar bestu þakkir.
Maria A. nr.2659.
Tapad/fundid
Lítil grá taska
tapaðist
LITIL grá taska tapaðist á
Astro laugardaginn 19.
ágúst sl. Skilvís finnandi
hafi samband í síma 551-
1496 eða 898-1332.
Þessir drengir héldu hlutaveltu fyrir nokkru. Afraksturinn
var 2.598 krónur og rann hann óskiptur til Rauða krossins.
Þeir heita Valgeir Erlendsson og Halldór Guðmundsson.
Þessar stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar ABC hjálpar-
starfi. Þær heita Þórhildur Elva Þórisdóttir og Hulda Páls-
dóttir. Þær söfnuðu 1.340 krónum.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJA hefur borist eftirfar-
andi bréf:
„Víkverji hefur að undanförnu ver-
ið að velta því fyrir sér hvað ráði því
hvar Síminn leggur breiðband hverju
sinni. Þeirri spumingu hefur m.a.
verið velt upp hvort sumir íbúar
borgarinnar og landsins séu mikil-
vægari en aðrir í augum Símans og
fái því fyrr breiðband.
Síminn myndi gjarnan vilja geta
lagt breiðbandið heim tii allra lands-
manna á sama degi en eðli sínu sam-
kvæmt tekur slíkt nokkurn tíma.
Einhvers staðar þarf að byija og
enda. Árið 1995 var ákveðið að leggja
breiðbandið. Miðað var við að hægt
yrði að tengja 5-6 þúsund heimili á
ári og Ijóst að þetta tæki nokkur ár.
Ákveðið var að byrja á þeim svæð-
um þar sem hagkvæmast er að
leggja. Breiðbandið er lagt í öll ný
hverfi og þar sem verið er að endur-
nýja lagnir í eldri hverfum. Síminn
hefur átt gott samstarf á undanfom-
um ámm við önnur fyrirtæki og not-
að tækifærið þegar grafa þarf skurði
á annað borð og lagt breiðband.
Kostnaðurinn dreifist og úr sögunni
er sú gamla tilhneiging að verið sé að
grafa aftur og aftur sömu skurðina.
Þess vegna hefur breiðbandið t.d.
verið lagt í hluta Vesturbæjarins og
fyrst Víkverji spyr þá er rétt að taka
fram að það er líka breiðband í Hlíð-
unum, t.d. í blokkunum við Eskihlíð,
Stigahlíð, Bogahlíð og Bólstaðarhlíð,
þar sem dijúgur hluti Hlíðabúa er
búsettur. Auk þess hefur Síminn lagt
breiðbandið á öðmm svæðum þar
sem ekki þarf að koma til mikið jarð-
rask t.d. ef hægt er að rista það niður
í gras líkt og gert var í hluta Breið-
holts.
Hvað varðar landsbyggðina gilda
þar sömu reglur um hagkvæmni og í
höfuðborginni. Húsavík var hins veg-
ar tilraunaverkefni fyrir breiðbandið
og það lagt um allan bæinn. Nýlega
var lokið við að leggja breiðband um
Stykkishólm þar sem verið var að
skipta um hitaveitulagnir. Þá hefur
breiðband verið lagt að hluta til í aðra
bæi á landinu eins og Keflavík, Eg-
ilsstaði, Akureyri og Isaljörð. Fyrir-
hugað er að ljúka þeim tengingum
næsta sumar og hefja þjónustu á
breiðbandinu í framhaldi af því.
Virðingarfyllst,
Guðbjörg Gunnarsdóttir
kynningarfúlltrúi“
Víkveiji þakkar bréfið en hefði
þótt vænt um að fá nákvæmari upp-
lýsingar um fyrirætlanir og tíma-
setningar Landssímans í þessum efn-
um.
VINUR Víkverja er áhugamaður
um akstursíþróttir. Saknar
hann þess sérstaklega að heims-
meistarakeppninni í rallakstri skuli
ekki vera gefinn neinn gaumur í dag-
skrá sjónvarpsstöðvanna.
Hann telur sig vita að íþróttadeild-
um fréttastofa stöðvanna berist
fréttamyndir frá hverri keppni, en
þetta efni sé aldrei sýnt, þótt áhuga-
fólk um þessa viðburði skipti þúsund-
um hér á landi, eftir því sem vinurinn
slær föstu. Segir hann heimsmeist-
arakeppnina í ralli vera eitt vinsæl-
asta áhorfendasport í heimi.
Þykir honum miður, að frá því
þátturinn Mótorsport fluttist frá rík-
issjónyarpinu í ruglaða dagskrá
Stöðvar tvö sé orðið erfiðara að fylgj-
ast með því sem er að gerast í íslenzk-
um akstursíþróttum. Rfldssjónvarpið
virðist telja, að með því að sýna reglu-
lega frá Formúlu eitt-kappakstri sé
þörfum allra íslenskra áhugamanna
um akstursíþróttir fullnægt. Burtséð
frá því að þykja gæðum lýsinganna
frá formúlukeppnunum í Sjónvarpinu
mjög ábótavant þykir vini Víkverja
ástæða til að vekja athygli á því, að
heimur akstursíþróttanna sé mun
fjölbreyttari og að það sé synd að
þessum spennandi heimi sé ekki
sinnt í dagskránni.