Morgunblaðið - 01.09.2000, Síða 66
66 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
t
Í^h ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
KORTASALAN HEFST í DAG
ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA STENDUR YFIR
Þú getur valið um tvennskonar Þjóðleikhúskort:
ÁSKRIFTARKORT
Frátekið sæti á 6 leiksýningar;
5 ákveðnar sýningar og 1 valsýning sem ákveða má hvenær sem er leikársins. Einnig er
frjálst að skipta út leiksýningum.
OPIÐ KORT
Gildir á 6 sýningar að eigin vali.
Ekkert frátekið sæti en má notast hvenær sem er leikársins. Veitir að öðru leyti sömu
fríðindi og áskriftarkort.
SÝNINGAR LEIKÁRSINS
Stóra sUiíib:
• KIRSUBERJAGARÐURINN - Anton Tsjekhov
BLÁI HNÖTTURINN - Andri Snær Magnason
• ANTIGÓNA - Sófókles
• LAUFIN í TOSCANA - Lars Norén
• SYNGJANDI í RIGNINGUNNI (Singin'in the Rain)
Litla sóiðið:
• HORFÐU REIÐUR UM ÖXL — John Osborne
JÁ, HAMINGJAN — Kristján Þórður Hrafnsson
MAÐURINN SEM VILDI VERA FUGL (Birdy) - Naomi Wallace
Smiðaóerksteeðið
ÁSTKONUR PICASSOS — Brian McAvera
MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI - Marie Jones
VILJI EMMU - David Hare
Frá furra teikári:
GLANNI GLÆPUR í LATABÆ -
Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson
SJALFSTÆTT FÓLK (Bjartur og Asta Sóllilja) - Halldór Laxness
DRAUMUR Á JÓNSMESSUNÓTT - WillianShakespeare
• Sýningar í áskrift. Allar sýningar leikársins geta verið valsýningar.
25% AFSLÁTTUR AF MIÐAVERÐI
ÁSKRIFTARKORT OG OPIÐ KORT KR. 9.750
FYRIR ELDRI BORGARA OG ÖRYRKJA KR. 8.550
Miðasalan er opin mánud.-þriðjud. Id. 13-18, miðvikud.-sunnud. kl. 13-20.
Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sfmi 551-1200.
www.leikhusid.is. thorev @ theatre.is.
KaífiLeikbúsið
Vesturvötu 3 ■■llfJ.WJHMMIlM
Stormur og Ormur
barnaeinleikur
2. sýn. sunnud. 3. sept. kl. 15
3. sýn. lau. 9. sept. kl. 15
4. sýn. sun. 10. sept. kl. 15
MIÐASALA í síma 551 9055
isi i:\sk \ oi*i:h\\
=J|ni Sími 511 4200
Vínartónleikar
lau. 2/9 kl. 20.30
Vínarhljómsveit
Einsöngvari
Unnur Astrid
Wilhelmsen
JjjJ ,j
Gamanleikrit I leikstjórn
Sigurðar Sigurjðnssonar
fös 1/9 kl. 20 UPPSELT
lau 9/9 kl. 20
Miðasölusími 551 1475
Miöasala opin kl. 15—19 mán—lau.
og fram að sýningu sýningardaga.
Símapantanir frá kl. 10.
Sýnt í Tjarnarbíói
Sýningar hefjast kl. 20.30
lau. 2/9
lau. 9/9
Miöapantanir í síma 561 0280.
Miða9ölusími er opinn alla daga kl. 12-19.
Miöinn gildir 2 fyrir 1 í Argentína steikhús.
Ath. ósóttar pantanir, seldar 2 dögum f. sýn.
Áskrifendur Sinfónrunnar
Tryggið ykkur forkaupsrétt
0
SINFÓNÍAN
Frestur...
rennur út í dagS
Háskóiabfó v/Hagatorg
Sími 545 2500
www.sinfonia.is
FÓLK í FRÉTTUM
Óvæntir bólfélagar í Listasafni Reykjavíkur í kvöld
Börkur Jónsson hefur hannað og smíðaö sex hljóðfæri fyrir kvöldið.
Morgunblaðið/Sverrir
Ylfur og gól mónódróna
Það er gaman að spila á gúmmiteygju.
Börkur Jónsson hefur hinsvegar stigið
skrefínu lengra og býr nú til sín eigin hljóð-
færi. Birgir Örn Steinarsson hitti hann og
—?-------------------------------------
Oskar Guðjónsson en þeir verða ásamt öðr-
um Ovæntir bólfélagar í kvöld.
OLL göngum við um með
hljóðfæri í hálsinum.
Mörg okkar ráða þó ekk-
ert sérstaklega vel við
það. Aðrir hafa ekki einu sinni hug-
mynd um hvernig það virkar. Sum-
um finnst sinn fugl fagur á meðan
aðrir ráða ekki við að heyra sína eig-
in rödd á símsvaranum sínum. Allar
eru þessar raddir byggðar upp eftir
sömu grunnlögmálum og öll þau
órafrænu hljóðfæri sem maðurinn
þekkir í dag.
Börkur Jónsson myndlistarmaður
er einn þeirra sem hefur þurft að
kynnast þessum grunnlögmálum
með því að fara lengri og ítariegri
leiðina, þ.e. að fikra sig áfram í gegn-
um hljóðheiminn hægt og rólega.
Tilraunaeldhúsið úthlutaði honum
það skemmtilega verkefni að hanna
og smíða sín eigin hljóðfæri sem
verða svo kynnt í kvöld á tónleikum í
Listasafni Reykjavíkur.
Síðustu mánuði hefur hann unnið
hörðum höndum að sjóða, bræða eða
líma saman furðuhluti sem gefa frá
sér hljóð og skapað þannig sex ný
hljóðfæri.
Hreyfing lofts, titringur og hiti
„Þegar ég byrjaði að smíða þessi
hljóðfæri þurfti ég að byrja á grunn-
inum,“ segir Börkur áhugasamur.
„Hljóð verða til með nokkrum að-
I EIKFÉLAG ÍSLANDS
Leikhúskortið:
Sala í fullum gangi
L8fflslflL'NM 551 3°°°
THRILLER sýnt af NFVÍ
lau. 2/9 kl. 20.00 nokkur sæti laus
Síðasta sýning
PAN0DIL FYRIR TV0
fös. 8/9 kl. 20.00
cn 53° 3°3°
JÓN GNARR. Ég var einu sinni nörd
□ VI lau. 2/9 kl. 20 nokkur sæti laus
ÍÐHÓ 'au 9/9kl 20
Miðasalan er opin í Iðnó frá kl. 11-19 en aðeins sýn
ingardaga í Loftkastalanum. Opið er fram að sýningi
sýningarkvöld. Miðar óskast sóttir í Iðnó en á sýningar
degi í viðkomandi leikhús (Loftkastalann eða Iðnó)
Ösóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu.
ferðum; með hreyfmgu lofts, áslætti,
titringi strengja, titringi skinna og
svo getur hiti líka framleitt hljóð. Ég
var með þá hugmynd að búa til eld-
saxófón sem yrði með viðfasta eld-
vörpu.“
Þó svo að Börkur hafi nú ekki
framkvæmt þá hugmynd eru þau
hljóðfæri sem verða kynnt á tónleik-
unum í kvöld ekki síður athyglisverð.
Áhugi Barkar á hljóðfærasköpun
kviknaði þegar hann bjó til hina
svokölluðu vatnstrommu fyrir
hljómsveit systur sinnar, Spúnk.
Vatnstromma þessi er sílíkonpoki
fylltur af vatni sem er látinn hanga í
lausu lofti. Við hann er svo festur
næmur snertihljóðnemi sem nemur
hljóðið inn í pokanum. Þegar svo
slegið er á pokann myndast mjög
sérstakt hljóð sem Börkur magnar
upp í gegnum hátalarakerfi. Tíðni
hljóðsins er svo hægt að breyta með
því að minnka eða auka vatnsmagnið
í pokanum.
„Ég var að leita að innri hljóm-
hluta og því sem gerist í lokuðu rými.
Ef þú setur eyrað upp við loftræsirör
þá heyrir þú hinn eiginlega grunn-
hljóm sem myndast út frá massa og
ummáli rörsins. Þetta er einhver
tíðni sem er bara í gangi út af loft-
streyminu. Það er eins með sjávar-
hljóðið í kuðungum."
Eftirlætis afkvæmið
Ekkert foreldri ætti að gera upp á
milli barna sinna, en Börkur viður-
kennir fúslega að hann sé stoltastur
af hinum svokölluðu mónódrónum.
Þar notast Börkur við loftræsirör
sem er opið á annan endann en yfir
hinn strekkir hann skinn. Ut úr
miðju skinnsins stendur svo nælon-
strengur. Þegar togað er í strenginn
með rökum fingrum titrar skinnið og
gefur frá sér hJjóð.
„Það sem er skemmtilegast við
þetta hljóðfæri er það að hægt er að
ná fram alls konar mismunandi ýlfri
og gólum eftir því hvernig þú togar í
strenginn. Svo getur þú líka spilað á
strenginn með því að plokka á hann
eins og bassaleikari gerir á bassa.
Þar stjórnar þú svo tónunum með
því að toga eða slaka á strengnum.“
Fyrir áhugasama þá er hægt að
læra margt af hljóðfærasköpun
Barkar, t.d. uppgvötaði blaðamaður
ágætis aðferð til þess að stytta sér
stundir í þvottahúsinu með aðstoð
þvottasnúranna og lýsingu Barkar á
strengjaplokki mónódrónsins. Vænt-
anlega eru margir nemar sem kann-
ast við þá athöfn að leggja reglustik-
una á borðendann, plokka á hana og
mynda þannig mismunandi tóna eft-
ir því hve endinn stendur langt fram
af skólaborðinu. Þó svo að slík spila-
mennska sé ekkert sérstaklega hag-
kvæm fyrir þá sem vænt þykir um
reglustikur sínar þá er hún engu að
síður skemmtileg.
Hispurslausi sextettinn
Sá hópur hljóðfæraleikara sem
fær þann heiður að vígja hljóðfærin í
kvöld kallar sig „Hispurslausi
sextettinn". Umsjónarmaður hans er
Óskar Guðjónsson saxófónleikari en
hinir fimm eru: Arnar Ómarsson
trommuleikari, Birgir Baldursson
trommuleikari, Guðni Finnsson
bassaleikari, Músíkvatur fjöllista-
maður og Elvar Már Kjartansson
raftónlistarmaður.
„Ég vona að það verði ekkert spil-
að á önnur hljóðfæri en Börkur kem-
ur með,“ segir Óskar. „Það verður
kannski leikið sér með einhverjar
sinusbylgjur á mjög frumstæð raf-
hljóðfæri. Fólk fær að kynnast
hverju hljóðfæri fyrir sig og sjá upp
á hvaða möguleika þau hafa að bjóða
í einleik eða samleiksverkum sem við
semjum bara á staðnum.“
Þegar blaðamaður hitti þá félaga
hafði sextettinn ekki enn fengið að
grípa í hljóðfærin og auðséð á mönn-
um að tilhlökkunin var orðin þó
nokkur.
„Maður gengur alveg í barndóm
þegar maður fær eitthvað fyrir
framan sig sem maður þekkir ekki,“
segir Óskar. „Þegar þú kemur upp
að píanói ertu búinn að sjá fullt af
píanóleikurum spila. Þú veist því að
það á að setjast við það og hvar
hendurnar eiga vera og svoleiðis.
Þegar þú kemur svo að einhverju
sem þú hefur aldrei séð áður gerir þú
bara það sem þér dettur í hug. Þú
neyðist til þess að fikta og útilokar
ekki neinar hugmyndir sem þú færð.
Strjúka það, sparka í það eða lemja
það, bara hvað sem þér dettur í hug.“
Við þessi orð kemur undarlegur
svipur á Börk og hann byrjar að
ókyrrast í sæti sínu. Þegar Oskar svo
tekur eftir því sannfærir hann Börk
um það að sextettinn hafi ekki í
hyggju að beita hljóðfærin hans of-
beldi svo skaparinn tekur að róast
aftur.
Hvort Hispurslausi sextettinn
stendur við orð sín eður ei kemur í
ljós í Listasafni Reykjavíkur í kvöld.
Eins og á öllum uppákomum Til-
raunaeldhússins verður símagjörn-
ingurinn „Telefónían" á sínum stað
en að þessu sinni verður henni
stjórnað af Asmundi Asmundssyni
og Ingirafni Steinarssyni.