Morgunblaðið - 01.09.2000, Side 76

Morgunblaðið - 01.09.2000, Side 76
MOMEELEST GoTTSÁÐUMMEGW/ ATLANTSSKIP - ÁREIEJANLEIKI í FLUTNINGUM - Leitið upplýsinga i síma S20 2040 www.atlantsskip.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ&MBLJS, AKUREYRI: KA UPVAN GSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Bensínverð lækkar Umhverfis jörðina á sextugsaldri , i _ Ævintýrakonan Jennifer Murray lenti þyrlu sinni á Keykjavíkurflugvelii A innfelldu myndinni er Colin Bodill, sem fylgir Jennifer umhverfís jörðina á físflugvél sinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg en gasolía hækkar VERÐ á bensíni lækkar í dag um 30 aura á lítra hjá stóru olíufélög- unum. Hins vegar mun verð á gas- olíu hækka frá og með mánaðamót- um um 2,50 kr. á lítra og verð á gasolíu til útgerðar hækkar um 2,70 kr. á lítra. Einnig mun verð á svartolíu hækka um 1.900 kr. á tonn samkvæmt upplýsingum olíu- félaganna. Fram kom í fréttum Búnaðar- bankans verðbréfa í gær að hækk- un gasolíu til útgerðar væri um 9,3% og frá því í ágúst á seinasta ári hefði olía til útgerðar hækkað um samtals 73%. Ljóst væri því að þessi hækkun á gasolíuverði yki verulega olíuútgjöld útgerðarinnar. Samkvæmt upplýsingum Olíufé- lagsins hækkaði heimsmarkaðs- verð á gasolíu um rúmlega 70 bandaríkjadali í ágúst eða um nær 30%. Óhagstæð þróun íslensku krónunnar gagnvart dollar hefði þau áhrif að hækkun á útsöluverði hér á landi á gasolíutegundum og svartolíu sé hærri en annars hefði orðið. BRESKA ævintýrakonan Jennifer Murray lauk þyrluprófi fyrir sex ár- - jum. Þessa dagana er hún að ljúka annarri hnattför sinni, en hún lenti á Reykjavíkurflugvelli í blíðskapar- veðri á leið sinni til London í gær. „Þetta er lokaáfanginn," segir Jennifer sem er á sextugsaldri. Hnattferðin hófst 31. maí f London. Þaðan flaug hún í austur og áætlar hún að lenda í London að viku lið- inni, með viðkomu í Færeyjum og Skotlandi. Með hnattförinni er Jennifer að afla fjár til styrktar SMILE-góðgerðarsamtakanna. “SMILE-samtökin voru stofnuð af skurðlæknum í Bandaríkjunum sem ferðast um heiminn og gera aðgerð- ir á fátækum börnum með alvarleg andlitslýti. Þetta framtak læknanna er lofsvert og mörg börn hafa notið i*feóðs af,“ segir Jennifer. Jennifer er fyrsta konan sem flog- ið hefur umhverfís hnöttinn í þyrlu ein síns liðs. 1997 varð hún fyrsta konan til þess að afreka það með hjálp aðstoðarflugmanns og er það met skráð í heimsmetabók Guinnes. „Ég fékk metið ekki skráð í flug- bækurnar vegna þess að aðstoðar- flugmaðurinn var karlmaður. Þess vegna varð ég að gera þetta aftur ein,“ segir Jennifer. Að sögn Jenni- fer keyptu hún og eiginmaður henn- ar þyrlu fyrir sex árum, en hvorugt þeirra kunni að fljúga. „Maðurinn minn sagðist ekki hafa tíma til að læra að fljúga þannig að ég neyddist til þess og sé ekki eftir því.“ Vandræði í Kína Með í för að þessu sinni er Colin Bodill, sem hefur fylgt Jennifer í fis- flugvél sinni. „Colin hefur unnið mikið afrek. Fisvélar eru litlar og léttar og mjög viðkvæmar fyrir veðri og vindum. Til þess að fljúga svona vél umhverfis jörðina þarf mikið hugrekki,“ segir Jennifer. Að hennar sögn hefur ferðin gengið Citicorp og fleiri alþjóðleg fyrirtæki fjárfesta í Netverki Um 770 milljóna hlutafj áraukning HUGBUNAÐAR- og hátæknifyrir- tækið Netverk lauk í gær 770 millj óna króna (9,5 milljóna Banda- ríkjadala) hlutafjáraukningu í sam- starfi við hóp erlendra fjármálafyr- irtækja. Leiðandi aðilar í hópi fjárfestanna eru Citicorp Capital Asia Limited, fjárfestingarfyrir- tæki Citibank í Asíu og WestLB Panmure sem er fjárfestingarfyrir- tæki WestLB Group. Netverk ætlar að nýta hið nýja hlutafé í frekari þróun á hugbúnaði fyrirtækisins og markaðssetningu hans og sölu erlendis. Holberg Másson, stofnandi og forstjóri Netverks, sagðist í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi vera mjög ánægður með að hafa fengið góða erlenda fjárfesta að fyrirtækinu. Hann sagði að unnið hefði verið að þessu verkefni í nokkurn tíma. Fyrirtækið hefði nú í undirbúningi að verða skráð á markað og erlendu fjárfestarnir myndu koma að því. Þessi virtu fjármálafyrirtæki hefðu sýnt mik- inn áhuga á þeim hugbúnaðar- lausnum sem Netverk hefur verið að þróa á undanförnum árum. hann sagðist gera ráð fyrir að starfsmönnum Netverks yrði nú fjölgað úr 60 í um 100 manns. WestLB Panmure annaðist fjár- festingu WestLB sem var gerð í gegnum dótturfyrirtæki þess, Equity Bridge Finanz GmbH. Meðal annarra fjárfesta eru A & A Actienbank í Zurich og dótturfyrir- tæki hans, A & A Early Bird Fund sem er skráð fjárfestingarfyrirtæki og einbeitir sér að ungum fyrir- tækjum á sviði fjarskipta og tækni. Umsvifin aukin í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku I kjölfar hlutafjáraukningarinn- ar hyggst Netverk auka umsvif sín í Evrópu, Asíu og Norður-Amer- íku. Á að setja aukinn kraft í sölu, innleiðingu og þjónustu við hug- búnað fyrirtækisins á hverju mark- aðssvæði. Netverk mun opna skrif- stofur í Danmörku og Bandaríkj- unum en fyrirtækið hefur nú skrif- stofur í Hong Kong og á íslandi, auk höfuðstöðva sinna í Bretlandi. Holberg sagði að fjárfestarnir myndu aðstoða Netverk á mörkuð- um í Bandaríkjunum, Asíu og Evrópu. í fréttatilkynningu frá Netverki í gær er haft eftir K.S. Butalia, forstjóra Citicorp Capital Asia, að Netverk væri einstakt fyrirtæki á þessu sviði og það hefði yfir að ráða hugbúnaði sem yki öryggi og gæði þráðlausra gagnasendinga. Mikil þörf væri á markaðnum fyrir slíkar hugbúnaðarlausnir og kvaðst hann búast fastlega við að Netverk ætti eftir að skapa sér nafn sem lykilfyrirtæki á þessum ört vaxandi og mikilvæga markaði. I fréttatilkynningunni kemur fram að á síðustu tveimur árum hefur Netverk aflað sér samtals rúmlega 1,2 milljarða í hlutafé. Þar af komu rúmlega 250 milljónir frá Landsbanka íslands fyrr á þessu ári. Auk fjárfestingarsamningsins hefur WestLB Panmure gert sam- komulag við Netverk um að veita fyrirtækinu ráðgjöf varðandi und- irbúning fyrirtækisins fyrir skrán- ingu á erlenda markaði. Hannes Hlífar sigraði í Portúgal vel. „Ferðin hefur að mestu gengið áfallalaust fyrir sig, að undanskild- um smávægilegum vélarbilunum. Colin lenti þó í vanda yfir Kína. Her- þotur neyddu hann til þess að lenda. Við lentum í vondu veðri og hann villtist af leið. Kínversk flugyfirvöld voru ekki ánægð með það svo hann var neyddur til þess að lenda vélinni í Kína þar sem hann var hafður í haldi í þijá daga og yfirheyrður. En þetta blessaðist allt að lokum.“ „Það er mjög gaman að koma til íslands í svona góðu veðri. ísland er stórbrotið og það verður skemmti- legt að fljúga yfir landið og njóta út- sýnisins," segir Jennifer. Hún held- ur af stað áleiðis til London í dag. Morgunblaðið/Ásdís Olsen, Olsen MORTEN Olsen, þjálfari danska landsliðsins í knattspymu, var í þungum þönkum á æfingu liðsins á Laugardalsvellinum í gær enda mikilvægur leikur framundan gegn íslendingum á morgun. Olsen hefur lítið viljað láta uppi um leikáætlun sína og í dönsku blöðunum voru í gær miklar vangaveltur um hvaða leynivopn leyndist í ermi hans. tryggði sér sigurinn með því að vinna Israelsmanninn Michael Oratovsky í tíundu og síðustu um- ferð mótsins en í níundu umferð sigraði hann Murtas Kazhgaleyev frá Kasakstan. Hannes varð einn efstur á mótinu en nokkrir skák- menn fengu 71/2 vinning. Þessi ár- angur Hannesar samsvarar um það bil 2.700 skákstigum, skv. frétt Skáksambands Islands í gærkvöldi. HANNES Hlífar Stefánsson stór- meistari fór með sigur af hólmi á alþjóðlegu skák- móti í Lissabon í Portúgal í gær- kvöldi. Hannes fékk átta vinn- Hannes Hlífar inga af tíu mögu- Stefánsson legum. Hannes

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.