Morgunblaðið - 23.09.2000, Page 9

Morgunblaðið - 23.09.2000, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 9 Vinna við gerð Landskrár fasteigna langt á veg komin V er ður ky nnt notend- um um áramótin STEFNT er að því að kynna nýtt samhæft gagna- og upplýsingakerfí um allar fasteignir í landinu fýrir helstu notendum um áramótin og síðan almenningi í kjölfarið. Unnið hefur verið að gerð þessa gagna- grunns, sem gengur undir heitinu Landskrá fasteigna, frá árinu 1992 en um næstu áramót taka gildi þrenn lög sem samþykkt voru á Al- þingi í vor og fólu í sér nauðsynleg- ar breytingar á gildandi lögum um fasteignaskráningu. Jón Vilberg Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri á skráningar- og þró- unarsviði Fasteignamats ríkisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að gert væri ráð fyrir því að á fjórum árum yrði mynduð ein altæk skrá yfír allar fasteignir í landinu sem eigi að nýtast öllum opinberum aðil- um og einkaaðilum. Er þetta gert með því að keyra saman skrár sveit- arfélaga, Fasteignamats ríkisins og þinglýsingabækur sýslumanna. Jón Vilberg kynnti starfsemi Landskrár fasteigna á ráðstefnu um grunngögn í kortagerð á Grand Hóteli á fimmtudag. Hann segir að verkefnið kosti um 615 milljónir króna og skiptir þar mestu kostnað- ur við innslátt upplýsinga úr þinglýsingabókunum, en þær munu Á að leiða til lækkunar rekstr- arkostnaðar vera síðasta opinbera skráin sem ekki hefur verið tölvuvædd. Verður þessi kostnaður greiddur með við- bótarskatti til fjögurra ára sem var samþykktur á Alþingi í maí. Ráðist var í könnun eða athugun á þessu verkefni árið 1992 og var sú könnun á vegum stýrihóps ráðu- neytisstjóra, sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg- ar, að sögn Jóns Vilbergs. Frá 1995 hafa síðan staðið yfir tilraunaverk- efni bæði í Kópavogi og á Selfossi og var þar komið á samstarfi milli sveitarfélags, Fasteignamats og sýslumanns. Markmið samstarfsins var að hver þessara aðila nýtti sér þær upplýsingar sem hinir hefðu slegið inn. Eiga í viðræðum við Tölvu- nefnd um gagnagrunninn Landskrá fasteigna verður mið- lægur gagnagrunnur og þegar Jón Vilberg var inntur eftir því hvernig þessi mál stæðu gagnvart lögum og reglum um persónuvernd sagði hann að viðræður stæðu yfir við Tölvunefnd um þau mál. „En það verður í raun engin breyting, það gilda nú þegar reglur um aðgang að þessum gögnum og það stendur ekki til að breyta þeim í veigamikl- um atriðum," sagði hann. „Grundvallarreglan er sú að hver sem er á þess kost að fara á skrif- stofu sýslumanns og fá ljósrit af þinglýstu skjali. Þegar þetta er hins vegar komið á tölvutækt form, verð- ur aðgangur að upplýsingunum takmarkaður og það er gert ráð fyr- ir því að fyrirspurn eftir kennitölu eiganda verði ekki heimiluð öðrum en skattayfirvöldum og lögreglu." Sagði Jón Vilberg að stofnun Landskrár fasteigna ætti að leiða til lækkunar á kostnaði enda væri mun hagstæðara að geyma allar upplýs- ingar á einum stað. Upplýsingamar verða jafnframt geymdar á staf- rænu formi sem ætti að geta sparað fasteignasölum tíma og vinnu og viðskipti ættu þar af leiðandi að geta gengið hraðar fyrir sig, auk þess sem öryggið yrði meira þar sem framvegis yrði aðeins um eina skrá með þessum upplýsingum að ræða og því ekki hætta á að mis- ræmi væri í upplýsingum. Samtök atvinnulífsins Opinberir starfsmenn hækka meira en aðrir LAUN opinberra starfsmanna og bankamanna höfðu hækkað um 8,3% á öðram ársfjórðungi þessa árs frá sama tíma í fyrra. A þessu tímabili fengu þeir 3% samning- bundna launahækkun um sl. ára- mót. A almennum markaði nam hækkunin 5,7% á sama tímabili, en á öðrum ársfjórðungi þessa árs var meginþorri kjarasamninga á al- mennnum vinnumarkaði endurnýj- aður. Þessar upplýsingar koma fram á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins, en tölurnar eru byggðar á launa- vísitölu Hagstofunnar. Þegar litið er lengra aftur í tím- ann kemur í ljós að það er einungis á þeim ársíjórðungum sem kjara- samningar eru endurnýjaðir á al- mennum markaði að launahækkan- ir á almennum vinnumarkaði fara fram úr hækkunum hjá hinu opin- bera, þ.e. á fyrstu tveimur ársfjórð- ungum ársins 1995 og á 2. ársfjórð- ungi 1997. Þetta gerðist ekki á 2. ársfjórðungi þessa árs, þegar flest- ir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði voru endurnýjaðir, vegna mikils launaskriðs hjá hinu opinbera. Samanburður er vandkvæðum bundinn Samtök atvinnulífsins taka fram að samanburður á milli opinbera og almenna markaðarins sé ýmsum vandkvæðum bundin, en þarna sé um að ræða sambærilegar tölur milli ára fyrir hvort svið um sig. Þær gefi því rétta mynd af þróun- inni. Bent er á að launaskriðið fari vaxandi milli fyrsta og annars ár- sfjórðungs þessa árs. Sé litið yfir tvö síðustu samningstímabil, þ.e. hækkanir frá 1. ársfjórðungi 1995, komi í ljós að launaþróun opinberra starfsmanna hafi farið samtals 15% fram úr almenna markaðinum. Nýtt — Nýtt Úlpur, buxur, peysur, pils Gott verð — Góð þjónusta Rita SKUVERSLU Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030. Opið mán,— fös. frá kl. 10—18, lau. 10-15. 3tettnir sæjar Glaðværar cjeilur Kðiiretm -vinur vina sinna. ý..'- J; yiSflíi Heilsulatexdýnur og rafmagnsrúmbotnar Þegar kemur að því að velja rúm eða dýnu eru gæðin, úrvalið og reynslan okkar megin. Opið laugardaga kl. 10-15 www.lystadun.is Yfírhafnir, kvartbuxur og peysur hj&QýGafhhiMi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Ný sending l um» PÓSTSENDUM SAMDÆGURS DOMUS MEDICA við Snorrabraut - Rvík Sími 551 8519 KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Rvík Sími 568 9212 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN ÞROSKAMIÐUÐ NÁMSKEIÐ FYRIR EINSTAKLINGA haldin á Ránargötu 8A AÐ TAKAST A VIÐ BREYTINGAR Fjallað er um breytingar almennt og breytingar í eigin lífi. Leiðbeinendur: Sr. Bragi Skúlason, Ragna Ragnarsdóttir og Þuríður Hjálmtýsdóttir. Tími: 3 okt., 5. okt., og 11. okt. kl. 17-19. AÐ TAKAST Á VIÐ KREFJANDI VERKEFNI Fjallað er um leiðir til að takast á við krefjandi verkefni út B . Skú|ason frá eigin forsendum. Leiðbeinandi: Þuríður Hjálmtýsdóttir. Smkrahúsprestur Tími: 12. okt., 19. okt., og 26. okt. kl. 16.30-18.30. og kennari. GILDRUR í SAMSKIPTUM MÆÐRA OG DÆTRA Námskeið fyrir mæður, sem vilja leita jákvæðra leiða í tengslum við dætur sínar. Stuttir fyrirlestrar, æfingar, hugleiðingar og samræður. Leiðbeinandi: Ragna Ragnarsdóttir. Tími: 25. okt., 1. nóv., 8. nóv., 15. nóv. kl. 17-19. SJÁLFSTRAUST ÞITT Námskeið fyrir unglingsstúlkur á aldrinum 16-18 ára. Ragna Ragnarsdóttir Fjallað er um eigin styrk og leiðir til að viðhalda og sálfræðingur. styrkja sjálfstraust sitt og gleði af því að lifa. Leiðbeinandi: Þuríður Hjálmtýsdóttir. Tími: 3. okt., 10. okt., 17. okt., 24. okt. kl 15-17. ÞAÐ ER GOTT AÐ VERA KARLMAÐUR Námskeið fyrir karla á aldrinum 25-50 ára. Farið yfir hlutverk karlmanna, styrk, vináttusambönd, fjölskyldubönd. Leibeinandi: Sr. Bragi Skúlason. Tími 10. okt. kl. 17-19. Þuríður Hjálmtýsdóttir Hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiðunum er ýmist 8 sálfræðingur eða 12 manns. Á öllum námskeiðunum er lögð áhersla á 09 ennarl öruggt og styðjandi andrúmsloft, næmi og virðingu fyrir öðrum. Skráning og nánari upplýsingar í símum 691 4462, 867 5458 og 864 1864 eða á netföngum: gragna@simnet.is eða thuridur@kvasir.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.