Morgunblaðið - 23.09.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 23.09.2000, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fjarnám við Verkmenntaskólann á Akureyri fær lofsverða umfjöllun í skýrslu OECD Áætlað að nem- endur verði um 600 á næsta ári Sú hugmynd hefur verið viðruð að heimavist við Verkmennta- skólann á Akureyri verði komið fyrir í þessu húsi, en þar er Há- skólinn á Akureyri nú með starfsemi. Morgunblaðið/Kristján Iljalti Jón Sveinsson YFIR 500 manns stunda nú fjarnám við Verkmenntaskólann á Akureyri og er gert ráð fyrir að nemendum muni fjölga í um 600 á næsta ári. Hjalti Jón Sveinsson skólameistari segir að við það nálgist skól- inn það markmið að geta sinnt eftirspurn. Meiri skilningur sé nú fyrir gildi fjark- ennslunnar hjá ráðuneyti menntamála. Fjarkennsla við Verkmenntaskólann á Akureyri sem hófst árið 1994 hlaut lof- sverða umsögn í skýrslu OECD sem nýl- ega er komin út og fjallar um nýbreytni í skólastarfi. Hjalti Jón sagði að skólinn hefði í boði fjölbreytt námsframboð og mikil reynsla væri komin á þessa starfsemi. Sífellt væri verið að þróa áfanga og nýverið fékk skól- inn styrk úr Þróunarsjóði framhaldsskóla til að vinna að verkefni á þessu sviði. „Við sinnum mörgum mismunandi hóp- um í fjarnáminu, m.a. sjáum við að hluta til um áfanga sem kenndir eru við Fram- haldsskólann á Laugum, við sjáum líka um grunnskólanemendur austur á fjörðum sem eru að taka áfanga á framhaldsskólastigi, sem og nemendur á Grundarfirði, þá mán nefna símenntunarmiðstöðvar og fangelsi sem við höfum einnig á okkar könnu. Þá erum við með nemendur út um allan heim í rauninni en íslendingar í útlöndum eru stór hluti af okkar nemendum og þar er bæði um að ræða fólk á framhaldsskóla- aldri og eldra. Forsvarsmenn Verkmenntaskólans á Ak- ureryri hafa átt í viðræðum við forsvars- menn Landssanbands íslenskra útvegs- manna um með hvaða hætti unnt er að efla og auka áhuga ungs fólks á störfum tengd- um sjávarútvegi en sem kunnugt er var kennsla við útvegssvið skólans á Dalvík felld niður í haust þar sem nemendur voru af skornum skammti. Hjalti Jón sagði að horft væri til þess að ná inn í skólann þeim sem starfað hafa á togurum um skeið og þekkja til starfsins. Fyrirhugað er að laga námið í framtíðinni að þeim aðstæðum sem sjómenn búa við en það yrði byggt upp á þann hátt að þeim yrði gert kleift að stunda það ýmist heiman frá sér eða af sjónum að hluta til og síðan tækju við staðbundnar lotur þar sem t.d. yrði hægt að nýta frí milli túra. Hjalti Jón kvaðst vænta þess að sam- starf við útvegsmenn og atvinnurekendur yrði gott enda hugnaðist þeim hugmyndin vel. Þá hafa einnig verið viðraðar hug- myndir um að efna til endurmenntunar- námskeiða fyrir starfandi skipstjórnendur. Engin heimavist er við Verkmenntaskól- ann og hafa forsvarsmenn hans lengi haft áhyggjur vegna þess en brýn þörf þykir á að koma upp heimavist við skólann. Nem- endur skólans munu fá aðgang að nýrri heimavist sem rekstrarfélagið Lundur mun reisa við Menntaskólann á Akureyri en Hjalti Jón segir ljóst að þörf sé fyrir meira rými en þar muni bjóðast. Skólameistari hefur farið þess á leit við bæjaryfirvöld á Akureyri að ekki verði um sinn byggt á lóð á horni Þórunnarstrætis og Mímisvegar, skammt neðan skólans, en þar væri ákjósanlegt að reisa heimavist í tengslum við skólann. Bæjarráð fjallaði um erindið í síðustu viku en niðurstaða liggur ekki fyrir. Lóðinni hefur fyrir allnokkru verið úthlutáð til byggingaverktaka. Hjalti Jón hefur einnig viðrað þá hug- mynd sína við bæjaryfirvöld og starfsmenn menntamálaráðuneytis hvort hugsanlegt væri að koma fyrir heimavist í núverandi húsnæði Háskólans á Akureyri við Þing- vallastræti. Starfsemi háskólans mun á næstu misserum verða flutt að framtíðar- stað hans við Sólborg en við það losnar húsnæðið sem er á þremur hæðum og með góðum kjallara. Bjartsýnn á lausn „Staðan er óviðunandi, við getum ekki búið við þessar aðstæður lengur en það er líka ljóst að það verður ekki byggð heima- vist nema til komi fjárframlög frá ríki og bæ, það gengur ekki upp að reisa slíkt hús- næði fyrir lánsfé,“ sagði Hjalti Jón. Yfir eitt þúsund nemendur stunda nám við skól- ann, þar af er aðkomufólk um fjögur hundruð talsins. Allir nemendur þurfa nú að leigja húsnæði í bænum en skólameist- ari telur farsælla að bjóða heimavistarrými fyrir ungmenni undir 18 ára aldri. Nokkrir úr hópi nemenda Verkmenntaskólans hafa fengið íbúðir hjá Félagsstofnun stúdenta og taldi skólameistari ekki ólíklegt að frek- ara samstarf gæti orðið þar á milli. „Ég er bjartsýnn á að við finnum ein- hverja leið til að reisa heimavistenda geng- ur þetta ekki lengur upp, það verður eitt- hvað að fara að gerast," sagði Hjalti Jón. Islenska myndasafnið gefur út myndaöskju um Akureyri á 20. öld. Akureyrarmyndir syndar í Deiglunni Svalbakur EA-2 í klakaböndum við Togarabryggjuna á Akureyri, myndin er tekin veturinn 1970 þegar verið er að landa karfa úr skipinu, en maðurinn á bryggjunni er Þorvaldur Ólafsson. LJÓSMYNDAASKJAN ísland í eina öld Akureyri kemur út laugar- daginn 23. september og samhliða út- gáfu hennar verður opnuð ljós- myndasýning í Deiglunni á Akureyri. Það er íslenska myndasafnið sem gefur Ijósmyndaöskjuna út, en áður hafa samskonar öskjur um Vest- mannaeyjar og ísafjörð komið út. ís- lenska myndasafnið mun í tilefni aldamótanna gefa út nokkrar ljós- myndaöskjur um kaupstaði og lands- hluta á íslandi A sýningunni í Deiglunni verða myndir sem margar hverjar hafa aldrei birst áður. Fjölmargir mynda- smiðir koma við sögu, m.a. Hallgrím- ur Einarsson, Jón og Vigfús, Þor- steinn Jósepsson, Mats Wibe Lund og Golli. Elstu myndimar eru frá Þjóðminjasafninu og Minjasafninu á Akureyri og sýna þær glöggt um- skiptin sem orðið hafa á Akureyri á 20. öld. Á ljósmyndasýningunni í Deiglunni verða myndimar tuttugu sýndar í stóm formi, allt að 1 m x 1,50 m, auk þess sem níu aðrar myndir eftir Mats Wibe Lund og fleiri verða þar til sýnis. Myndirnar era allar til sölu, en einnig er hægt að panta þær í mismunandi stærðum eftir óskum hvers og eins. Ljósmyndasýningin í Deiglunni stendur til sunnudagsins 1. október. Hún verður opin frá kl. 14- 18 um helgar og frá kl. 17-21 virka daga. Aðgangur er ókeypis. Myndaöskjunni ísland í eina öld Akureyri fylgir bók eftir Kristján Sigurjónsson með ítarlegum skýr- ingatexta fyrir hveija mynd auk yfir- litsgreinar um þróun byggðar, at- vinnulífs og samfélags á Akureyri á síðustu hundrað áram. íslenska myndasafnið er deild inn- an útgáfufyrirtækisins Genealogia Islandorum - gen.is og er tilgangur safnsins að skrá og varðveita gamlar og nýjar myndir af landi og þjóð í samvinnu við ýmis önnur ljósmynda- söfn. ísland í eina öld Akureyri er þriðja Ijósmyndaaskjan sem íslenska myndasafnið gefur út um kaupstaði á þessu ári. Mikil vinna hefur verið lögð í val mynda, myndvinnslu, textagerð, prentun og öskjugerð til að gera STOFNUN Vilhjálms Stefánsson- ar og Háskólinn á Akureyri bjóða til málstofu með Dr Lassi Heininen sem mun ræða um efnið „Northern Dimension as a political concept of North Europe“.Dr Heininen er fræðimaður við Norðurslóðastofn- unina í Rovaniemi í Finnlandi og formaður samtakanna Rannsókn- arþing norðursins (Northern Res- myndaöskjumar sem best úr garði. Auglýsingastofan Skaparinn sá um hönnun Akureyraröskjunnar. Christ- opher Lund, forstöðumaður Islenska myndasafnsins, annaðist mynd- vinnslu en Páll V. Bjamason sá um myndaritstjórn. Ritstjóri og umsjón- armaður verksins var Kristján Sigur- jónsson. Svansprent ehf. sá um prentun og Félagsbókbandið Bókfell ehf. um bókband og öskjugerð. earch Forum). Málstofan kemur í framhaldi af heimsókn forseta Finnlands til Akureyrar og ræðu forsetans um samstarf á norður- slóðum (sjá www.svs.is). Málstofan fer fram á ensku og verður í stofu K202 í nýbyggingu Háskólans á Akureyri við Sólborg kl. 16.15 á mánudag, 25. septem- ber. Allir velkomnir. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Æðraleysis- messa á sunnudagskvöld kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Krossband- ið sér um tónlistina. Kynning á starfi 12- spora hópa og kaffisopi í Safnaðar- heimilinu á eftir. Guðsþjónusta í Seli kl. 14 á sunnudag og kl.16 á Hlíð. Morgun- söngur kl. 9 á þriðjudagsmorgun. Mömmumorgunn kl. 10 til 12 á mið- vikudag. Kristín Valdimarsdóttir sér um fræðslu um heyrnarskerðingu og heyrnarleysi. Allir verðandi og núver- andi foreldrar velkomnir. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtudag og hefst hún með orgelleik. Bænaefnum má koma til prestanna. Hægt að fá létt- an hádegisverð í Safnaðarheimilinu eft- ir kyrrðarstundina. Æfing hjá Bama- og unglingakór kirkjunnar í kapellunni kl. 16.30 á fimmtudag. GLERÁRKIRKJA: Bamasamvera og guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sameig- inlegt upphaf. Foreldrar hvattir til að koma til kirkju ásamt börnum sínum. Hádegissamvera kl. 12 til 13 á miðviku- dag. Orgelleikur, fyrirbænir, sakra- menti. Léttur hádegisverður í safnað- arsal á vægu verði. Opið hús fyrir mæður og böm á fimmtudag kl. 10 til 12. Æfing bamakórs kirkjunnar verð- ur kl. 17.30 á fimmtudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudaga- skóli kl. 11 á morgun, sunnudag. Bæn kl. 19.30 sama dag og almenn samkoma kl. 20 um kvöldið. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Hjálparflokkur kl. 20 á miðvikudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bæna- stund í dag, laugardag, kl. 20. Sunnu- dagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á morgun, sunnudag. Reynir Valdimars- son læknir kennir úr Orði Guðs. Léttur málsverður að samkomu lokinni. Al- menn vakningasamkoma kl. 16.30 sama dag þar sem Þórir Páll Agnars- son mun predika. Á sama tíma verður samkoma fyrir krakka 7 til 12 ára og einnig bamapössun fyrir böm eins til 6 ára. Fyrirbænaþjónusta. MÖÐRUVALLAKLAUSTURS- PRESTAKALL: Guðsþjónusta verður í Möðravalla- kirkju sunnudaginn 24. september kl. 14.00. Fermingarbörn alls prestakallsins verða kynnt fyrir söfnuðinum, beðið verður fyrir þeim og starfinu í vetur. Mætum öll og njótum samveru Guðs. Sóknarprestur. PÉTURSKIRKJA: Messa í dag, laug- ardag kl. 18, og á morgun, sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við Hrafnagilsstræti 2. EFLING MENNINGARSTARFS Á NORÐURLANDI Opinn fundur verður haidinn þriðjudaginn 26. september kl. 13.00-16.00 á Fiðiaranum, Akureyri, 4. hæð. Framsögumenn verða frá menningarstofnunum og samtökum á Norðurlandi. Starfshópur menntamálaráðherra um eflingu menningarstarfs á landsbyggðinni tekur þátt í fundinum. A Atvínnuþróunarfélag Eyjafjarðar Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. 4 & mmmm W Málstofa um norðlægu vídd- ina sem pólitískt hugtak í N or ður-E vr ópu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.