Morgunblaðið - 23.09.2000, Qupperneq 18
„Við teljum að þarna hafí verið
brotið jafnræði á milli íbúa og sveit-
arfélaga og lögfræðingur okkar er
að ræða þessi mál við
félagsmálaráðuneytið núna.“
Varnargarðurinn verður
tilbúinn árið 2003
í Morgunblaðinu þann 31. ágúst I
síðastliðinn kemur fram að íbúar við
Dísarland telji sig engu bættari
með snjóflóðavarnargarðinn þar
sem þeir þurfi eftir sem áður að
rýma húsin sín líkt og undanfarin
ár, en síðasta vetur þurftu þeir að
rýma hús sín 11 sinnum.
Ólafur sagði að það hefði verið
sama hvaða leið hefði verið valin, k
alltaf hefði þurft að rýma hús þegar
það gerði aftakaveður. Hann sagði I
að eftir að varnargarðurinn væri |
risinn ætti staða íbúa við Dísarland,
varðandi rýmingar, ekki að vera
verri en margra annarra á svæðinu.
Ólafur sagði að fyrirtækin For-
verk og Línuhönnun væru nú að
vinna að hönnun snjóflóðavarnar-
garðsins og útboðslýsingu verksins
og að þeirri vinnu ætti að verða lok-
ið fyrir áramót. Hann sagði að t
stefnt væri að því að bjóða verkið út
í janúar eða febrúar og að verktak- |
ar ættu því að geta hafið fram- f
kvæmdir næsta vor. Hann sagði að
verkinu myndi væntanlega ljúka ár-
ið 2002.
Að sögn Ólafs er áætlaður heild-
arkostnaður vegna verksins um 450
milljónir og greiðir Ofanflóðasjóður
90% kostnaðarins en Bolungarvík-
urbær 10%.
BÆJARYFIRVÖLD í Bolungarvík
munu ekki kaupa upp hús íbúa í
Dísarlandi, íbúðargötunni sem
stendur næst Traðarhyrnu, fjallinu
sem snjóflóðin féllu úr árið 1997. Ól-
afur Kristjánsson bæjarstjóri sagði
að þegar hefði verið tekin ákvörðun
um það að byggja snjó-
flóðavarnargarð fjrrir ofan götuna
og að samkvæmt lögum væri óheim-
ilt að kaupa upp hús og ráðast í gerð
snjóflóðavarnargarðs á sama tíma.
„Við erum búin að gera allt sem
við getum til þess að verða við ósk-
um íbúanna við Dísarland," sagði
Ólafur. „Lög heimila bara ekki
hvort tveggja í senn, varnir og upp-
kaup húsa og það er hlutur sem við
ráðum ekki við.“
Ólafur sagði að bæjaryfirvöld
hefðu gjarnan viljað verða við ósk-
um íbúanna. Hann sagði að þau
hefðu lagt óskir íbúanna fyrir um-
hverfisráðuneytið og félagsmála-
ráðuneytið, sem færu með málefni
snjóflóðavarna, en að ekki hefði
verið hægt að verða við óskunum,
þar sem þær teldust ekki standast
11. grein laga um varnir gegn snjó-
flóðum og skriðuföllum.
í 11. grein laganna segir m.a.:
„Ef hagkvæmara er talið, til að
tryggja öryggi fólks gagnvart ofan-
flóðum, er sveitarstjórn heimilt að
gera tillögu til ofanflóðanefndar um
kaup eða flutning á húseignum í
stað þess að reisa varnarvirki eða
beita öðrum varnaraðgerðum.“
Ólafur sagði að bæjarstjórnin
hefði samþykkt að láta reyna á
þessi lög.
Fyrirdráttur í Laxá á Refasveit
Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason
Sinfóníuhljómsveit Islands leikur í Stykkishólmi.
Morgunblaðið/Jón Sig.
Hængur í neti. Pétur Brynjólfsson og Jón Árni Jónsson
að landa einum hæng úr Laxá á Refasveit.
Eftirtekjan
fremur rýr
Blönduósi - Það er nokkuð algengt
hjá veiðiréttareigendum laxveiði-
áa að veiða á haustin lax í klakið.
Kallast það ýmist fyrirdráttur eða
ádráttur og felst í því að fara með
net um hylji árinnar og fanga
hænga og hrygnur og rækta und-
an þeim seiði sem síöan er sleppt
aftur í ána í fyllingu tímans.
Bændur við Laxá á Refasveit í
A-Húnavatnssýslu drógu fyrir í
vikunni og var eftirtekjan frekar
rýr, tveir hængar og ein hrygna.
Er það í samræmi við veiðina í
sumar en rétt um 60 laxar komu
úr ánni sem er langt undir því sem
best gerist. Á myndinni má sjá Jón
Árna Jónsson frá Sölvabakka og
Pétur Brynjólfsson frá Hólalaxi
með annan tveggja hænga sem
veiddust í Göngumannahyl. Þeir
fiskar sem í netin komu voru flutt-
ir að Hólum í Iljaltadal og geymd-
ir þar fram í miðjan október eða
að þeim tíma að frjómáttur lax-
anna verður í hámarki.
Sinfoníuhlj ómsveitin
lék í Stykkishólmi
Stykkishólmi - Það hefur verið
margréttað á tónlistarborði Hólm-
ara síðustu daga. Hver stórviðburð-
urinn á fætur öðrum á tónlistar-
sviðinu. Fyrr í þessum mánuði hélt
Wiener Opernball Damenensemble
Vínartónleika í Stykkishólmskirkju.
Á föstudagskvöldið var komið að
Sinfóníuhljómsveit íslands að leika
fyrir bæjarbúa. Mættu á milli 70 og
80 hljóðfæraleikarar og héldu tón-
leika í íþróttahúsinu. Flutt voru tvö
verk. Á fyrri hluta tónleikanna
flutti hljómsveitin píanókonsert nr.
1 í d-moll op. 15 eftir Johannes
Brahms. Einleikari var Italinn
Andrés Lucchesini. Áheyrendur
fengu að heyra á síðari hluta tón-
leikanna verk eftir Jean Sibelius,
Sinfoníu nr. 1 í e-moll op 39.
Stjórnandi hljómsveitarinnar er
Rieo Saccani.
Upphaflega var ætlað að tónleik-
arnir yrðu í Stykkishólmskirkju, en
í ljós kom að svo stór hljómsveit
rúmaðist ekki í kirkjunni og því
varð að flytja þá í íþróttahúsið þar
sem hljómgæðin eru ekki eins mik-
il.
Það eru mikil tíðindi í ekki
stærra bæjarfélagi þegar 80 manna
sinfóníuhljómsveit kemur í heim-
sókn og býður upp á flutning slíkra
stórverka. Því miður var aðsóknin
minni en vonast var til, en þeir
gestir sem mættu kunnu vel að
meta flutning hljómsveitarinnar og
var hljóðfæraleikurum og stjórn-
anda þakkað vel í lokin.
mjög fjölbeytt úrval af
HAUSTLAUKUM
- margar tegundir.
Notið tækifærið áður en
moldin frýs og setjið
haustlaukana niður í garðinn,
svo þið getið notið fagurra
blóma þegar vorar.
Hún Cuðbjörg Kristjánsdóttir
garðyrkjumaður veitir ykkur ráðgjöf
um val og meðhöndlun á haustiaukum
milli kl. 13 og 16 nk. laugardag
og sunnudag.
GARÐHEIMAR
GRÆN VERSLÚNARMIÐSTÖÐ
STEKKJARBAKKA 6 • REYKJAVÍK • SÍMI 540 3300
TILBOÐ Á FALLEGUM ERIKUM
2 Erikur 650 kr., 1 Erika í potti 695 kr.
18 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
----—^—
Framkvæmdir við snjóflóðavarnar-
garð í Bolungarvík
Hús við Dísar-
land verða ekki
keypt upp