Morgunblaðið - 23.09.2000, Síða 26

Morgunblaðið - 23.09.2000, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 VIKU LM MORGUNBLAÐIÐ H Vísindavefur Háskóla íslands Hvað er rafgas? VÍSINDI i«aEiL»s 1!« EllS! tli« ÍSIHI lisemney 11 * t n s in m e i n r ii AESSÍÍfifilI-líí i i| Á Vísindavefnum hefur að und- anförnu verið svarað spurning- um um eignarfallsmyndir orðs- ins „sjór“, skólanesti, vitneskju annarra þjóða um landafundi norrænna manna, hvort strákar séu aigengari en stelpur, tilvist og inntökuskil- yrði Himnaríkis, hvers vegna stærðfræðinám sé gagnlegt, andefni, rauða litinn í íslenska fánanum, loftárás Bandamanna á Dresden í seinni heimsstyrjöld, Ví- etnamstríðið, iandnámsmanninn Náttfara, landamæri Mongólíu og það hvort Guð geti verið almáttugur. Vísindavefurinn hefur samstarf við ýmsa aðila og vill gjarnan efla það sem mest. Meðal stofnana og fyrirtækja sem hafa starfað með vefnum og styrkt hann má nefna menntamálaráðuneytið, Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar, Reykjavík menningarborg, Morgun- blaðið, EJS, Aco, Oz.com, Orkuveitu Reykjavíkur, Íslandssíma, Landsbankann, Bóksölu stúdenta og Mál og menningu. Netfang Vísindavefjarins er ritstjorn@visindavefur.hi.is og síma- númerið 525 4765. flitiíiaiS2as!í liíli ICR 0 15 II B I! K f !l Ltt/ll'I-tf iw www.opinnhaskoli2000.hi.is hafi skapað heiminn fyrir einni mínútu með steingervingum, sporum eins og eftir fætur frá í gær og með fjölda fólks sem minnir hitt og þetta og á þess engan kost að kom- ast að því að það var allt skáldað í hausinn á því fyr- ir augnabliki síðan. Svona efahyggj- urök minna okkur á að öll mannleg þekking er vafa undirorpin en það er engin leið að álykta af þeim að það sé neitt minna mark takandi á minning- um fólks en annars konar vitneskju, gögnum eða heimildum. Atli Harðarson Hafa minningar raunverulega eitthvað með fortíðina að gera? SVAR: Já. Hefði verið spurt hvort fótspor sé örugglega eftir fót hefði svarið líka verið já. Spor sem ekki er eftir fót er ekki fótspor þótt það líti ef til vill al- veg eins út og ef mig minnir eitthvað sem aldrei var, þá er það ekki minn- ing heldur misminni. Allt sem er í kollinum á mér getur verið eins hvort sem um raunverulega minn- ingu eða misminni er að ræða. Mun- urinn á þessu tvennu liggur í því einu að minningar hafa eitthvað með for- tíðina að gera. í framhaldi af þessu má svo spyrja hvort það sé einhver leið að vita með vissu hvort það sem við teljum vera minningar sé það í raun og veru. Það sem okkur minnir ber ekki með sér neina tryggingu fyrir því að það sé raunverulegar minningar fremur en misminni. Svipað má reyndar segja um alla þekkingu. Það að okkur finn- ist við vera viss um að eitthvað sé satt tryggir ekki að svo sé. Stundum berum við minningar okkar saman við aðrar heimildir til að sannprófa áreiðanleika þeirra. Ef mig minnir eitthvað en er ekki alveg viss spyr ég aðra sjónarvotta, gái að ummerkjum eða fletti upp í bók. Beri heimildum saman við það sem mig minnir slæ ég því föstu að um raunverulega minningu sé að ræða, annars geri ég ráð fyrir ^þeim mögu- leika að mig misminni. A svipaðan hátt prófa menn, að minnsta kosti þeir sem temja sér gagnrýna hugs- un, áreiðanleika alls konar skoðana og hugmynda sem þeir hafa. Minningar manna og þekking mynda heild þar sem eitt styður ann- að og það sem notað er fyrir próf- stein í dag gengur sjálft undir próf á morgun. Þetta þýðir ekki að minn- ingar sem standast svona hversdags- leg próf séu hafnar yfir allan vafa. Enginn prófsteinn á minningar okk- ar getur útilokað að guð almáttugur heimspekingur og kennari við Fjöibrautasköla Vesturlands. Hvert er öflugasta and- oxunarefnið? Og stafar öldr- un ekki aðallega af oxun í líkamanum? SVAR: Það er ekki svo fráleitt að ýmis- legt sem við tengjum við for- gengileika megi rekja til oxunar þeg- ar að er gáð. Ryðgun járns er oxun og spanskgrænan sem fellur á kopar í lofti, til dæmis á myndastyttur, verður líka til við oxun. Þegar viður kolast með aldri, og þarf ekki eld til, þá er kolefnið í viðn- um að oxast. Svipaða sögu er að segja um ýmis ferli í líkömum manna og annarra dýra sem tengjast öldr- un. Þannig hefur oxun áhrif á amínó- sýrur í próteinum, fitusýrur og fleiri efni líkamans. Áhrifin á prótein varða stöðugleika og leiða til niður- rifs. 1 líkamanum eru ensímháð ox- unarefni sem eru beinlínis ætluð til þess ama í ákveðnum tilvikum, auk þess sem oxunin gerist líka af handa- hófi. Spyrjandi virðist nú hugsa sér að finna það andoxunarefni sem telst öflugast í skilningi eðlis- og efna- fræðinnar og nota það síðan með ein- hverjum hætti til að koma í veg fyrir eða draga úr öldrun. Leitin að and- oxunarefninu er ekki verulegur þröskuldur því að það eru alkalí- málmar og jarðalkalímálmar sem hafa mesta „afoxunarspennu" af frumefnunum. Þar með er þó ekki sjálfgefið að þessi eiginleiki þeirra mundi nýtast við þær aðstæður sem ríkja í mannslíkamanum. Hitt er þó enn síður Ijóst að menn geti nýtt sér þessa þekkingu betur en þegar hefur verið gert eða að menn nái lengra í þessu en náttúran. Hún sér okkur nefnilega líka fyrir andoxunarefnum sem henta líkama okkar. Þetta eru ekki síst sum þeirra efna sem við köllum vítamín, einkum C-vítamín (ascorbat) og E-vítamín (tocopherol). Þau eru, hvert með sínu móti, andoxunarefni og vinna gegn öldrun með ýmsum hætti. Eins og eðlilegt er grípur fólk til ýmissa ráða þegar ólæknandi sjúk- dómar eins og krabbamein eru ann- ars vegar. Þar á meðal reyna sjúkl- ingar að taka inn íýrrgreind vítamín og önnur efni sem draga úr oxun. Hins vegar vita læknavísindin ekki að svo stöddu hvort slíkt hefur raun- veruleg áhrif og þá hvernig. Þetta svar grípur inn í margar fræðigreinar og er því ekki verk eins manns heldur hefur það verið borið undir marga starfsfélaga höfundar- ins sem nafngreindur er. Þorsleinn Vilhjálmsson prófessor í vísindasögu og eðlisfræði, ritstjóri VísindaveQarins. Hvað er rafgas (plasma)? Er hægt að framleiða það á rann- sóknarstofu? SVAR: Rafgas er gas sem er jónað að hluta eða að fullu og inniheldur raf- eindir, jónir, hlutlausar frumeindir og sameindir. Fulljónað rafgas inni- heldur einungis rafeindir og jónir en hlutjónað rafgas inniheldur jafn- framt hlutlausar agnir. Megnið af al- heiminum er rafgas. Iður stjarna og gufuhvolf þeirra, gaskennd geim- þoka og mest af miðgeimsvetninu eru rafgas. í okkar nánasta umhverfi er rafgas notað í flúrperum og neon- ljósaskiltum og norðurljósin eru rafgas. Á fyrri hluta 20. aldar var skoðuð á tilraunastofum leiðni og niðurbrot í gasi, útgeislun rafeinda og örvun frumeinda og sameinda í árekstrum við rafeindir. Á síðari hluta aldarinnar hafa rafgös verið notuð sem Ijósgjafar, leysiefni og í efnisframleiðslu, einkum í rafeinda- iðnaði. Nú á dögum gegnir rafgas úr sameindagösum og blöndum þeirra lykilhlutverki í ætingu og ræktun við framleiðslu smárása. Þannig er súr- efnisrafgas notað til að fjarlægja ljósviðnámslag og til oxunar og ræktunar á þunnum oxíðum og kísill er ættur í rafgösum sem innihalda flúor og klór. Notkun rafgasa er eina færa leiðin til að æta út þau smá- gerðu hálfleiðaratól sem eru ráðandi í rafeindatækni nútímans. Til að framkalla megi kjamasam- runa þarf að yfirvinna fráhrindi- krafta milli agna. Þar eð hreyfing efniseindanna samsvarar varma, þá er kjamasamruni líklegri ef agnim- ar (eldsneytið) em við mjög hátt hitastig - milljónir kelvína. Við slík- an hita er eldsneytið fulljónað raf- gas. Til að viðhalda þessum mikla hita má gasblandan ekki komast í snertingu við yfirborð eða veggi eða annað efni yfirleitt. Einkum hafa verið skoðaðar tvær leiðir til að mynda þetta háhitarafgas. Annars vegar er eldsneytið lokað af með segulsviðsþrýstingi í segulflöskum og hins vegar er öflugum leysipúls- um eða jónageislum skotið á storkið eldsneyti. Eiginleikum rafgass er lýst með hita gassins í heild, orkudreifingu agnanna og þéttleika þeirra. Hlut- jónað rafgas er drifið rafrænt og álagt afl hitar frekar upp rafeindirn- ar, sem em léttari og hreyfanlegri en jónir. Rafeindir, jónir og hlutlaus- ar eindir em því oft ekld í varma- jafnvægi. Helstu kennistærðir raf- gass em rafeindaþéttleiki, jónaþéttleiki og rafeindahitastig, sem er mælikvarði á meðalorku raf- einda í gasinu. Rafgas er hægt að framkalla á til- raunastofu. Á Raunvísindastofnun Háskólans em til dæmis svonefndar segulspætur, sem notaðar em til að framkalla hlutjónað rafgas til rækt- unar á þunnum húðum úr málmi og málmblöndum (sjá mynd). Efnasam- setning rafgassins ræður þá efna- samsetningu og efniseiginleikum málmhúðarinnar. Fulljónað rafgas til kjamasam- mna er hins vegar framkallað í kjamasammnaofnum sem getaver- ið gríðarstórir, tugir metra í þver- mál. Víða um heim hafa slík tæki verið byggð til rannsókna á fulljón- uðu rafgasi. Jón Tómas Guðmundsson cðlisfræðingur við Raunvísindastofnun HÍ. Astralskur draumur Draumstafir Kristjáns Frímanns FRUMBYGGJAR Astralíu (Koor- ies) eiga sér langa hefð tengda draumum. Saga þeirra er umvafin draumum og trúin á mátt draums- ins er sterk, jafnvel enn í dag á tím- um tilbúinna drauma. Upphafið var þegar andinn mikli kom og skóp heiminn, gaf náttúra og dýram nafn og miðlaði manninum visku sinni gegnum drauma, þá hófst hinn eig- inlegi tími sem Ástralar nefna Al- cheringa eða Draumatímann. Á þessum tíma gátu menn tekið sér form dýra og dýr gátu breytt sér í menn. Þetta var tími guðlegra hetja, einskonar stökkbreyta líkt og sjá má í ævintýmm dagsins í dag á hvíta tjaldinu í X-mönnum. Ymsar sögur hafa varðveist frá þessum tíma um hina skapandi krafta líkt og sagan um „Regnbogasnákinn“. „Fyrir langa löngu á Draumatím- anum áður en jörðin, dýrin og plönt- umar urðu til sveimaði Regnboga- snákynjan um geiminn á leið sinni að skapa jörðina. Hún hringaði sig og hvirflaðist um tómið uns hún lagði sig á jörðina sem hún mótaði. Þar sem hún lagðist til hvílu urðu til miklir daiir, sjávarbotnar, gljúfur og gil en þegar hún vaknaði og sveiflaði halanum hrúguðust fjöllin upp og árfarvegir mynduðust. Eftir Á leið inn í Draumat ímann. Mynd/Kristján Kristjánsson nokkra hríð fannst henni tími til kom- inn að skapa líf svo hún bjó um sig á stað sem nefndist Ulura. Þar ól hún af sér tvo mennska dýraflokka, Froska og Guðlaxa, en hvomgur gat lifað því enn vantaði vatnið. Regn- bogasnákurinn sagði þá æðsta Guð- laxinum að fljúga upp á himininn, stinga sér svo niður og kljúfa sig í herðar niður með beittum uggunum. Út úr rifnum kvið hennar ultu þá all- ar dýrategundir heimsins sem og andar, sólin steig upp og settist á himininn og tunglið hoppaði á sinn stað. Flokkamir tveir hófu gleðisöng þegar blóð snáksins fyllti öll gil og drög svo hafið og ámar urðu til. Lit- brigðin á hreistri snáksins leystust af honum og úr varð Regnbogahópur sem bjó um sig á himnahvelfingunni þar sem merlar á hann enn í dag til að minna okkur á móður okkar allra sem vakir yfir okkur og fylgist grannt með hlaupumm morgun- dagsins í Sydney. Draumur „Kötu“ Kæri draumráðandi. Ég sendi þér draum sem mig dreymdi 21.8.2000. Mér fannst ég vera í eldhúsinu mínu og var að búa mig undir að ég held kökubakstur. Ég tók egg úr eggja-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.