Morgunblaðið - 23.09.2000, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.09.2000, Qupperneq 32
32 LAUGAEDAGUR' 23. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ' NEYTENDUR Hlaupahjól innkölluð í Bretlandi London. Morpinblaðið. HLAUPAHJÓLIN sem nýlega hafa náð miklum vinsældum með- al barna og ungmenna í Bretlandi reynast mörg hver slysagildra og vöruðu talsmenn bresku Neyt- endasamtakanna við notkun þeirra í vikunni. Foreldrar voru hvattir til þess að kanna hiaupahjói barna sinna ítarlega eftir að meira en 25.000 hlaupahjól voru innköiluð vegna alvarlegra framleiðsiugalla. Nokkrar tegundir hiaupahjóla voru fjarlægðar úr hilium versl- ana eftir mikia slysaöldu. Tíu ára stúlka missti framan af fingri við að stýrisstöng hlaupahjólsins féll saman þegar hún var að setja hjól- ið saman. Fleiri áþekk slys urðu til þess að ákveðið var að hætta sölu þessarar tegundar hiaupahjóla, sem kaiiast Olop 900, þrátt fyrir að þau hafi áður staðist öll örygg- ispróf. Framieiðendur hlaupahjóla af tegundinni Mojo Motiv og Arrow hafa innkallað hjól sín vegna framleiðslugalla. Mojo Motiv- hjólin voru kölluð inn vegna þess að óttast var að stýrið væri ekki nægilega vel fest við stýrisstöng hlaupahjólanna. Fulltrúar fram- Morgunblaðið/Ásdís Þegar hafa um 25.000 hlaupa- hjól verið innkölluð í Bretlandi leiðsluráðs töldu að börnum staf- aði hætta af hjóiunum af þeim sök- um. Varnarefni í 43% ávaxta og grænmetis í Bretlandi London. Morgunblaðið. HLUTFALL ávaxta og grænmetis sem innihalda leifar skordýraeiturs og illgresiseyðis hefur auk- ist stórlega að undan- fömu í Bretlandi. Kannað var ferskt grænmeti og ávextir í fjölmörgum verslunum og þar á meðal helstu stórmörkuðum landsins og fundust varnarefni í nær helmingi grænmet- isins og ávaxtanna. Tölu- verður hluti reyndist jafnframt innihalda magn yfir leyfilegum mörkum, þ.ám. vom perur, paprikur og salat. Umhverfisvemdarsamtök segja niðurstöðurnar alvarlega viðvömn, en rannsóknin var gerð á vegum vinnuhóps um leif- ar plágueyða fyrir tilstuðlan bresku ríkisstjómarinnar. Hlutfallið hefur aukist um 10% milli ára Alls reyndust 43% grænmetis og ávaxta innihalda vamarefni og hefur hlutfallið aukist um 10% á milli ára. Níu af hverjum tíu appelsínum og helmingur allra epla reyndust innihalda varnarefni en magn þeirra reyndist samt sem áður innan viðmiðunarmai-ka. Hins vegar reyndist ein af hverjum fimm perum innihalda efnið chlormequat, sem getur valdið óþægindum í maga. Efnið, sem bannað er í Bretlandi, er notað til þess að tryggja reglulega lögun peranna. Spænskar paprikur innihéldu meira magn af efninu mathahidophos en löglegt er. Þá innihéldu 11% bresks og innflutts salats ólöglegt magn varnarefna. Eitt sýnis- hom reyndist jafnframt innihalda efni sem ekki er samþykkt til notkun- ar. Aukaefni á jarðarberjum Einnig mátti finna aukaefni í 80% jarðarberja og 72% af sell- eríi og 7% af selleríi innihélt meira af varnarefnum en ráðlegt þykir. Talsmenn vinnuhópsins hafa sagt í breskum fjölmiðlum að helst megi rekja vandamálið til ræktunaraðferða á Spáni, Hol- landi, Belgíu og Frakklandi og gagmýndu harkalega notkun varnarefna sem eingöngu væri ætlað að bæta útlit ferskvöru. Hægt er að vera einkennalaus með salmonellu Fólk í matvælaframleiðslu þarf að sýna varkárni Staðfest tilfelli af salmonellusýkingu voru í gær 106 talsins en talið er að það sé aðeins hluti sýktra. Meðal sýktra eru kannski ein- staklingar sem taka þátt í að útbúa mat en eru jafnvel einkennalausir. Allir við matar- gerð þurfa að gæta hreinlætis við störf sín. „ALLS eru nú 106 staðfest sjúk- dómstilfelli frá 11. september síðast- liðnum en talið er að raunverulegur fjöldi sýkinga sé töluvert meiri, er- lendar rannsóknir sýna að staðfest sýkingartilfelli séu aðeins 5 til 10% sýkinga," segir Asmundur E. Þor- kelsson matvælafræðingur hjá Holl- ustuvernd ríkisins. „Hér getur því hæglega verið um níu hundmð manns að ræða og í þessum fjölda er kannski að finna fólk sem tekur þátt í að útbúa mat, það er fólk sem vinn- ur til dæmis á veitingastöðum og í matvælafyrirtækjum.“ Ásmundur segir þekkt með mat- areitrun eins og salmonellu að með- an fólk sé ennþá með niðurgang, sem er eitt af sjúkdómseinkennun- um, og jafnvel í einhvem tíma eftir að það er orðið einkennalaust sé það engu að síður að skilja bakteríuna út með hægðum. Þá er hættan alltaf sú að ef fólk gætir þess ekki að þvo sér vandlega um hendumar að bakter- ían geti borist í þau matvæli sem það meðhöndlar. Fólk sem starfar við matvæla- framleiðslu er hvatt til að láta strax vita ef það hefur grun um að vera sýkt af salmonellu. „Reglan er sú að smitberar mega ekki vinna við matvælaframleiðslu vegna hættu á að sýklamir berist í matvæli. Sú krafa er gerð til stjóm- enda matvælafýrirtækja að þeir geri nýjum starfsmönnum ljóst mildl- vægi þessa og era þeir beðnir um að láta vita ef þeir hafa minnsta gran um að vera sýktir,“ segir Ásmundur og bætir við að venjan sé síðan yfir- leitt sú að umræddir starfsmenn fá Almennar ráðleggingar Á neimasíðu Hollustuvemdar •íkisins kemur fram að ástæður matarsjúkdóma af vöidum salm- onéllu séu m.a.ófullnægjandi upphitun eða kæling matvara, inengun frá starfsfólki, hráefn- um eða óhreinum áhöldum í til- búin matvæli. Hér koma nokkr- ar almennar ráðleggingar. • Huga að hreinlæti, þvo hendur oft og án undan- teknínga eftir salemisnotkun, bieyjuskipti og hreinsun úr- gangs eftir gæludýr. • Haida soðnum matvælum frá iiráum matvælum til að hindra krossmengun. Þvoið allt- ,if skurðbretti og önnur áhöld begar skipt er úr einni gerd hráefnis yffr í aðra. • Gæta þess vandlega ad natvæli séu nægilega eldud/ hituð áður en þeirra er nevtt. Ef halda þarf tilbúnum mat iieít- ■ im, haldið honum þá vel neituin ■Oa vfir 6()°C. • Skola allt hrátt grænmeti og salöt vel fyrir neyslu. ekki að snúa til starfa fyrr en þeir hafa skilað þremur neikvæðum sýn- um. Mesta hættan er að sögn Ás- mundar meðan fólk er enn þá með sjúkdómseinkenni en hættan er þó ekki liðin hjá þó að þeirra gæti ekki lengur enda geta einkennalausir smitberar borið salmonellasýkla í hægðum vikum eða jafnvel mánuð- um saman. „Hollustuvemd finnst sérstök ástæða til að minna bæði starfsfólk í matvælaiðanaði og sérstaklega þá sem reka slík fyrirtæki á þetta atriði og hafa það í huga sérstaklega þessa dagana þar sem svo margir smitber- ar era í þjóðfélaginu. Aðan-áðlegg- ingin er sú að ef starfsfólk hefur minnsta gran þess efnis að það hafi fengið matai-sýkingu að það ráðfæri sig við lækni eða stjómendur í fyrir- tækinu," segir Ásmundur og bætir við að helstu sjúkdómseinkenni séu niðurgangm’, kviðverkir, sótthiti, höfuðverkur, ógleði og uppköst sem geti varað allt frá fáeinum dögum upp í nokkrar vikur. Mikilvægt að skola grænmeti vel Ásmundur kveðst vilja nota tæki- færið og minna landsmenn á mikil- vægi þess að huga að hreinlæti því það dragi úr útbreiðslu sýkla. „Við ráðleggjum fólki að skola vel grænmeti áður en þess er neytt en það era tvær gildar ástæður fyrir því. Annars vegar er það vegna vamarefna sem notuð eru í garð- yrkju. í öðru lagi getur grænmeti borið óhreinindi úr jarðvegi, svokall- aðar jarðvegsbakteríur, og jafnvel verið saurmengað ef notað hefur verið lélegt vatn erlendis til að skola það. Það er því góð og gild regla að skola ávallt allt grænmeti." Umhverfisráðuneytið, Hollustu- vemd ríkisins og Landlæknisem- bættið gáfu í sumar út sérstakan bækling, Vamir gegn matarsýking- um og matareitranum, og hægt er að nálgast hann ókeypis á heimasíðu Hollustuvemdar ríkisins á Netinu og þá var hann einnig sendur á öll heimili landsmanna í vor sem leið. Nánari upplýsingar um matarsýk- ingar er einnig hægt að nálgast á heimasíðu Hollustuvemar; www.- hollver.is Morgunblaðið/Ámi Sæberg Kjúklingabitarnir munu fást í ölium verslunum Nóatúns og í KÁ. Kaupás hefur fengið einkasöluleyfí fyrir Chester Fried Chicken Skyndibitar sem eru seldir á yfír 3.000 stöðum í heiminum KAUPÁS hefur fengið einkasölu- leyfi fyrir skyndibitakjúklingum sem seldir era undir merki Chester Fried Chicken. Nóatún hefur þegar hafið sölu á skyndibitunum í sjö matvöraversl- um, í Rofabæ, Grafarvogi, Hóla- garði, Nóatúni 17, JL-húsinu og í Keflavík og einnig fást þeir hjá KÁ á Selfossi. Ætlunin er að opna Chester Fried Chicken í öllum verslunum Nóatúns fyrir eða um áramótin 2001. Að sögn Jóns Þorsteins Jónsson- ar, markaðsstjóra hjá Nóatúni, hef- ur salan það sem af er verið framar björtustu vonum. í Bandaríkjunum og Kanada era yfir þrjú þúsund staðir sem selja skyndibitana og eru þeir aðallega í verslunarkeðjum, meðal annars í verslununum Wall-Mart, Safeway, Casa Ley og Food Lion og á bens- ínstöðvum Chevron, Texaco og Esso. A Spáni mun Esso, undir merkinu Tiger Market, opna 50 út- sölustaði á bensínstöðvum víðsveg- ar um Spán og í Þýskalandi eru þeir seldir í Wall Mart. í Englandi hefur veitingahúsakeðjan Rainfor- est einnig opnað Chester Fried-út- sölustaði. Á næstu 12 mánuðum verða yfir 60 staðir opnaðir í Skandinavíu. Jón segir að Chester Fried Chicken byggi á gömlum grunni en vörumerkið er í eigu Giles Enter- prises, sem var stofnað árið 1952 Nánari upplýsingar um Chester Fried Chicken fást á netsíðu fyrir- tækisins, www.chesterfried.com.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.