Morgunblaðið - 23.09.2000, Side 39

Morgunblaðið - 23.09.2000, Side 39
38 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 39 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FLUTNINGUR RÍKISSTOFNANA OG BYGGÐASTEFNA / Akvörðun stjórnar Byggða- stofnunar um að flytja fjár- málaumsýslu hennar til Bol- ungarvíkur hefur beint sjónum að reglum um opinber útboð. Ekki verð- ur betur séð, en að framkvæmd þeirra ráðist af túlkun og vilja ráða- manna hverju sinni, enda eru undan- þáguákvæði frá þeirri meginreglu, að útboð skuli fara fram við innkaup rík- isins á vörum og þjónustu nemi þau 3 milljónum króna eða meir. Lög og reglur um opinber innkaup eru ekki sett að ástæðulausu. Þeim er ætlað að tryggja sem hagkvæmust kjör við kaup ríkisins á vörum og þjónustu og sem bezta nýtingu á skattfé landsmanna, svo og að selj- endur vöru og þjónustu sitji við sama borð í þeim viðskiptum. Um árabil hefur það verið stefna stjórnvalda, að flytja ríkisstofnanir út á land til að draga úr fólksflutning- um á höfuðborgarsvæðið, efla atvinnu og bæta búsetuskilyrði á landsbyggð- inni. Sú stefna hefur a.m.k. í stórum dráttum notið stuðnings, en hins veg- ar hefur komið upp hvert málið á fæt- ur öðru í þessum efnum, sem hafa spillt fyrir og dregið úr stuðningi við byggðastefnuna. Astæðan er klaufa- legar aðferðir ráðamanna við ákvarð- anir og framkvæmd flutnings ríkis- stofnana út á land. Þykja þær á stundum mótast af pólitískum hags- munum og einkennast af tillitsleysi við starfsmenn. Haft var eftir for- manni Vinstri grænna, Steingrími J. Sigfússyni, í Ríkisútvarpinu í gær- morgun, að ríkisstjórnin sé að vinna byggðastefnunni mikið ógagn með því að böðlast með stofnanir út á land, sem hafi örfáa starfsmenn innan sinna vébanda. Almenningsálitið sé að snúast gegn byggðastefnu. í við- tali sagði hann m.a.: „Og ég held sem sagt, að þau deilu- mál, vandræði og það klúður, sem hefur orðið uppi í hverju slíku málinu nú á fætur öðru, og verður að skrifa á kostnað þeirra, sem um hafa vélað, þau séu þessari viðleitni að dreifa verkefnum og störfum út um landið ekki til framdráttar.“ Steigrímur J. Sigfússon hefur mik- ið til síns máls. Klúðursleg fram- kvæmd á flutningi ríkisstofnana und- anfarin ár hefur borið keim af pólitískri hentisemi. Flutningurinn hefur verið þvingaður í gegn án sam- ráðs við starfsfólk og því sýnt á stundum algert tillitsleysi. Hvort sem ákvæði um útboð eru skýr eða ekki er óviturlegt að standa þannig að málum, að ákvarðanir af þessu tagi verði til að vekja upp and- úð á byggðastefnu. Morgunblaðið hefur áður tekið undir þau sjónarmið að farsælla sé að ákvarða nýjum ríkisstofnunum stað úti á landi fremur en að rífa grónar stofnanir upp með rótum og flytja út á land. Þvingaður flutningur starfs- manna gengur ekki í lýðræðisþjóðfé- lagi og er ekki hægt að réttlæta með byggðasjónarmiðum. Hann nær ekki aðeins til starfsmannsins heldur allr- ar fjölskyldu hans. Það er ekki hægt að leika sér með líf fólks með þessum hætti. Þess vegna er nauðsynlegt, að Alþingi og ríkisstjórn setji skýrar reglur um það hvernig að málum skuli staðið. Það á bæði við um flutn- ing ríkisstofnana og um það hvernig staðið er að dreifingu verkefna á veg- um einstakra aðila. En að sjálfsögðu er ekki hægt að gagnrýna tilflutning verkefna frá einni stofnun til annarr- ar á landsbyggðinni án útboðs ef sömu vinnubrögð eru stunduð á milli stofnana og fyrirtækja á vegum hins opinbera á höfuðborgarsvæðinu. Eitt verður yfir alla að ganga í þeim efn- um. SAMEINING SVEITARFÉLAGA Að undanförnu hafa orðið nokkrar umræður um fyrirhugað skipu- lag byggðar í landi Kópavogs á Vatns- endasvæðinu í námunda við Elliða- vatn. Þær skipulagshugmyndir, sem settar hafa verið fram hafa verið gagnrýndar af núverandi íbúum svæðisins, náttúruverndaraðilum og nú síðast hefur Reykjavíkurborg gert athugasemdir og talsmenn borgar- innar spurt spurninga, sem forráða- mönnum Kópavogs hafa ekki þótt við hæfi. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem ágreiningur eða skoðanamunur hefur komið upp á milli sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu um skipulagsmál. Þannig er t.d. ljóst, að hagsmunir Garðbæinga og Hafnfirðinga hafa ekki farið saman í sambandi við sam- gönguleiðir. Umræður sem þessar eru skýrt dæmi um það, að skipting sveitarfé- laganna á höfuðborgarsvæðinu er löngu úrelt. Það er fáránlegt að landamæradeilur standi yfir á milli sveitarfélaga á þessu svæði vegna skipulagsmála. Höfuðborgarsvæðið er orðið eitt svæði. Byggðin hefur runnið saman. Hagsmunirnir eru sameiginlegir og það er öllum til hagsbóta, að aðgerðir í skipulagsmál- um á milli sveitarfélaganna séu sam- ræmdar, sem þær eru náttúrlega að einhverju leyti. Skoðanaskipti á milli talsmanna Reykjavíkurborgar og Kópavogs um Vatnsendasvæðið undirstrika fyrst og fremst að Reykjavík og Kópavog- ur eiga að vera eitt og sama sveitarfé- lagið. Auðvitað hverfur skoðana- ágreiningur um skipulagsmál ekki við það en um hann er rætt án þess að stolt og staða tveggja sveitarfélaga sé íveði. Morgunblaðið hefur margsinnis lýst þeirri skoðun, sem hér skal ítrek- uð, að eðlilegt er, að Reykjavík, Sel- tjarnarnes, Kópavogur, og Mosfells- bær verði sameinuð í eitt sveitarfélag og Hafnarfjörður, Garðabær og Bessastaðahreppur í annað. Talsmenn sumra þessara sveitarfé- laga hafa verið andvígir slíkri sam- einingu. Sú andstaða byggist ekki á því, að hagsmunir íbúanna séu ekki nægilega vel tryggðir heldur á mun þrengri sjónarmiðum. Hver mun tala máli stærri Evrópu? Associated Press Þær þjóðfélagslegu breytingar er orðið hafa í Austur-Evrópu hafa oft á tíðum valdið töluverðri spennu. Hér mótmæla pólskir bændur í höfuðborg- inni Varsjá og krefjast þess að kjör þeirra verði bætt. eftir Timothy Garton Ash, Michael Mertes, Jacques Rupnik og Aleksander Smolak © Project Syndicate. MEGIN forgangsverkefni Evrópusambandsins (ESB) í upp- hafi tuttugustu og fyrstu aldar- innar verður að vera sú sögulega fyrirætlan sem býr á bak við þann lítt áhugaverða merkimiða „stækkun“. Sigurlaunin eru nokk- uð sem hefur aldrei orðið að veru- leika í evrópskri sögu, nefnilega lýðræðislegt skipulag í álfunni allri. Aldrei hefur verið eins mikil- vægt og nú - og erfitt - að leggja áherslu á þetta. Það er erfitt vegna þess að almenningsálitið í lykillöndum sambandsins, einkum Þýskalandi og Frakklandi, og í helstu umsóknarlöndum eins og Póllandi og Tékklandi, verður sí- fellt vantrúaðra á umleitanirnar. Kosningasigur Jörgs Haiders í Austurríki sýndi hversu vel póli- tískir lýðskrumarar geta nýtt sér óttann við opnun til austurs. Stækkun virðist nú ætla að verða að ágreiningsefni í þingkosning- unum í Þýskalandi 2002, og jafn- vel einnig í forsetakosningunum í Frakklandi sama ár. Og það sem róar þýska og franska kjósendur kann að ergja pólska og tékk- neska. Það er krefjandi verkefni fyrir lýðræðislega kjörna leiðtoga í allri Evrópu að sýna fram á ágæti stækkunar. Með því að leggja til nú nýverið að efnt verði til almennrar at- kvæðagreiðslu í Þýskalandi um stækkun lagði Gunter Verheugen, sem situr í framkvæmdastjórn ESB, fram rétta spurningu og gaf rangt svar. Spurningin er þessi: Hvernig stendur á því að á þeim rúma áratug sem liðinn er frá falli Berlínarmúrsins hafa stjórnmála- leiðtogar í Vestur-Evrópu gert jafnlítið og raun ber vitni til þess að sannfæra þjóðir sínar um að útfærsla ESB til nýfrjálsra ríkja Mið-, Suðaustur- og Austur- Evrópu er þessum þjóðum sjálf- um fyrir bestu til lengri tíma lit- ið? Og hvernig er hægt að gera þetta núna, seint og um síðir? En almenn atkvæðagreiðsla er ekki svarið. Þetta segjum við ekki vegna þess að við treystum ekki fólkinu, heldur vegna þess að al- mennar atkvæðagreiðslur í full- trúalýðræðisríkjum eru tæki sem nota verður ákaflega sparlega í þeim tilfellum þegar í húfi eru þjóðarhagsmunir, stofnanir og þjóðareinkenni. Þess vegna var haldin almenn atkvæðagreiðsla í Frakklandi um Maastricht-sam- komulagið og atkvæðagreiðslur verða í Danmörku (28. septem- ber) og Bretlandi (hver veit hve- nær?) um þátttöku í myntbanda- laginu. En stækkun er ekki slíkt mál- efni. Jú, hún skiptir sköpum fyrir framtíð okkar allra. En hún hefur ekki bein áhrif á meginhagsmuni neins ESB-ríkis. Þveröfugt við það sem hræðsluáróðursmeistar- arnir segja mun hún ekki leiða til þess að innflytjendur flæði yfir eða tugir þúsunda starfa glatist, og því síður til þess að þjóðir glati sjálfstæði sínu enn frekar. Lýðskrumarar gera mikið úr skammtímakostnaðinum við stækkun, en virða langtímaágóð- ann að vettugi. Verkefni lýðræðis- sinnaðra leiðtoga er að gera mikið úr langtímaágóðanum, en bregða upp sannferðugri en nákvæmri mynd af skammtímakostnaðinum. Við þurfum ekki að óttast stað- reyndirnar. Almenningsálitið sitt hvorum megin núverandi austur-landa- mæra ESB - flauelstjaldsins í Evrópu - snýst ekki um sömu hluti, en báðum megin er almenn- ingsálitið einnig samskiptatæki. Fyrir vestan óttast fólk innflytj- endabylgju, atvinnumissi og að verða að standa straum af kostn- aðinum við stækkun - annaðhvort beint, með sístækkandi framlög- um í sjóði ESB, eða óbeint, með niðurgreiðslum sem fari til dæmis til Galisíu í Póllandi en ekki til Galisíu á Spáni. Það er kaldhæðn- islegt, að óttinn við „óstöðugleika austan Þýskalands" - sem var meginástæða stuðnings Þjóðverja við stækkun ESB - hefur minnk- að vegna inngöngu Póllands, Tékklands og Ungverjalands í Atlantshafsbandalagið (NATO). Markaðir í austurhluta Mið- Evrópu eru að öllu leyti opnir vestur-evrópskum útflytjendum og fjárfestum, svo að Vestrænn kaupsýslumaður getur sagt með sjálfum sér: Til hvers þarf ég stækkun? Fyrir austan hafa orðið von- brigði með það sem fólk álítur vera svikin loforð vestur- evrópskra leiðtoga. Óánægja ríkir með skrifræðisstífnina og ofvöxt- inn í þeim 80.000 blaðsíðna acquis communautaire sem skrifa þarf undir til þess að fá inngöngu í klúbbinn. Fólk telur réttilega að margar af þessum reglum og reglugerðum miði óeðlilega mikið að því að vernda sérhagsmuni innan ESB og séu hættulegar kraftmiklum markaðshagkerfum. Þarna er um að ræða áhyggjur sem tilteknir hópar hafa, eins og til dæmis pólskir bændur, og líka víðtækari áhyggjur af því að láta af hendi eitthvað af því sjálfstæði sem þessi lönd hafa nýverið feng- ið. Einnig finnur fólk virkilega fyr- ir óttanum við að aðgangseyrinn að paradísinni í Schengenlandi verði sá, að það verði að loka eig- in austurlandamærum svo enginn komist þar inn. Þetta myndu Pól- verjar alls ekki vilja gera við Ukraínu, og síst af öllu myndu Tékkar vilja gera þetta við fyrr- verandi síamstvíbura landsins, Slóvakíu, eða Ungverjar við ung- verska minnihlutann í Rúmeníu. Eitt af því sem eykur á vandann við að sýna fram á ágæti stækk- unar er að til þess að fá hljóm- grunn í Þýskalandi eða Austurríki þarf að lofa harðlokuðum austur- landamærum, en til að fá hljómgrunn í Póllandi, Ungverja- landi eða Tékklandi þarf að lofa því að þau verði sveigjanleg og opin. Ef ekki verður efnt til almennr- ar atkvæðagreiðslu, hvað á þá að gera? í fyrsta lagi verður ESB að setja saman, ekki síðar en í for- setatíð Svía á fyrri hluta næsta árs, afdráttarlausa tímaáætlun fyrir fyrstu lotu stækkunar. Sú staðreynd að bindandi tímaáætlun var gerð var ein helsta ástæðan fyrir því að Efnahags- og mynt- bandalagið varð að veruleika í janúar 1999. Það, fremur en ann- að, leiddi til eindrægni. Upprifj- unin á frestinum sem settur var fyrir stofnun bandalagsins er okkur hvatning til að leggja til að leiðtogar ESB segi sem svo: „Fyrsta lota stækkunar verður að veruleika, ef tími vinnst til að full- nægja öllum skilyrðum, 1. janúar 2003. Hún verður að takast ekki síðar en 1. janúar 2005.“ Og með- al annarra orða, Pólland verður að vera með í þessari fyrstu lotu. Jafnvel þótt það sé erfiðasta land- ið í hópi helstu umsóknarland- anna er það mikilvægast þeirra. í öðru lagi verður Evrópuráðið, er það kemur saman í Nissa nú í desember, loksins að gera af- dráttarlausa áætlun um þær stofnanaumbætur sem nauðsyn- legar eru til þess að Evrópusam- band rúmlega 20 aðildarríkja ver- ið áfram starfhæft. Auk umbóta á ráðinu og framkvæmdastjórninni þarf að gera grundvallarátak. Ráðið í Nissa ætti að lýsa sig í grundvallaratriðum hlynnt „auk- inni samvinnu, svo lengi sem slík samvinna sé sveigjanleg, gegnsæ og í raun og veru að öllu leyti op- in öllum aðildarríkjum sem vilja taka þátt. Þessi hreinskilni er líka mikilvæg fyrir umsóknarríkin, sem óttast að annars muni þau fá „inni“, en samt verða áfram „úti“. í þriðja lagi ætti ESB að huga að því, í viðræðum við öll Evrópu- ríki sem vilja ganga í sambandið, hvort ekki séu einhverjir þættir í hinum flóknu samstarfsverkefn- um þess, sem sum ríkjanna gætu hafið þátttöku í áður en þau verða fullgildir aðilar að ESB. Sem dæmi mætti nefna þætti í sameig- inlegri utanríkis- og öryggismála- stefnu. (Pólskar og tékkneskar hersveitir eru jú þegar farnar að starfa við hlið breskra og ítalskra við endurbyggingu Kosovo.) Ann- að dæmi mætti nefna, þar sem væri þátttaka í fyrirhuguðum Evrópusáttmála um grundvallar- réttindi. Og það væri svo sannar- lega vel við eigandi ef í inngangs- orðum sáttmálans væri afdráttarlaus skírskotun til hug- sjónanna að baki byltingnum í Mið-Evrópu 1989. í fjórða lagi verður að huga að því hvernig gera má stjórnmála- mönnum og almenningi í af- skekktari byggðum Suðaustur- og Austur-Evrópu ljósa grein fyrir evrópsku sjónarhorni. Eitt af því sem er svo kaldhæðnislegt við síðasta áratug er að við lok hans eru evrópskar hersveitir og opin- berir starfsmenn í rauninni meira áberandi í Bosníu og Kosovo heldur en í Bóhemíu eða Sílesíu. Fyrst verður að íhuga áfangana á leiðinni frá herverndarsvæði til pólitískrar aðlögunar, og svo verður að útlista þá. Nýleg skila- boð ESB til íbúa Serbíu og ann- arra ríkja fyrrverandi Júgóslavíu eru góð byrjun, en það þarf að gera meira. Og hvað er hægt að bjóða Ukraínu og öðrum ríkjum í austri? Að lokum það sem er meira um vert en nokkurt þessara tilteknu skrefa: Leiðtogar Evrópu verða að hefjast handa og virkilega leggja sig fram um að gera al- menningi, bæði austan og vestan flauelstjaldsins, grein fyrir kost- um stærri Evrópu. Þeir þurfa að taka á þessu af sömu alvöru og þeir hafa alltaf tekið á evrunni. Þróttlítil evra er kannski góðs viti, þrátt fyrir allt. Þróttlitil Evrópa er hrein og bein bölvun. En hver af leiðtogum okkar mun taka af skarið? Timothy Garton Ash ermeðlimur í St. Anthony’s-skóla við Oxford og starfsmaður Hoover-stofnunarinnar við Harvard-háskóla; Michael Mertes er aðstoðaraðalritstjórí Rheinischer MerkuríBonn og fyrrverandi utan- ríkismálardðgjafi Helmuts Kohls; Jacques Rupnik eryfrmaður rann- sókna við Nationale des Sciences Politiques-stofnunina í París; Al- eksander Smolar er forseti Stefau Batory-stofnunarinnar í Varsjá og starfsmaður NSP-stofnunarinnar i París. Dagbókarblöð SPANN Þingvellir betri en sjónvarpið MYND eftir Salvador Dali. Það eru nokkur hús eftir Gaudi hér í Barcelona, öll með blæ og yfirbragði meistara síns sem gerði garðinn fræga fyrir Guell. Við skoðuðum hann um daginn. Nú skoðuðum við hús sem Gaudi hannaði íyrir þennan góðvin sinn og stendur hérna á móti hótelinu. Guell var auðugur iðnrekandi og bað Gaudi um að teikna eða hanna handa sér þessa höll. Hún er á mörgum hæðum og ber nafn með rentu; allt i gaudi-stfl og þess vegna er þetta einhvers konar ævintýrahöll. Skrautið er m.a. úr tré og járni, annars er húsið að mestu úr steini og marmara. A þakinu eru mósaik-strompar, harla skrautlegir og í katalóníu- stfl, þeim er ætlað að stjóma birtu og loftræstingu. A annarri hæðinni er gat í gólfið, þar gat heimilisfólkið séð hver stóð við útidymar; einnig var hægt að henda niður um þetta gat smá- ölmusu handa betlumm og fá- tæku fólki. Á þriðju hæð gat Guell iðnrekandi skoðað gesti sem biðu hans á næstu hæð fyrir neðan. Sem sagt, hið fullkomna umhverfi spænsks sægreifa. Gúell-fjölskyldan flýði úr hús- inu, þegar borgarastyrjöldin hófst 1936. Þá lögðu stjómleys- ingjar húsið undir sig og höfðu þar bækistöð. Þeir skemmdu hús- ið lítið sem ekkert. Þessi höll Gúell-fjölskyldunnar er dæmigerð fyrir góðborgara sem vilja lifa og hrærast í um- hverfi fyrirfólks, einkum aðals- manna - og hafa efni á því. Við þekkjum þetta að heiman; ein- hvers konar bessastaðadekur. 16. maíf þriðjudagur Frétti í gær að sr. Heimir Steinsson, þjóðgarðsvörður, sé látinn. Það er mikið áfall því að sr. Heimir var sérstæður maður. Það var sagt á sínum tíma ég hefði átt þátt í því að hann varð útvarps- stjóri, en það er rangt. Ólafur G. Einarsson, þá menntamálar- áðherra, sagði mér frá því að hann ætlaði að skipa mikinn menningarmann útvargsstjóra og það mundi gleðja mig. Eg fékk svo að vita nafnið klukkutíma áð- ur en Ólafur skrifaði undir þessa ákvörðun sína. Þá sat ég niðri á Nausti og var að borða hádegis- mat með einhverjum vinum mín- um. Þá hringdi Ólafur. Honum var mikið niðri fyrir og kvaðst vilja ég vissi nafn hins nýja út- varpsstjóra. Vildi af einhverjum ástæðum að ég frétti þetta frá honum sjálfum, en ekki á skot- spónum. Það var fallega hugsað hjá Ólafi, því ég hef alltaf talið út- varpið afarmikflvægt og engin ástæða til að breyta því í ein- hverjar einkauppákomur, menn- ingarsnauðar, mállausar; ömur- legar. Nóg af þeim, alls staðar suðandi í kringum okkur. Ríkis- útvarpið hefur staðið vel í ístað- inu, það er enn mikil menningar- stofnun eins og Þjóðleikhúsið, Sinfónían svo að dæmi séu nefnd. Þessar stofnanir á ekki að eyði- leggja, heldur rækta. Sr. Heimir gerði sitt bezta, en það kom í Ijós, að hann undi sér betur á Þingvöll- um. Kunni ekki að meta sjón- varpssuðið sem skyldi. Það var gott fyrir Þingvelli og þangað fór hann aftur reynslunni ríkari. Hann hugsaði stórt. Hann hafði áhuga á skáldskap og orti sjálfur. Það eru kannski engin meðmæli með neinum nú á dögum, en það fór sr. Heimi vel. Hann kunni bragfræði, það er meira en sagt verður um mörg skáld önnur. Þeir sem kunna bragfræði geta gert alls kyns formbyltingar, rétt eins og meistaramir í málaralist eða tónskáld eins og Debussy og Stravinsky, hinir geta ekki gert neinar byltingar því að byltinga- menn þurfa að vita, hvað þeir vilja og ekki síður hvað þeir vilja ekki! En nú þykir það víst hvorki fínt né nauðsynlegt að kunna brag- fræði. Ég er gamalt atómskáld og margir munu áreiðanlega telja slíkar bollaleggingar merki þess, að formbyltingarskáldið sé farið að upplitast. Það má vel vera. En maður hefur líka leyfi til að þroskast, jafnvel nú á dögum! Við erum því miður að glata brageyranu. Það var eins og nið- ur hafsins í kuðungi. Það er mikið heimdallareyra og viðkvæmt. Nú heyrum við helzt ekkert fyrir fjölmiðlaskvaldri og út- lendingadekri; helzt ekkert sem skiptir sköpum íyrir þjóðar- einkenni okkar og þá arfleifð sem okkur hefur verið trúað fyrir. Ef við glötum henni, glötum við sjálf- um okkur. En arfleifð og atóm- skáldskapur geta átt fallega sam- leið inní framtíðina. Enn eru þeir að skrifa um Kingsley Amis í Daily Telegraph, svo ég tók blaðið með mér í flug- vélina til London. Nú eru þeir að tala við síðari konu hans, Eliza- beth Jane Howard, sem er einn helzti kvenrithöfundur Breta um þessar mundir. Martin Amis telur hana jafningja Iris Murdoch í ævisögu sinni. En hún réð ekkert við syni Kingsleys af fyrra hjóna- bandi, allra sízt Martin sem var óstýrilátur unglingur og las aldrei nokkra bók fyrr en hún tók af skarið, tróð í hann Jane Austin og sendi hann í Oxford. Kingsley sjálfur hafði engan áhuga á þess- um sonum sínum og stóð að því er mér sýnist algerlega á sama um það, hvort þeir lærðu eitthvað eða menntuðust. Hann vildi bara fá frið! Hann er víst ekki einn um það. Það eru víst margir sem vilja frið fyrir bömum sínum nú á dög- um. Jane Howard, sem er komin undir áttrætt, segist aldrei hafa kynnzt neinum listamanni sem hafi verið auðvelt að tjónka við; hvað þá búa með. Þeir era að vísu ekki leiðinlegir, en ævinlega erf- iðir; ég held þeir hafi miklu minna kvíðaþol en annað fólk, segir hún. Kingsley leið af alls kyns fælni, hann var hræddur við myrkur, hræddur að vera einn, hræddur í neðanjarðarlestum, hræddur í jámbrautarlestum og flugvélum. Þannig óx hann inn í sína litlu bjórkrárveröld og bjó síðustu ár- in í sama húsi og fyrri kona hans og maður hennar. Það var eina leiðin til að eignast fjölskyldulíf! Þegar við voram á leiðinni frá Barcelona til London með Boeing 767-þotu British Airways, sem er framúrskarandi flugfélag, sá ég að flugstjórinn fór fram og það var opið inn í flugstjómarklefann þar sem aðstoðarflugmaðurinn sat. Ég leit upp úr blaðinu og fór að hugsa um ég væri í 767-þotu eins og þeir sem hurfu með egypzku farþegaþotunni á leið yfir Atlantshaf í fýrra, en aðdrag- andi þess var víst sá, að flugstjór- inn skrapp fram og skildi aðstoð- arflugmanninn einan eftir við stýrið. Þannig era það fleiri en Kingsley Amis og hans líkar sem eiga við alls kyns hugaróra að etja, eða hvað eigum við að segja - ofnæmi. En hvað um það, þetta var góð ferð með Frakkland und- ir vængjum lengst af og loks Lundúnaborg sem á ekki sinn líka eins og allir vita. Og nú fer þessari ferð að Ijúka. Ollum ferðum lýkur en þær eru misjafnlega fróðlegar eða skemmtilegar eða uppbyggjandi eins og lffið sjálft. Það er ekkert eins leiðinlegt og skemmta sér, er haft eftir Halldóri Laxness og ég vil bæta við: það er ekkert eins skemmtilegt og fróðleikur. Kvöldið Keypti geisladisk með grískum og latneskum ástarkvæðum og annan með 101 sonnettu eftir 101 skáld á enska tungu. Sonnettan eldist ekki og kvæði fornra góð- skálda era ekki síður nútíma- skáldskapur en það bezta sem nú er ort. En það bezta kemst ekki alltaf til skila, því miður. Froðan flýtur ofan á, hún gutlar í íjörakambin- um og dregur að sér athyglina. M.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.