Morgunblaðið - 23.09.2000, Side 42

Morgunblaðið - 23.09.2000, Side 42
42 LAUGAKDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Með augum sérfræðinga „Þetta varauðvitað byltingarkennd hugmynd, að ætla skemmtanafólkinu slíka markaðskegðun. En viti menn, að fimmtán mánaða starfi loknu voru nið- urstöður sérfræðinganna birtar. “ Eitt sinn þótti fólki sjálfsagt að trúa eigin augum. Ef það sá atburði, eða áreiðanlegir menn sögðu af þeim fréttir, þá höfðu þeir gerst í raun og sann. Þá var lífíð einfaldara og enn óþekkt að hægt væri að sérhæfa sig í hverju handtaki. Núna er öldin auðvitað önnur, sérfræðingar á hverju strái og varla að fólk geti skipt um ljósa- peru heima hjá sér án þess að fá diplóma upp á það fyrst. Sérhæf- ingin leiðir auðvitað til þess að margir veigra sér við einföldustu verkum, af því að þeir hafa ekki til þeirra lært. Það er hins vegar verra þegar sérfræðingadýrkun gengur svo út í öfgar að farið er að ganga út VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson frá því sem vísu að fólk sé ófært um að draga álykt- anir af því sem fyrir augu ber. Þeir sem stýra sérfræðinga- þjóðfélögum reiða sig auðvitað á kannanir sérfræðinga til að átta sig á hvað er að gerast og hverjir eru að gera hvað. í Banda- ríkjunum sat hópur sérfræðinga og rembdist eins og rjúpan við staurinn í fimmtán mánuði við að kanna afþreyingariðnaðinn þar í landi, þ.e. þá sem framleiða kvik- myndir, tónlist og tölvuleiki. Astæða könnunarinnar var að af einhverjum ástæðum hafði sá grunur læðst að sérfræðingunum að skemmtanafólkið markaðssetti vöru sína hjá bömum og ungl- ingum, jafnvel þótt kvikmyndim- ar væra uppfullar af ofbeldi, text- ar í tónlistinni væra álíka grófir og hver tölvubardagamaðurinn á fætur öðram væri klofinn í herðar niður á skjánum. Þetta var auðvitað byltingar- kennd hugmynd, að ætla skemmtanafólkinu slíka markað- shegðun. En viti menn, að fimm- tán mánaða starfi loknu vora nið- urstöður sérfræðinganna birtar. Og þær renndu stoðum undir þessar ótrúlegu hugmyndir. Skemmtanafólkið auglýsir til dæmis ofbeldisfulla fram- leiðsluvöra sína, sem er bönnuð bömum innan 17 ára, í ungl- ingatímaritum og í auglýsinga- tímum sjónvarpsþátta sem vitað er að unglingar horfa á. Af þeirri „bönnuð innan 17-vöra“ sem sett var á markaðinn frá 1995 til 1999, höfðu um 80% kvikmyndanna og 70% tölvuleikjanna verið markað- ssett meðal unglinga undir 17 ára. Og í prafusýningum í Hollywood, þar sem könnuð era viðbrögð áhorfenda við nýjum kvikmynd- um, sátu böm allt niður í 10 ára hin keikustu og horfðu á myndir sem síðar vora bannaðar innan 17, nema í fylgd með fullorðnum. Sérfræðinganefndin leyfði sér því að fullyrða að skemmtanafólkið værivísvitandi að markaðssetja vöra sína, sem bönnuð væri böm- um, hjá bömum. Hver hefði nú getað ímyndað sér slíkt og þvílíkt? Það er eins gott að hafa ósérhlífna sérfræð- inga, sem era fúsir að leggja nótt við dag í fimmtán mánuði til að fletta ofan af óskundanum. Al- menningur hafði ábyggilega enga hugmynd um þessi ósköp. Hefur kannski nokkur orðið var við að unglingamir sæktu stíft á hryll- ingsmyndir af ýmsum toga? Er unglingastjömunum, sem leika í þessum myndum, virkilega ekki ætlað að höfða til roskinna áhorf- enda? Era þess dæmi að því sé komið inn í höfuðið á börnum á þau verði að eignast tölvuleiki, þar sem helsta keppikeflið er að kála sem flestum? Nú gátu yfir- völd prísað sig sæl að hafa sér- fræðinga á sínum snæram, því ekki gat almenningur áttað sig á þessari skelfilegu þróun án fimm- tán mánaða könnunar. Og af því að könnun sérfræð- inganna var unnin fyrir ráða- menn, þá raku þessir sömu ráða- menn upp til handa og fóta. Sumir þeirra vilja taka fast á málum og hefja aðgerðir með handafli, eða hveiju því afli sem þeir hafa yfir að ráða. Aðrir vilja eiga tví- eða þríhliða viðræður við skemmtana- fólkið. Ymiss konar samtök, sem eiga að sjálfsögðu að láta í sér heyra þegar svona niðurstöður era birtar, létu auðvitað í sér heyra. Allt var eins og átti að vera. Forsetaframbjóðandanum AI Gore var nóg boðið. Hann til- kynnti að skemmtanafólkið yrði að gjöra svo vel að taka sig á inn- an sex mánaða, annars myndi hann skella á það lagasetningu. Það er, ef hann verður þá kominn í Hvíta húsið eftir sex mánuði. - „Það er nógu erfitt að reyna að ala upp börn í þessu þjóðfélagi án þess að afþreyingariðnaðurinn geri foreldram enn erfiðara fyr- ir,“ sagði varaforsetinn, en hafði ekki fleiri orð um málið þar sem hann var að flýta sér á fjáröflun- arsamkomu, þar sem skemmtana- fólkið var við stjómvölinn. Reikn- að var með að hann hefði um 640 milljónir íslenskra króna upp úr því krafsinu. Andstæðingur hans, George W. Bush, var sammála því að skemmtanafólkið þyrfti að taka sig á, en taldi Gore hins vegar eiga Óskarsverðlaunin skilið fyrir heilaga vandlætingu sína. Skemmtanafólkið tók auðvitað þátt í farsanum. Samtök leik- stjóra sögðu að herða þyrfti innra eftirlit í kvikmyndaiðnaðinum. Fólkið sem markaðssetti ofbeldið hjá bömum og unglingum á sem sagt að setja reglur um hvemig ekki eigi að markaðssetja ofbeldi hjá bömum og unglingum, þess- um hópum sem halda uppi bíóun- um. Einn leikstjórinn sagði að könnun sérfræðinganna þýddi alls ekki að núverandi kerfi við kvikmyndaeftirlit væri úr sér gengið, heldur væri hún kærkom- ið tækifæri til viðræðna og kerfið þyrfti að vera í sífelldri þróun. Sá hafði greinilega lært að tala það skrítna tungumál, pólitík. Það undarlega er hins vegar, að almenningur í Bandaríkjunum lætur sér fátt um niðurstöður sérfræðinganna finnast. Það bendir líklega til þess að ekki þurfti sérfræðinga til að draga ályktun af því sem blasir við. Það er enn óhætt að trúa eigin augum. En kannski verður meira mark tekið á vandlætingu sérfræðinga en vandlætingu óbreyttra for- eldra. Sjúkraþjálfun aldraðra hrömunarbreytingar í lungnavefnum koma fram. Þetta veldur því að úthald minnkar og lungun þola verr álag. Afkastageta hjarta- og æðakerfis minnkar sem hefur í för með sér bjúgmyndun. Því er hreyfing mjög mikil- væg til að örva blóðrás- ina. Áhrifa gætir einnig á meltingarveginn sem rýmar, minni vöðva- styrkur hægir á þar- mahreyfingum og fæð- an er því lengur að meltast og færast niður ALMENNINGUR hefur komist að raun um að heilbrigt lífemi og þ. á m. hreyfing af ýmsu tagi er nauðsynleg til að halda heilsu og kröftum sem lengst. Með aldrin- um hægir á líkams- starfsemi og almenn fæmi einstaklingsins minnkar og því er mikil- vægt fyrir þá sem eldri era að stunda reglu- bunda líkamsþjálfun. Hvemig getur sjúkra- þjálfun dregið úr áhrif- um líkamlegarar hröm- unar? Hvað gerir Inga Margrét Róbertsdóttir sjúkraþjálfari á öldrun- arlækningadeild? Líkamlegar breytingar Með aldrinum eiga sér stað ýmsar breytingar í stoðkerfi líkamans. Vöðv- ar rýma þar sem vöðvafrumur rýma og jafnvel hverfa. I stað þeirra sem hverfa kemur trelja- og fituvefur. Með aldrinum dregur eirrnig úr virkni svo- kallaðra hvatbera svo orkunýtingin er ekki sem skyldi. Úrkölkun beina er mjög algeng og beinum hættir til að brotna við minnsta álag. Úrkölkun er talin vera fjóram sinnum algengari hjá konum en karlmönnum og talið er að 30% kvenna yfir 65 ára aldri séu með úrkölkun. Slitbreytingar verða í liða- mótum og bijóskið á liðflötum beina eyðist. Þetta veldur því að liðurinn verður verr til þess fallinn að taka þunga og mæta álagi því bijósk endur- nýjast ekki. Bandvefíir, svo sem í lið- böndum og sinum, missir teygjanleika og mýkt. Minna beinmagn í líkaman- um og minnkað vökvamagn í bijósk- þófum hryggjar veldur því að fólk lækkar með aldrinum. í heila fækkar taugafrumum og þyngd heilans minnkar. Þetta hefur einkum áhrif á viðbragðsflýti, viðkom- andi er lengur að bregðast við áreiti. Ýmsar líffræðilegar breytingar verða á skynfærum, þ.e. augum, eyrum, lyktarlíffærum og bragðlaukum. Aug- un missa aðlögunarhæfni sína og heymardeyfð verður algeng. Lyktar- skyn þverr og bragðlaukum fækkar, en hvort tveggja veldur gjaman lyst- arleysi. Öndunarvöðvar slappast með aldr- inum, bijóstkassinn verður stífari, og meltingarveginn. Öldran hefur áhrif á rúmmál þvagblöðrannar og því finna aldraðir gjaman fyrir tíðum þvaglátum og bráðri þvaglátaþörf jafnt á degi sem nóttu. Við þjálfun Heilsa Hvernig getur sjúkra- þjálfun dregið úr áhrifum líkamlegrar hrörnunar? spyr Inga Margrét Rdbertsdóttir. Hvað gerir sjúkra- þjálfari á öldrunar- lækningadeild? aldraðra verður sjúkraþjálfari að taka tillit til ofangreindra þátta. Sjúkraþjálfun Ljóst er að með aldrinum minnkar mótstöðuafl líkamans gegn sjúkdóm- um og að aldraðir era lengur að ná sér en yngra fólk. Því verður að sýna þol- inmæði og hafa góðan tíma til þjálfun- ar og framfara. Hægt er að draga úr áhrifum líkamlegrar hrömunar á ýmsan hátt með sjúkraþjálfun. Taka má dæmi um einstakling með slitgigt. I slíkum sjúkdómi eyðist liðbrjóskið og einkennin geta meðal annars verið verkir, stirðleiki og rýmun vöðva. Sjúkraþjálfari notar aðferðir sjúkraþjálfunar til að draga úr ein- kennum slitgigtar með því að nota æf- ingar, nudd og ýmiss konar rafmagnstæki sem meðal annars draga úr verkjum og bæta blóðrás. Æfingar styrkja vöðva og hægja á úr- kölkun og vöðvarýmun. Því er æski- legt að einstaklingurinn þjálfi sig daglega á einn eða annan hátt, s.s. hreyfi alla liði líkamans og gangi bæði stiga og á jafnsléttu. Hjálpartæki geta einnig komið að gagni. Þannig getur stafur t.d. minnkað verki í þungaberandi liðum og aukið jafn- vægi í göngu. Aldraðir koma inn á öldranarlækn- ingadeildir ýmist af heimili sínu eða sjúkrahúsi. Á öldranarlækningadeild vinna ýmsir fagaðilar, s.s. félagsráð- gjafar, hjúkrunarfræðingar, iðju- þjálfar, læknar, sjúkraliðar og sjúkra- þjálfarar saman að því að meta og veita þjónustu eftir þörfum hvers ein- staklings. Sjúkraþjálfun er einn þáttur þeirr- ar meðferðar sem veitt er á öldrunar- lækningadeild. Við upphaf meðferðar skoðar sjúkraþjálfarinn sjúklinginn og ákveður síðan meðferð með tilliti til ástands viðkomandi og sjúkdóma hans. Meginmarkmið þjálfunarinnar beinist í flestum tilvikum að því að auka fæmi hins aldraða svo að honum megi auðnast að takast á við daglegt líf að nýju. Meðferð sjúkraþjálfarans getur falist í fjölbreytilegri einstakl- ingsmeðferð, hópæftngum, ráðgjöf og vali á hjálpartækjum, fræðslu og fleiru. Þegar líður að heimferð þarf oft að fara í heimilisathugun, lagfæra og útvega hjálpartæki svo að ein- staklingurinn geti lifað sem sjálfstæð- ustu lífi heima hjá sér. Með hugtakinu ,dærni“ er m.a. átt við getu fólks til að framkvæma at- hafnir daglegs lífs, s.s. að standa upp, setjast, klæðast, matast o.þ.h. For- senda þessa er að hafa ákveðna líkamlega og andlega getu. Veikindi, sjúkdómar og slys hafa oft áhrif á fæmi aldraðra og er þá markviss sjúkraþjálfun áhrifavaldur þess hvort einstaklingurinn geti dvalist á heimili sínu eða þurfi að vistast á stofnun. Hægt er að hjálpa einstaklingum með skerta fæmi með þjálfun og útvegun hjálpartækja. Það auðveldar þeim að lifa daglegu lífi og léttir umönnun þeirra. Algeng hjálpartæki era stafir, göngugrindur, spelkur, handföng, sa- lemisupphækkanir o.fl. Það að halda heimili gefur lífinu tilgang og viðheldur færninni. Reynt er eftir fremsta megni að gera fólki kleift að dvelja sem lengst á heimili sínu, stundum með utanaðkomandi aðstoð, s.s. heimilishjálp, heimahjúkr- un og heimasjúkraþjálfiin. Hötundur er sjúkraþjálfnri B.Sc. ORÐATILTÆKIÐ, „énginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef- ur,“ á svo sannarlega við þegar einstaklingur missir röddina. Það get- ur komið lyrir hjá sjúkl- ingum en jafnframt hjá einstaklingum sem hafa atvinnu af því að nota röddina án þess að sjúk- dómar eða slys séu or- sökin. Sá hópur sem þarf að treysta á röddina í starfi fer stækkandi. Sífellt fleiri atvinnu- greinar bætast í þann hóp sem telur söngvara, leikara, kennara, presta, stjómmálamenn, sölumenn og fleiri sem hingað til hafa haft lifibrauð af röddinni. I störfum er tengjast við- skiptagreinum hefur aukist að stjóm- endur, millistjómendur og verkefnis- stjórar þurfi að kynna verkefni eða selja hugmynd þar sem framsögn og raddbeiting skiptir talsverðu máli. Einstaklingur undir miklu álagi þarf að geta treyst á að röddin sé í lagi og að allir aðrir þættir er lúta að fram- sögn og því að miðla 1 töluðu máli, skili sér í trausti til við- fangsefnisins og þess er að málinu kemur. Æ stærri hluti af starfi tal- meinafræðinga, sem hafa röddina sem sérsvið, felst í því að leiðbeina og fræða um heilbrigði raddarinnar og það hvemig forðast skuli raddvandamál. Miklar framfarir hafa átt sér stað í með- höndlun ýmissa radd- vandamála sem era vegna aðgerða, sjúk- dóma eða slysa. Radd- þjálfun getur hjálpað í mörgum tilvikum en talmeinafræðingurinn þarf jafnframt að vinna í nánu samstarfi við sér- fræðinga á sviði háls-, nef- og eyma- lækninga auk annarra sérgreina, s.s. taugasérfræðinga. I sumum tilvikum þarf að reyna raddþjálfun fyrir eða eftir aðgerð á raddböndum eða aðra meðferð sem oft er ákveðin í sam- vinnu þessara aðila. Stærsti hópurinn sem leitar til okk- ar er með hæsi vegna hnúta á radd- böndum. Það er yfirleitt vegna of Mál Æ stærri hluti af starfí talmemafræðinga felst í því, segir Bryndís Guð- mundsdóttir, að leið- beina og fræða um heil- brigði raddarinnar og það hvernig forðast skuli raddvandmál, mikillar raddnotkunar og þarf sá hóp- ur fræðslu um hvað megi betur fara í raddbeitingu og raddnotkun. Hnútar á raddböndum sem era fjarlægðir af lækni koma gjaman aftur ef engu er breytt í raddbeitingu. Nýleg rann- sókn á raddvandamálum íslenskra skólabarna sýndi langvarandi hæsi hjá 3,17% drengja og 1,42% stúlkna á aldrinum 6-12 ára. Þetta era oft böm sem eru mikið í raddfrekum tómstundum, s.s. íþróttum. Þá hefur stór hluti þessara bama verið með tíðar öndunarfærasýkingar eða asthma með tilheyrandi ertingu í slímhúð í hálsinum. Hætta er á að langvarandi hæsi fylgi þessum böm- um fram á fullorðinsár og hafi jafnvel áhrif á starfsval þeirra í framtíðinni. Höfundur er talmeinofræðingur hji Tnlþjálfun Reykjavíkur. Geturðu treyst á röddina? Bryndís Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.