Morgunblaðið - 23.09.2000, Side 46

Morgunblaðið - 23.09.2000, Side 46
46 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 S_____________________________ UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Er íþróttadeild RUV kúgunartæki? ■h ÞEIR sem fylgjast með dagskrá sjónvarps allra landsmanna verða vafalaust fúsir að viður- kenna að dagskrár- deildin leitast við að sinna hugðarefnum sem flestra sjónvarps- áhorfenda. Á þessu er þó ein undantekning. Það er framgangsmáti íþróttadeildar undir stjórn hundfrekra og athyglisjúkra manna. .DeÚd þessi hefur um "Tangan tíma iðkað að ryðjast inn í hvaða dag- skrárliði sem er og rutt burtu auglýstum dagskrárliðum, bæði í útvaipi og sjónvarpi, þegar henni hefur þóknast, enda er öllum löngu ljóst að það er íþróttadeildin sem ræður því hvemig dagskrá sjónvarpsins verður. Hún lætur sér ekki nægja að kúga sjónvarpsáhorf- Eiríkur Eiríksson endur heldur kúgar hún líka fréttamenn og sjálfa yfirstjórn stofn- unarinnar. Og svo kór- ónar Ingólfur Hannes- son, yfirmaður þess- arar stofnunar, frekjuna með því að beita fyrir sig könnun- um um sjónvarpsáhorf og túlkar þær frekjunni og yfirganginum í hag sem er hálfur sannleik- ur þegar grannt er skoðað. En einhverja óánægju hefur hann orðið var við því hann skrifar grein í Mbl. 9. sept. sl. þar sem hann heldur því fram að íþróttadeildin sé bara að fara að vilja meirihluta áhorfenda. Það hefur löngum verið sagt að frekjan og ósvífnin séu systur. Ingólfur sannar þessa skoðun með grein sinni. Reyndar byrjaði hann þessi vinnu- Iþróttafréttir Eg veit ekki um eina einustu sjónvarpsstöð í Evrópu sem hegðar sér svona, segir Eiríkur Eiríksson, jafnvel þar sem sérstök íþróttarás er. brögð þegar 1998 þegar Félagsvís- indastofnun Háskólans gerði sams konar könnun og Gallup nú. Þá blöskraði mér svo framsetning og túlkun Ingólfs og íþróttafréttaritara Mbl. á niðurstöðum Félagsvísinda- stofnunar að ég skrifaði henni bréf og spurði hvort virkilega mætti túlka könnunina á þann máta sem Ingólfur ISLEIVSKT MAL HALLDÓR Blöndal alþingis- forseti, einn af sparinemendum mínum í MA, með linnulausa ágætiseinkunn í íslensku, skrifar mér bréf sem ég þakka og birti að slepptum ávarps- og kveðjuorð- um:; ,A dögunum var ég að rifja upp kvæði Jakobs Thorarensens og þá barst í tal milli okkar Kristi-únar, hvað orðið „snæljós" þýddi. Jakob hefur séð það (þau) skýrt íyrir sér, því að svo nefnir hann fyrstu bók sína og síðasta kvæði þeirrar bókar: Einhverjir gletnir glampar glæðamínljóðogmóta, snögt, sem um nótt á snjóum snæjjósin leiftra’ og þjóta. - í daglegu tali þekki ég ekki orðið nema í óeiginlegri merk- ingu. Páll Bergþórsson veður- fræðingur sagði mér, að oft fylgdu þrumur og eldingar út- synningséljum. Jakob gæti hafa séð glampana á vetramóttu vest- ur á Gjögri, þótt þrumurnar J,- heyrðust ekki. I orðabók sinni getur Sigfús Blöndal orðasam- bandsins „eins og snæljósi (eld- ingu) bregði fyrir“. Þar segir ennfremur „Sunnlendingar nefna eldinguna snæljós". Eg hef aldrei verið í þrumu- veðri norðanlands að vetrarlagi. Þess vegna leikur mér forvitni á að vita, hvernig orðið „snæljós“ er notað í Svarfaðardal og við Eyjafjörð. A miðvikudaginn 7. september var umsögn um Fíauðamyrkur í Morgunblaðinu. Eg tek undir allt það, sem þar stendur gott um þá bók. Og ég gæti meira að segja bætt um betur. Nema þetta líkaði mér ekki: „Það var ekki beinlínis gátan sjálf sem gerir Rauða- myrkm' að ánægjulegum lestri. Hún virkar öllu heldur eins og frásagnarleg gulrót, knúin þörf- inni fyrir að vita hið sanna um fortíðina." Rauðamyi'kur er eins íslensk- ur söguþáttur og npkkur sögu- þáttur getur verið. Ég hef verið að reyna að sjá hann fyrir mér eins og gulrót til að teygja og toga danskan asna þangað sem . hann vill ekki fara. En mér er það ómögulegt. Á hinn bóginn kann- ast ég við, að okkur strákunum leið óskaplega vel þar sem við sátum á þúfnakollunum og bruddum guírætur úr garði Lýðs bónda. Þær höfðum við tekið í heimildarleysi. Stundum voru mér gefnar gulrætur. Þær voru Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1076. þáttur öðni vísi á bragðið og ekkert spennandi. Ég hefði ekki farið langtfyrirþær. Merkingu orðsins snæljóss bar á góma í spjalli okkar Barða Friðrikssonar. Hann sagði mér að hann hefði að vetrarlagi geng- ið frá Efri-Hólum að Einarsstöð- um. Það var kyrrt veður og stjörnubjartur himinn. Mikið frost og snjór yfir öllu. Þá sá hann í Presthólahrauni blossa sem voru töluverðir um sig, alveg niður við jörðu, sem kviknuðu og hurfú síðan.“ Umsjónarmaður mun nýsast fyrir um merkingu orðsins snæ- ljós í Svarfaðardal. ★ tír bréfasímanum Margt er að mannanna kyni, margan fugl sárskortir vini, ogskrattinnmáskeina jtósemskotfimireyna á mófugli í matreiðsluskyni. (HárekurúrÞjóttu.) ★ Nú langar mig til þess að fjalla ofurlítið um atviksorð. Það er skemmtilegt, en ekki að sama skapi auðvelt. Eins og kunnugt er, var grunn- ur íslenskrar málfræði lagður í latínu, og heiti orðflokka eru ein- att beinar þýðingar þaðan. Tök- um lat. nomen = nafn, flt. nom- ina. Þetta var málfræðiheiti hjá Rómveijum, og það lá beint við hjá okkur að kalla slík orð, sem eru heiti á einhverju, nafnorð. Og orðið er gagnsætt að merk- ingu. Verbum í latínu merkir orð, flt. verba og svo eru kölluð þar hin mikilvægustu orð. Án þeirra verður ekki búin til heilleg setn- ing. Verba eru þannig orð sem segja hvað einhver er eða að- hefst, og þess konar orð nefnum við sagnorð eða sagnir, af því að þau segja okkur það sem máli skiptir. Orðið er gagnsætt að merkingu. Um atviksorð gegnir öðru máli. Það segir okkur ekki neitt, það er ekki gagnsætt að merk- ingu, því að atvikin eru margvís- leg. Rómverjar gáfu þessum orð- um nafnið adverbium, flt. adverbia, af því að þau standa svo oft með sögnum. Én alls ekki alltaf, og þá gripum við til þess að gefa þeim heiti sem segir ekki neitt. Fræðimönnum er tamt að skipta mörgu í þrennt, og í mál- fræðibókum má sjá að orðum sé skipt svo, og er þá grófflokkað í fallorð, sagnorð og smáorð. „Smáorðin“ eru þó mörg hver fjarri því að vera smá, en eru skil- greind svo, að þau hafi hvorki fallbeygingu né tíðbeygingu. Atviksorð falla þá undir skil- greininguna smáorð, en eru mörg hver ærið stórvaxin: ársfjórð- ungslega er t.d. ekki smátt orð, eða fyrirhafnarlaust. Við liggur að sum allra „stærstu“ orð tung- unnar séu „smáorð“ samkvæmt þrískiptingunni. Benedikt Gröndal kvað: Mér er sem ég sjái hann Kossúth á sinni gráu að reka hross út; sína gerir hann svipu upp vega sérastefánsámosfellilega. Síðasta braglína þessarar vísu er áreiðanlega með lengstu orð- um tungunnar, en það er atviks- orð og samkvæmt því smáorð eft- ir fyrrnefndri þrískiptingu, því að hvorki fallbeygist það né tíðbeyg- ist. Þrátt fyrir þetta skulum við ekki láta af greiningaráráttu okk- ar. Og við getum haldið áfram að búa til skilgreiningar, með öllum þeim takmörkunum sem þeim fylg)a gjama. Við skulum prófa: Atviksorð fallbeygjast hvorki né tíðbeygjast. Þau segja okkur hvar, hvenær og hvernig eitt- hvað gerist (ekki er), hvert leiðin liggur og á hve háu stigi eitthvað er. Þessu gætum við gefið nöfn: staðaratviksorð (héma), stefnu- atviksorð (út), tíðaratviksorð (nú), háttaratviksorð (vel) og stigsatviksorð (mjög). ,Atvikin“ eru því mörg, og heildamafngift orðflokksins erf- ið, einnig í setningafræði, þar sem stónnálfræðingar kenndu mér að hvert einstakt atviksorð héti atviksliður. Og enn em atvikin ekki búin. Sum atviksorð taka stigbreyt- ingu eins og lýsingarorð, og sú stigbreyting getur meira að segja verið með fleiii háttum en einum: út, utar, yst eða utast; fram, framar eða fremur og framast eða fremst. Já, og sum beygjast alveg óreglulega. Efri stigin era af öðrum stofni en framstigið, svo sem vel - betur - best. Það er lík- lega ekki svo vitlaust að kalla þennan orðflokk atviksorð. ★ Auk þess fær Sigvaldi Júlíus- son stóran plús fyrir hvort tveggja: „þriðjung gengin“ og „vantar fjórðung11 í sama frétta- tíma, 14. sept. og íþróttafréttaritarinn gerðu. (Mbl. 6/81998). Félagsvísindastofnun (Karl Sigurðsson) svaraði mér m.a. á þessa leið: „ - Fréttir í Morgunblaðinu eru alfarið á ábyrgð Morgunblaðsins. Þó svo fréttir í blaðinu fjalli um kannanir sem unnar hafa verið af Félagsvís- indastofnun hefur stofnunin að sjálf- sögðu ekkert um þær fréttir að segja. Allar útleggingar á niðurstöðum könnunai', sem ekki era beinar til- vitnanir í þá könnun, era því á ábyrgð viðkomandi fjölmiðils. Ég get vel ímyndað mér að svipað mætti segja um Gallup-könnun þá sem Ingólfur notar nú til að herða á yfirganginum. En hvort sem það er satt eða ekki að helmingur sjónvarpsáhorfenda hafi mest gaman af knattspyrnu- kappleikjum, þá er þó hinn helming- urinn eftir sem enga vörn hefur nema kaupa sér aðgang að Stöð 2 eða Breiðbandinu sem margir gera. Jafn- framt borgar þetta fólk skylduáskrift að sjónvarpinu. Getur það hugsast að stjóm RQassjónvarpsins telji það sjálfsagt, eðlilegt og boðlegt, að sjónvarpsáhorfendur sé skikkaðir til að horfa á knattspymukappleiki svo dögum saman í það minnsta 3 klst. af dagskrártíma sjónvarps, og stundum lengur þegar framlengingar og víta- spyrnukeppni á sér stað? Við þennan tíma bætist svo sýning Ingólfs á sjálf- um sér við upphaf og lok hvers leiks. Ég veit ekki um eina einustu sjón- varpsstöð í Evrópu sem hegðar sér svona, jafnvel þar sem sérstök íþróttarás er. Er það virkilega talið alveg sjálfsagt að íþróttahlunkarnir ryðjist inn í dagskrárliði sem boð- flennur til að koma nauða ómerkileg- um boltatuðrufregnum á framfæri sem svo eru sagðar í venjulegum fréttatíma klukkutíma seinna? Ég hef enga trú á að yfirstjóm sjónvarpsins komi neinum böndum á frekjurnai' sem í ofanálag kunna enga mannasiði, hvað þá þeir viti hvað tillitssemi er. Þess vegna verður að krefjast þess að skyldugjöld af rekstri RÚV séu afnumin til að menn geti ráðið því sjálfir á hvað þeir horfa og hlusta, án þess að þurfa að stofna til aukaútgjalda. Þá kemur fyrst í ljós hvor hefur rétt fyrii' sér um áhorf, Ingólfur Hannesson eða höfundur þessarar greinar. Höfundur er eftirlaunamaður í Breiðholti og fyrrverandi prentari. Er kennsla áhugamál? ÞEGAR ég var lítil var ég ákveðin í að verða kennari. Ég fór oft í skólaleik við yngri systur mínar þar sem ég lék kennara og kenndi þeim að reikna og lesa. En það runnu á mig tvær grímur þegar í framhaldsskóla var komið og stóra spurn- ingin nálgaðist: Hvað ætlar þú að verða? Ég sá að laun kennara voru lág, ég vildi meira en þetta. Ég fór í marg- ar starfskynningar þar Guðbjörg sem ég kynntist öðrum Grímsdóttir störfum sem vom bet- ur launuð en kennsla - en þau vöktu hreinlega ekki áhuga minn. Kennari vildi ég verða. Er ekki sagt að betra sé að vera hamingjusamur og fátæk- ur en ríkur og óhamingjusamur! Ég fór í Kennaraháskóla íslands, útskrifaðist þaðan 1993 og byrjaði að kenna. Ég var stoltur nýútskrifaður kennari, loksins hafði ég náð tak- marki mínu. Þetta var það sem ég hafði viljað frá því ég var barn. Ég kenndi í þrjú ár í góðum skóla. Þarna voru hæfilega stórir bekkir og samstarfsfólkið skemmtilegt. Maður hefur ákveðnar taugar til fyrsta bekkjarins og fyrsta vinnustaðarins. Eftn- þrjú ár í kennslu fór ég til Noregs og bjó í Osló í fjögur ár. Fyrsta árið var ég að læra tungu- málið og vann m.a. sem deildarstjóri á leikskóla. Síðan fór ég að kenna í nýjum grunnskóla, Stenbráten skole. Það var eins og að koma í ann- an heim. Þarna kynntist maður öðr- um aðbúnaði og hugsunarhætti en er hér á íslandi. Nokkur dæmi: • Þarna var allt annað viðhorf í samfélaginu til kennara og mennta- mála. Ég fann að fólk bar virðingu fyrir stéttinni og hafði skilning á því hversu mikilvæg menntun er. • Aðbúnaður kennara var til fyrirmyndar. I hverjum árgangi voru yfirleitt fjórir kennarar. Þeir vora saman um vinnuherbergi, hver með sitt skrifborð auk einnar tölvu sem þeir notuðu saman. • Ef vantar aðstoð í bekkinn er spurt hversu marga tíma þú þurfir, athugað hvað sé hægt að gera, allt fer í gang um leið. • Laun mín hækkuðu um 60%. Kennsluskyldan var minni, þannig að ég fékk hærri laun fyrir minni vinnu. Kennaraháskólinn á íslandi er þrjú ár en fjögur ár í Noregi. Ef ég hefði bætt við mig 30 einingum (fjórða árinu) hefði ég hækkað í laun- um. Þá hefðu launin mín komist yfir 200.000 krónur á mánuði. • Jafneðlilegt var fyrir fólk að taka frí úr vinnunni til að fara í foreldraviðtal eins og að fara til læknis. Ég kenndi í Osló í þrjú ár. Þá var heim- þráin orðin mikil, það átti ekki við mig að vera frænka sem býr í útlöndum og leið mín lá aftur heim til Islands. Ég ætlaði að sjálfsögðu að halda áfram að kenna. í Noregi kynntist ég því að fólk legði metnað í menntun barna sinna og hefði skilning á mik- ilvægi menntunar. Þessu er ábóta- vant hér á landi því alit of margir líta á skólann sem geymslustað fyrii’ börnin. Skólinn á að vera skemmti- Kennsla Ég get ekki hugsað mér að vinna fyrir laun sem ég get ekki lifað af, segir Guðbjörg Grímsdóttir, og sætta mig við það viðhorf og virðingar- leysi sem ríkir í garð kennara og menntunar. legur, fræðandi og koma til móts við þarfir hvers og eins. Þetta er allt hægt en þá þarf að veita meiri pen- inga í menntakerfið en nú er gert. Ég er ekki að segja að allt sé best í skólakerfinu í Noregi. Hins vegar er þar allt annað viðhorf til kennara og menntamála en hér á landi. Nú hef ég kennt í sex ár: Þrjú ár á Islandi og þrjú ár í Osló. Ég er búin að koma víða við: í sérkennslu, fag- kennslu, kennslu yngri barna, kennslu á miðstigi og unglingastigi. Mér finnst ég vera komin með góða yfirsýn yfir starfsemina innan veggja skólans. Mér finnst mjög gaman að kenna, þetta er skemmti- legasta starf sem ég get hugsað mér. Ég er full af áhuga og eldmóði en get ekki hugsað mér að vinna fyrir laun sem ég get ekki lifað af og sætta mig við það viðhorf og virðingarleysi sem ríkir í garð kennara og menntunar. Ég hef ekki efni á því að vera kenn- ari í dag - það er of dýrt áhugamál. Höfundur er grunnskólakennari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.