Morgunblaðið - 23.09.2000, Síða 55

Morgunblaðið - 23.09.2000, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 55 MINNINGAR JOHANNES PÉTURSSON + Jóhannes Péturs- son fæddist í Skjaldar-Bjarnarvík á Ströndum 3. ágúst 1922. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 5. september síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Graf- arvogskirkju 14. september. Einhverja nóttina koma skógarþrestimir að tína reyniber af trjánum áður en þeir leggja í langferðina yfir hafið, en það eru ekki þeir sem koma með haustið það gera lítil börn með skólatöskur. (Vilborg Dagbjartsd.) Eins og fram kemur í ljóðinu eiga sér stað ákveðin tímamót er hausta tekur. Farfuglarnir hverfa á braut, gróðurinn leggst í dvala og nóttin verður lengri, dekkri og kaldari. Hvert fljúga fuglarnir? Af hverju hverfa litrík blómin? Hvers vegna verður myrkrið birtunni yfirsterk- ara? Þegar sumri hallar skiptir náttúr- an um búning. Græni litur laufanna fölnar, gulir og rauðir tónar glæða tilveruna lífi og söngur farfuglanna verður blandinn gleði og tilhlökkun þegar þeir flögra af trjánum með lít- ið rautt reyniber í gogginum. A sama tíma eiga sér stað þáttaskil í lífi margra Þeir finna fyril• lífsmunstrinu breytast og búa sig undir veturinn. Svöl sumargolan breytist smám saman í næðandi blást- ur. Tærir regndrop- amir verða að hvítum flyksum sem falla þar sem Vetur konungur hefur valið þeim stað. Að lokum klæða trén sig úr sumarskrúðan- um og leggjast undir hvítan feld vetrarins. Þegar slæða fellur á sólina er eins og geisl- ar hennar nái ekki að teygja sig inn í brjóst okkar allra. Birtan dvínar og kvíði og leiði eiga auðveldara með að skjóta rót- um í huga okkar. Nokkrir útvaldir yfirgefa þennan heim sem okkur er ætlað að lifa í og þroskast. Sumir hverfa snögglega á braut og án skýringa. Aðrir hafa átt hér langa og viðburðaríka dvöl og kveðja þeg- ar sumar lífs þeirra er á enda. Sorgin er ávallt erfið og fæstir komast yfir hana en okkur lærist að lifa með henni og verður ljóst að betri tímar eru fram undan. Vetur- inn er myrkur og líður seint en í amstri hversdagslífsins rofar fljótt til á ný. Grá skýin víkja fyrir heið- skírum himni, sólin brýst fram, hlý og umlykjandi, og hefur týnt föl- grárri slæðunni. Snjórinn bráðnar og úthvíldur gróðurinn teygir anga sína í átt að gula hnettinum. Með rísandi sól vex ný von innra með okkur. Ilmur vorsins vekur þrá, eflir vilja og veitir okkur gleði. Fugla- söngurinn heyrist að nýju og í kór- inn bætast ungar óþjálfaðar raddir sem rétt hafa brotist út úr dimm- unni. Haustið er erfiður tími sem vekur okkur til umhugsunar um okkar eig- ið líf. Það er eins og miðkafli í eilífri hringrás lífsins sem gerir okkur kleift að ígrunda fortíðina og líta björtum aúgum til framtíðarinnar. Ef við reynum ekki sorgina og erfið- leikana er ómögulegt að leita ham- ingjunnar og njóta hennar. Með þessum orðum vil ég minnast afa míns sem lést 5. september síð- astliðinn. Mér þótti afar vænt um hann og leit upp til hans. Því miður fékk ég ekki sopið úr viskubrunni hans síðustu árin en þess í stað gat ég endurgoldið þá umhyggju og ást sem hann sýndi mér þegar ég var barn. Ljós réttlátra logar skært, en á lampa ódauðlegra slokknar. Afi minn, nú ert þú floginn með fuglunum á slóðir frelsis og friðar. Ég sakna þín. Anna Björnsdóttir. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks • hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. STEFANIA SIGURVEIG SIGURÐARDÓTTIR + Stefanía Sigur- veig Sigurðar- dóttir fæddist á Ak- ureyri 8. ágúst 1933. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 1. sept- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grensás- kirkju 8. september. Nú er hún Didda okkar farin og þá fer svo að minningamar leita á þá sem eftir eru. Við ólumst allar upp austur á Vopna- firði og þekktumst þar en fluttum síðar til Reykjavíkur. Þar stofnuðum við saumaklúbb sem Didda gekk til liðs við þegar hún flutti suður fyrir nokkrum árum. Þetta var alltaf glað- vær hópur og ekki minnkaði fjörið þegar hún bættist við. Við munum sakna þess að sjá hana ekki framar taka bakföll og springa af hlátri, og hláturinn hennar Diddu smitaði svo sannarlega út frá sér. Hún var einn af þessum sólargeislum sem bæta allt og alla í kringum sig og alltaf leið manni vel aftir að hafa hitt hana. Þessi saumaklúbbur er með ein- dæmum matglaður og því hljóp heldur betur á snærið hjá okkur Fréttir á Netinu þegar Didda bættist í hópinn með allan sinn myndarskap. Hjá henni var sauma- klúbbnum alltaf haldin matarveisla. Margir réttir og allir góðir. Já, það var gaman að borða hjá Diddu en best var samt að finna hlýjuna og gleðina sem alltaf fylgdi henni og' notalegt að sjá hvað Guðmundur tók þátt í þessu með henni af mikilli ánægju. Kannski ekki frítt við að smá öfundar gætti hjá okkur hin- um að sjá hvað hann var dæmalaust lipur í uppvaskinu. Við kveðjum Diddu okkar með kærri þökk, heimurinn er fátækari án hennar. Við vottum Guðmundi, Sigga og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Vina, ég kveð þig klökk, kveðjamínfullafþökk. Þú gengin ert Guðs á veg gekkst hann þinn ævistíg. (Ásta.) Bergþóra, Asta, Arnbjörg, Laufey, Sigríður og Margrét. vDmbl.is AUGLYSINGA ATVIIMIMU- AUGLÝSINGAR J Deildarstjórastaða /Staða deildarstjóra í Leikskólanum Kvarnarborg við Árkvörn er laus til | umsóknar. Einnig vantar til starfa leikskólakennara og starfsmenn með j aðra menntun og/eða reynslu. Kvarnarborg er þriggja deilda leikskóli þar sem dvelja 62 börn samtímis. - Upplýsingar veitir Sigrún Baldursdóttir, LeikskóLastjóri í síma 567 3199. Umsóknareyðublöð má nálgast á ofangreindum ieikskóla, á skrífstofu Leikskóia Reykjavíkur, og á vefsvæði, www.leikskolar.is. JHe Leikskólar Reykjavíkur Skapandi starf með börnunum í Jörfa i Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar i leikskólanum Jörfa: tvær stöður leikskólakennara staða leikskólasérkennara 1 Jörfi er við Hæðargarð 27A. í leikskólanum er aðaláhersla lögð á að efla tjáningu barna. Vinna með hana skiptistí sex svið: tilfinningatjáningu, tónsköpun, leikræna tjáningu, myndsköpun, hreyfingu og málrækt. a Umsóknum skat skitað til leikskólastjóra Jörfa, Ástu Júlíu Hreinsdóttur, sem einnig veitir allar nánari upptýsingar í síma 553 0347. Umsðknareyðublöð má nálgast á ofangreindum leikskóla, á skrifstofu Leikskóla Reykjavikur og á vefsvæði, www.leikskolar.is. -aip JfLei Leikskólar Reykjavíkur ÍHorþunblabib Blaðbera vantar á Huldubraut og Marbakka- braut í Kópavogi, á Básbryggju í Reykjavík. Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvasðinu FUIMOIFt/ MANNFAGNAÐUR Hollvinafélag lagadeildar Háskóla íslands Aðalfundarboð Reykjavík, 23. september 2000 Aðalfundur Hollvinafélags lagadeildar Háskóla íslands verður haldinn fimmtudaginn 28. sept- ember næstkomandi í stofu L-102 í Lögbergi og hefst kl. 17:15. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Að loknum aðalfundi mun dr. Ármann Snævarr, prófessor, spjalla um hollvinafélög almennt, gildi þeirra og hlutverk og dr. Páll Sigurðsson, prófessor, forseti lagadeildar, flytja ávarp. Félagar í Hollvinafélagi lagadeildar eru hvattir til að mæta á fundinn sem er opinn öllum velunnurum deildarinar. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundurinn verður haldinn þriðjudaginn 26. september kl. 18.00. íþróttafélag Revkiavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.