Morgunblaðið - 23.09.2000, Síða 64

Morgunblaðið - 23.09.2000, Síða 64
(34 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 IDAG MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Skraddarinn opnar verslun við Laugaveginn VERSLUNIN Skraddarinn Be- spoke hefur opnað verslun að Laugavegi 85. Verslunin selur kvenfatnað og er opin virka daga frá kl. 11-18 og á laugardögum kl. 10-14. Eigendur verslunarinnar eru Anna Rut Steinsson og Helga Sól- rún Sigurbjörnsddttir. Ijósmynd/Friðrik Öm Vetrarstarf KFUM o g KFUK að hefjast VETRARSTARFI KFUM og KFUK verður formlega ýtt úr vör á morgun, sunnudag, kl. 17 í húsi félaganna, Holtavegi 28. Þá verður samkoma helguð bama- og æskulýðsstarfi félaganna. KFUM og KFUK hafa rekið barna- og ungl- ingastarf í meira en 100 ár. Sumar- -1 búðastarfið í Vatnaskógi, Vindáshlíð, Ölveri Kaldárseli og Hólavatni er löngu orðið þekkt og á undanförnum árum hafa um 7.000 böm tekið þátt í starfi félaganna með einhverjum hætti á hverju starfsári. A komandi vetri munu félögin reka starf fyrir böm og unglinga á aldrinum 9-16 ára á 10 stöðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu auk fimm staða úti á landi. Hægt er að fá nánari upplýsingar um það á skrifstofu félaganna á heimasíðunni www.kfum.is. ’ A samkomunni á morgun mun for- maður KFUK í Reykjavík, Þórdís Ágústsdóttir, flytja ávarp. Ástríður Jónsdóttir segir frá starfi á meðal eldri stúlkna í KFUK í Grafarvogi og Tómas Ingi Torfason kynnir starf æskulýðsnefndar KFUM og KFUK í Reykjavík. Ræðumaður verður Helgi Gíslason, æskulýðsfulltrúi KFUMogKFUK. Á eftir samkomunni verður boðið upp á léttan kvöldverð á vægu verði. Göngudagur FÍ og SPRON SUNNUDAGINN 24. september er ý sérstakur göngudagur á vegum Ferðafélags íslands og SPRON. Boðið verður til tveggja mismunandi gönguferða. Ki. 10.30 á sunnudagsmorgun verður farið i göngu frá Bláfjöllum í Heiðmörk. Gengið er frá skíðasvæð- inu í Bláfjöllum og er gönguleiðin áætluð 10-12 km, undan fæti að mestu leyti og er reiknað með að hún taki 3,6-4 kist. Seinni ferðin hefst kl. 13 og þá liggur leiðin um göngustíga í Heið- mörk sem nú skartar sínum fögru haustlitum. Báðir hópamir hittast svo í göngulok og þiggja hressingu. Brottför í báðar ferðir er frá BSÍ og Mörkinni 6. Þátttökugjald er ekkert. r Um helgina er haustlita- og grill- ferð í Þórsmörk og um næstu helgi, 29. sept., er önnur haustferð í Þórs- mörk í samstarfi við Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins. Þar verður að vanda mikið um að vera en þessar ferðir hafa átt miklum vin- sældum að fagna undanfarin ár, seg- ir í fréttatilkynningu. „Varðsveitin“ í bíósal MÍR „VARÐSVEITIN" (Karaúl) nefnist rússnesk kvikmynd frá 1990, sem sýnd verður í bíósal MIR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag, 24. sept., kl. 15. Leikstjóri myndarinnar er Alexander Rogozhin. Sagt er að kveikjan að efni þessarar kvikmyndar hafi verið raun- verulegir atburðir, sem áttu sér stað í sovéska hemum á níunda áratugnum, þegar óbreyttur liðsmaður í gæslu- sveit á vegum fangelsismálastofnunar Sovétríkjanna skaut nokkra félaga sína til bana en þeir höfðu lagt hann í einelti, auðmýkt með ýmsu móti og kúgað og beitt ofbeldi. I kvikmyndinni, sem gerist að mestu í sérútbúnu fangelsi, er aðal- persónan nýliðinn Andrei Iversen, ungur maður og mjög vandur að virð- ingu sinni. Hann þolir ekki að einn fé- laganna eða fleiii saman auðmýki annan eða aðra og lítillækki, og hann hefur megna andstyggð á ofbeldi eldri hermanna gagnvart nýliðum, en slíkt hefur lengi viðgengist í hemum og verið látið átölulaust af yfirmönn- um með vísan til svokallaðra „stjóm- skipunar utan reglna", segir í frétta- tilkynningu. Enskur texti er með myndinni. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Segja fanga- verði ekki hafa stundað njósnir ARI Björn Thorarensen hefur, fyr- ir hönd Fangavarðafélags íslands, sent Morgunblaðinu eftirfarandi athugasemd til birtingar: ,Að undanfömu hefur verið ráð- ist harkalega að fangavörðum við Fangelsið að Litla-Hrauni af fáum íbúum á Eyrarbakka. Að okkar mati hafa einstaka fjölmiðlar velt sér óeðlilega upp úr málinu og ekki leitað fanga í fréttaöflun sinni sem skyldi. Það að bera það upp á heila stétt manna að þeir stundi persónu- njósnir um íbúa á Eyrarbakka er mjög alvarlegt og alrangt. Fanga- verðir hafa ekki notað eftirlits- myndavélar til að njósna um fólk heldur einungis til eftirlits við fangelsið. Eyrbekkingar hafa lifað í sátt við Fangelsið að Litla-Hrauni síð- an 1929 og verður það vonandi um ókomna framtíð. í framtíðinni vonast Fanga- varðafélag íslands til að leitað verði eftir áliti hjá félaginu þegar umræða um stéttina fer fram og að okkur gefist kostur á að koma okk- ar áliti á framfæri og fá að verja okkar félagsmenn þegar ósannindi og rógur kemst á kreik.“ Kuldaúlpurnar eru komnar Verð frá kr. 7.900 Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433. VELVAKAJYDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hrein snilld EG var svo lánsamur að fara á tónleika með Herði Torfasyni í íslensku óper- unni síðastliðið fóstudags- kvöld og vil lýsa yfir ánægju minni með frammi- stöðu hans. Hörður brást ekki aðdáendum sínum og voru tónleikarnir hrein snilld. Hörður er listamað- ur fram í fingurgóma, frá- bær leikari og lagasmiður og hefur notalega nærveru. Hann söng og lék hvert lag- ið af mikilli innlifun og stemmningin var einstök þegar gömlu lögin hans óm- uðu um salinn. Hörður heldur aðra tónleika í Óper- unni næstkomandi föstu- dagskvöld og ég hvet listun- nendur til að láta þann viðburð ekki fram hjá sér fara. Af gefnu tilefni er rétt að koma því á framfæri að mér finnst móðgun við al- menning að um frjálst sætaval sé að ræða á listvið- burði og get ekki séð hvað stendur í vegi fyrir því að miðarnir séu númeraðir. Mikill troðningur og langar biðraðir myndast þegar fólki er egnt í kapphlaup um bestu sætin en slflct ætti að vera liðin tíð. En ég end- urtek að tónleikamir voru snilld. Þ.Þ. Fleirtala/eintala ÞAÐ er skrýtið að sjá á prenti orðið örorkumöt í fleirtölu í staðinn fyrir ör- orkumat í eintölu. Þetta á einnig við um mörg önnur orð. Mér skilst að þetta sé rétt íslenska en það er hræðilegt að sjá þessu skellt framan í mann, feit- letruðu, á síðum dagblað- anna. Mér finnst að það ætti að forða útlendingum frá því að læra íslensku af fyrirsögnum á síðum dag- blaðanna. 251031-3129 Hugmyndakerfl framtíðarinnar PÉTUR hafði samband við Velvakanda og langaði að koma eftirfarandi á fram- færi eftir að hann heyrði er- indi eftir Ama Bergmann í útvarpinu fyrir stuttu um Sovétríkin. Munurinn á stefnunum, sem berjast um yftrráð í heiminum, gerir hugmyndakerfi framtíðar- innar að knýjandi spum- ingu því kommúnistinn seg- ir: Allt þitt er mitt, kapítalistinn segir: Ailt mitt er mitt og kristindómurinn segir: Allt mitt er þitt. Bifreiðaútsölur SIGURÐUR hafði sam- band við Velvakanda og vildi vara fólk við bifreiða- útsölum, sérstaklega efna- minna fólk. Það þarf að at- huga upphaflega verðið á bílunum og bera það saman við útsöluverðið. Árgerð 1999 er jafnvel dýrari en staðgreiðsluverð á árgerð 2000. Einnig vill hann minna á afföllin á bílum. Af- föllin á bílum er 1% á mán- uði, því ætti tveggja ára bíll að lækka um 24%. Skrán- ingardagur bílsins skiptir líka máli. Þá hefst notkun bílsins og affoll miðast við þann dag, 1%. Annað í þessu máli em bílaleigubíl- arnir sem era í endursölu. Það er oft ekki látið vita að þeir séu bílaleigubílar en það er mikið atriði að fólk viti hvað það er að fá í hend- umar. Karlmanns- eða kvenmannsnafn? NAFNIÐ Kristel var kven- mannsnafn fyrir norðan hér áður fyrr en nú era aUa vega tveir Islendingar, karl og kona, sem bera þetta nafn. Annars vegar er það Kristel Dögg og hins vegar Kristel Blær. Mig langar því að vita, hvort er þetta karlmanns- eða kven- mannsnafn? Emelía. Athugasemd MIG langar að gera at- hugasemd við nafnið Þrastalundur sem birtist í Velvakanda fyrir stuttu. Þar var Þrastalundur skrif- að Þrastarlundur. Það vHl oft brenna við að bætt sé inn í orð aukastöfum. Þetta þarf að passa mjög vel. Pétur Pétursson. K.N. krafínn um trú sína EITT sinn var trúboði nokkur íslenskur á ferð á Mountain og segir sagan, að það hafi verið Jakob mormónapostuli er svo var nefndur. Kom hann á bæinn þar sem K.N. var vinnumaður og var vísað til hans út í fjós en hann var þá einmitt að moka flórinn. Flutti trúboðinn honum boðskap sinn af mikilli and- agiften K.N. hélt þegjandi áfram mokstrinum. Loks krafðist trúboðinn þess, að K.N. gerði honum grein fyrir trú sinni fyrst hann daufheyrðist þannig við kenningu hans. Mælti K.N. þá fram vísu þessa af mikilli alvöra: Kýrrassa tók ég trú/ traust hefir reynst mér sú/1 flórnum því fæ ég að standa/ fyrir náð heilags anda. Annað „vísuorðið" er einnig þannig í sumum upp- skriftum: „Trú þeirri held ég nú.“ og til munu vera fleiri útgáfur af því. Einnig mun það rétt til getið hjá dr. Sigurði Nordal, að K.N. hafi haft í huga nafn á bækl- ingi einum sem út kom á Akureyri 1859 og hét „Leið- arvísir til að þekkja ein- kenni á mjólkurkúm", en gekk í daglegu taU undir nafninu „Kýrrassabókirí* vegna myndanna sem í hon- um vora. S.I. SKÁK Umsjón Helgi \ss Grétarssun FIDE hélt ekki eingöngu heimsbikar- mót fyrir karlpeninginn því einnig fengu sterkustu konur heims að spreyta sig í þessari nýju og spennandi keppni. Staðan kom upp í einvígi sænsku skákdrottningarinnar Piu Cramling (2.484), hvítt, og kínversku stúlkunnar Xu Yuhua (2.505) en hún vann mótið. 23...Hxd4! 24.Hxf2 24. Dxd4 tapar einnig manni eftir 24...Dxc2+ 25. Kal Bxdl. 24...Hxd3 25.Hxd3 Rxf2 26.Hxd5 g6 27.Hd2 Rh3 28.Be4 Hc7 29.b3 Kf8 30.Kb2 Ke7 31.a4 b6 32.Ba8 Bf5 33.Bf3 h5 34.Bd5 Hd7 35.Kc3 g5 og hvítur gafst upp saddur h'fdaga. Taflfélagið Hellir heldur eitt af sín- um vinsælu atkvöldum mánudaginn 25. september og hefst mótið kl. 20:00 í HellisheimiHnu, Þönglabakka 1. Allir velkomnir. Svartur á leik. Víkveiji skrifar... VÍKVERJA var ungum kennt að ekki væri hægt að kaupa ham- ingjuna fýrir peninga. „Peningar skipta ekki öllu máli í lífinu...“ var jafnan viðkvæðið, en að fenginni reynslu vill Víkverji bæta við: „...nema þegar mann vantar þá!“ Víkveiji þekkir nefnilega til heimila sem hafa flosnað upp vegna fjár- hagserfiðleika og hann þekkir pers- ónulega fólk, sem býr við sára fá- tækt og á vart ofan í sig eða á. Þetta fólk á stundum erfitt með að brosa, enda gefast fá tilefni til þess í öllu baslinu. Þessar bláköldu staðreynd- ir blasa víða við þrátt fýrir allt tal um góðæri í landinu. Hin gömlu sannindi um að pen- ingar og hamingja fari ekki alltaf saman geta þó vel átt við í mörgum tilfellum. í ágætri Rabb-grein Ey- steins Bjömssonar í Lesbók Morg- unblaðsins síðastliðinn laugardag, undir yfirskriftinni „Um peninga“, er fjallað um þessi mál og tekur Víkveiji heilshugar undir þau við- horf sem þar koma fram. Greinin hefst á tilvitnun í indíánahöfðingj- ann Stóra-Björn: „Þá fyrst þegar síðasta tréð hefur verið fellt og síð- asti fiskurinn veiddur mun hvíti maðurinn geta skilið að það er ekki hægt að éta peningaseðla.“ I Lesbókarrabbinu segir höfund- ur ennfremur meðal annars: „Nei, mannskepnan er aldrei til friðs og fólk er ekki fyrr komið með fullar hendur fjár en það veit ekki sitt rjúkandi ráð. Margir ruglast í rím- inu við það að geta allt í einu fengið svo margar óskir sínar uppfylltar. Stærri og faUegri hús, fleiri og betri bíla. Skarpgreindir hafa að vísu vak- ið athygli á því að ekki er hægt að sitja í nema einum stól í einu, sofa í nema einu rúmi og aka nema einum bíl í senn...“ Þetta er auðvitað laukrétt, en menn verða þá að hafa aura til að kaupa sér einn stól, eitt rúm og einn bfl. Það er vaxandi misrétti og mis- skipting auðsins sem rennur Vík- verja til rifja. XXX SJÁLFSAGT eru ýmsar ólíkar ástæður fyrir því að sumt fólk býr við bág kjör í þessu landi all- snægtanna. Víkveiji hjó til dæmis eftir orðum Ólafs Ólafssonar, fyrr- verandi landlæknis, í grein í Morg- unblaðinu nú í vikunni þar sem höf- undur fjallar um kjör eftirlaunafólks í landinu þar sem segir meðal ann- ars: „Full ástæða væri að nefna fleiri þætti er hafa veruleg áhrif á lífskjör og jafnvel frumþarfir fólks svo sem hæsta verð á matvörum, lyfjum, bifreiðatryggingum, bifreið- um og bensíni á Islandi. Miklar hækkanir hafa valdið búsifjum, sér- staklega meðal láglaunafólks þar á meðal margra eldri borgara og ör- yrkja, og skerða viðnámsþrótt og lífsgleðina. Tími er kominn til að þessir hópar sameinist til baráttu gegn frekari skerðingu lífslqara og hefji aðgerðir gegn augljósu sam- ráði stærstu fyrirtækja um verð- lagningu á vörum og þjónustu..." Þótt full ástæða sé til að taka undir orð fyrrverandi landlæknis um að tímabært sé að láglaunahóp- ar sameinist gegn frekari skerðingu lífskjara efast Víkverji um að sá dagur renni upp að slík draumsýn verði að veruleika í nánustu framtíð. íslenskir neytendur, jafnt láglauna- hópar sem aðrir, virðast ótrúlega sljóir og værukærir í verðlagsmál- um og er skemmst að minnast þess viðhorfs framkvæmdastjóra sam- taka vörubifreiðastjóra á íslandi að þýðingarlaust sé að boða til mót- mælaaðgerða hér á landi vegna eldsneytisverðs, á svipaðan hátt og bflstjórar í Evrópu gerðu nýverið, enda skorti samstöðu og hefðina fyrir slíku á Islandi. Víkverji hefur stundum velt því fyrir sér hvort þessi djúpa virðing Islendinga fyrir tilskipunum „að of- an“ og sú tilhneiging að beygja sig endalaust í duftið og kyssa vöndinn séu leifar af aldalöngum yfirgangi danskra einokunarkaupmanna. Að þrælsóttinn sé gróinn fastur í þjóð- arsálina og orðinn að sérstöku geni, sem færist sjálfkrafa á milli kyn- slóða? Það væri ef til vill verðugt viðfangsefni fyrir íslenska erfða- greiningu að finna „þrælsóttagenið“ í íslendingum og reyna að stökk- breyta því svo að afkomendur okkar þurfi ekki um alla framtíð að búa við þennan sérkennilega undirlægju- hátt sem virðist okkur í blóð borinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.