Morgunblaðið - 23.09.2000, Side 65

Morgunblaðið - 23.09.2000, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 65 ÍDAG BRIDS I nisjoii (iuðmnndur Páll Arnarson ÍSLAND vann Suður-Afr- íku 21-9 í sjöttu umferð riðlakeppninnar á ÓL. Suður-Afríka vai- í hópi þeirra þjóða sem fyrirfram var búist við að myndu taka þátt í baráttunni um sæti í 16 liða úrslitum og því var mikilvægt að vinna góðan sigur á þessari sterku bridsþjóð. Craig Gower og Henry Mansell eru þekktustu spilarar Suður-Afríkumanna og þeir mættu Þresti Ingi- marssyni og Magnúsi Magnússyni í opna saln- um. Lánið var með þeim Mansell og Gower í þessu spili: Norður gefur; allir á hættu. Norður A 108642 »5 ♦ K8 * D9762 Vestur Austur ♦ ÁG9 * KD53 v 863 v Á72 ♦ ÁG6 ♦ 753 * K1086 * G43 Suður A 7 v KDG1094 ♦ D10942 *Á Vestur Norður Austur Suður Magnús Mansell Þröstur Gower - Pass Pass lhjarta Dobl 1 spaði Pass 2tíglar Pass 2björtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Mansell leið ekki vel þegar Gower stökk í fjögur hjörtu, enda vafalaust í fyrsta skipti sem hann hef- ur „preferað" yfir í einspil og verið hækkaður í geim. En enginn doblaði. Magn- ús kom út með lauf og Gower spilaði strax tígli að K8 í borði og lét áttuna þegar Magnús.fylgdi með smáspili. Hún hélt og nú var einfalt að reka út rauðu ásana og leggja upp. Tíu slagir og 620. „Ótrúlegt," sagði Magn- ús að leik loknum, „að komast í þetta geim eftir þessar sagnir og hitta svo í tígulinn líka. Við töpum á þessu spili.“ Nei; Magnús var ekld sannspár í þeim efnum. Á hinu borðinu voru Sverrir Armannsson og Aðalsteinn Jörgensen í miklu stuði og Aðalsteinn opnaði einfald- lega á fjórum hjörtum á suðurspilin. Enginn hafði neitt við það að athuga og eftir lauf út spilaði Aðal- steinn líka tígli á áttuna. „Gott hjá þér að hitta á tígulinn," sögðum við fé- lagarnir þakklátir í upp- gjörinu. „Hitta?“ Aðalsteinn var undrandi: „Er þetta ekki þvinguð íferð?“ Auðvitað, þegar betur er að gáð, því ef tígli er spilað á kóng og austur drepur með ás vantar innkomu til að svína fyrir tígulgosann í austur. Svo báðir sagnhaf- ar kunnu sitt fag. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæii, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík Arnað heilla 70 ÁRA afmæli. Á morgun, 24. septem- ber, verður sjötugur Olafur Þórðarson, Lerkigrund 6, Akranesi. Hann og eigin- kona hans, Valgerður Jó- hannsdóttir, munu taka á móti gestum á afmælisdag- inn í Frímúrai-ahúsinu Still- holti 4, klukkan 16-19. Ljósmynd: Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júlí sl. í Fríkirkj- unni í Reykjavík af sr. Þór Haukssyni Kristín Guð- mundsdóttir og Hjalti Þór Hannesson. Hlutavelta Þessir duglegu drengir héldu tombólu og söfnuðu 920 kr. til styrktar Rauða krossi Islands. Þeir heita Hrafnkell ívarsson og Valgarður ívarsson. Morgunblaðið/Jim Smart Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 804 kr. til styrktar Rauða krossi fslands. Þær heita Katrín M. Ammendrup og Sara Rós Jakobsdóttir. Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 5.967 kr. til styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita Birgitta Gunn- arsdóttir og Thelma Rut Elíasdóttir. UOÐABROT LEIÐSLA Og andinn mig hreif upp á háfjallalind, og ég horfði sem öm yfir fold, og mín sál var lík ístærri svalandi lind, og ég sá ekki duft eða mold. Mér þótti sem hefði ég gengið upp gil fullt með grjótflug og hræfuglaljóð, fullt með þokur og töfrandi tröllheimaspil, unz á tindinum hæsta ég stóð. Mér þótti sem hefði ég þolað allt stríð, allt, sem þola má skjálfandi reyr, og mér fannst sem ég þekkti’ ekki háska né hríð og að hjarta mitt bifðist ei meir. Ég andaði himinsins helgasta blæ, og minn hugur svalg voðalegt þor, og öll hjarta míns dulin og deyjandi fræ urðu dýrðleg sem Ijómandi vor. En mín sál var þó kyrr, því að kraftanna flug eins og kyrrasta jafnvægi stóð, og mér söng einhver fylling í svellandi hug eins og samhljóða gullhörpuljóð. Eins og heilög guðs ritning lá hauður og sær, allt var himnesku gullletri skráð, meðan dagstjarnan kvaddi svo dásemdarskær eins og deyjandi guðs sonar náð. Matthías Jochumsson. STJÖRMUSPA eftir Frances Drake VOG Aímælisbarn dagsins: Þú ert snöggur að leggja hlutina niðurfyrir þér og út- sjónarsemin sér til þess að hlutimir komist í fram- kvæmd á hagstæðasta hátt. Hrútur (21. mars -19. apríl) ^ Nú er hentugur tími til þess að sækja það sem þig hefur lengi langað til að eignast. Gættu þess bara að ganga ekki á annarra rétt í leiðinni. Naut (20. apríl - 20. maí) Reyndu að sýna svolítið meiri sveigjanleika sérstaklega í garð samstarfsmanna þinna sem þegar allt kemur til alls eru að keppa að sama marki ogþú.____________________ Tvíburar t ^ (21.maí-20.júní) Aa Það er ekkert sem mælir á móti þvi að þú berir mál þín undir aðra en gættu þess bara að viðkomandi hafi hags- muni þína eina að leiðarljósi. Krobbi (21. júnf-22. júlí) Fjármálin og fjölskyldumálin eru efst á blaði nú sem endra- nær. Þitt er að finna tíma til að sinna hvorutveggju þannig að hlutirnir gangi sem eðli- legast fyrir sig. Ljón (23.júlí-22. ágúst) M Reyndu að gera þér grein fyr- ir þeim áhrifum sem þú hefur á aðra bæði í ræðu og riti því það hjálpar þér til þess að koma málstað þínum á fram- færi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) <C$L Þú þarft að finna þér tíma fyrir sjálfan þig því allt það áreiti sem þú verður nú fyrir er of mikið þegar til lengdar lætur. VoE 'TkVX (23. sept. - 22. okt.) Allt sem þú gerir hefur áhrif á umhverfi þitt og því berð þú mikla ábyrgð gagnvart öðru fólki. Sýndu því tillitssemi og umburðarlyndi. Sporðdreki (23. okt. -21. nóv.) Það er gott að hugsa sig tvisv- ar um áður en ákvörðun er tekin sérstaklega þegar þú ert þreyttur þvi þá er meiri hætta á mistökum. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) mO Ný tækifæri eru alltaf að bjóðast og í sjálfu sér ert þú tilbúinn til þess að nýta þau. Vandinn er bara að velja það besta. Steingeit (22. des. -19. janúar) 4K Enginn ræður sínum nætur- stað en vissulega getur þú haft úrslitaáhrif á gang þíns lífs. Hafðu bjartsýni ávallt að leiðarljósi. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) Þú þarft að huga vel að stöðu þinni jafnvel þó það þýði að þú látir vandamál sem vind um eyru þjóta. Hjálpaðu sjálfum þér fyrst._______ Fiskar (19. feb. - 20. mars) MJBfr Það getur verið óþægilegt að láta róta of mikið upp í málum sem þú telur að þú hafir af- greitt fyrir löngu. En hafirðu gert það ætti ekkert að hrófla við þér. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni \isindalegra staðreynda. NÝTRÚARHREYFIN6AR 0G KRISTIN TRÚ í HAFNARFJARÐARKIRKJU Þriggja kvölda námskeið um yoga, spíritisma, vísinda- kirkju, votta Jehóva, moonisma, endurholdgun, stjörnuspeki, brain - mind - cult, new age, dulspeki, djöfladýrkun... og kristna trú. Leiðbeinandi sr. Þórhallur Heimisson. Skráning og upplýsingar alla daga frá kl. 10.00- 16.00 í Hafnarfjarðarkirkju í síma 555 1295 Námskeiðið hefst þriðjudag. 3. október EIGMMIÐLUNIN .. Stcrhmenn: Svorrir Kristmsson lom. fostwgnosdi, sölustjóri, Þorieifur St.Guðmundsson,B.Sc., sölum.,Guimundur Sigurjónsson lögfr. og lögg.fostwwKBaii, skjologerð. Stefón Hrofn Stefánsson iögfr., sölum., óskor R. Horðarson, sölumoður, Kiarton HaBgeirsson, sölumaður, Jóhonno Votóimorsdóttir, ouglýsingor, gjotókeri, Inga Haimesdóttir, simovorslo og ritori, ÍHöf Steinarsdóttir, smavarsla og öffun skjala, Rokel Dögg Sigurgeirsdóttir, símovorslo og öflun skjala. Sími A}»{ 9090 • Fax Ö«H 9095 • Síðumúlu 2 I Ijui’ Vantar eignir Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur flestar stærðir og gerðir eigna, bæði ibúðar- og atvinnu- húsnæði, á söluskrá. Um þessar mundir er verð fasteigna hátt og sterkar greiðslur í boði. Sýnishorn úr kaupendaskrá: Nokkur einbýlishús óskast til kaups. Flest einbýlishús á söluskrá okkar hafa selst á síðustu vikum. Enn eru þó allmargir kaupendur á kaupendaskrá. í mörgum tilvikum erum staðgreiöslu að ræða. Sérhæð óskast. Traustur kaupandi óskar eftir 120-160 fm sérhæð í vesturborginni eða Þingholtunum. Sterkar greiðslur í boöi. Sérhæð t Rvik. óskast - eða hæð og ris. Höfum Kaupanda að 120-160 fm sérhæð I Rvík. Hæð og ris kemur einnig vel til greina. Traustur greiðslur í boði. íbúð i vesturborginni óskast. Traustur kaupandi óskar eftir 4ra herb., 100-120 fm íbúð í vesturborginni. Fleiri stærðir koma til greina. Stað- greiðsla í boði. íbúð við Skúlagötu. Kirkjusand eða Neðstaleiti óskast. Traustur kaup- andi óskar eftir 3ja-4ra herb. 80-120 fm íbúð á ofangreindum svæðum. Staðgreiðsla í boði. fbúð > Mosfellsbæ óskast. Traustur kaupandi hefur beðið okkur að út•• vega 3ja nerb. (búð Mosfellsbæ til kaups. íbúð £ vesturborgínni óskast. Traustur kaupandi óskar eftir 3ja herb. íbúð í vesturborginni. Staðgreiðsla í boði. 2ja-3ja herb. ibúðir óskast. Höfum trausta kaupendur að 2ja og 3ja herb. íbúðum í Reykjavfk og nágrenni. ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST Skrifstofuhæð og verslunarpláss óskast. Traustur kaupandi hefui beðið okkur að útvega 500 fm skrifstofuhæð til kaups. Æskilegt er að 60-100 fm verslunarpláss á jarðhæð í sama húsi fylgi. Nánari uppi. veita Óskar og Sverrir. 1500-2000 fm skrifstofupláss óskast. Traust fyrirtæki óskar eftir 1500-2000 fm skrifstofupiássi, gjarnan á tveimur hæðum. Góö bíla- stæði æskileg. Plássið má vera fullbúið eða tilb. u. tréverk. Atvinnuhúsnæði óskast. Traustur fjárfestir óskar eftir atvinnuhúsnæði sem er í útleigu. Eignin má kosta allt að kr. 500.000.000,-. bébécarT| Barnavagnar Hlíðasmára 17 s. 564 6610 Netfotí^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR KOSTABOÐ ALLT AO 30% AFSLÁTTUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.