Morgunblaðið - 23.09.2000, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 23.09.2000, Qupperneq 70
70 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Æsilegur steggjahrekkur Brúarhopp ÞEIR ERU ekki margir sem hafa lent í því að vera bæði gæsaðir OG steggjaðir! Rðsbjörg Þdrðar- dóttir varð fyrir þessari sér- kennilegu lífsreynslu áður en hún gifti sig í sumar. Karlkynsfélagar hennar sættu sig engan veginn við að vinkonurnar fengju að sprella svolítið með hana fyrir stóra daginn og tóku sig því til, brugðu út af vananum og steggj- uðu hana. Hrekkurinn fólst í því þeir fóru með hana nauðuga að brúnni við Kaldá, settu hana í klifurbelti og tengdu línu í hana. Línan var bundin við bita undir brúnni og þaðan var henni varp- að fram af og féll hún nokkra metra í frjálsu falli uns línan tók fallið og Rósbjörg sveiflaðist eins og pendúll undir brúnni. Fyllsta öryggis var að sjálfsögðu gætt við framkvæmd þessa háskalega hrekks. Eftir að Rósbjörg náði fótfestu var haldið með hana í bústað við Esjurætur þar sem henni var haldin vegleg grill- veisla. Helgina eftir var siðan komið að vinkonum Rósbjargar að hrekkja hana og skemmta. Morgunblaðið/Vilhelm Gunnarsson Rósbjörg var bundin við línuna. r Fríl því aö kvikmynöin Myrkraöansarinn v hlaut Gullpálmann á kvikmynöahatiöinniv , i Cannesivor hefur Björk Guómundsdottir haft i no^u aö snúast viö aö kynna myndina og tónlistína í henni. Auk þess vinnur hun aö gerö nýrrar plötu sem kemur ut i april á næsta árí, Gudrun Hálfdánardottir hítti Björk að mali i New York. ER ÞJANINGIN ÞESS VI BJORK GUÐMUNDSDOTTI í VIÐTALI í SUNNUDAGSBLAÐINU MYNDBQND Ekta B-mynd Loftþéttni (Airtight) Spennumynd ★% Leikstjóri: Ian Barry. Aðalhlut- verk: Grayson McCough, Andrew McFarlane og Tasma Walton. (90 mín) Bandaríkin, 1999. Sam mynd- bönd. Bönnuð innan 16 ára. LOFTÞÉTTNI segir heilmikla sögu, en hún gerist í framtíðinni. Svo illa vill til að mannskepnan hef- ur í græðgi sinni og óforsjálni eyðilagt jarðskorpuna með kjarnorkufikti, þannig að banvæn- ar eiturgufur streymdu út og þrýstu öllu súrefni langt upp í gufu- hvolfið. Eftirlifandi manneskjur þurfa því að búa í sérstökum neðanjarðar- borgum þangað sem hreinu lofti er dælt úr hæstu hæðum. Sérstök súr- efnislögregla gætir öryggis borgar- anna, og starfar aðalsöguhetjan, Rat Lucci, þeirra á meðal. Þegar snjall vísindamaður finnur leið til þess að framleiða súrefni þarf Rat að koma í veg fyrir að vondu peningakarlarnir nái að sölsa uppfinninguna undir sig. Þetta er ekta B-mynd, sem er for- vitnileg fyrir þær sakir að ekki er eingöngu lögð áhersla á spennandi atbiu-ðarás, heldur er talsvert dútl- að við stíl og umgjörð. Sá stíll sem er eins og ódýr eftiröpun af stílnum í „Blade Runner“ sem einkenndist af sterkum vísunum í noir-kvikmynda- hefðina. Loftþéttni er þannig í besta falli sniðug mynd sem grípur athygl- ina fyrir þær sakir. Heiða Jóhannsdóttir Fjölskyldu- heiður Winslow-drengurinn (Winslow Boy) Drama ★★ Leikstjórn og handrit: David Mam- et eftir leikriti Terrence Rattigan. Aðalhlutverk: Nigel Hawthorne, Jeremy Northam. (104 mín.) Bret- land 1999. Skífan. Öllum leyfð. ÞAÐ ER ávallt með nokkrum áhuga sem ný mynd eftir David Mam- et er skoðuð. Hann hefur margsýnt það og sannað að hann er yfirburða- handritshöfundur og þegar hann hef- ur tekið sig til og sest í leikstjórastól- inn hefur útkoman oftar en ekki orðið sérlega spennandi. Vonbrigðin með Winslow-drenginn urðu því allmikil. Ungum dreng úr virtri millistéttarfjölskyldu er vísað úr einkaherskóla þegar hann er sak- aður um að hafa stolið póstávísunum frá skólanum. Þetta er mikil hneisa fyrir fjölskylduna og skaðlegt mann- orði hennar, en þegar drengurinn ber á móti þessu gera faðir hans og systir hvað þau geta til að hreinsa mannorð hans. Efni myndarinnar, sem er byggð á leikverld, er vissulega áhuga- vert, leikurinn fyrsta flokks og vinnu- brögðin vönduð. Þeir kostir fá þó ekki þeirri staðreynd breytt að myndin er langdregin og hreint út sagt hrútleið- inleg. Það er leiðinlegt að þurfa að víðurkenna slíkan ókost á handverki annars eins fagmanns og Mamets en þessi verður bara að flokkast með hans slakari myndum. Synd og skömm. Skarphéðinn Guðmundsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.