Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 1
Samkomulag sagt hafa náðst á fundi Baraks og Arafats í París Israelar draga herlið til baka frá V esturbakkanum París, Gaza, Genf. AFP, Reuters. AP Ehud Barak, Jacques Chirac, Madeleine Albright og Yasser Arafat á tröppum Elysée-hallar í París í gærkvöldi. EHUD Barak, forsætisráðherra ísraels og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu, voru í gærkvöldi sagðir hafa náð samkomulagi um að binda enda á ófriðinn sem geisað hefur í ísrael og á sjálfstjórnarsvæðum Palestínu síðastliðna sjö daga. Að sögn ísraelskra stjórnarerindreka náðu deiluaðilar sáttum eftir sex klukkustunda langan samningafund í París undir stjóm utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, Madeleine Al- bright. Er sagt að undirrita eigi samninginn á fundi leiðtoganna í Egyptalandi í dag. Bandarískir embættismenn vildu í gærkvöldi þó ekki staðfesta að tekist hefði að inn- sigla samkomulag. Viðræðum var fram haldið fram á nótt. Haft var eftir ísraelskum emb- ættismanni í gærkvöldi að í sam- komulaginu fælist að ísraelar lofuðu að draga úr vopnabúnaði við Netzarium á Gaza-svæðinu og í kringum palestínska bæinn Neblus á Vesturbakkanum, en þessi svæði hafa verið miðpunktur átakanna undanfarið. Verður herlið dregið til baka af sjálfstjórnarsvæðunum á Vesturbakkanum og Gaza. Palest- ínumenn samþykktu aftur á móti að leyfa ekki mótmæli við ofangreind svæði. Báðir aðilar samþykktu einnig að fara yflr öryggisgæslu á ófriðar- svæðum i samráði við bandarísku leyniþjónustuna, CIA, til að ástand- ið færi ekki úr böndunum. Að loknum fundi fóru leiðtogarnir á fund Frakklandsforseta, Jacques Chiracs, sem fylgdist símleiðis með gangi mála á fundinum. Talsvert dróst að fundur leiðtog- anna hæfist og átti Albright tvo fundi með hvorum leiðtoganum fyrir sig áður en hann hófst. Astæða seinkunarinnar var einkum krafa Arafats um að alþjóðleg rannsókn á upptökum ófriðarins færi fram. Stakk hann upp á því að Frakkar og Egyptar færu fyrir henni. Þessu höfnuðu ísraelar algerlega en lögðu til að hvor aðili um sig rannsakaði upptökin og Bandaríkjamenn hefðu milligöngu um niðurstöður. Sjálfur fundurinn virðist hafa ver- ið nokkuð átakamikill og rauk Ara- fat einu sinni á dyr með þeim orðum að hann gæti ekki samþykkt þær tO- lögur sem lagðar hefðu verið fram. Að sögn vitna hljóp AJbright á eftir honum til að stöðva hann og hrópaði til varða að loka hliðunum að sendi- herrabústaðnum þar sem viðræð- urnar fóru fram. Arafat sneri síðan aftur til viðræðna eftir að hafa verið kominn alla leið út í bíl, að sögn Pal- estínumanna. ísraelskir embættis- menn sögðu þó að það hefði einfald- lega verið gert hlé á viðræðunum. Hörð viðbrögð víða um heim Átök undanfarinna daga hafa vak- ið hörð viðbrögð víða um heim. Mary Robinson, yfirmaður mann- réttindamála hjá Sameinuðu þjóð- unum, fordæmdi ofbeldið og hvatti til þess að alþjóðleg rannsókn færi fram. Æðstiklerkur Irana, Ayatoll- ah Ali Khamenei, gaf hins vegar út þau boð í gær að íslömsk ríki um all- an heim ættu að leyfa þegnum sín- um að taka þátt í heilögu stríði (jih- ad) sem Palestínumenn ættu nú í. ■ ísraelar beita ofurefli/26 Minningar Jeltsíns Sagði af sér vegna ofþreytu Moskvu. AFP. BORÍS Jeltsín ákvað að koma öllum heiminum á óvart og segja af sér sem forseti Rúss- lands um síðustu áramót vegna þess að hann var „mjög þreytt- ur“. Kemur þetta fram í endur- minningum Jeltsíns, sem kaflar voru birtir úr í gær. „Ég sagði einkaritara mínum að stefna Pútín til mín kl. 9:30. Ég opnaði rauðu möppuna með afsagnarskjölunum. Guði sé lof! Ég skrifaði undir og fann til mikils léttis og ánægjutilfinn- ingar,“ skrifar Jeltsín. Vladimír Pútín, arftaki Jeltsíns, var á þessum tíma forsætisráðherra. „Ég leit yfir til Pútíns. Hann var hinn stilltasti en brosti taugaveiklunarlegu brosi. Við tókumst í hendur og ég óskaði honum til hamingju.“ Svona lýsií’ Jeltsín afsögn sinni í bók, sem útdrættir voru birtir úr í vikuritinu Argumentyi Fakti. „Nú ber ég ekki lengur ábyrgð á kjarnorkuvopna- hnappnum. Ætli ég muni þjást minna af lungnabólgu?" skrifar hann. Þegar Jeltsín yfirgaf skrifstofu sína í Kreml þennan dag fann hann til „mikillar þreytu". Þegar Bill Clinton Bandaríkjaforseti hringdi lét Jeltsín skila því til hans að hann yrði að hringja seinna. Erfðavísindin völdu barnið Stjórnlagadómstóll í Júgóslavíu birtir úrskurð í dag Heilbrigt og heppi- legur blóðgjafi Minncapolis. AP. HJÓN nokkur í Bandaríkjunum, Linda og Jack Nash, hafa eignast barn og er það í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Það er þó til komið með þeim hætti, að nokkur egg úr konunni voru frjóvguð með sæði mannsins á rannsóknastofu og einu þeirra síðan komið fyrir í legi konunnar. Var það gert til að tryggja, að barnið væri laust við ákveðinn erfðasjúkdóm og gæti jafnvel að auki bjargað Iffi systur sinnar, sem er haldin sjúkdómnum. Barnið, sem er drengur og hefur hlotið nafnið Adam, fæddist fyrir fimm vikum og í sfðustu viku tóku læknar við háskólann í Minnesota blóð úr naflastrengnum og gáfu það systur Adams, Molly. Þjáist hún af Fanconi-blóðleysi, sjaldgæf- um erfðasjúkdómi, sem getur verið banvænn vegna þess, að hann kem- ur í veg fyrir myndun beinmergs. Er búist við, að það komi í ljós á næstu vikum hvort blóðið í Adam eða stofnfrumur þess komi af stað beinmergsmyndun í Molly. Það er ekki alveg nýtt, að for- eldrar velji sér barn að undan- genginni erfðarannsókn, en það hefur ekki gerst áður, að væntan- legt barn sé valið með tilliti til vefjagerðar, í þessu tilfelli til að auka likur á, að blóðið úr Adam AP Systkinin Molly og Adam Nash. geti hjálpað Molly. Molly var 18 mánaða er í Ijós kom, að hún var með Fanconi-sjúkdóminn og rann- sóknir sýndu, að báðir foreldrarnir eru með galla í viðkomandi erfða- vfsi. Eru lfkurnar á, að börnin þeirra fæðist með sjúkdóminn, 25%. „Við vildum eignast heilbrigt barn og það sakar ekki ef það get- ur hjálpað Molly,“ sagði Linda Nash. Gallar a framkvæmd forsetakosninganna Belgrad, Moskvu, Sarajevo. AP, AFP. STJÓRNLAGADÓMSTÓLL í Júgóslavíu mun í dag birta úrskurð í máli stjórnarandstæðinga sem kærðu framkvæmd forsetakosning- anna 24. september. Opinbera fréttastofan Tanjug sagði í gær- kvöldi að dómstóllinn hefði að hluta fellt úr gildi niðurstöður kosning- anna en ekki var fyllilega ljóst hverj- ar afleiðingarnar yrðu. Vojislav Kostunica, forsetaframbjóðandi stjórnarandstæðinga, sagði að með úrskurðinum væri í reynd búið að ógilda kosningarnar. Stjórnarliðar, stuðningsmenn Slobodans Milosevic forseta, segja að Kostuniea hafi ekki fengið hreinan meirihluta atkvæða og því verði kosið á ný á sunnudag en hann hefur vísað þeirri ákvörðun á bug og segist hafa hlotið rúmlega helming atkvæða. Kostunica sagðist í gær óttast að úrskurður stjórnlagadómstólsins kynni að vera gildra. „Við fyrstu sýn kann svo að virðast sem hér sé Slobodan Milosevic að gefa eftir, en ég er hræddur um að þetta sé spurn- ing um stóra gildru og því sé engin ástæða til fagnaðarláta," hefur óháða Beta-fréttastofan eftir honum. „En hvað sem öðru líður tel ég að Milosevic sé nú veikari á velli en Reuters Vojislav Kostunica ávarpar verkfallsmenn í Kolubara í gær. nokkru sinni; það eitt að hann skuli þurfa að beita hinum ýmsu brögðum til að vinna sér tíma sannar það,“ sagði Kostunica. Lögregla reynir að binda enda á námuverkfall Hundruð júgóslavneskra óeirða- lögreglumanna og hermanna reyndu í gær að brjóta á bak aftur verkfall kolanámumanna í Kolubara-námun- um, sunnan við höfuðborgina Bel- grad. Um 10.000 stjórnarandstæð- ingar, margir þeirra frá Belgrad, komu verkfallsmönnum, sem hafa lagt námusvæðið undir sig, til að- stoðar og brutust í gegnum fylkingar lögreglunnar sem gaf þá tilraunina upp á bátinn. Námumennirnir krefj- ast þess að Milosevic viðurkenni sig- ur Kostunica í forsetakjörinu. Haldið var áfram mótmælafundum og öðr- um aðgerðum gegn stjórnvöldum í Belgrad og fleiri borgum í gær. Rússar buðust í vikunni til að miðla málum í deilunum í Júgóslavíu. Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur sakað Milosevic um stríðsglæpi og benti talsmaður bandaríska utam-íkisráðuneytisms á í gær að Rússum bæri samkvæmt al- þjóðalögum að handtaka forsetann ef hann færi til Moskvu. Formaður utanríkismálanefndar rússneska þingsins fordæmdi bandarísk stjórn- völd fyrir „hræsni“ í málinu. MORGUNBLAÐIÐ 5. OKTÓBER 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.