Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Nemendum fjölgar
í fjarnámi í
Grundarfírði
í LOK ágúst sl. hófst annað
skólaár í tilraunaverkefni um
fjamám á framhaldsskólastigi í
-'Grundaríirði. Á skólaárinu 1999-
2000 stunduðu 6-7 nemendur fullt
nám. Nú í haust eru 11 nemendur
í fullu námi, af þeim luku sex nem-
endur grunnskólaprófi í vor frá
grunnskólanum í Grundarfirði,
tveir voru í fjarnáminu á síðasta
skólaári og aðrir hafa stundað
nám í öðrum framhaldsskólum.
Þar sem um er að ræða einstakl-
ingsbundið nám getur hver og
einn valið áfanga eftir áhugasviði
og stöðu í námi. Nemendurnir 11
eru skráðir í 23 mismunandi
námsáfanga.
I Grundarfirði hefur verið sett
upp aðstaða fyrir nemendur í tengsl-
um við húsnæði grunnskólans, þar
^em hver nemandi hefur sína tölvu
og aðgang að Netinu. Allir nemend-
ur í fullu námi eiga að mæta í „skól-
ann“ á hverjum morgni. Öll kennsla
fer fram á Netinu og henni er stýrt
frá Verkmenntaskólanum á Akur-
eyri, kennarar VMA senda nemend-
um leiðbeiningar og verkefni viku-
lega sem nemendur vinna og senda
kennurum til yfírferðar. Kennarar
senda síðan nemendum umsagnir
um verkefnin innan sólarhrings.
Námsefnið er hið sama og í hliðstæð-
um áföngum við aðra framhalds-
skóla. í fjarnámsstofunni í Grundar-
firði er umsjónarmaður sem
aðstoðar nemendur við námið. Þetta
fyrirkomulag hvetur nemendur til
markvissra vinnubragða við námið
og ýtir einnig undir það að nemend-
ur styðji hver annan eftir því sem
efni standa til. Með því að mæta í
fjarnámsver á hverjum degi er dreg-
ið úr einangrun nemenda sem hefur
einna helst reynst ungum nemend-
um í fjarnámi fjötur um fót og nem-
endur fá aukið aðhald.
Hvergi annars staðar á landinu fer
öll kennsla fram með þessum hætti.
Minni framhaldsskólar hafa nýtt
fjarkennslu VMA til að kenna ein-
staka áfanga, og einstakir nemendur
d framhaldsskólum víða um land hafa
stundað nám í einum og einum áf-
anga hjá VMA þegar það hefur hent-
að námsvali þeirra. Sveitarfélagið
þiggur þjónustu frá fjarkennslu
VMA og sníður utan um það ramma í
Grundarfirði, en ber enga ábyrgð á
kennslu eða námsframboði VMA.
Það er ekki tilviljun að samfélag
eins og Grundarfjörður skuli láta sig
framhaldsmenntun varða. Börn og
unglingar eru stór hluti íbúa, við
Grundfirðingar segjum stundum að
Grundarfjörður sé „yngsta“ sveitar-
félag á landinu því hlutfall sextán
ára og yngri af heildaríbúafjölda er
eitt það hæsta sem þekkist hér á
landi. Málefni bama og unglinga
Jiafa verið og eru fyrirferðarmikil í
Sveitarfélaginu. Á síðasta ári var lok-
ið við stóra áfanga við stækkun
grunnskólans og gjörbreyttist að-
staða nemenda og kennara, m.a. var
unnt að kenna fleiri námsgreinar,
s.s. heimilisfræði. Fyrir tveimur ár-
um hóf grunnskólinn kennslu á
námsefni tölvuskólans Framtíðar-
barna í öllum bekkjardeildum
grunnskólans. Sú ákvörðun tengdist
m.a. hugmyndum um fjarnám á
framhaldsskólastigi. Nemendur sem
hefja fjarnám kunna tæknina og
geta fyrr einbeitt sér að náminu.
Áður en fjarnámið kom til sögunn-
ar síðastliðið haust höfðu nemendur
ekki val um að vera lengur heima hjá
foreldrum sínum. Þeir sem fóru í
framhaldsnám fóru til Reykjavíkur,
Akraness, Akureyrar eða jafnvel
enn lengra, með tilheyrandi kostnaði
fyrir fjölskyldur. Einnig þekkjum
við mörg dæmi þess að fjölskyldurn-
Fjarnám
Fjarnámsverkefnið,
_____segja Anna______
Bergsdóttir, Björg
Agústsdóttir og
Sigríður Finsen,
getur verið sjálfsagður
og góður hluti af
samfélagsmyndinni.
ar hafi flutt úr byggðarlaginu um
leið og börnin. Því fylgir mikil
ábyrgð að senda unglinga að heiman
16 ára gamla, unglingar missa að-
hald foreldra og tengsl við fjölskyldu
og geta átt erfitt með að fóta sig í
nýju umhverfi. Eins til tveggja ára
framhaldsdeildir hafa verið reknar í
sveitarfélögunum í nágrenninu, þ.e.
Snæfellsbæ og Stykkishólmi. Hins
vegar var talið að nemendafjöldi hér
hjá okkur yrði tæpast nægur til að
koma upp sérstakri framhaldsdeild.
Því var sveitarstjórn tilbúin að skoða
aðra kosti.
Hugmynd sveitarstjórnar um að
nýta nýjustu tækni og koma þannig
upp framhaldsnámi í Grundarfirði
var vel tekið í menntamálaráðuneyt-
inu og af Birni Bjarnasyni mennta-
málaráðherra, sem tók fljótlega
ákvörðun um að hrinda verkefninu
af stað. Menntamálaráðuneytið,
sveitarstjórnin í Grundarfirði, Verk-
menntaskólinn á Akureyri og Fjöl-
brautaskóli Vesturlands gerðu með
sér samning um tilraunaverkefni um
fjarnám á framhaldsskólastigi fyiir
unglinga í Grundarfírði skólaárið
1999-2000. í samkomulaginu er m.a.
kveðið á um að nemendur séu skráð-
ir í hefðbundið fjamám hjá VMA og
fái námsaðstöðu í heimabyggð og
bébécarT]
Barnavagnar
njóti þar stuðnings umsjónarmanns.
I samkomulaginu er gert ráð fyrir að
nemendur í Grundarfirði gi'eiði
skráningargjald til VMA samkvæmt
gjaldskrá skólans eins og aðrir
fjarnemar VMA. Menntamálaráðu-
neytið greiðir helming af launum
umsjónarmanns og ferðakostnað
vegna nemenda til FVA en gert var
ráð fyrir að nemendur sæktu þangað
reglulega félagslíf og kennslu.
Sveitarstjórn ákvað að gera þátt-
töku í tilraunaverkefninu að ennþá
álitlegri kosti fyrir nemendur og
greiddi helming skráningargjalds
fyrir nemendur á framhaldsskóla-
aldri á móti nemandanum. Þó var
það Ijóst að kostnaður nemanda við
fjarnám VMA yrði alltaf minni en að
fara í burtu í skóla annars staðar.
Sveitarstjórn sótti um styrk til
Rannsóknarráðs Islands á sviði upp-
lýsingatækni og fékk úthlutað sam-
tals fjórum milljónum til tveggja ára
í flokki fjarvinnu í þágu byggða-
stefnu. Styrkveiting RANNIS var
viðurkenning á því að verið væri að
þróa nýjar leiðir til hagsbóta fyrir
byggðir landsins.
Eftir fyrsta skólaár tilraunaverk-
efnisins má með sanni segja að fullt
nám í fjarnámi VMA með viðbótar-
stuðningi í heimabyggð sé raunhæf-
ur möguleiki fyrir unglinga í eitt eða
fleiri skólaár. I þessu sambandi þarf
þó að ítreka mikilvægi þess að nem-
endum séu skapaðar góðar námsað-
stæður og veitt aðstoð og hvatning
eftir því sem þarf.
Um þessar mundir er verið að
ganga frá samkomulagi um fram-
lengingu fyrri samnings fyrir skóla-
árið 2000-2001. Sveitarsjóður hefur
haft nokkurn kostnað af fjamáminu,
en sveitarstjórn lítur svo á að þeim
fjármunum sé vel varið.
í haust var viðverutími nemenda
og umsjónarmanns lengdur, í ljósi
skoðanakönnunai- sem gerð var
meðal nemenda og forráðamanna
þeirra í fyrravetur. Verkmennta-
skólinn á Akureyri og kennarar í
fjamámi em sífellt að þróa nýjar
leiðir í kennsluháttum og laga náms-
efni sitt að tölvutækninni. í vetur
verða áfram til skoðunar ýmis atriði
sem tengjast fjarnámi og því hvernig
megi betrumbæta þennan valkost.
I Grandarfirði skilaði umræðan
um aukna menntun í heimabyggð og
fjarnámsverkefnið sér í auknum
áhuga fullorðinna á námi sl. vetur.
Rúmlega tuttugu fullorðnir skráðu
sig í fjarnám í einum eða fleiri áföng-
um. Það er jákvætt að fullorðnir hafi
möguleika á að mennta sig heima án
þess að rífa fjölskylduna upp. Fjar-
námsverkefnið hefur einnig gefið
íbúum þá sýn að framhaldsnám í
heimabyggð eigi og geti verið sjálf-
sagður og góður hluti af samfélags-
myndinni.
Anna er skólastjóri Grunnskólans í
Grundarfirði. Björg er sveitarstjóri í
Grundarfirði. Sigríður er hagfræð-
ingur og umsjónarmaður fjarnáms í
Grundarfirði.
Saltið og
grauturinn
„ÞÚ ERT ekki með
öllum mjalla“ sögðu
nokkrar vinkonur
mínar úr kennara-
stétt, þegar ég tjáði
þeim síðla árs 1999 að
ég væri að hugsa um
að fara aftur í kennslu
eftir 15 ára fjarveru.
„Þú hefur ekki hug-
mynd um hversu erf-
itt það er orðið að
kenna, starfið lítils
metið og launin svo
léleg að það er engu
lagi líkt.“ Ég lét þessi
varnaðarorð sem vind
um eyru þjóta, borg-
aði mínar 5.000 kr.
fyrir löggildingu, til þess að mega
kalla mig grunnskólakennara á ný
og beið þess með óþreyju að hefja
störf í byrjun árs 2000. Þetta gæti
nú ekki verið svona slæmt.
Það var óskaplega gaman að
byrja í skólanum. Kennararnir og
börnin áhugasöm og mikil gróska í
skólastarfinu. Miklar breytingar
höfðu orðið á öllu starfi síðan ég
kenndi síðast. Sérstaklega var ég
Kennsla
Við skulum ekki gleyma
því, segir Bergþóra
Þorsteinsdóttir, að
kennarar eru með fjör-
egg þjóðarinnar í hendi
sér, börnin sem munu
taka við.
ánægð með aukna samvinnu milli
kennara, breyttar áherslur í
kennslunni, allar hugmyndirnar og
metnaðinn. Líka var ég mjög
ánægð með hversu mikinn þátt
foreldrar voru farnir að taka í
námi barna sinna og samstarfið við
þá ánægjulegt og gefandi. Ný stétt
starfsmanna var líka komin í skól-
ann, en það voru skólaliðar sem
vinna frábært, óeigingjarnt starf
en bera harla lítið úr býtum, en
það er nú kapítuli út af fyrir sig.
Það var ekki fyrr en ég fékk
fyrst útborgað að það runnu á mig
tvær grímur. Hvað hafði áunnist í
kjaramálum öll þau ar sem ég
hafði verið í burtu? Ég gat ekki
séð að launin hefðu hækkað neitt
hlutfallslega síðan ég hætti, en
kröfurnar aukist og vinnutíminn
lengst til muna. Búið var að bæta
við viku í júní og ágúst auk þess að
gera nokkra frídaga að starfsdög-
um kennara. Mér fannst það hins
vegar allt í lagi því ekki veitti af
auknum tíma til undirbúnings. Það
sem hafði breyst til batnaðar og
sneri að mér var að kennsluskylda
hafði styst um 1 tíma á viku og
mikið úrval endurmenntunarnám-
skeiða í boði. Gott og vel.
„Fyrir hverju hafið þið verið að
berjast í verkföllum og kjarabar-
áttu undanfarinna ára?“ varð mér
oft að orði en fátt var um svör.
Þetta hafði bara orðið svona ein-
hvern veginn.
Ég fór að leggja við hlustir,
fylgjast með fjölmiðlum, umfjöllun
þeirra og tali fólks um kennara og
starf þeirra. Ég var ekki ánægð
með það sem ég heyrði, því víða
þar sem kennarastarfið bar á
góma var umfjöllunin neikvæð í
okkar garð. Fátt virtist fréttnæmt
nema það sem miður fór og það
sem sneri að ábyrgð kennara og
skóla.
Fræðslustjórinn í Reykjavík
svaraði spurningu fréttamanns,
um hvort ekki væri hætta á að
kennsla yrði lakari með öllum
þeim undanþágum fyrir leiðbein-
endur sem búið væri að gefa, að
það væri bara gott að
fá fólk með aðra
menntun inn í skólana
og að hún teldi skóla-
starf ekki myndi líða
fyrir það. Og ég sem
var nýbúin að borga
mínar 5.000 kr. fyrir
löggildinguna! Hvaða
skilaboð era þetta til
okkar kennara? Allir
geta kennt, ef ég skil
hana rétt.
Ég fór líka að heyra
sömu gömlu tuggurn-
ar um litla vinnu-
skyldu kennara, öll
fríin og ég tali nú ekki
um þetta „langa sum-
arfrí“ sem er svo mikill þyrnir í
augum margra. Hefur fólk hugsað
út í það, af hverju ekki er hægt að
fá menntaða kennara til starfa
þrátt fyrir öll þessi „fríðindi"?
Getur það virkilega verið tilfellið
árið 2000 að fólk sé ekki upp-
lýstara en svo að það haldi að sá
tími, sem kennarinn er inni í skól-
astofunni með börnunum, sé eina
vinnan sem hann innir af hendi?
Að við getum farið svo snemma
heim á daginn að auðveldlega sé
hægt að vinna hlutavinnu annars
staðar, til bæta upp lélegt kaup?
Fólk á að vita það að kennslan er
bara hluti af starfi okkar og mikill
tími fer í undirbúning, yfirferð
verkefna, auk funda og foreldra-
samstarfs svo einhver dæmi séu
tekin.
Ég háði mikla baráttu innra með
mér um hvort það væri þess virði
að halda áfram upp á þessi býti,
þegar hægt er að fá betur launaða
vinnu nánast alls staðar. Átti ég að
láta hugsjónina leysast upp með
saltinu sem ég þarf að hafa í
grautinn til að geta komist af,
setja á mig svuntu og fara t.d. að
steikja franskar eða búa til pizzu-
botna fyrir hærra kaup? Kannski
gæti ég líka fengið vinnu við að
þvo handklæði hjá líkams-
ræktarstöð sem gæfi mér 10.000
kr. meira í vasann á mánuði sam-
kvæmt upplýsingum frá Jónínu
Benediktsdóttur í frábæru erindi
hennar á kjaramálaráðstefnu
kennara laugardaginn 16. sept.sl.
Einhver hugsar kannski: Af
hverju fer konan bara ekki eitt-
hvert annað fyrst hún er svona
óánægð? Málið er, að mér finnst
gaman að kenna og finn að í því
starfi nýtist menntun mín og
reynsla best. Ég ákvað því að
halda áfram, berjast við hlið kol-
lega minna fyrir bættum kjörum
og virðingu kennarastarfsins.
Mínar kröfur eru þessar:
Ég vil ekki að þurfa að skamm-
ast mín fyrir að segja að ég sé
kennari.
Ég vil að virðing sé borin fyrir
starfi mínu.
Ég vil ekki þurfa að vera í stöð-
ugri vörn fyrir vinnuna mína og
vinnutímann.
Ég vil fá borgað í samræmi við
mína vinnu og þá ábyrgð sem ég
ber, en hún er mikil.
Kjarasamningar grunnskóla-
kennara eru lausir nú um ára-
mótin og kvíði ríkir hjá kennurum
um hugsanlegt verkfall. Ég varð
vör við þennan kvíða, strax og ég
kom til starfa um áramótin. Það
vilja fáir eða engir kennarar fara
verkfallsleiðina en munu gera það,
ef ekkert annað er í boði. Mælirinn
er fullur.
Við skulum ekki gleyma því að
kennarar eru með fjöregg þjóðar-
innar í hendi sér, börnin sem
munu taka við. Þau eiga skilið
vinnufrið og þá bestu menntun
sem þau geta fengið hjá hæfum,
kennaramenntuðum kennurum.
Höfundur er grunnskólnkennari og
trúnaðarnmður kennara við
Háteigsskóla.
Bergþóra
Þorsteinsdóttir