Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landlæknir óánægður með að MS-sjúklingar hafi ekki fengið aukinn skammt af lyfí sem tefur framgang sjúkdðmsins Selur sleikir sólina Ötækt að veita ekki bestu lyfjameðferðina ÁKVEÐINN hópur MS-sjúklinga, sem þjást af heila- og mænusiggi, hátt í 100 manns, hefur ásamt lækn- um sínum barist fyrir því um nokk- urt skeið að fá heilbrigðisyfirvöld til að auka skammt af lyfinu interferon beta-la. Að mati Sigurðar Guð- mundssonar landlæknis hefur málið tafist um of en vonandi sé lausn í sjónmáli þannig að hægt sé að fara að gefa aukinn lyfjaskammt. Einn MS-sjúklingur hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Rannsóknir hafa sýnt að lyfið virki ekki rétt í flestum tilvikum, nema með auknum skammti frá því þegar það var fyrst gefið. Frá því að takmai-kanir voru fyrst settar hér á landi fyrir fjórum árum hefur skammturinn verið ákveðinn 22 millígrömm einu sinni í viku, en samkvæmt rannsóknum sem komu fyrst fram 1998 ætti hann að vera þrisvar og upp í sex sinnum í viku til að ná fullum árangri. Lyfið er talið hægja á einkennum MS-sjúkdóms- ins, en ekki lækna hann frekar en önnur MS-lyf. Skammturinn, sem hefur verið gefinn, seinkar einkenn- um um 25-30%, þ.e. um þrjú ár á 10 ára tímabili, en þrefaldur skammtur er sagður gefa 65-70% árangur. Þess má geta að tvö fyrirtæki fram- leiða interferon beta-la lyf. Til þessa hefur hérlendis verið notað íyfið rebif frá fyrirtækinu Scrono, en einnig er til lyfið avonex frá Biogen. Þá er eitt lyf framleitt af gerðinni interferon beta-lb og nefn- ist betaserone, sem fyrirtækið Schering framleiðir. Nýtt útboð á Iyfinu Sigurður Guðmundsson land- læknir sagði í samtali við Morgun- blaðið að það væri miður hvernig málið hefði dregist á langinn. Þetta væri búið að taka allt of langan tíma. „Það er ótækt að við sem samfé- lag séum að veita lyfjameðferð gegn jafnalvarlegum sjúkdómi og MS sem ekki er sú besta sem hægt er að bjóða þessum sjúklingum, sér í lagi lyfjameðferð sem ljóslega hefur Á slysadeild eftir árekstur HARÐUR árekstur varð á mótum Miklubrautar og Háa- leitisbrautar í Reykjavík um kl. hálfníu í gærkvöldi. Ökumenn beggja bifreiða voni fluttir á slysadeild eftir áreksturinn. Meiddist annar þeirra á hendi og fæti en hinn á bijóstkassa. Báðir bílarnir voru dregnir af vettvangi með kranabíl. minni áhrif og verri en sú sem hægt er að bjóða upp á,“ sagði Sigurður. Hann sagði að starfshópur hefði verið skipaður til að útbúa læknis- fræðilegar leiðbeiningar, sem byggjast á þeim upplýsingum sem vitað er um varðandi áhrif lyfsins á sjúkdóminn. Einnig hefði MS-félag- ið fylgst með þessari vinnu. Gert er ráð fyrir að Landspítalinn - háskólasjúkrahús sjái um þessa lyfjagjöf úr sínu apóteki. Að sögn landlæknis er verið að ganga frá nýju útboði á lyfinu af hálfu Land- spítalans, en fyri-a tilboð þótti of hátt og var því hafnað. „Þessi aukna lyfjameðferð gerir gagn í völdum tilvikum sjúkdóms- ins. Hún læknar ekki sjúkdóminn, því miður, en hún dregur úr tíðni á köstum hjá sjúklingum. Meðferðin gagnast síður því fólki þar sem sjúk- dómsgangur er hægversnandi," sagði Sigurður. Nýjar rannsóknir í læknatímaritinu New England Journal of Medicine er nýlega greint frá niðurstöðum rannsóknar á virkni lyfsins avonex, sem Biogen framleiðir eins og kom fram hér á undan. Rannsóknirnar sýndu að lyf- ið tefur framrás sjúkdómsins, sé það gefið eftir fyrsta kast eða snemma í sjúkdómsferlinu, og geti jafnvel komið í veg fyrir sjúkdóm- inn. Kvartað til umboðsmanns MS-sjúklingar hafa beðið eftir því að lyfjaskammtur þessa lyfs verði aukinn. Vitað er um óánægju með leiðbeiningar starfshópsins og þannig hefur einn MS-sjúklingur, Sigurlaugur Elíasson á Sauðár- króki, sent kvörtun til umboðs- manns Alþingis vegna „meintrar óeðlilegrar takmörkunar" í reglum eða reglugerðum er varða notkun á lyfinu hjá tilteknum hópi MS- sjúklinga. Vitnar Sigurlaugur ann- ars vegar til takmarkana, sem komu til 1998, og hins vegar til þeirra tak- markana sem hafa komið fram í reglum núverandi starfshóps. Hann vill að umboðsmaður kanni umræddar takmarkanir og hvort þær standist lög. Komi í ljós að þær stangist á við lög eða aðrar reglur þá hlutist umboðsmaður Alþingis til um að réttur og hagur sjúklinga sé virtur í þessu máli, svo vitnað sé til kvörtunarinnar til embættisins. í bréfi Sigurlaugs til umboðsmanns segir meðal annars: „Það er því miður bitur staðreynd fyrir þessar 70 til 100 hræður í hópi MS-sjúklinga, og aðstandendur þeirra, að umræddar takmarkanir hafa verið settar á einungis vegna sparnaðar en ekki með hag sjúk- linganna í huga.“ á árbakka UNGUR kampselur sást á bökkum Elliðaáa í Reykjavík í gær, þar sem hann lá makindalega og sleikti sól- ina. Kampselir eru ekki algeng sjón hér við land, en þeir halda sig venjulega mun norðar. Þessi ferða- langur er því líklega kominn nokk- uð langt að og er hvíldinni áreiðan- lega feginn. iviorgunDiaoio/Arni öæoei g Samkeppnisstofn- un um olíufélögin Engin inn- grip í fyrri athugunum SAMKEPPNISSTOFNUN mun á næstu dögum afla gagna hjá olíu- félögunum vegna síðustu verð- hækkana þeirra á olíu og bensíni. Eins og kom fram í Morgunblað- inu í gær hefur viðskiptaráðherra farið þess á leit við Samkeppnis- stofnun að hún skoði verðmyndun hjá olíufélögunum og forsendur þessara hækkana. Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs hjá Samkeppnisstofnun, sagði við Morgunblaðið að stofnunin hefði áður framkvæmt svipaða athugun. í þeim tilvikum hefði ekki þótt ástæða til inngripa af hálfu sam- keppnisyfirvalda. Sjálfsagt væri að skoða þetta að nýju, líkt og við- skiptaráðherra hefði óskað eftir, og athuga hvort forsendur hefðu breyst. Andlát SIGURÐUR EINARSSON SIGURÐUR Einars- son, forstjóri Isfélags Vestmannaeyja, lést á heimili sínu í Vest- mannaeyjum í gær, 49 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein. Sigurður fæddist í Reykjavik 1. nóvem- ber 1950, sonur hjón- anna Einars Sigurðs- sonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, og Svövu Ágústsdóttur. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1970 og embættisprófi í lög- fræði frá Háskóla Islands 1974. Hann aflaði sér réttinda til að flytja mál fyrir héraðsdómi en hóf strax að námi loknu störf sem framkvæmdastjóri Hraðfrysti- stöðvar Vestmannaeyja og veitti henni forstöðu til loka árs 1991. Frá áramótum 1992 til dauða- dags var Sigurður forstjóri ísfé- lags Vestmannaeyja, eins stærsta sjávarútvegsfyrirtæk- is landsins. Sigurður var stjóm- arformaður Trygg- ingamiðstöðvarinnar til dauðadags og sat lengi í stjóm Sölu- sambands íslenskra fiskframleiðenda og Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og í stjórn Skeljungs og fleiri hlutafélaga. Hann var bæjar- fulltrúi í Vestmanna- eyjum til dauðadags og oddviti lista Sjálf- stæðisflokksins í Vestmannaeyj- um. Sigurður var í forsvari fyrir sjáv- arútvegsnefnd Sj álfstæðisflokksins og starfaði mikið innan samtaka sjávarútvegsins. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar Einarssonar er Guðbjörg Matt- híasdóttir. Þau eignuðust fjóra syni sem era 11-23 ára. öð í dag J23ÍMIk ■■■11114 Sk>.ij mmm íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu komið til Prag /C1 Haukar og IBV fóru með sigur af hólmi í kvennahandboltanum /C3 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.