Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Opinber heimsókn forseta íslands um Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu Nýsköpunar- krafturinn sterkasta aflið Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og föruneyti hans, heimsóttu m.a. fískvinnslu, ísverksmiðju og grunnskóla og kynntu sér búskap og hárkarlavinnslu á Snæfellsnesi í gær. Jóhanna K. Johannesdóttir og Þor- kell Þorkelsson fylgdust með. Morgunblaðið/Porkell Dorrit heilsaði leikskólabörnum í Grindavík. SÍÐARI dagur opinberrar heim- sóknar forseta íslands um Snæ- fellsnes- og Hnappadalssýslu hófst á heimsókn í Eyrarsveit þar sem sveitarstjórn Eyi'arsveitar og Björg Agústsdóttir sveitarstjóri tóku á móti forseta og fylgdarliði við Grundafjarðarkirkju. Gengið var til messu þar sem séra Karl Valgarður Matthíasson stýrði morgunbæn og forseti las guðspjall dagsins. Næst var ferðinni heitið í Fisk- vinnslu Guðmundar Runólfssonar hf. Þar tóku þeir Móses Geirmunds- son, Kristján Guðmundsson og Runólfur Guðmundsson á móti for- seta og kynntu honum starf fyrir- tækisins. Naut blíðunnar á hafnarbakkanum ísverksmiðjan Snæís hf. í Grund- arfirði var því næst skoðuð. Þar kynnti Kjartan Sigurjónsson um- sjónarmaður starfsemi verksmiðj- unnar. Forseti brá svo út af dag- skránni og naut veðurblíðunnar á hafnarbakkanum og skoðaði báta er lágu bundnir við bryggju. Dorrit Moussaieff dáðist að Kirkjufellinu og sagði á íslensku að sig langaði að ganga á fellið einhvern daginn. Á leið sinni til næsta viðkomu- staðar lét forseti svo stöðva bifreið sína þar sem hópur leikskólabarna var á gangi með fóstrum sínum, fór út og spjallaði nokkra stund við barnaskarann. Forseti tók því næst hús á Grunn- skóla Eyrarsveitar þar sem Anna Bergsdóttir skólastjóri ávarpaði samkomuna. Nemendur kynntu svo skólann sinn, félagslíf og blómlegan tónlistarskóla og leikskólabörn fluttu lag. Sérstaka athygli vakti fjarnámsdeild skólans þar sem nemendur framhaldsdeildar stunda fjarnám. Heimsóknin í Eyrarskóla endaði í heimilisfræðistofu skólans þar sem forseti og fylgdarlið gæddu sér á veitingum sem nemendur sjálfir höfðu útbúið. Frá Grundarfirði var ekið að Bjarnarhöfn í Helgafellssveit þar sem Hildibrandur Bjarnason, Brynjar Hildibrandsson oddviti og sveitarstjórn Helgafellssveitar tóku á móti forseta. Búskapur og há- karlaverkun var kynnt og fengu gestir að bragða á herlegheitunum, kæstum hákarli nýkomnum úr hjöllunum í hlíðinni og harðfiski. Bóndinn sýndi svo bændakirkjuna á staðnum og dýrgripi þá sem þar er að finna. Altaristafla kirkjunnar er frá 1640 og er gjöf frá hollenskum sjómönnum sem lentu í sjávarháska og hétu á kirkjuna. Því næst var Stykkishólmur heimsóttur. Bæjarstjórn Stykkis- hólmsbæjar og Oli Jón Gunnarsson bæjarstjóri tóku á móti forseta við höfnina þar sem farið var um borð í Brimrúnu, bát Sæferða og haldið í siglingu um Breiðarfjörð í blíðskap- arveðri. Léttur hádegisverður - skelfiskur, ígulker og annað sjávar- fang - var snæddur og var maturinn eins ferskur og frekast var auðið þar sem hann var fenginn með botn- sköfu beint úr gullkistu fjarðarins. Eftir skemmtilega og fróðlega siglingu var haldið í Grunnskóla Stykkishólms þar sem nemendur mynduðu myndarlega fánaborg. Gunnar Svanlaugsson skólastjóri ávarpaði gesti og bauð þá velkomna. Barnakór tók á móti forseta með söng og nemendur elstu bekkjanna kynntu starfsemi, félagslíf og blóm- lega íþróttaiðkum nemenda. St. Franciskusspítalinn var svo skoðaður og gekk Jósep Blöndal yf- irlæknir með forseta um sjúkrahús- ið þar sem forseta gafst m.a. færi á að spjalla við sjúklinga og óska þeim góðs bata. Klaustrið og kap- ella Franciskussystra var heimsótt þar sem príorinnan, systir Antonia, tók á móti forsetanum. Rækjuvinnsla Sigurðar Ágústs- sonar var svo skoðuð undir leiðsögn Rakelar Ólsen, eiganda vinnslunn- ar, sem einnig rekur hörpudisks- og kavíarvinnslu. Rækjuvinnslan og skrifstofur hennar eru reknar í upp- gerðu húsi Tang og Riis sem mikil bæjarprýði er að. Hugmyndaauðgi og nýsköpun Opinberri heimsókn forseta um Snæpellsnes- og Hnappadalssýslu lauk svo með fjölsóttri fjölskylduhá- tíð í félagsheimilinu í Stykkishólmi. í samtali við Morgunblaðið sagði forsetinn að ferðin hefði verið afar fróðleg og ánægjuleg. „Stundum örlar á þeirri hugsun að aðalný- sköpunarkrafturinn hjá okkur Is- lendingum sé á suðvesturhorninu og landsbyggðin sé á öðru róli. í þessari heimsókn hér um Snæfells- nesið hefur verið mjög áberandi og ég skynjaði á mörgum sviðum hvað mikil hugmyndaauðgi, sóknarvilji og nýsköpun ríkir hér, hvort sem það er í hátæknigreinum, sjávarút- vegi eða nýtingu sagnaarfsins allt frá landnámstíð, framsæknum hug- myndum um umhverfisvæna ferða- þjónustu á nýrri öld, skemmtilegri nýtingu nálægðarinnar við náttúr- una og mannlífið í skólunum til sveita og í sjávarbyggðunum til að þróa kennsluhætti sem óhugsandi væru í þéttbýlinu. Allt þetta og ótal- margt annað á þessum tveimur dög- um hefur sannfært mig um það að þessi nýsköpunarkraftur sem býr í landsbyggðinni er kannski sterk- asta aflið til þess að tryggja nýja sókn í vexti landsbyggðarinnar á nýrri öld,“ sagði Ólafur Ragnar. d eyral á Súfistanum fimmtudagskvöld 5. október kl. 20 Djöflamir eftir Dostojevskí Aska Angelu eftir Frank McCourt Bara sögur eftir Ingo Schulze Æskumynd tistamanns eftir James Joyce Mái og menning maJogmenníng.is Laugavegi 18 • Simi 515 2500 • Síðumúla 7 • Sfmi 510 2500 Franciskussystur tóku á móti forseta í kapellunni á Stykkishólmi. Andlát KRISTINN PÁLSSON Huginn gerir út tog- bátana Háey VE og Smáey VE og frysti- skipið Vestmannaey VE. KRISTINN Pálsson, útgerðarmaður í Vest- mannaeyjum, er látinn 74 ára að aldri. Hann fæddist í Þing- holti í Vestmannaeyj- um 20. ágúst 1926, son- ur hjónanna Þorsteinu Jóhannsdóttur og Páls Sigurgeirs Jónassonar. Kristinn fór ungur að stunda sjó og var lands- þekktur útgerðarmað- urogskipstjóri. Eyjamenn og fleiri kenndu Kristin einatt við Berg, bátinn þar sem hann var lengst skipstjóri og út- gerðarmaður ásamt Magnúsi Bergs- syni, tengdaföður sínum. 1973 stofnaði Kristinn útgerðar- fyrirtækið Berg Hugin hf. og var lengstum framkvæmdastjóri þess og síðar stjórnarformaður. Bergur Eftir að Rristinn lét af sjómennsku lét hann að sér kveða í fé- lagsmálum, var t.d. fé- lagi í Akoges og sat lengi í stjórn ogjgegndi formennslu í Utvegs- bændafélagi Vest- mannaeyja og Lífejris- sjóði Vestmannaeyja. Þá sat hann í stjórn LÍÚ og starfaði lengi að málum Isfélags Vestmannaeyja sem stjórnarmaður og síðar stjórn- arformaður. Eftirlifandi eiginkona Kristins á Bergi er Þóra Magnúsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn, sem lifa föður sinn. Andlát BRIAN D. HOLT BRIAN D. Holt, fyrr- verandi ræðismaður, er látinn, 79 ára að aldri. Hann fæddist á Norður-írlandi 17. apríl 1921, yngstur þriggja sona hjónanna Johns Thompson Holt, for- stjóra og Cassie Camp- bell Holt. Bræðumir þrír hafa allir látist á síðastliðnu ári. Brian gekk í breska flughermn 1939 og gegndi herþjónustu til 1948. Hann kom hann fyrst til Islands 1944 og starfaði hér á veg- um rannsóknadeildar flughersins fram yfir stríðslok. Það kom í hlut Brians að vera sá fulltrúi Breta sem afhenti Islendingum Reykjavíkur- flugvöll til umráða að stríði loknu. Brian Holt lauk herþjónustu sinni erlendis en sneri svo aftur til Islands og hóf störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Árið 1951 réðst hann til breska sendiráðsins á íslandi, fyrst sem vararæðismaður en síðan sem ræðis- maður. Því starfi gegndi hann uns hann fór á eftirlaun 1982. Á starfstíma sínum í breska sendi- ráðinu greiddi Brian D. Holt götu fjölmargra Islendinga í Bretlandi og margir nutu liðsinnis hans eftir að starfí hans í sendiráðinu lauk. Fyrstu árin á eftirlaunum starfaði hann jafnframt sem íslandsfulltrúi breskra ferðaskrifstofa á Islandi. Bretland og ísland áttu þrívegis í erfiðum deilum vegna land- helgismála þann tíma sem Brian starfaði í sendiráðinu. 1959 var hann sæmdur orðu fyrir störf sín í þágu Breta hér á landi og eftir að hann hafði látið af störfum fékkst und- anþága frá hirð Breta- drottningar til að hann fengi að veita íslensku Fálkaorðunni viðtöku. Það sætti tíðindum, því breskir ríkisstarfs- menn hafa ekki mátt bera erlend heiðursmerki írá því á dögum Elísa- betar I. Hann vann einnig til heiðurs- merkja fyrir herþjónustu sína, en á stríðsárunum hlaut hann m.a. áverka sem hann bar merki um til æviloka. Brian D. Holt sat í um 25 ár í stjórn Ánglíu, félags enskumælandi manna á Islandi, og var formaður þess um nokkurra ára skeið. Garður- inn við heimili fjölskyldu hans við Suðurgötu 6 hefur lengi verið orð- lagður meðal Reykvíkinga og ber Ijósan vott um þann fjölda vinnu- stunda sem Brian helgaði garðrækt. Brian kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Guðrúnu Friðriksdóttur, 1946. Þau eignuðust tvo syni, sem báðir lifa föður sinn. Að ósk Brians D. Holt fer útför hans fram í kyrrþey og án þess að um hann verði birtar minningar- greinar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.