Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 54
• 54 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
--------------------------------------
yflfmœlisþakkir
Öllum þeim, er heiðruðu mig með heimsóknum,
gjöfum og heillaóskum á sjötugsafmœli mínu,
fceri ég mínar innilegustu þakkir.
Guð blessi ykkur öll.
Haukur Guðbjartsson.
Hvað er mamma
margir rúmmetrar?
'
Kanebo í miðbænum
Snyrtivöruverslunin Sara, Bankastræti, hefur nú á boðstólum
Kanebo snyrtivörur frá Japan. Sérfræðingur frá Kanebo verður í
versluninni í dag, föstudag, og laugardag milli kl. 13 og 17.
I' I111 II II II n||
.......... iilíll
HVERS vegna er haldið ár stærð-
fræðinnar? Er stærðfræði það mikil-
væg að ástæða sé til að tileinka henni
heilt ár? Hvað er stærðfræði? Er það
eitthvað sem við notum þegar við för-
um út í búð eða þegar við þurfum að
reikna út hve mikla málningu við
þurfum að kaupa á stofuna? Þurfum
við yflrleitt nokkuð á henni að halda?
Getum við bara ekki komist hjá því
að læra hana, tölvurnar gera þetta
allt fyrir okkur? Tökum búðarkass-
ana sem dæmi. Þar gerist þetta allt
saman af sjálfu sér án þess að nokkuð
þurfi að hafa fyrir því að nota stærð-
fræði við afgreiðsluna. Til hvers er-
um við þá að láta börnin læra stærð-
fræði daglega í 10 ár í
grunnskólanum? Það er meðal ann-
ars vegna þess að stærðfræðin er hið
ákjósanlegasta áhald til að aga hug-
ann og verður ekki á annað betra
kosið.
Flötur, samtök stærðfræðikenn-
ara, ætlar að tileinka 27. september
næstkomandi stærðfræði. A Degi
stærðfræðinnar er vonast til að nem-
endur, kennarar, foreldrar og allur
almenningur gefi stærðfræði í um-
hverfi sínu sérstakan gaum.
Dögum oftar birtast okkur fréttir
af verðhækkunum og verðsaman-
burði sem auðveldlega geta orðið
mesta villandi ef ekki er farið strangt
eftir reglum stærðfræðinnar. Þetta
er stundum gert vísvitandi til að slá
ryki í augu fólks og er þá nokkurs
virði að geta séð í gegnum rnoðreyk-
inn.
HJENTARUT1(
rAarqir þekk\a
sem ölómstrai
Wng. Hún hen
siður í kky <
eða í útikerjn
hún haldiö bi
langt íram a
ALLT Á SAMA STAÐ
Upplýsingosimi: 5800 500
0GJNN1
í Erikuna
ndi stolu-
itar ekki
aarðinum
. Þar getur
ömlitnum
TILBOt
Erikur
1 stk. kr. 399
2 stk. kr. 699
3 stk. kr. 999
Jón Eggert Kolbrún
Bragason Hjaltadóttir
í okkar huga er óumdeilanlegt að
fæmi í stærðfræði er upplýstum nú-
tímamanni nauðsynleg bæði sem
grunnur margra námsgreina og ekki
síður til að teljast læs á umhverfi sitt.
Það er von þeirra sem að þessu átaki
standa að allur almenningur líti með
velvilja til stærðfræðinnar og hjálpi
okkur til að móta jákvætt viðhorf til
greinarinnar. Við skorum á hvem og
einn að hyggja að þeirri stærðfræði
sem er í okkar nánasta umhverfi
þennan dag.
Til að auðvelda kennumm að vinna
með stærðfræði þennan dag hafa
samtökin haft frumkvæði að samn-
ingu og útgáfu bæklings, sem nú þeg-
ar hefur verið sendur í alla grann- og
framhaldsskóla þeim að kostnaðar-
lausu.
Samtökin vonast til að allir skólar
gefi stærðfræði sérstaka athygli
þennan dag. Efni bæklingsins er
rúmfræði og þar er að finna fræði-
lega umfjöllun um hana ásamt verk-
efnum og verkefnishugmyndum.
Eftir að hafa skoðað bæklinginn og
séð hvað hann hefur upp á að bjóða,
fögnum við því hve víða hann tekur á
þessum þætti stærðfræðinnar eins
og t.d. verkefnið um fermetrann. Það
að velta því fyrir sér hve stór einn
fermetri er og hvernig er hann í lag-
inu er verkefni sem vert er að veita
athygli. Og svo hins vegar verkefnið
„litlir kassar og Dinga linga ling“ þar
sem viðfangsefnið er að brjóta fer-
hymt blað í kassa þannig að það rámi
sem flestar súkkulaðirásínur.
I inngangi bæklingsins segir:
„Þáttur í'úmfræðinnar er sífellt að
aukast í daglegu lífi fólks. Sem dæmi
má nefna að þeir sem fást við hönnun
af ýmsu tagi nota rámfræði mikið í
stafi sínu, má þar nefna atkitekta,
iðnhönnuði og þá sem búa til tölvu-
leiki. Einnig kemur rámfræði mikið
við sögu í allri kortagerð svo sem
gerð landakorta, vegakorta og ým-
issa leiðarkorta. Aukinn áhugi á
rannsóknum á náttúranni kalla á
aukna þekkingu í rúmfræði því ýmis
náttúrulögmál eru af rúmfræðilegum
toga og til að geta hagnýtt tengslin
verður ákveðin þekking og reynsla
að vera til staðar.“
Og ennfremur:
„Rúmfræðiþekking styrkir stærð-
fræðilega hugsun og vinnubrögð.
Það var því engin tilviljun að talna-
kerfi Forn-Grikkja
byggðist á rámfræði og
allflestar skilgreiningar
þeirra og sannanir
byggðust á rámfræðb
legum forsendum. A
sama hátt má segja að
það styrki talnaskilning
barna ef þau hafa unnið
markvisst með ýmis
rámfræðileg mynstur
því þá átta þau sig frek-
ar á uppbyggingu ým-
iss konar talna-
mynsti'a."
Kennarar beita
mörgum leiðum til að
fanga hug nemenda og
vekja athygli þeirra á
ýmsu í umhverfinu. Gott dæmi um
það er þegar kennarinn spurði nem-
endur sína hve þefr héldu að hún
væri margir rámmetrar (hún var
kona í meðallagi).
Algeng uppástunga vai- 3-4 rám-
Stærðfræði
Skoðum, rannsökum og
njótum þess, segja
Kolbrún Hjaltadóttir og
Jón Eggert Bragason,
að vinna með
stærðfræði.
metrar. Nemendumir gerðu sér aug-
ljóslega ekki góða grein fyrir mæli-
einingunni rámmetri. Þarna þyrfti að
vinna hlutlægt með mælieininguna,
þ.e.a.s. leyfa nemendum að búa hana
til svo þeir geti prófað hve margir
kæmust síðan fyrir. Það væri öragg-
lega reynsla sem þau myndu eftir
ævilangt. En bæklingurinn bendir
einmitt á margs konar hugmyndir að
verkefnum í þessum dúr.
Nú er lag kennarar, foreldrar og
nemendur að koma sér í gott „form“.
Hvaða form er að finna í náttúranni?
Skyggnumst inn í undraheim rám-
fræðinnar og skoðum hana í um-
hverfinu hvort sem það er úti eða inni
og uppgötvum mynstrin og regluna í
kringum okkur. Skoðum, rannsökum
og njótum þess að vinna með stærð-
fræði á þennan hátt.
Við undirrituð hvetjum kennara til
að nýta sér þetta frábæra efni sem
bæklingurinn hefur upp á að bjóða
bæði á stærðfræðideginum sem aðra
daga því þarna er gnótt hugmynda
sem vert er að gefa gaum og prófa
með nemendum. Ennfremur skoram
við á foreldra að ræða við börn sín
um stærðfræðileg viðfangsefni, ekki
bara núna, heldur ætíð þegar tæki-
færi gefst.
Efni bæklingsins er að finna á
vefsíðu Flatar http://www.is-
mennt.is/vefir/flotur
Kolbrún er grunnskólnkennari í
Breiðh oltsskóla.
Jón Eggert er framhaldsskólakenn-
ari við MK. Bæði eru þau foreldrar.
Kjartansgata
- vönduð endurnýjuð eign
í einkasölu efri sérhæð (inng. með
einni íb.) í fallegu húsi á fráb. stað
miðsvæðis. íb. var öll endurn. f.
nokkrum árum á smekklegan hátt, m.a
eldhús, baðherb, fataskápar, gólfefni
og fl. Yfirbyggðar svalir. 2 svefnherb.
og 2. stofur. Ahv. 2,8 m. húsbr.
Verð 12,6 millj.
Þetta er eign sem stoppar stutt við.
Eign vikunnar á Valholl.is.
Fasteignasalan Valhöll
Síðumúla 27 sími 5884477