Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tengslanet sviðslista- manna ✓ Sjálfstæðu leikhóparnir á Islandi standa fyrir evrópsku listaþingi næstu fjóra dag- 7 ana í Reykjavík. Asa Richards og Þórarinn Eyfjörð segja Súsönnu Svavarsdóttur frá tilgangi þingsins, tengslum íslenskra lista- manna við IETM - óformlega evrópska listaþingið - og þeim listviðburðum sem boðið verður upp á. EVRÓPSKA listaþingið verður sett í Reykjavík í dag og er haldið hérlendis í fyrsta sinn. Það eru Sjálfstæðu leikhúsin sem standa að þinginu, ásamt Hinu húsinu, IETM í Belgíu, íslenska dansflokknum, Kulturkonzepte frá Austurríki, Listaháskóla Islands, Norræna húsinu, Nordisk Ide Forum frá Danmörku og ReykjavíkurAka- demíunni. Sjálfstæðu leikhúsin eru samtök sjálfstæðra leikhúsa og dans-/list- hópa á fslandi sem gengu til liðs við IETM í lok síðasta árs og eru fyrstu íslensku félagarnir. IETM stendur fyrir „The Informal Eur- opean Theatre Meeting" og er tengslanet menningarfrömuða og skipuleggjenda menningarviðburða í Evrópu á sviði leiklistar, tónlistar og dans. I netinu eru yfir 450 stjórnendur listahátíða, leikhúsa og menningarstofnana, auk fjölda framleiðenda, leikskálda, tón- skálda, danshöfunda, leikara og hugsuða. Starf IETM snýst um samskipti og samstarf. Síðastliðin tuttugu ár hafa félagar þess tengst og átt samstarf, þvert á öll landa- mæri, og hefur þannig orðið til stór hópur fagfólks í Evrópu sem stöðugt leitar nýrra hugmynda, þróar nýjar samstarfsaðferðir og -verkefni. Evrópska listaþingið IETM er í senn fjögurra daga listahátíð, þar sem gestgjafalandið er með kröft- uga listadagskrá, og ráðstefna þar sem flutt eru erindi og fólk alls staðar að í Evrópu, allt frá Græn- landi til Ukraínu, vinnur saman í hópum og miðlar hugmyndum og upplýsingum. Þau Ása Richards og Þórarinn Eyfjörð, sem eru í verk- efnisstjórn ásamt Magnúsi Geir Þórðarsyni, Ólöfu Ingólfsdóttur, Jórunni Sigurðardóttur og Halli Helgasyni, eru forsvarsmenn verk- efnisins, og þegar þau eru spurð hvers vegna Sjálfstæðu leikhúsin standi fyrir IETM-þinginu segir Þórarinn: „Ása hefur verið tengd þessum samtökum í nokkur ár og því fólki sem er í forystu þar. Hún kom á fund hjá Bandalagi sjálf- stæðra leikhúsa síðastliðið haust og kynnti þetta tengslanet fyrir okkur og sagði að það væri mögu- leiki á að halda þingið hér að þessu sinni. Við fórum mjög vandlega í gegn- um það hvað þetta væri og hvernig þátttaka gæti nýst okkar félögum, sem og öðrum sviðslistamönnum hér á landi. Eftir þá skoðun vorum við sannfærð um að við ættum að hrinda þessu í framkvæmd." Þórarinn segir Sjálfstæðu leik- húsin vera fyrstu íslensku samtök- in sem ganga í IETM. „Við geng- um í samtökin £ nóvember síðastliðnum og það er ótrúlegt að við skulum vera fyrstu íslensku samtökin sem það gera þegar á það er litið að IETM hefur starfað í áratugi." fslenskur markaður - alþjóðlegt samstarf „Það lýsir kannski frekar þeirri stöðu sem við erum í hér heima,“ segir Ása. „Markaðurinn í listum á Islandi er afar smár. Þó svo að ein- staka hópum og einstaklingum hafi tekist að stækka atvinnumarkað sinn gildir það ekki fyrir fjöldann. íslensk leikhús eru til dæmis ein- göngu rekin fyrir íslenskan mark- að sem er mjög óhagkvæm eining, svo maður bregði fyrir sig markað- stungutaki. Ég hef oft velt því fyr- ir mér hvað fólk telur það þýða „að stunda alþjóðlegt samstarf". For- senda þess að geta verið í alþjóð- legu samstarfí er að hafa skilning og þekkingu - í þessu tilfelli - á al- þjóðlegum listmarkaði. Mörg íslensk fyrirtæki hafa lagt sig fram um að þekkja erlenda markaði, eðli þeirra og umfang og sækja mikið þangað, með góðum árangri. Þetta ætti íslenski lista- geirinn, eins og hver annar at- vinnugeiri í landinu, að gera. Margir úr þeim hópi sem hingað kemur setja upp sýningar eða há- tíðir - en þeir hugsa „glóbalt", það er að segja, þeir hugsa um fimm eða sex borgir þegar þeir setja upp sýningarnar - og í rauninni hafa þeir Evrópu, og jafnvel íleiri svæði, í hendi sér þegar þeir skipu- leggja þær. En til þess þarf þekk- ingu.“ Einstakt tækifæri Ása og Þórarinn segja listaþing- ið vera einstakt tækifæri fyrir ís- lenska listageirann, vegna þess að þá fjóra daga sem það stendur sé hópum og einstaklingum boðið að Þórarinn Eyfjörð og Ása Richards. Morgunblaðið/Jón Svavarsson eiga samneyti við marga af helstu menningarfrömuðum Evrópu, kynnast þeim og mynda tengsl, og bæta við: „Þetta á einkum við ef við horfum á þingið út frá einstakl- ingnum sem spyr: Hvemig kynnist ég öðrum listamönnum? Hvernig næ ég í hugmyndir og hvernig miða ég það sem ég er að gera - hugmyndir mínar og aðferðir - við það sem er að gerast í öðrum lönd- um? Það gerir maður helst með því að hitta fólk, tala saman, kryfja það sem maður er að gera í ljósi þess sem kollegarnir eru að gera annars staðar. Á þann hátt getur maður lært og þroskast," segir Þórarinn. „En það er misskilning- ur ef fólk heldur að það sé einhver úti í heimi sem ætlar sér að veiða einhvern hér á landi til að verða eitthvert nafn úti í heimi. Við fáum þetta þing hingað heim til þess að íslenskir listamenn og aðrir fái tækifæri til þess að kynn- ast kollegum sínum persónulega." „Þingið snýst ekki um það að selja sýninguna sína,“ segir Ása, „Það getur auðvitað gerst og ef það ger- ist er það mjög gleðilegt. Núna er- um við fyrst og fremst að halda þingið til þess að skapa skilyrði fyrir gesti okkar og íslenska lista- menn til þess að kynnast. Það er undir hverjum og einum þátttak- anda komið hvernig hann gerir það og hvað hann fær út úr því.“ Samstaða sviðslistastofnana Hversu margir þátttakendur verða á þinginu? „Hingað koma um hundrað og fimmtíu þátttakendur alls staðar að í Evrópu og hér heima eru skráðir þátttakendur þegar orðnir yfir hundrað. Og það ánægjulega er að það hefur myndast mjög mik- il samstaða meðal sviðslistastofn- ana og sviðslistamanna hér heima. Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleik- húsið þáðu boð um að taka þátt í listaþinginu og það gladdi okkur mikið. Við vildum alls ekki halda þetta þing hér heima nema allir sem vinna að sviðslistum hefðu tækifæri til þess að taka þátt í þinginu - vegna þess að málefnið er mikilvægt." Ása og Þórarinn segir listaþingið mjög fjölbreytt. Fyrir utan málþing, kynningar- fundi og samræðuhópa sé viðamikil listadagskrá sem einnig er opin al- menningi. „Þegar IETM ákveður að sækja eitthvert land heim er það gagngert í þeim tilgangi að kynnast listalífi þeirrar þjóðar sem landið byggir og mynda tengsl. Það er þvi undir okkur hér heima komið hvernig við nýtum þetta tækifæri. í þeirri stefnu sem Sjálf- stæðu leikhúsin hafa markað er eitt aðalverkefni samtakanna á næstu árum að koma á öflugum samskiptum við kollega í öðrum löndum. Samtökin vilja leggja sitt af mörkum til þess að stækka at- vinnumarkað íslenskra sviðslista- manna og sviðslistir eru stór og vaxandi atvinnugrein á Islandi." Á listaþinginu verða níu fram- úrskarandi danssýningar, níu metnaðarfullar leiksýningar og sex aðrir sviðsviðburðir. Þingið hefst formlega með setn- ingarathöfn í Loftkastalanum kl. 17 í dag en á morgun, föstudag, hefst dagskráin klukkan 10.30 í Loftkastalanum með málþingi sem ber yfirskriftina „Samstarf lista og vísinda - Hvers vegna?“ þar sem fimm listamenn, fræðimenn og vís- indamenn lýsa í stuttu máli sýn sinni á stöðu og framtíð lista og vísinda og samstarfs þessara tveggja heima. Sama dag geta þátttakendur valið á milli fimm málstofa á milli klukkan 15 og 18. Yfirskriftir þeirra eru: „Hvað varð um köttinn hans Schrödingers og hvar eru nýju alkemistarnir", „Evrópsk menningarstarfsnet“, „Hoppað á milli heimsálfa", „Flæð- ið milli listgreina" og „Verkefnaval £ menningarlega fjölbreyttu samfé- lagi“. Fjölbreytt listadagskrá Á laugardaginn á milli klukkan 13.30 og 16 geta þátttakendur valið um málstofur sem bera yfirskrift- irnar: „Leitin að kettinum heldur áfram...“, „Alþjóðlegt menningar- samstarf1 og „Listirnar andspænis pólitískum öfgum“. TÓNLISTARFÓLK og leikarar taka hér þátt í lokaæfingu órator- íunnar „Die Jakobsleiter", sem út- leggja má sem „Jakobsstiginn", sem nú er sýnd í ríkisóperunni £ Vín. Leikritin sem sýnd verða á há- tíðinni eru: „Stormur og Ormur“, úr einleikjaröð Kaffileikhússins, sýnt i Möguleikhúsinu, „Völuspá", sem einnig verður sýnd i Mögu- leikhúsinu, „Þúsundeyjasósa", há- degisleikhús Iðnó, „Lér konungur" hjá Leikfélagi Reykjavikur i Borg- arleikhúsinu, „Ég sé“, sem Draumasmiðjan sýnir í Möguleik- húsinu, „edda.ris", sem Banda- menn sýna á Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins, „Leifur heppni" sem 10 fingur sýna í Möguleikhúsinu, „Sjálfstætt fólk, seinni hluti“ í Þjóðleikhúsinu og „Háaloft" Völu Þórsdóttur og The Icelandic Take Away Theatre, sem sýnt er í Kaffi- leikhúsinu. Dansleikhús með ekka sýnir „Tilvist" í Iðnó og danssýningarnar átta sem verða á þinginu eru „12 vindstig", eftir Láru Stefánsdóttur og Guðna Franzson, „My Movem- ents Are Alone like Streetdogs“, sóló eftir Jan Fabre fyrir Ernu Ómarsdóttur sem verður í Tjarnar- bíói, „She Shrieks and Mamma", gestasýning frá Danmörku í Tjarn- arbíói, „Silent Whisper“, í Tjarnar- bíói, „Orsögur frá Reykjavík“, í Tjarnarbíói, ,,Excess baggage" í Tjarnarbíói, Islenski dansflokkur- inn sýnir verk eftir Katrínu Hall og Ólöfu Ingólfsdóttur í Borgar- leikhúsinu og i Listasafni Islands - Hafnarhúsi verður danssýningin „Nakin“ eftir Sveinbjörgu Þór- hallsdóttur og Jóhann Björgvins- son sem einnig dansar. Jakobsstiganum er stjórnað af Michael Boder. Þessi óvenjulega og frumlega sviðsmynd sem hér má sjá var aftur á móti hönnuð af Marco Arturo Marelli. Stigi Jakobs Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.