Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 51 UMRÆÐAN num ftpúöum, btlbdías inga, og þeirra túlkun ein gilti! Þær breytingar sem urðu á upp- hafsforsendum auk neitunar á því að gildandi samningar yrðu út- skýrðir á hlutlausan hátt voru hinar raunverulegu ástæður þess að Stikla sleit viðræðum við Línu.Net. TETRA-kerfi á Islandi I grein framkvæmdastjóra Línu,- Nets er fjallað um útboð það sem fór fram á síðasta ári um TETRA- þjónustu fyrir lögreglu og slökkvi- lið á höfuðborgarsvæðinu og hluta suðvesturlands. Vert er að geta þess að þrír aðilar gerðu tilboð í þjónustuna, allir á sömu forsend- um, þ.e. viðkomandi útboðsgögnum, og ákveðið var að taka tilboði Irju ehf., sem var lægstbjóðandi. Fram- kvæmdastjórinn segir m.a. að Stikla hafi sett upp TETRA-kerfi sitt „þrátt fyrir“ að hafa ekki unnið útboðið, og gefur þannig í skyn að samningur sá sem fólst í útboðinu hafi verið skilyrði fyrir því að hægt væri að reka TETRA-kerfi hérlend- is. Þetta er mikill misskilningur, raunar í stíl við aðrar yfirlýsingar framkvæmdastjórans. Af hálfu Stiklu hefur frá upphafi verið ætl- unin að byggja upp TETRA-kerfi sem nýta mætti fyrir hvern sem er, fyrirtæki, stofnanir, viðbragðsaðila, flutningsaðila og aðra sem sæju sér hag í að nota TETRA-tæknina. Nú- verandi samningur Irju um TETRA-þjónustu á mjög takmörk- uðu landsvæði breytir engu þar um. Hvað öryggissjónarmiðin varðar hefur Stikla byggt upp kerfi sitt með ströngustu öryggiskröfum hvað varðar búnað og alla uppsetn- ingu hans, og byggir þar á reynslu eigenda og starfsmanna, auk fram- leiðanda búnaðarins, Nokia í Finn- landi. Gæði búnaðar Vilji framkvæmdastjóri Línu,- Nets hefja stríð sem felst í að bera saman framleiðendur búnaðar er Stikla tilbúin að taka þátt í slíku stríði, en telur það hins vegar ekki þjóna þörfum viðskiptavina sinna, og enn síður viðskiptavina Irju. Hvað varðar TETRA-kerfi fyrir lögreglu o.fl. á Englandi er sjálf- sagt geta þess að framleiðandi bún- aðarins, Motorola, hefur enn ekki staðið við gerða samninga um af- hendingu búnaðar vegna þess verk- efnis, og hvað gera menn þá? Jú, 23 af 50 lögregluembættum landsins nota í staðinn TETRA-þjónustu breska fyrirtækisins Dolphin, sem rekur landsþekjandi TETRA-kerfi með um 25.000 notendum. Búnaður Dolphin er frá Nokia. Utboðsskylda Framkvæmdastjóri Línu.Nets minnist í grein sinni á samninga Stiklu við Landsvirkjun og RARIK um TETRA-þjónustu, og fullyrðir raunar að bjóða hefði átt þjónust- una út. Undirrituðum er kunnugt um að a.m.k. annar þessara aðila óskaði verðupplýsinga frá Línu.- Neti vegna TETRA-þjónustunnar, og að auki er hér um svo lágar upp- hæðir að ræða að þær falla langt ut- an marka um útboðsskylda þjón- ustu. Reyndar ætti framkvæmda- stjórinn að gæta sín á því að ræða hvað er útboðsskylt og hvað ekki; þar kastar hann steini úr mjög brothættu glerhúsi m.v. fréttir und- anfarinna vikna um slík málefni er tengjast fyrirtæki hans. Lokaorð Hjá Stiklu erum við ekki í vafa' um að eitt TETRA-kerfi geti upp- fyllt þarfir íslendinga fyrir TETRA-þjónustu. Með þeirri upp- byggingu sem stendur yfir af hálfu Stiklu, að ljúka uppsetningu búnað- ar fyrir landsþekjandi TETRA- þjónustu fyrir árslok 2001, erum við einnig sannfærðir um hvaða kerfi það verður. Það var ekki ætlun okk- ar að reka mál þessi í fjölmiðlum, en boltanum hefur verið kastað af hálfu Línu.Nets og hjá okkur er til efni í margar blaðagreinar. Höfundur er framkvæmdastjóri Stiklu ehf. RENAULT Mégane Farðu vd mcð þig Renautt Megane Classic Verö frá 1.41 8.000 kr. B&L, Grióthsls 1, sim; 5. o 12.20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.