Morgunblaðið - 05.10.2000, Síða 51

Morgunblaðið - 05.10.2000, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 51 UMRÆÐAN num ftpúöum, btlbdías inga, og þeirra túlkun ein gilti! Þær breytingar sem urðu á upp- hafsforsendum auk neitunar á því að gildandi samningar yrðu út- skýrðir á hlutlausan hátt voru hinar raunverulegu ástæður þess að Stikla sleit viðræðum við Línu.Net. TETRA-kerfi á Islandi I grein framkvæmdastjóra Línu,- Nets er fjallað um útboð það sem fór fram á síðasta ári um TETRA- þjónustu fyrir lögreglu og slökkvi- lið á höfuðborgarsvæðinu og hluta suðvesturlands. Vert er að geta þess að þrír aðilar gerðu tilboð í þjónustuna, allir á sömu forsend- um, þ.e. viðkomandi útboðsgögnum, og ákveðið var að taka tilboði Irju ehf., sem var lægstbjóðandi. Fram- kvæmdastjórinn segir m.a. að Stikla hafi sett upp TETRA-kerfi sitt „þrátt fyrir“ að hafa ekki unnið útboðið, og gefur þannig í skyn að samningur sá sem fólst í útboðinu hafi verið skilyrði fyrir því að hægt væri að reka TETRA-kerfi hérlend- is. Þetta er mikill misskilningur, raunar í stíl við aðrar yfirlýsingar framkvæmdastjórans. Af hálfu Stiklu hefur frá upphafi verið ætl- unin að byggja upp TETRA-kerfi sem nýta mætti fyrir hvern sem er, fyrirtæki, stofnanir, viðbragðsaðila, flutningsaðila og aðra sem sæju sér hag í að nota TETRA-tæknina. Nú- verandi samningur Irju um TETRA-þjónustu á mjög takmörk- uðu landsvæði breytir engu þar um. Hvað öryggissjónarmiðin varðar hefur Stikla byggt upp kerfi sitt með ströngustu öryggiskröfum hvað varðar búnað og alla uppsetn- ingu hans, og byggir þar á reynslu eigenda og starfsmanna, auk fram- leiðanda búnaðarins, Nokia í Finn- landi. Gæði búnaðar Vilji framkvæmdastjóri Línu,- Nets hefja stríð sem felst í að bera saman framleiðendur búnaðar er Stikla tilbúin að taka þátt í slíku stríði, en telur það hins vegar ekki þjóna þörfum viðskiptavina sinna, og enn síður viðskiptavina Irju. Hvað varðar TETRA-kerfi fyrir lögreglu o.fl. á Englandi er sjálf- sagt geta þess að framleiðandi bún- aðarins, Motorola, hefur enn ekki staðið við gerða samninga um af- hendingu búnaðar vegna þess verk- efnis, og hvað gera menn þá? Jú, 23 af 50 lögregluembættum landsins nota í staðinn TETRA-þjónustu breska fyrirtækisins Dolphin, sem rekur landsþekjandi TETRA-kerfi með um 25.000 notendum. Búnaður Dolphin er frá Nokia. Utboðsskylda Framkvæmdastjóri Línu.Nets minnist í grein sinni á samninga Stiklu við Landsvirkjun og RARIK um TETRA-þjónustu, og fullyrðir raunar að bjóða hefði átt þjónust- una út. Undirrituðum er kunnugt um að a.m.k. annar þessara aðila óskaði verðupplýsinga frá Línu.- Neti vegna TETRA-þjónustunnar, og að auki er hér um svo lágar upp- hæðir að ræða að þær falla langt ut- an marka um útboðsskylda þjón- ustu. Reyndar ætti framkvæmda- stjórinn að gæta sín á því að ræða hvað er útboðsskylt og hvað ekki; þar kastar hann steini úr mjög brothættu glerhúsi m.v. fréttir und- anfarinna vikna um slík málefni er tengjast fyrirtæki hans. Lokaorð Hjá Stiklu erum við ekki í vafa' um að eitt TETRA-kerfi geti upp- fyllt þarfir íslendinga fyrir TETRA-þjónustu. Með þeirri upp- byggingu sem stendur yfir af hálfu Stiklu, að ljúka uppsetningu búnað- ar fyrir landsþekjandi TETRA- þjónustu fyrir árslok 2001, erum við einnig sannfærðir um hvaða kerfi það verður. Það var ekki ætlun okk- ar að reka mál þessi í fjölmiðlum, en boltanum hefur verið kastað af hálfu Línu.Nets og hjá okkur er til efni í margar blaðagreinar. Höfundur er framkvæmdastjóri Stiklu ehf. RENAULT Mégane Farðu vd mcð þig Renautt Megane Classic Verö frá 1.41 8.000 kr. B&L, Grióthsls 1, sim; 5. o 12.20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.