Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 62
'62 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ALBERT STEFÁNSSON + Albert Sfefáns- son skipstjóri fæddist á Fáskrúðs- firði 26. mars 1928. Hann lést á heimili sínu á Miðgarði á sama stað 26. sept- ember siðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðfinna Jóhanns- dóttir frá Hvammi í Fáskrúðsfirði og Stefán Ámason, sem fæddist á Núpi i Berufirði. Albert var yngstur sjö systkina, en þau voru: Jó- hanna, Þóra, Árni, Jón, Kristján og Friðrik. Eftirlifandi eru Kri- stján og Friðrik. Árið 1953 kvæntist Albert eftir- lifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Einarsdóttur frá Odda, dóttur hjónanna Einars Sigurðssonar frá Odda í Fáskrúðsfirði og Þórhildar Þorsteinsdóttur frá Löndum í Stöðvarfirði. Böm þeirra eru: 1) Stefán, maki Snjólaug Valdimarsdóttir. Þeirra dætur em Guðrún, María Björk, Vala og Þórey. 2) Þórhildur, maki Elías Olafsson. Þeirra dætur em Katrín og Helga. 3) Margrét, maki Guð- mundur Karl Erl- ingsson, þeirra synir era Jón Erlingur, Al- bert og Friðrik. 4) Kristín Björg, henn- ar börn em Högni, Sigurlaug og Þórð- ur. Þegar Albert var tíu ára lést Guð- finna, móðir hans. Systir hans Jóhanna, sem þá var orðin ekkja og bjó á heim- ilinu ásamt Aðal- steini syni sínum, átta ára, tók við húsmóðurstarfinu og voru þeir Aðalsteinn því alla tíð sem bræð- ur. Albert hóf ungur sjósókn með föður sínum og bræðram og öðl- aðist skipstjómarréttindi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1950. Eftir það starfaði Al- bert ýmist sem stýrimaður eða skipstjóri á fiskiskipum, allt til ár- sins 1998. Útför Alberts fer fram frá Fá- skrúdsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Genginn er lífshlaup okkar tilveru Albert Stefánsson, skipstjóri. Með nokkrum orðum vil ég minnast hans, kærs tengdaíoður míns og félaga. Ekki er létt að meta hvenær kynni okkar Alberts hófust fyrst, því að í litlu byggðarlagi, sem okkar, þekkj- ast allir og eru hluti tilveru hvers og eins. En eftir að ég hóf sambúð með og kvæntist dóttur hans, Margréti, varð vinátta okkar djúpstæð. Albert hafði þann léttleika og glað- værð að fólki leið vel í návist hans. Hann var hógvær vandvirkur og vinnusamur, enda einstaklingur þess tíma er fólk vann hörðum höndum til að komast af og ekki þekktust strik vinnutíma né verkefna. Hann gekk skipulagður til allra verka og hálf- kláruð vinna var ekki hans stfll. Sjómennska varð honum að vali og þar var Albert sannarlega maður fyr- ir sinn hatt. Ungur lærði hann af föð- ur sínum, bræðrum og félögum að fara með færi og net og á fermingar- daginn, þá nýlega fjórtán ára, réð hann sig fyrst í skipsrúm. Varla kom það nokkrum á óvart þegar Albert, enn ungur, fór og aflaði sér skip- stjómarréttinda. Sjómennska Alberts og skipstjóm var farsæl alla tíð en homsteinar þess hafa vafalítið verið hæverska hans, skipulagsgáfa, vandvirkni og einstök fyrirhyggja, sem ekki var alltaf létt að skilja fyrr en vísbendingamar urðu fleiri en hann þurfti. Lengst af vann Albert við togveiðar á togumm og bátum, þó að flestum tegundum fiskveiða hafi hann einhvemtíma sinnt. Oft vissi ég af umræðum sam- tíðarmannanna er þeir lofuðu skipu- lag hanns, vinnubrögð og vinnuhraða, ekki þó síst við netavinnu botnvörp- unar. Þar gleymdu menn sér í bók- staflegri merkingu við að fylgjast með vinnulagi hans og vandvirkni. Allt til hins síðasta eða í tæp sextíu ár starfaði Albert við sjómennsku. Á slíkum tíma verður margt til sem vert er að minnast og segja frá. Albert var víðlesinn, minnugur og góður sögu- maður. Frásagnir hans vom þannig að hlustað var á, ívafið svo að haft var gaman af og sagan þess meir lifandi. Sögumar frá sjómennsku hans á Austfirðingi SU 3 bar kanski hæst, en yngstur manna fékk hann pláss á því skipi nýju. Allt frá afhendingu skips- ins, heimsiglingunni, heimkomu þess og úthaldi átti Albert efni eftirtektar- verðra og lifandi frásagna. Sagan af því þegar þeir á heimleiðinni í nið- dimmri þoku, þannig að ekki sá fram á stefni, villtust að South Schields á leið þeirra til Newcastle til að sækja kol og flytja í fiskilestinni, siglingar- búnaðurinn var kompás og klukka, er eftirminnileg. Ekki síður sögurnar um saltfiskiríið við Grænland, þar + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT S. PÁLSDÓTTIR frá Túni í Vestmannaeyjum, síðast til heimilis í Foldahrauni 40, sem lést á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum föstudaginn 29. september, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 7. október kl. 14.00. Bjarni Árnason, Sigurlín Árnadóttir, Helga M. Ketilsdóttir, Ámi Sigurðsson, Helgi Grétar Sigurðsson, Margrét B. Þórarinsdóttir, Sigurður G. Sigurðsson, Guðný Lilja Oddsdóttir, Pascal Gamache, Karl James Gunnarsson, Dóra Guðrún Þórarinsdóttir, Sigmar Valur Hjartarson og barnabarnabörn. O ÚTFARARÞJÓN USTAN Persónuleg þjónusta r% Höfum undirbúið og séð um útfarir 'j *'•’**; **►> fyrir landsmenn í 10 ár. Sími 567 9110 & 893 8638 Rúnar Geirmiindsson Sigurður Rúnaisson www.utfarir.is utfarir@utfarir.is __________________útfararstjóri_____útfararsljúri sem aflinn var saltaður í lestamar. Þá þurftu tveir menn að deila sama rúmi, matvælageymslan varð ávallt fljót- lega tóm og lokað var fyrir vatnið fimmtán mínútum eftir vaktaskipti þegar helmingur fjörutíu manna áhafnar gekk til hvflu eftir langa vakt. Ivafið í sögunum gerði frásögnina þar svo eftirtektarverða og skemmtilega að menn muna, því vandamálin ný og þekkt þurfti að leysa. Af samferðamönnum sínum í sjó- mennskunni mintist Albert oft þeirra færeysku sjómanna sem deildu með honum skipsrúmi á Austfirðingi. Harðduglegir menn og þægilegir í allri návist. Á þeim tíma lærði hann tungumál þeirra, ekki þekki ég ís- lending sem skilar því tungumáli bet- ur. Þar tókust með Alberti og mörg- um þeirra manna góð vinátta, svo að þegar hann sigldi til Færeyja var hann mesti aufúsugesturog naut við- móts og þjónustu við skip sín líkt og innfæddur væri. Þegar þangað var komið leið sjaldan langur tími þar til einhveijir gömlu félaganna sóttu hann, til að eiga með stund og rifja upg gömul kynni. Á löngum sjómannsferli var eðli- lega margur breytileikinn, margs að minnast og víða komið við. En tímabil það sem Albert ásamt nokkrum sam- tíðarmönnum sínum rak útgerð Önnu SU3 hygg ég að hafi staðið efst í minningum sjómennsku hans sjálfs. Á erfiðum tímum eftirsfldaráranna, tóku sig saman nokkrii- kröftugir menn, keyptu bát og hófu að gera út. Var það áfallalaus en stundum vinnu- samur tími, sem var byggðarlagi okk- ar mikil lyftistöng. En þegar skuttog- ararnir héldu innreið sína, reyndist stundum erfitt að manna snærri báta, var þá Anna seld og útgerð þeirra fé- laga hætt. Síðustu tvo áratugi sjó- mannsferils síns varAlbert stýrimað- ur og síðan skipstjóri Ljósafells SU 70. Miðgarður, heimili þeirra hjóna Guðrúnar Einarsdóttur frá Odda og Alberts, en þau giftu sig árið 1953, var stórt og myndarlegt. Ekki veitti af, því þar var oft gestkvæmt og glað- vært. Á sjómannsheimilum verður það oftar en ekki að eiginkonan stjómar og svo var þar, en ætíð hátíð- arbragur yfir þegar Albert var heima. Ekki síst hjá bömunum og síðar bamabömunum, en líkt og með frásagnarhæfileika hans hafði Albert einstakt lag á að ná athygli bama og laða fram gleði þeirra. Guðrún og Álbert eignuðust fimm böm, en Stefán, Þórhildur, Margrét og Kristín lifðu. Bamaböm hans em tólf, missir þeirra er mikill, en eftir að Albert að mestu hætti sjómennsku fengu þau að njóta dýrmætra og eft- irminnilegra stunda með honum. Vinir og samferðafólk kveðja nú tryggan og eftirminnilegan félaga, og með virðingu og þakklátur þess að hafa átt hann að, kveð ég Albert Stef- ánsson. Guðm. Karl Erlingsson. Okkur setti hljóð er óviðbúið og ótímabært andlát föðurbróður okkar, Alberts eða Berta eins og hann var ávallt kallaður, bar að höndum. Hann var yngstur af systkinahópnum, átta ámm yngri en faðir okkar, og kom það talsvert í hans hlut að gæta hans og markaði það eflaust samband þeirra bræðra alla tíð. Oft höfum við heyrt foður okkar segja sögur af Berta sem sýna að strax í bemsku var hann nokkuð kúnstugur í þess orðs jákvæðustu merkingu. Einn góðviðrisdag þegar pabbi átti að gæta Berta freistaði hans mjög að taka þátt í leik fé- lagnnna sem skemmtu sér hið besta í fjömnni. Tók hann þá á það ráð að geyma Berta í árabát sem stóð þar uppi. Þegar leikgleðin dvínaði nokkr- um klukkustundum síðar fór bam- fóstran að líta eftir Berta sem svaf vært í nýtjörguðum árabátnum en hömndsliturinn var ekki alveg sá sami eftir blundinn í steikjandi sól- inni. Berti hefur verið fastur punktur í tilvemnni frá því við munum eftir okkur. Fyrstu minningar eldri syst- kinanna um hann em frá fyrstu árum þeirra er foreldrar okkar bjuggu í Ás- brú ásamt föðurafa okkar og föður- systkinum. Þijár kynslóðir undir sama þaki. Berti var þá ungur maður og ólofaður. Hann var þá stýrimaður á togumm sem sigldu á erlendar hafnir og kom færandi hendi til baka. Það vora mfldl hlunnindi á þessum áram þegar fátt fékkst hér í búðum. Akveðinn ævmtýraljómi var yfir þessum frænda sem tók sjálfan sig ekki of alvarlega og gat bmgðið á leik með okkur krökkunum og sagt marg- ar skemmtilegar sögur. Ein lítil saga sem okkur þykir lýs- andi fyrir frænda okkar kemur upp í hugann. Berti lánaði Jens forláta vasahníf þegar hann var fjögurra ára gamall. Hnífurinn vakti mikla hrifn- ingu, en ekki tókst betur til en svo að eigandinn skar sig illa og hnífurinn var gerður upptækur. Þetta var áður en bflar urðu almenningseign og því var hjólað í snatri til læknis. Þegar Haraldur læknir hafði búið um fing- urinn kvartaði sjúklingurinn sáran um hnífsmissinn. Til að bæta skaðann brá Berti sér í Kompaníið á heimleið- inni og keypti nýjan hníf fyrir gutt- ann. Baunabyssur og brakandi spari- skór, molapokar og annað góðgæti lýsa upp minningar um Iíf og fjör á góðum dögum í Ásbrú. Árin liðu og upp skýtur minningum um kvöldið þegar Berti trúlofaðist Gunnu sinni. Þau eignuðust sína íjölskyldu og sam- bandið á milli heimila bræðranna var alltaf gott og hlúðu eiginkonumar báðar að því. Fjölskyldurnar hafa eytt í gegnum árin saman mörgum stómm stundum og oftast hist á jól- um og áramótum. Berti kunni að gleðjast í góðra vina hópi og hafði gott úthald og lagði sitt af mörkum, en lét það þó aldrei spyrj- ast um sig að hann mætti ekki gal- vaskur í sína vinnu. Yngri ættliðurinn virðist upplifa Berta á svipaðan hátt og við hin. Sótt- ist eftir samneyti við hann, vildi gjaman heyra góða sögu eða svo sem einn Rassmuss. Við emm minningunum ríkari og vitum að það mun taka sinn tíma að venjast því að þín sé ekki að vænta til að líta inn og slá á létta strengi, hlæja með þér eða bara spjalla. Þú hafðir góða nærvem bara eins og þú varst. Við þökkum þér að leiðarlokum allt samneytið og óskum þér góðrar ferð- ar á nýjar lendur. Guðrúnu, frændsystkinum okkar og fjölskyldum þeirra vottum við samúð okkar. Jens, Þóra, Ingvar og Guðfinna Kristjánsböm og fjölskyldur þeirra. Það er að farið hausta, litimir á gróðrinum að fölna. Að það væri farið að hausta hjá Alberti Stefánssyni, vini mínum, hvarflaði ekki að mér, ég sem hef svo oft tekið hann sem dæmi um hvað væri gaman að vera svona hress, kominn á eftirlaunaaldur. Það var eins og kaldur haustgustur þyrlaðist um mig er sú harmfregn barst að Albert Stefánsson hefði lát- ist á heimili sínu. Að haustið væri komið hjá honum var ekki til í mínum hugsunum og ósjálfrátt stansar hug- urinn við daglegt amstur og leitar aft- ur í löngu liðnar stundir og Ijósbrot minninganna hrannast upp. Fyrst man ég eftir Álberti, eða Berta eins og hann var kallaður í dag- legu tali, sem skipstjóra á Önnu SU þar sem hann var einnig meðeigandi. En það má segja að leiðir okkar hafi fyrst legið saman á skuttogaranum Ljósafelli þar sem við vomm sam- skipa í nokkur ár og síðar áttum við mjög gott og ánægjulegt samstarf í 16 ár, hann sem skipstjóri á Ljósafelli og undirritaður sem útgerðarstjóri. Ég ætla ekki að reyna að rifja upp ættir og uppmna Berta eða atvinnu- feril hans áður en við kynntumst, tfl þess em aðrir betur fallnir en ég. Heldur vil ég minnast Berta eins og hann er varðveittur í mínum huga. Berti var kominn á fimmtugsaldur þegar ég kynnist honum en eins og unglingur, og hann var ungur síðast þegar við hittumst. Hann var meðal- maður á hæð, þéttur á velli, hafði létta lund, einstaklega skemmtilega frá- sagnarhæfileika, þannig að hann fyllti ómerkflegustu sögur lífi. Á sögust- undum sínum virkað hann stundum kæmlaus en hann var samviskusam- ur og með ríka ábyrgðartilfinningu. Samskipti okkar Berta bæði í vinn- unni og einkalífinu vom alla tíð með miklum ágætum, við vomm ekki allt- af sammála en það skyggði aldrei á þá vináttu sem var á milli okkar og heim- ila okkar. Þegar Berti var kominn á aldur ákvað hann að hætta sem skipstjóri á Ljósafelli eftir langan og fai-sælan feril. Eins og ég nefndi áðan var hann mjög vel á sig kominn og til gamans má geta þess að þau rúmu tuttugu ár sem við voram samtíða var hann ekki frá vinnu einn einasta klukkutíma. Þótt hann væri hættur í föstu starfi fór hann eftir sem áður nokkra túra sem skipstjóri og stýrimaður á hinum ýmsu skipum, helst sem margbreyti- legustum því hann vildi alltaf vera að skoða eitthvað nýtt eða rannsaka gamla hluti, enda hélt hann mörgu til haga, bæði myndum og gömlum hlut- um sem þá að mestu tengdust sjó- mennsku og sjósókn. í sumar sá ég að hann var komin á h'tinn bát sem hann var að gera upp og veit ég að það hef- ur farist honum vel úr hendi því verk- maður var hann góður. Að minnast Berta og nefna ekki hans elskulegu eiginkonu væri ekki nema hálf saga. Það er ábyggilega ekki ofsagt að það var hans mesta gæfuspor þegar hann gekk að eiga Guðrúnu Éinarsdóttur. Guðrún og Berti eiga fjögur böm og 12 bama- böm. Eins og hjá flestum sjómanns- konu lenti það á herðum Guðrúnar að reka heimilið og búa það út. Það er erfitt að lýsa því að koma inn á heimili þeirra í Miðgarði, sem er fallegt og glæsilegt, enda em þau bæði miklir fagurkerar. Hlýleiki og góður andi einkennir þeirra heimfli og gaman að sækja þau heim. Besta vitni um ágæti þeirra hjóna er hvað bamabömin sóttu fast að koma og dvelja hjá þeim á sumrin og held ég að þar hafi verið fullskipaður bekkur sl. sumur. Fyrir hönd Kaupfélags Fáskrúðs- firðinga vil ég þakka Alberti fyrir vel unnin störf og gott samstaif sem aldrei bar skugga á. Guðrún mín. Við vitum að sorgin er þung, sérstaklega þegar hún kemur á óvart og er ótímabær að manni finnst, en allir hafa sinn vitjunartíma. Þér, bömum þínum, barnabörnum, tengdabömum og öðmm aðstand- endum vottum við Guðrún okkar dýpstu samúð um leið og við vitum að minningamar um góðan dreng munu hlýja ykkur um ókomin ár._ Eiríkur Olafsson. Komið er að kveðjustund. Albert Stefánsson frá Miðgarði í Fáskrúðs- firði, vinur okkar og nágranni, er lát- inn. Andlát hans bar snöggt að og nú þegar ég sit hér og skrifa þessi orð kemur yfir mig vantrúartilfinning. Þetta getur ekki verið, ekki hann Berti sem var svo hress og kátur og bar aldur sinn svo vel að mér fannst hann alltaf ungur. Albert Stefánsson fæddist á Fáskrúðsfirði og ólst þar upp. Eftirlifandi eiginkona hans er Guðrún Einarsdóttir frá Odda. Þau eignuðust fimm börn og era fjögur þeirra á lífi. Þau em Stefán, Þórhild- ur, Margrét og Kristín. Þau reistu sér myndarlegt hús, Miðgarð. Þangað var ávallt gott að koma enda þau hjónin bæði höfðingjar heim að sækja og heimfli þeirra glæsilegt. Berti sótti sjóinn mestalla starfsævi sína og var farsæll skipstjóri til margra ára, síð- ast á togaranum Ljósafelli SU. Eng- um manni hef ég kynnst sem sagði jafnskemmtilega frá og Berti og veit ég að margir em mér sammála um það. Berti var hafsjór af fróðleik og mjög minnugur, oft hugleiddi ég að það ætti að skrá frásagnir hans. Berti var mjög bamgóður maður og þau hjónin bæði. Öll mín börn sóttu í að koma í Miðgarð, eins var um manninn minn þegar hann var bam að aldri. I Miðgarði var alltaf tími til að tala við bömin og ekki gleymist það. Ef svo vel vildi tfl að Berti væri í landi þegar afmælisveislur bamanna í Miðgarði vom haldnar þá skemmti hann litlu gestunum með því að sýna þeim galdra og fleira. Nú þegar þessir gestir em orðnir fullorðið fólk minn- ast þeir þess enn með bros á vör. Svo vel vfldi til að í sumar vom bama- bömin í heimsókn flesta daga í Mið- garði og þá naut Berti sín vel því að hann var mikfll afi. Það á vel við að Berti fékk að sofna sínum hinsta svefni hér heima í firðinum sem hon-. um þótti svo vænt um. Afltaf þynnist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.