Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HJÖRDÍS ÞORBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR + Hjördís Þorbjörg Guðjónsdóttir fæddist í Bæ í Lóni, A- Skaftafellssýslu, hinn 22. aprfl 1921. Hún lést 26. septem- ber síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guðjóns Bjarnason- ar, bónda í Bæ, f. 24. október 1875, d. 25. nóvember 1938, og konu hans. Guðnýjar Sigmundsdóttur, f. 20. desember 1875, d. 1. aprfl 1966. Systkini Hjördísar: Ásmundur, f. 31. desember 1903, d. 12. júní 1964; Bjarni, f. 27. maí 1906, d. 11. október 1986; Hjalti, f. 21. maí 1908, d. 24. nóvemver 1917; Ólöf Hulda, f. 19. aprfl 1913 og Gestur, f. 26. febrúar 1916. Hjördís Guðjónsdóttir fór með foreldrum sinum til Vestmanna- eyja sumarið 1934. Hún flutti til Reykjavíkur árið 1940. Fyrri maður hennar var Sigurbjörn Nú hefur elskuleg móðir mín yfir- gefið þetta jarðneska líf. Mai-gar góðar minningar koma upp í huga minn. Eg er svo þakklát fyrir þær blessanir sem hún veitti inn í mitt líf með kærleika sínum, ekki síst í þeim veikindum sem ég hef átt við að Eiríksson, f. 5. des- ember 1925. Seinni maður hennar var Sverrir Einar Egils- son, f. 21. febrúar 1925, d. 9. ágúst 1988. Með fyrri manni sínum eign- aðist hún börnin Guðnýju Sigríði Sig- urbjörnsdóttur, f. 1. júní 1947, maki Ing- þór Arnþórsson; Eirík Rúnar Sigur- björnsson, f. 8. aprfl 1950, maki Kristfn Kui Rim, f. 27. febr- úar 1958; Gest Guðjón Sigur- björnsson, f. 16. janúar 1953, d. 8. desember 1999. Með seinni manni sínum eignaðist hún Gunnar Egil Sverrisson, f. 22. aprfl 1966, maki Bjarndís Jónsdóttir. Auk þess eignaðist hún mörg barnabörn og barnabarnabörn. Hjördís verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. stríða, en lengst af var hún sjálf mik- ill sjúklingur. Hún mamma hafði svo ótrúlega mikinn viljastyrk og næma réttlætiskennd. Með elskulegu þakklæti, mamma mín, kveð ég þig nú í hinsta sinn með Davíðssálmi nr. 23: + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR G. GUÐLAUGSSON frá Búðum í Hlöðuvík, Álakvísl 1, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 3. október. Kristjana M. Finnbogadóttir, Finnbogi Þórsson, Unnur R. Jóhannesdóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Tom Granerud, Grímur Th. Einarsson, Anna R. Jóhannesdóttir, Guðlaugur Einarsson, Jakobína H. Einarsdóttir, Margrét B. Einarsdóttir, Stefán Ingólfsson og barnabörn. + SIGRÍÐUR BOGADÓTTIR frá Flatey á Breiðafirði, Hátúni 10, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfara- nótt þriðjudagsins 3. október. Fyrir hönd ættingja, Kristinn Breiðfjörð, Sigurberg Bogason, Jón Bogason. + Elskuleg frænka okkar, systir og mágkona, HULDA GUNNARSDÓTTIR verslunarmaður, Gautlandi 11, sem andaðist á Vífilsstöðum laugardaginn 30. september, verður jarðsungin frá Bústaða- kirkju föstudaginn 6. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsam- legast bent á Krabbameinsfélag íslands. Aðstandendur. + BRIAN D. HOLT fyrrum ræðismaður, Suðurgötu 6, er látinn. Guðrún Fr. Holt og fjölskylda. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðirmigaðvötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hannhressirsálmína, leiðir mig um rétta vegu fyrirsakirnafnssíns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, þvíaðþúerthjámér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þúbýrmérborð frammi fyrir Qendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér allaævidagamína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Þín dóttir, Guðný Sigríður Sigurbjömsdóttir. Mig langar að festa á blað lítið eitt til minningar um móður mína. Eg er svo þakklátur fyrir þá minningu sem er svo rík í huga mínum, að hún átti lifandi trú á Jesú Krist og það er það sem gefur manni svo mikla von og trú. Jesús sagði, í Jóhannes 11:25: „Ég er upprisan og lífíð. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi“ og vers 26: „Og hver sem lifir og tnáir á mig, mun aldrei að eilífu deyja.“ Ég er svo þakklátur fyrir þessa huggun í orði Guðs, vegna þess að mamma átti lifandi trú. Hún sagði mér svo oft, ég er tilbúin hvenær sem er, þegar Guð kallar. Þetta gerir gæfumun fyrir þann sem trúir á orð Guðs. Söknuðurinn er mikill, en við erum ekki vonlaus. Huggun okkar er sú, að við eigum öll eftir að koma saman á einn stað. I Jóhannes 14. kafia segir: „Hjarta yð- ar skelfíst ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað? Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er.“ Nú hefur Jes- ús Drottinn tekið þig heim og mun ég með Guðs hjálp heiðra minningu þína, að vera trúfastur í því verki sem Guð hefur kallað mig til, að boða fagnaðarerindið út um allan heim, svo að fólk megi öðlast lifandi trú á Drottin Jesú Krist. Þinn sonur, Eiríkur Sigurbjörnsson. Elsku tengdamóðir mín. Þakka þér fyrir allt það sem þú gafst mér. Bæði traust og hlýju og væntumþykju. Þú varst einstök kona með hreina framkomu. Hjá þér kynntist ég sérstakri snyrtimennsku af því tagi sem ég hafði ekki þekkt áður. Ég sótti alltaf mikið í að vera í návist þinni enda varstu alltaf kær- leiksrík og umburðarlynd við okkur öll. Og núna þegar ég sit héma og Slómabúðin Ga^ðskom v/ T-ossvogsídricjMgarii Sírni. 554 0500 hugsa til baka um allt það sem skeði og um allt það sem var gert og sagt vildi ég óska að við hefðum haft rneiri tíma saman, en nú hefur Guð kallað þig heim á dásamlegan stað þar sem engin sorg eða harmur er. Guð blessi þig, elsku tengdamamma mín, hlýjar og góðar minningar um þig munu ávallt lifa í mínu lífi. Og ég kveð þig í hinsta sinn með þessum yndislegu orðum sem Jesús sagði: „Ég er upp- risan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja.“ Guð blessi minningu þína. Þín tengdadóttir, Kristín Kui Rim. Elsku Hjördís mín! Og meðan blómin anga og sorgir okkarsofa, er sælt að vera fátækur, elsku Dísa mín, og byggja sér í lyngholti lítinn dalakofa við lindina, sem minnir á bláu augin þin. Þessar ljóðlínur eftir Davíð Stef- ánsson minna mig óneitanlega á þig Það er mikið tómarúm í huga mínum þvi þú ert horfin. Þú hefur verið hluti af tilveru minni frá því ég var tólf ára eða frá árinu 1943 er við kynntumst og höfum við verið vinkonur síðan. Margs er að minnast frá því er við bjuggum í sama húsi á Flókagötu 64, en þar áttum við ófáar stundirnar saman í eldhúsinu. Glæsileg ung stúlka varstu og hefur alltaf verið. Síðast þegar við hittumst var þegar ég heimsótti þig á Landakot, þá sá ég þig sem virðulega og glæsilega fullorðna konu. Þú varst svo þakklát umhyggju fólksins sem annaðist þig og kunnir að meta það. Ég var svo ánægð að vita af þér þarna því ég fann að þér leið vel. Avallt spurðir þú um mig og mína og fylgdist vel með mínu fólki og alltaf höfum við haft samband. Minningamar streyma fram í hugann; glaðværð þín, kímni- gáfa, þú varst góð í ensku, söngst vel og nú er ekki hægt að fá að hvolfa bolla til að fá spádóm, svona væri lengi hægt að telja. Eg kveð þig og vertu guði falin, takk fyrir allt. Þín einlæg vinkona, Helga. Elsku amma, nú ert þú farin. Við minnumst þín alla tíð. Rristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu, gæskumildur geym þú mig, Guðífaðmiþínum. Guð blessi minningu þína. Guðný og Daníel. MATTHIAS JOCHUMSSON + Matthías Joch- umsson var fædd- ur í Reykjavík 12. október 1905. Hann Iést 26. september síðastliðinn. Foreldr- ar Matthiasar voru Jochum Þórðarson skipstjóri, f. 25. ágúst 1876, d. 1915, og Di- Ijá Tómasdóttir, f. 24. ágúst 1881, d. 2. jan- úar 1969. Systkini Matthíasar voru Tómas, f. 22. ágúst 1907, d. 16. nóvem- ber 1964; Ásta Fjeld- sted, f. 24 ágúst 1909, d. 1998; Karítas, f. 21. september 1911, d. 18. janúar 1962; Ólafía Ingibjörg, f. 18. september 1912, d. 30. októ- ber 1986; Magnús, f. 19. október 1913, d. 21. ágúst 1989; Guðrún Þóra, f. 26. október 1914, d. 10. ágúst 1938; Þóra, lést ung. Matthías átti tvær dætur með Margréti Hreinsdóttur, f. 1. sept- ember 1909. Foreldrar Margrétar voru: Hreinn Þórsteinsson frá Steinmóðarbæ og kona hans, Þór- unn Sigurðardóttir frá Vatns- skarðshólum í Mýr- dal, Jónssonar. Dæt- ur Matthíasar og Margrétar eru: 1) Erla, f. 16. mars 1941, búsctt, í Banda- ríkjunum. Dætur hennar eru Jessica Herris, f. 1962, og Margrét Karen Harris, f. 1968. Seinni maður Erlu er C.W. Schoellkopft: 2) Þórunn, f. 6. janúar 1945, búsett í Banda- ríkjunum. Matthías tók próf frá fiskimannadeild Stýrimanna- skólans 1930. Hann byrjaði sjó- mennsku 1923 og var á ýmsum skipum sem háseti, stýrimaður og skipstjóri til 1953. Matthías gegndi ýmsum störfum í landi, lengst af á Landakotsspítala. Matthías bjó lengst á Oldugötu 17 þangað til hann fluttist á Hring- braut 39 árið 1969, síðustu tvö ár- in dvaldist hann á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Seljahlíð. Útför Matthíasar fór fram frá Fossvogskirkju 29. september. í fáeinum orðum langar mig að minnast Matta frænda. Hann var ömmubróðir minn en ég leit á hann sem afa. Hann var ávallt heima hjá mömmu og pabba á aðfangadags- Legsteinar í Lundi 5ÓLSTEINAR vlð Hýbýlaveg. Kóoavogi Simi 564 4566 UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útf ararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 \Svcrrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is kvöld og fannst manni mikið vanta þegar Matti fór í Hveragerði um jól. Matti var hrókur alls fagnaðar og þegar hann kom heim var það fyrsta sem hann gerði að taka ofan hattinn og segja „god dag“. Þessi orð eru mér og börnum mínum minnisstæð í dag og segja börnin: „Matti segir alltaf gúd da.“ Matti var mikill mannkostamaður, hann var allra og mér þótti vænt um hann. Það var gaman að sækja Matta heim því hann átti alltaf gott í skál fyrir börn- in og var þeim eldri boðið sérrístaup, sem var í uppáhaldi hjá Matta. Oft hlustaði maður á Matta með aðdáun þegar hann sagði sögur af sjónum og af því hvemig hann og frændur hans á Bakka ferðuðust á Kjalarnesinu í gamla daga. Okkur nútímafólkinu finnst þetta vera miklar hetjusögur því við myndum ekki láta okkur dreyma um að leggja í slíkar ferðir í dag. I dag kveð ég Matta frænda, sem skilur eftir góðar minningar. Ég votta dætrum hans, Erlu og Þórunni, samúð mína. En andinn vitjar vor aftur og ylur að hjartanu snýr; þá sjáum vér gegnum svalandi tár, hve sorgin er fógur og dýr. (Sr.MatthíasJoch.) Sigpaín Hulda Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.