Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 68
s88 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAF/IÐ BRIDS Uinsjnn Arnúr (I. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 28.9. var annað kvöldið af þrem í hausttvímenningi félagsins. Spilaður var mitchell og meðalskor var 168. Besta skori kvöldsins náðu: N-S: Jóhannes Guðmannss,- Unnar Guðmss.190 Elín Jóhannsd. - Hertha Þorsteinsd. 185 Jens Jensson - Karl Ó. Jónsson 185 A-V: Unnur Sveinsd. - Inga L. Guðmundsd. 195 Gísli Tryggvas. - Leifur Kristjánss. 185 Sigurður Siguijónss. - Ragnar Bjömss.180 Staðan eftir tvö kvöld af þremur er: að líta glæsilegu haustvörurnar okkar IFimmtudagskvöld opið til kl. 21 Langur laugard. opið til kl. 16 Spennandi tilboð. Verið hjartanlega velkomin V r f I f "J f 1 | tískuverslun Eyravegi 7, Selfossi, sími 482 1800 (Gegnt Hótel Selfossi) Jóhannes Guðm.. - Unnar A Guðm. 375 Unnur Sveinsd. - Inga L. Guðmundsd.363 Jón St. Ingólfss. - Guðlaugur Bessas. 354 Gísli Tryggvason - Leifur Kristjánsson353 Þriðja og síðasta kvöldið í þess- um hausttvímenningi verður spilað flmmtud. 5. okt. og hefst spila- mennska stundvíslega kl. 19.45. Spilað er í Þinghóli við Alfhólsveg. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára spil- aði tvímenning á tíu borðum mánud. 2. okt. sl. Efst voru: NS Þorgerður Sigurgeirsd. - Stefán Friðbj.201 Þórdís Sólmundard. - Sigrún Sigurðard.194 Helga Amundad - Hermann Finnbogas.187 AV Guðmundur Pálss. - Kristinn Guðm.s. 203 Unnur Jónsd.-AstaSigurðard. 185 ÞórhallurÁmas.-ÞormóðurStefánss. 181 Eldri borgarar spila brids í Gulls- mára 13 mánud. og flmmtud. Skráning kl. 12.45. Spilað kl. 13. ENN MEIRI AFSLÁTTUR Verslunin hættir allt á að seljast MarCoíS dragtir Þökkum frábærar móttökur a ny|u drögtunum tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. Opið daglega frákl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14. ÍDAG Skemmtileg saga SVERRIR hafði samband við Velvakanda og var með litla skemmtilega sögu að segja í sambandi við minn- isvarðann um Churchill sem stendur til að reisa og frétt var um í Morgunblað- inu fyrir stuttu. Það var tal- að um það að reisa minnis- varðann þar sem saltverkunarhúsið hans Jóns Ásbjörnssonar var á miðbakkanum í Reykjavík en það er ekki hægt að reisa hann þar, þar sem búið er að fylla upp í bakk- ann. Hersýningin, sem haldin var fyrir hann á Suð- urlandsbrautinni fyrir mörgum árum síðan, var mjög glæsileg. Sverrir var þá lítill strákur og sagðist Churchill hafa staðið upp á einhvers konar kassa en það er ekki rétt. Það var reistur pallur fyrir hann. Pallurinn var tveggja metra hár og stóð beint á móti gamla Reykjavegin- um, eins og hann var þá. Vegarkaflann frá Lækjar- hvammslæknum, það er Kringlumýrarbraut, inn undir Múla var nýbúið að steypa þegar Churchili kom. Þess vegna að öllum líkindum, var þessi kafli notaður fyrir hersýning- una. Efstvið Reykjaveginn stóð gamalt hús sem hét Undraland. Það hús átti maður sem Sverri minnir að hafi heitið Carl Heinz Hirst. Þar hélt Churchill ræðu og þama voru nokkr- ir krakkar í kring og hann tók í höndina á okkur öllum þegar hann kom niður af pallinum. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudeg’i til föstudags Ruslpóstur í SAMBANDI við umræð- una, sem hefur verið und- anfarið í Velvakanda vegna ruslpósts, langar mig að eftirfarandi komi fram. Ég bý í Eskihlíðinni og þar er ruslpósturinn aldrei settur í póstkassana heldur er honum fleygt á gólfíð í for- stofunni. íbúi við Eskihh'ð. Vinsamlegast engan ómerktan póst ÉG er starfsmaður póst- dreifingarfyrirtækis hér í borg og á mínu svæði sem telur tæplega 1.000 heimili eru nokkrir póstkassar og bréfalúgur með miða þar sem íbúar taka fram að þeir vilji ekki ómerktan póst í sitt hólf eða sína bréfalúgu. Þetta finnst mér lítið mál og alveg sjálfsagt að virða þessar óskir. Hins vegar hitti ég alltaf af og til fólk í hverfinu sem kvartar yfir þessum auglýsingapósti og bendi ég þá á að besta ráðið til að losna við hann sé að setja svona miða á viðkom- andi póstkassa eða lúgu. En það er svo merkilegt að enginn af þessum óánægðu íbúum hafa gert neitt í því að merkja hjá sér póstkass- ann. Og svo eru sumir sem vilja bara sjónvarpsdag- skrána eða bara B.T. blaðið og enn aðrir sem vilja ein- ungis Vesturbæjarblaðið. Því miður get ég ekki orðið við þeim óskum og varla hægt að ætlast til þess af okkur sem dreifum þessum pósti að ákveða hvað af þessu er ruslpóstur, fólk verður að velja annað hvort allt eða ekkert. En fólk hef- ur val. Heiðrún. Skemmtilegt! MIG langar að óska for- eldrum stúlkunnar sem vann Playboy kanínu- keppnina á Skuggabarnum á föstudagskvöldið 29. september sL, til hamingju. Það er ánægjulegt að hefð- ir frá 7. áratugnum í Amer- íku skuli nema hér land. Mig langar bara að vita hvort þetta sé ekki komið til að vera, svo íslenskar stúlkur, dætur okkar, geti farið að ala með sér drauma um að ná svona langt. Von- andi fáum við myndir strax á eftir barnaefninu á sjónvarpsstöðvunum í næstu viku. Mætti ég benda á að það er af nógu að taka, ef farið er út í hinar ýmsu hefðir í heiminum hvað hlutgerningu á konum varðar. Hvað næst? Kona. TapaO/fundið Kannast einhver við konuna? ÞESSI mynd fannst við hraðbankann í Höltagörð- um, laugardaginn 23. sept- ember sl. Hægt er nálgast myndina hjá Morgunblað- inu í móttöku 2. hæð. Lítið armband tapaðist LITIÐ barnaarmband, skírnargjöf, tapaðist á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Armbandið er merkt með nafninu Dagmar Silja og er nafnið orðið frekar snjáð á plötunni. Lítill bangsi er felldur inn í keðjuna. Skil- vís finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hafa samband í síma 565-2085 eða 863- 4259. Kvenarmbandsúr fannst KVENARMBANDSÚR fannst á horni Hofsvalla- götu og Ásvallagötumið- vikudagsmorguninn 27. september sl. Sá sem kann- ast við að hafa týnt úrinu sínu, vinsamlegast hafið samband við Ingibjörgu í síma 552-4621. Pijónafingra- vettlingur tapaðist Prjónafingravettlingur tapaðist fyrir stuttu, ann- aðhvort við Austurvöll eða í strætisvagnaskýlinu við Lækjargötu. Vettlingurinn er útprjónaður, svartur og hvítur. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 587- 1714. Dýrahald Fress hvarf að heiman EINS og hálfs árs fress hvarf frá Miklubraut, fóstudaginn 29.september sl. Hann er svartur og hvít- ur og með bláa hálsól. Hann er eyrnamerktur. Upplýsingar í síma 551- 4817 eftir hádegi. Þú þarft ekki lögfræð- ing. Þú ferð bara á ferðaskrifstofu sem býður upp á ferðir til fjarlægra heimshluta. Jú, takk, ég vildi gjarnan dansa, en maðurinn minn er svo afbrýðisamur. Víkverji skrifar... ESSA dagana geta útvarpshlust- endur heyrt lestur Indriða G. Þorsteinssonar heitins á skáldsög- unni „Land og synir“. Það er gaman að heyra Indriða lesa þessa sögu. í henni er harmrænn tónn um örlög unga sveitamannsins sem sér enga framtíð í að halda áfram að hokra á bújörð sinni. Sauðfjárbúskapurinn skilar ekki þeim tekjum sem hann tel- ur sig þurfa til að geta lifað sómasam- legu lffi. Hann tekur þess vegna þá ákvörðun að yfirgefa jörðina sem for- feður hans hafa ræktað og ílytja á mölina. Á þessu hausti standa fjölmargir bændur nákvæmlega í þessum sömu sporum. Ríkisvaldið hefur boðist til að kaupa af þeim framleiðsluréttinn. Bændur standa því frammi fyrir því vali að farga bústofninum og hætta búskap eða halda áfram að berjast vitandi um erfiða afkomu. Fyrir nokkrum dögum var rætt við bændur í fréttum Stöðvar 2 sem höfðu tekið þá ákvörðun að hætta búskap. Greini- legt var að þetta var þeim ekki létt- bær ákvörðun. Það er þess vegna áhugavert að hlýða á lestur Indriða G. á hinni sígildu sögu „Land og synir“. xxx í NÝÚTKOMNU Bændablaði er í leiðara fjallað um verðmyndun á bú- vörum. Fram kemur í leiðaranum að yfirleitt sé hlutur bóndans aðeins 20- 40% af smásöluverði búvara. Stærsti hluti verðsins myndist við úrvinnslu og sölu varanna. „Bændur hafa um árabil lagt mikið af mörkum til að lækka framleiðslu- kostnað sinn og því virðist ekki ós- anngjamt að halda því fram að nú sé tími til kominn að verslunin geri slíkt hið sama. Ekki verður þó séð að að því sé stefnt. Mikil aukning í verslunar- plássi á höfuðborgarsvæðinu kostar án efa sitt og bæði bændur og neyt- endur óttast eðilega að matvörunni sé ætlað að bera stóran hluta þess kostn- aðar,“ segir í niðurlagi leiðarans. xxx YÍKVERJI er einn þeirra sem lengi hefur haft efasemdir um að þöif sé á því að íslendingar opni 116114 sendiráð. Það sjónarmið hefur t.d. komið fram að Netið og framfarii- í upplýsingatækni dragi úr þörf landa á að opna sendiráð. í vikunni var greint frá því í Morg- unblaðinu að kostnaður við að kaupa húsnæði undir sendiráð og sendi- herra í Japan væri um 700 milljónir. Auk þess kom fram í fréttinni að áætl- að væri að kostnaður við rekstur sendiráðsins yrði 113 milljónir á ári. Það er ljóst að þama er um mikla peninga að ræða og sú spurning hlýt- ur að vakna hvort öll þessi útgjöld skapi jafnmiklar tekjur fyrir íslenskt þjóðarbú. Mun hagnaður íslands af viðskiptum við Japan aukast um nokkm- hundmð milljónir á ári við að íslenskt sendiráð opni í Japan? XXX AÐ er fagnaðarefni að verslanir í landinu skuli hafa bundist sam- tökum um að berjast gegn því að unglingum sé selt tóbak. I Morgun- blaðinu í gær birtist góð auglýsing um reykingar unglinga. Þó að allir viti að tóbak er skaðlegt heilsu manna gera sér kannski ekki allir grein fyrir að það veldur enn meiri skaða þegar ungmenni, sem ekki hafa tekið út full- an þroska, nota tóbak. Ef tekst að for- ða því að óþroskaðir unglingar byrji að reykja era líka meiri líkur á að þeir byiji aldrei að reykja. Þegar fólk kemst á fullorðinsár átta flestir sig á hversu skaðlegt er að reykja og þá hefst hjá sumum áralöng barátta við að hætta þeim ósið sem þeir lögðu á sig að læra á unglingsárum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.