Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ ,M FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 Hásæti jeppans Þetta gladdi m'órg hjörtun. Jepplingseig- endurgátu pá skiptyfir í jeppa og jeppa- eigendur ígeimskip. Geimskipaeigend- urvoru hins vegargengisfelldir þótt gengisfellingar séu bannaðar og kunna litlarþakkir fyrir. Þ Eftir Karl Blöndal AÐ ER haust í lofti og farið að kólna. Jafnvel kominn tími til að taka fram húfumar og vettlingana, þótt vita- skuld beri að vona að veturinn láti ekki á sér kræla fyrr en undir vor. I gær virtist hins vegar sem borg- arbúar hefðu ekki tekið fram skjól- fatnað, heldur jeppana sína. Á göt- um borgarinnar mátti vart athafna sig fyrir eintómum jeppum. Stór- um jeppum, litlum jeppum, jeppl- ingum, jeppum á útbelgdum dekkj- um, sem í eina tíð hefði aðeins verið leyfilegt að setja undir dráttarvél- ar, jeppum með hærri loftnet, en leyfilegt er að setja upp á Vatns- enda, jeppum með leðurklæddum VIÐHORF SSmea-a háumjeppum, jeppum með stuðara á stærð við Fíat og felgur á stærð við Volkswagen. Á fjölfömustu gatna- mótum Reykjavíkur standa sjö jeppar í fylkingu og bíða eftir grænu ljósi. Á milli þeirra glittir í lítinn fólksbíl og bjargarlausan bíl- stjórann. Bílstjórar jeppanna eru hins vegar hátt uppi, flestir í sím- anum og sjá sennilega ekki fólks- bílinn. Það er púkalegt að eiga ekki jeppa og sennilega jafn púkalegt að agnúast út í jeppa. Þeir koma sér reyndar stundum vel. Til dæmis getur verið gott að hafa jeppa á undan sér þegar sólin er mjög lágt á lofti því að þá fær maður geisla hennar ekki í augun. Hins vegar er ekki nokkur leið að vita hvað er að gerast í umferðinni í kringum mann þegar götumar em fullar af jeppum því að ekki sést hætishót út úr bílnum fyrir jeppanum. Tilfinn- ingin er svipuð því að elta næstu bílljós í blindþoku á Hellisheiðinni. En hvað em allir þessir jeppar að gera á götunum - sumir hverjir svo afskræmdir af stökkbreyting- um að þeir gætu rétt eins verið geimskip og ættu að minnsta kosti ekki að fá að vera á helstu umferð- aræðum á háannatíma frekar en dráttarvélar? í fyrsta lagi er jepp- inn forstjóramerki. Enginn for- stjóri getur verið án jeppa. Enginn forstjóri er í raun orðinn forstjóri fyrr en hann er kominn á jeppa. Þangað til verður hann fyrir háðs- glósum annarra forstjóra og þeir, sem sjá hann jeppalausan, horfa til hans samúðaraugum og velta fyrir sér hvort allt gangi á afturfótunum. Jeppalaus forstjóri getur meira að segja haft áhrif á gengi hlutabréfa í fyrirtæki sínu sé ástandið viðvar- andi. Að sama skapi getur góður jeppi á nýjum dekkjum híft upp hlutabréfin þegar ársíjórðungs- uppgjörið sýnir ekki sama rífandi ganginn og gert var ráð fyrir í upp- hafi. Jeppaflotinn er orðinn eitt sterk- asta séreinkenni íslands ef undan em skildar eyðimerkur hálendisins og sérsinna söngkonur. Sennilega finnst hvergi jafn hátt hlutfall jeppa nema á bflastæðum Rover- verksmiðjanna. Jeppinn er kraft- birting viljans til að verða kóngur - í það minnsta smákóngur - enda breytist allt háttemi manna þegar þeir setjast undir stýri þessai*a al- mögnuðu bifi-eiða. Þeir aka um götumar eins og þeir séu á stræt- isvagni, ryðjast af hliðargötum inn á aðalgötur þannig að negla þarf á bremsumar til að afstýra árekstri, horfa niður með fyrirlitningu þeg- ar reynt er að laumast ft-am hjá þeim og kunna illa að meta þá van- vita, sem reyna að komast leiðar sinnar án þess að bera næga virð- ingu fyrir tilvera fagurbryn- klæddra stöðutákna þein-a. Nauð- syn jeppans er hverfandi, enda er hann auglýstur sem leiktæki með orðum, sem iðulega heyrast úr munni bama þegar leiðin liggur út á róló: koddu úd að leika. Jeppaeigendum er misboðið þegar fólksbflaeigendur hætta sér út á götumar í hálku og hnussar í þeim þegar fólksbflamir festast. Þó rétta þeir hjálparhönd og ljóst að aldi-ei er ímynd kóngsins sterk- ari en þegar hann hjálpar þegnun- um. Jeppaeigendur eiga sér víða bandamenn og kóngur þeirra um þessar mundir hlýtur að vera fjár- málaráðherra, sem af mikilli ráð- deild og skömngsskap þefaði uppi mestu og stærstu neyðina í þjóðfé- laginu og ákvað að lækka gjöld á dýmstu bifreiðunum. Þetta gladdi mörg hjörtun. Jepplingseigendur gátu þá skipt yfir í jeppa og jeppa- eigendur í geimskip. Geimskipa- eigendur vom hins vegar gengis- felldir þótt gengisfellingar séu bannaðar og kunna litlar þakkir fyiir slíka og aðra eins meðferð á valdatákni þeirra. Allir þessir jeppar vekja þá spumingu hvort akstur þeirra um rennisléttar og mestanpart greið- færar götur borgarinnar sé ekki álíka nauðsynlegur og notkun fall- byssu á spörfugla. í hemaði er gmndvallaratriði að nota ekki meii’a púður en þarf, í heilbrigðis- málum er öll áhersla lögð á að kostnaður fari ekki úr böndunum og þegar elduð er máltíð er engin sérstök kvöð að elda fimm sinnum meira en þarf. Þetta snarsnýst hins vegar við þegar kemur að bflakostinum. Þar ræna menn sig fjóram tfl fimm utanlandsferðum eða gullnum fjárfestingarsjóðum til þess eins að kaupa bifreið, sem fremur er ætluð tfl að komast yfir hús heldur en milli þeirra. Menn láta sig engu varða þótt bfll sé sú tegund eignar, sem hefur hvað minnstan varanleika. Einhver fann upp klisjuna fasteign á hjólum, en betra væri að tala um öragga fym- ingu. Sennilega er jeppaæðið eink- um og sér í lagi happafengur fyrir eigendur fyrirtækja, sem í stað þess að borga kaup geta boðið mönnum upp á þessi kostatæki, sloppið við launatengd gjöld og meira að segja afskrifað herleg- heitin. Hins vegar er eitt við jeppana, sem hlýtur að vera fullkomlega óþolandi í stöðutáknsstríðinu: þeir em alltof margir og eiginlega að breytast í enn eitt tákn meðal- mennsku og hjarðhugsunar. Skyndilega kemur grænt ljós. Jeppamir sjö taka af stað og bíl- stjóra fólksbflsins tekst að aka í takt við þá, sætir svo lagi, smýgur undir jeppann á hæstu dekkjunum ogkemstundan. UMRÆÐAN Markviss vinnu- brögð skila árangri ÞEGAR litið er yfir heildarumsvif í ferða- þjónustu á íslandi nú á haustdögum blasir það við að öll umsvif í greininni hafa vaxið vemlega á árinu. Er það í nokkru samræmi við árangur undanfar- inna ára. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyr- ir liggja er ljóst að fjöldi erlendra ferða- manna sem sækja okkur heim eykst um yfir 40.000 frá árinu í fyrra og það sem sýnir e.t.v. enn frekar þessi auknu umsvif er að erlendir gestir á þessu ári verða meira en 100.000 fleiri en fyrir þrem árum árið 1997. Þá sýna upplýsingar um gjald- eyristekjur af þessum gestum að þær stefna í að verða allt að 8 milljörðum meiri í ár en fyrir þrem áram, árið 1997. Þá hefur orðið mikil aukning á innlenda markaðnum og ef litið er þar til síðustu þriggja ára sem töl- ur eru um, þ.e. frá 1996-1999 er aukningin 21% í fjölda gistinátta innlenda markaðarins. Þessu til viðbótar er mikil aukn- ing í sumarhúsaeign íslendinga sem ekki skilar sér í talningu gisti- nátta. Aukinn áhugi íslendinga, sem hefur verið vakinn ekki síst með öflugu vöruframboði og mér liggur við að segja með vakningu þjóðar- innar til að sækja Island heim, landið, sagan og menningin hefur verið gerð sýnilegri og aðgengi- legri svo árangurinn skilar sér í stórauknum umsvifum í ferðalög- um íslendinga. Markviss vinna í samræmi við markaða stefnu Þessi árangur er engan veginn sjálfsagður og því síður sjálfgefinn til framtíðar. Á stundum heyrist að við höfum verið heppin og minnir það á umræður um heppna veiði- menn sem lentu í laxagöngu eða hittu á síldartorfu. En árangur í ferðaþjónustu á lít- ið skylt við heppni. Á bak við ár- angur liggur gífurleg vinna fjöl- margra aðila. Árið 1995 hófst vinna við gerð fyrstu heildarstefnumótunar í ferðaþjónustu hér á landi og var verkið unnið á vegum samgöngu- ráðuneytis. Margir vora kallaðir að þeirri vinnu eða um 200 manns. Hér er því unnið nú eftir stefnu, sem mörkuð var fyrir nokkrum ár- um í samvinnu opinberra aðila og greinarinnar, markmið voru sett og leiðirnar lagðar að þeim markmið- um. í framhaldi af stefnumótuninni var stóraukið fjármagn lagt til markaðsvinnu og síðan stofnað markaðsráð, eins og stefnumótunin gerði ráð fyrir. Ef stiklað er á örfáum atriðum öðram sem stefnu- 11,11 1 mótunin lagði áherslu á og unnið hefur verið að í samræmi við hana undanfarið má benda m.a. á kannanir og rannsóknir í ferða- þjónustu, aukið fjár- magn til upplýsinga- miðstöðva og upp- lýsingaþátturinn hefur verið styrktur i heild, stóraukið fjár- magn til umhverfis- mála og fyrirbyggj- andi aðgerðir á því sviði, aukin áhersla á menningartengda ferðaþjónustu og heilsutengda. Þá hef- ur verið unnið að gæðamálum í samræmi við umrædda stefnu og m.a. komið á gæðaflokkun gisti- staða á þessu ári. Ferðaþjónusta Umræðan hlýtur að snúast um það, segir Magnús Oddsson, hvernig við nýtum tækifærin áfram til enn frekari atvinnusköpun- ar og arðsemi. Fjölmörg fleiri verkefni mætti nefna sem unnið hefur verið að og unnið er að samkvæmt umræddri stefnumótun. Markmiðin í auknum umsvifum sem sett voru virðast hafa náðst fyrr en stefnumótunin gerði ráð fyrir. 50% fleiri gestir og átta milljörð- um meiri gjaldeyristekjur en Í997, á aðeins 36 mánaða tímabili, hljóta að auka trú okkar á því að leiðirnar sem valdar vora hafi verið réttar og hin faglega vinna að settum markmiðum hafi verið rétt unnin. Allar þessar magnaukningar, ekki síst á lágönn, eiga að skapa fyrir- tækjum frekari forsendur til bættr- ar afkomu. Mikilvægi landsbyggðar í ferðaþjónustu Þótt hér sé talað um landsbyggð sem eina heild skal á það minnt að í ferðaþjónustu eiga öll svæði utan höfuðborgarsvæðisins ekki endi- lega mikið sameiginlegt nema þetta samheiti, landsbyggð. Forsendur svæða era eðlilega mismunandi til árangurs í þessari atvinnugrein eins og öðram. Talning gistinátta er oftast talin mikilvægur mælikvarði á umsvif greinarinnar. Því er fróðlegt að skoða breyt- ingar í fjölda gistinátta, til að sjá hvernig hlutur landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins hefur þróast á undanförnum árum. Þetta er gert í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur um að e.t.v. hafi aukn- ing umsvifa fyrst og fremst orðið á Magnús Oddsson Buxur Neðst á Skóiavörðustíg --------------..................—........./ Mikið úrval af fallegum rúmfatnaíi Skólavördustíg 21, Reykjavík, síini 551 4050 höfuðborgarsvæðinu á undanförn- um misserum. Á áranum 1995- 1999 hefur aukning í fjölda gisti- nátta á Islandi verið alls 33% sam- kvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Hlutdeild höfuðborgarsvæðisins var 38% 1995 en á síðasta ári 40%, eða með öðram orðum, hlutdeild landsbyggðar í heildarfjölda gisti- nátta var 62% árið 1995 en 60% fjórum árum síðar. Þegar þetta er skoðað eftir árs- tíðum var hlutur landsbyggðar 34% árið 1995 en í fyrra 31% af heildar- gistinóttum vetrarins. Hlutdeild landsbyggðar í heild- argistifjölda sumarsins hefur farið úr því að vera 73% árið 1995 í 72% í fyrra. Höfuðborgarsvæðið hefur aukið hlutdeild sína á þessum fjórum ár- um um tvö prósentustig gagnvart landsbyggð. Þannig að þegar á þessar tölur er litið á þennan hátt virðist lands- byggðin ekki alveg hafa haldið sín- um hlut í mikilli aukningu heildar- innar, þó geri ég ráð fyrir að einhverjir hafi talið að þessi röskun væri meiri en sem næmi tveimur prósentustigum þegar litið er til umræðunnar undanfarin misseri. Þar er að mínu mati verið að blanda saman árangri í umfangi og nýtingu. En eins og vitað er hefur aukn- ing framboðs á gistirými orðið veruleg umfram aukingu gistinátta á landsbyggðinni á þessum árum, sem hefur leitt til verri nýtingar þar í heild. Hlutdeild landsbyggðar í gistinóttum af heildinni hefur eins og hér kom fram lítið breyst. Bent hefur verið á að framboð gistirýmis á hótelum og gistiheimil- um hafi aukist um allt að 100% á þessum fjórum árum að vetri til á landsbyggðinni. Með rúmlega 30% aukingu gisti- nátta á sama tíma þarf engum að koma á óvart að nýting versni verulega. Þessar fjárfestingar getum við litið á sem tækifæri, a.m.k. að hluta, ef hægt er að nýta þær til frekari heildarvöraþróunar. Þar er ég að vísa til þess að ár- angur hefði að mínu mati orðið enn betri fyrr, ef enn frekar hefði verið unnið að fjármögnun vörannar í heild, þ.e. gistingar, afþreyingar, samgangna o.fl., og litið til stærri svæða í þvi sambandi. 60% af veltunni utan höfuð- borgarsvæðisins? Því er oft haldið fram af þeim sem best þekkja til að tekjur svæða af ferðaþjónustu séu í hlutfalli við fjölda gistinátta. Sé það svo má gera ráð fyrir að um 60% allra tekna í ferðaþjónustu á Islandi sem eru vegna eyðslu í landinu séu á landsbyggðinni en 40% á höfuðborgarsvæðinu og gæti hlutfallið í reynd verið hærra á landsbyggðinni þar sem hlutur sumarsins, þegar verð er hærra en að vetri, er miklu stærri á lands- byggðinni en í Reykjavík. Á þessu ári er því ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að veltan í ferða- þjónustu á landsbyggðinni verði a.m.k. 15-17 milljarðar. I ljósi þessa árangurs starfsfólks í ferðaþjónustu á landsbyggðinni hlyti það að hljóma undarlega í eyram ókunnugra að tala um landsbyggðarvanda í ferðaþjónustu sem eitthvert samheiti þótt einstök svæði eða fyrirtæki búi eðlilega við mismunandi forsendur. Þess vegna hlýtur umræðan að snúast um það hvernig við í sam- einingu, opinberir aðilar og greinin á landinu öllu, nýtum tækifærin áfram til enn frekari atvinnusköp- unar og arðsemi. Höfundur er ferðnmálnstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.