Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 41 STOFNAÐ 1913 Útgefatidi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STARFISLENZKU OPERUNNAR ENDURSKIPULAGT Stjórn Islenzku óperunnar stefnir að því, að haustið 2001 verði ráðnir fimm til tíu söngv- arar í fast starf við óperuna. Ætlunin er, að ungir söngvarar geti fengið ráðningarsamning í eitt til tvö ár. Björn Bjarnason, menntamálaráð- herra, hefur lýst stuðningi við þessa ráðagerð, en samningar hafa að und- anförnu staðið við menntamálaráð- uneytið um starfsemi Islenzku óper- unnar næstu þrjú árin. Bjarni Daníelsson, óperustjóri, segir menntamálaráðherra hafa lýst stuðningi við áform stjórnar óper- unnar um markvissa uppbyggingu á samfelldri, fjölbreyttri og metnaðar- fullri starfsemi hennar næstu árin. Hann kvað þessa afstöðu ráðherrans afar mikilvæga fyrir íslenzku óper- una og gengju áætlanir eftir yrði brotið blað í atvinnusögu íslenzkra söngvara, því horfur væru á því, að í fyrsta sinn yrðu söngvarar ráðnir á Islandi í fullt starf til að syngja. Þessar ráðagerðir eru liður í end- urskipulagningu á starfi Islenzku óperunnar, en hún er einkafyrirtæki, sem rekið er með framlögum ríkis- ins, fyrirtækja og eigin tekjum af starfseminni. Styrktarfélagið hefur verið lagt niður, en í staðinn stofnað Vinafélag, svo og fulltrúaráð, sem fyrirtæki og einstaklingar standa að. Þessir aðilar velja stjórnina, sem hefur sérstakt listráð sér til ráðu- neytis um listræna stefnu og verk- efnaval. Nýr kafli er að hefjast í sögu ís- lenzku óperunnar. Það er sérstakt fagnaðarefni takist að tryggja starfsgrundvöll hennar til næstu framtíðar. Enginn vafi er á því, að Islenzka óperan er mikilvæg stoð í menningarlífi þjóðarinnar og því er það ánægjulegt, að menntamálaráð- herra er reiðubúinn að stuðla að efl- ingu á starfsemi hennar. Með bætt- um efnahag landsmanna á það að UMRÆÐUR UM Tvennt vakti athygli í umræðum á Alþingi um stefnuræðu Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, í fyrrakvöld. Annars vegar má fullyrða, að frá lýðveldisstofnun hefur enginn ís- lenzkur forsætisráðherra haft tilefni til að boða jafngóða tíð í fyrirsjáan- legri framtíð og Davíð Oddsson nú. Góðærið í landinu er slíkt, að nú er raunsætt að gera ráð fyrir að ríkið Ijúki við að greiða upp skuldir sínar á nokkrum árum. í því felst líka að tækifæri á að vera til þess á næstu árum að rétta hag þeirra, sem telja sig hafa borið skarðan hlut frá borði. Ljóst er að þrír þjóðfélagshópar ganga nú hart fram að ná fram bætt- um kjörum en það eru aldraðir, ör- yrkjar og kennarar. Við þessar aðstæður í stjórnmálum á stjórnarandstaðan erfitt um vik og augljóst að það skilar engum árangri að reyna að draga upp dökka mynd af stöðu efnahagsmála þjóðarinnar á sama tíma og allur almenningur hef- ur allt aðra sýn á sína daglegu til- veru. Þess vegna er skynsamlegra vera kleift. Sönglistin hefur alla tíð átt marga aðdáendur hér á landi og ótrúlegur fjöldi um allt land tekur þátt í söngstarfsemi. Nægir að nefna starfsemi kóranna, karlakóra, kvennakóra, barnakóra, kirkjukóra og blandaða kóra og svo má lengi telja. Auk áhugafólks um óperutón- list og allra þeirra, sem koma að tónlistarflutningi með einum eða öðrum hætti. Ráðamenn geta því gengið út frá því sem vísu, að eíling Islenzku óperunnar mun njóta vel- þóknunar stórra hópa landsmanna. Fastráðning ungra söngvara er mikið framfaraskref, því fram til þessa hafa þeir ekki eygt önnur starfstækifæri en við erlend óperu- hús. Þar er ekki á vísan að róa, þótt fjölmargir íslenzkir söngvarar hafi gert garðinn frægan á erlendum óp- erusviðum. Og gera enn, því ótrúleg- ur fjöldi framúrskarandi söngvara okkar starfar erlendis. Með eflingu íslenzku óperunnar eiga þeir í það minnsta möguleika á að koma heim til að syngja öðru hverju. Sigurliði Kristjánsson, kaupmað- ur, og Helga Jónsdóttir, kona hans, lögðu grunn að stofnun íslenzku óp- erunnar með dánargjöf sinni, sem m.a. var notuð til að kaupa hús Gamla bíós við Ingólfsstræti. Allt frá stofnun hefur hún náð að heilla áheyrendur með ágætum sýningum, jafnvel frábærum. En frumbýlisárin hafa kostað gífurlega vinnu og fórn- ir, sem óperuunnendur fá seint þakk- að. Fjölmörg nöfn má nefna þar til sögunnar, en á engan er hallað þótt nefnd séu nöfn tveggja frumkvöðla, óperusöngvaranna Garðars Cortes og Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. íslenzka óperan er tuttugu ára um þessar mundir, en hún var formlega stofnuð 3. október 1980. Það er því við hæfi, að á þessum tímamótum verði stigin ný framfaraskref í starfi hennar. STEFNURÆÐU fyrir stjórnarandstöðuflokkana að leggja áherzlu á ýmiss konar um- bótamál fremur en að tala af svartsýni um framtíðina, sem engin rök eru fyrir. Hins vegar sýndi ræða Páls Pét- urssonar, félagsmálaráðherra, að mikill munur er á afstöðu hans og Halldórs Ásgrímssonar, utanríkis- ráðherra, til Evrópumála. Það kemur ekki á óvart. Þótt utanríkisráðherra hafi ekki lýst því yfir að hann vilji að íslandi sæki um aðild að ESB hnígur málflutningur hans í þá átt. Talsmenn Framsóknarflokksins leggja nú áherzlu á, að markmið flokksins sé það eitt að taka Evrópu- málin til umræðu og að þeir hafi opna afstöðu til framhaldsins. Og vel má vera að það sé rétt, þótt hinn al- menni borgari hafi skynjað málflutn- ing bæði utanríkisráðherra og fleiri með öðrum hætti. Umræðurnar sýna hins vegar þá óbreyttu stöðu, að rökin fyrir því að sækja um aðild eru ekki fyrir hendi og þær þjóna út af fyrir sig þeim til- gangi að undirstrika þann veruleika. Fyrstu kappræður forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum því að segja að hann myndi velja dómara sem dæmdu eftir lögun- um, enda væri það hlutverk dóm- ara. Gore myndi hins vegar velja dómara sem teldu það hlutverk sitt að móta stefnu í málum, en það væri með réttu löggjafar- valdsins. Gore sagði hættulegi'a að líta einstrengingslega á laga- bókstafinn, því þjóðfélagið sætti sífelldum breytingum. Gore með staðreyndir á hraðbergi Gore var í essinu sínu þegar kom að utanríkismálunum. Fram- bjóðendurnir voru sammála um að Bandaríkin ættu ekki að beita valdi til að koma Milosevic frá völdum í Júgóslavíu, en Gore not- aði tækifærið og rifjaði upp stöðu mála í landinu og rak hvergi í vörðurnar. Bush fór sér hægar og forðaðist að nafngreina aðrar persónur og leikendur en Milos- evic sjálfan, líklega vel meðvit- aður um að honum hefur oft vafist tunga um tönn þegar erlenda stjórnmálamenn ber á góma. Honum tókst hins vegar að koma að nöfnum bandarísku hers- höfðingjanna Norman Schwarz- kopf og Colin Powell, sem báðir eru vinsælir menn í heimalandi sínu og fylgismenn Bush. Gore lét því ekki ósvarað og minnti á að hann hefði gegnt herþjónustu í Víetnam. Hann hefði talið það skyldu sína, þrátt fyrir að vera andvígur stríðinu, því annars hefði einhver þurft að fara í sinn stað. Hann sleppti því að minna kjósendur á að Bush fór aldrei til Víetnam heldur sinnti herþjón- ustu sinni heima í Texas. I lok kappræðnanna sagði Bush að Gore væri ekki treystandi til að vinna að umbótum í fjármögnun kosningabaráttu í Bandaríkjun- um. Hann skaut líka skoti að Jan- et Reno dómsmálaráðherra þegar hann sagðist sjálfur ætla að velja dómsmálaráðherra sem tæki fast á brotum á lögum um fjárframlög. Gore sagðist ekki ætla að taka þátt í persónulegum árásum eða einblína á gömul hneykslismál. Hann sagði kjósendum að það mætti vel vera að hann væri ekki mest spennandi stjórnmálamaður sem hægt væri að finna, en hann myndi vinna vel. Að kappræðunum loknum þótti ljóst að hvorugur frambjóðandinn hefði farið með sigur af hólmi, þótt líklega hafi þær komið því til skila að stefnumál þeirra eru gjörólík að mörgu leyti. Gore þótti hafa staðið sig betur í upptalningu staðreynda, sem hann hafði alltaf á hraðbergi, hvert sem málefnið var. Bush þótti hins vegar hafa tekist að sýna fram á að hann væri forsetastarfinu vaxinn, þrátt fyrir að hann væri ekki eins skól- aður í tilsvörum og varaforsetinn. Hann nýtti sér þann mun reyndar til að draga upp mynd af sjálfum sér sem ferskari kosti en Gore, sem væri niðurnjörvaður í gamlan hugsanahátt. Gore tók líka þá áhættu að virðast yfirlætisfullur með því að stynja oft þungan þeg- ar Bush talaði. Varaforsetaefnin mætast Varaforsetaefnin Joseph Lieb- erman og Dick Cheney hittast í kappræðum á fimmtudagskvöld og nú líta fréttaskýrendur til þess fundar með eftirvæntingu. Kannski varaforsetaefnunum tak- ist það sem forsetaefnunum tókst ekki á þriðjudagskvöld, að sann- færa óákveðna kjósendur um hvor sé betri kosturinn. Ef ekki, þá eiga þeir Bush og Gore eftir að hittast tvisvar í viðbót, 11. og 17. október. George W. Bush var í stöðu Kennedys að því leyti að hann þurfti að sanna fyrir áhorfendum að hann gæti valdið forsetaemb- ættinu, líkt og Jimmy Carter þurfti að gera 1976, Ronald Reag- an 1980 og Bill Clinton 1992. Fréttaskýrendur telja að honum hafi tekist það, en Gore hafi vissu- lega verið með fleiri og nákvæm- ari staðreyndir á takteinum. Hvor þeirra nýtur góðs af á lokasprett- inum á eftir að koma í ljós. Bjartsýnn á fram- tíð þýzk-íslenzkra vináttutengsla Reuters A1 Gore, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni demdkrata, og George W. Bush, forsetaefni repúblikana, á kappræðufundinum í Boston. Skildu jafnir eftir ágæta frammistöðu Fjölmargir kjósendur í Bandaríkjunum hafa sýnt væntanlegum forsetakosningum þar lítinn áhuga, en á þriðjudagskvöld settust þeir niður við sjónvarpið og fylgd- ust með fyrstu kappræðum frambjóðenda demókrata og repúblikana, AI Gore og George W. Bush. Ragnhildur Sverrisdótt- ir fylgdist með 90 mínútna kappræðunum sem taldar voru geta ráðið úrslitum um hvor ynni hug og hjarta óákveðinna kjós- enda. Keppendur skildu hins vegar jafnir. AÐ var ekki að ástæðu- lausu sem bundnar voru vonir við að kappræður Bush og Gore yrðu með hressilegra móti. í skoðanakönn- unum eru frambjóðendurnir hnífjafnir og ekki hefur verið jafn- mjótt á mununum svo skömmu fyrir kosningar síðan árið 1960, þegar Richard Nixon og John F. Kennedy tókust á. Þá réðu sjón- varpskappræðurnar úrslitum, því það fólk sem hafði talið Kennedy of ungan og reynslulítinn hreifst af honum. Sveittur og brúnaþung- ur Nixon varð að láta í minni pok- ann. Það er hins vegar athyglis- vert að þeir kjósendur sem eingöngu hlustuðu á mál fram- bjóðendanna í útvarpi töldu marg- ir að Nixon hefði staðið sig betur. Allt frá frægum átökum Nixons og Kennedys hefur sjónvarps- kappræðna frambjóðenda verið beðið með eftirvæntingu. Núna vita frambjóðendur að sjálfsögðu hve ímynd þeirra skiptir miklu máli og gæta þess að vera hvorki of brúnaþungir né glaðlegir úr hófí. Báðir voru þeir Bush og Gore „forsetalega“ klæddir í svört jakkaföt, hvítar skyrtur með rauð bindi. Og til að koma í veg fyrir að frambjóðendur svitni er hita- stiginu í salnum, þar sem kapp- ræðurnar fara fram, vandlega stjórnað. Á þriðjudagskvöld varð hitinn aldrei hærri en 18 gráður, þrátt fyrir að salurinn væri fullur af fólki og skær ljós lýstu á fram- bjóðendur í pontu. Deilt um tekjuafgang ríkisins Strax í upphafi kom í ljós að Gore ætlaði sér ekki að ráðast persónulega að Bush, en hann hefur einmitt sætt nokkurri gagn- rýni fyrir að vera of blóðþyrstur í kappræðum, til dæmis hafi hann gengið mjög nærri Bill Bradley í forkosningunum. Gore vildi t.d. ekki segja að hann teldi Bush of reynslulítinn í embættið. „Ég hef ekki efast um reynslu hans, held- ur stefnumálin,“ sagði varaforset- inn. Bush vísaði ítrekað til reynslu sinnar sem ríkisstjóri í Texas, þar sem hann hefði þurft að taka margvíslegar, mikilvægar ákvarð- anir. Hann lagði einnig áherslu á að hann væri rétti maðurinn til að breyta því sem breyta þyrfti í Washington, því hann væri ekki innanbúðarmaður þar. Kappræðurnar snerust að miklu leyti um hvernig fram- bjóðendur vildu eyða tekjuafgangi ríkisins. Þar lagði Bush mikla áherslu á að hann teldi skattgreið- endur eiga að njóta góðs af með skattalækkunum, en Gore gagn- rýndi mjög áform Bush og sagði þau koma hinum auðugustu mest til góða, um leið og þau drægju máttinn úr menntakerfinu og heil- brigðiskerfinu. Bush svaraði með því að benda á, að góð staða i efnahagslífinu hefði komið Clinton og Gore til góða, en þeir hefðu ekki skipt efnahagslífið eins miklu máli. Gore neitaði þessu og sagði að almenningur hefði líka lagt hart að sér fyrir 8 árum, en þá hefði sú mikla vinna ekki skilað sama árangri og nú. Bush stendur reyndar ekki vel að vígi þegar efnahagsmálin eru til umfjöllunar, því hann á skiljan- lega erfitt með að sannfæra kjós- endur um nauðsyn þess að víkja þeim frá völdum sem stjórnað + hafa á einu mesta hagsældar- skeiði þjóðarinnar. Orkumál, fóstureyðingar og hæstiréttur Orkumál bar á góma, enda hafa þau verið ofarlega á baugi í Bandaríkjunum líkt og annars staðar vegna mikilla hækkana á eldsneytisverði. Bush sagði að nú- verandi ríkisstjórn hefði ekkert lagt af mörkum til að bæta þar úr og tími væri kominn til að hleypa öðrum að. Gore sagði nauðsynlegt að líta til endurnýjanlegrar orku og sagðist ekki vilja fórna nátt- úruperlum í þágu risaolíufyrir- tækja, líkt og Bush vildi gera með því að leyfa vinnslu í friðlandi í Al- aska. Bush sagði nauðsynlegt að líta til hagsmuna neytandans og Bandaríkjamenn yrðu að losa um það tangarhald sem erlendir ol- íuframleiðendur hefðu á þeim. Fóstureyðingar voru ræddar í tilefni þess að bandaríska lyfjaeft- irlitið heimilaði að neyðargetnað- arvarnarpillan yrði sett á markað. Bush, sem er yfirlýstur andstæð- ingur fóstureyðinga, sagðist að- spurður ekki telja að forsetinn gæti breytt þeirri ákvörðun upp á sitt einsdæmi. Gore hélt því fram að Bush myndi reyna að beita áhrifum sínum til að lyfjaeftirlitið drægi ákvörðun sína til baka, en Bush sagði mikilvægara að breyta viðhorfi fólks til fóstureyðinga. Frá fóstureyðingum barst talið að skipan hæstaréttardómara. Gore sagði að Bush myndi án efa velja dómara sem væru andvígir fóstureyðingum og þeir myndu snúa við úrskurði réttarins frá 1973 sem tryggði konum rétt til fóstureyðinga. Bush svaraði með Ljósmynd/Auðunn Arnórsson Max Adenauer í stofunni heima hjá sér í Köln. A hillunni í baksýn sést mynd af föður hans, Konrad. s Max Adenauer, aldursforseti ræðismanna Islands, níræður Max Adenauer, kjör- ræðismaður Islands í Köln, gerðist mikill Is- landsvinur snemma á ævinni en hann varð ní- ræður á dögunum. Auðunn Arnórsson hitti hann að máli á heimavelli í Köln. ÞEGAR dyrabjöllunni er hringt við hliðið að húsinu nr. 16 við Spitzwegstræti í rólegu íbúðarhverfi í vest- urhluta Kölnar kemur hávaxinn og grannur, virðulegur jakkafata- klæddur maður, hvítur fyiir hær- um, rólegum en öruggum skrefum út úr húsinu að hliðinu og opnar fyr- ir komumanni. Max Adenauer er sláandi líkur hinum fræga föður sín- um, Konrad, fyrsta kanzlara eftir- stríðs Þýzkalands sem bar höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálamenn á fyrstu áratugum þýzka sambands- lýðveldisins. Á sama tímabili og Adenauer eldri stjórnaði Vestur-Þýzkalandi gegndi Ádenauer yngri einnig mik- ilvægu embætti. Hann var yfirmað- ur stjórnsýslunnar í Köln, svo- kallaður „Óberstadtdirektor“ sem er embætti sem síðar var lagt niður. ,Á hernámssvæði sínu komu Bretar á því kerfi stjórnsýslu sem þeir töldu bezta, þ.e. þá sem þeir þekktu heiman frá sér. Áð brezkum sið var því stjórnun stjórnsýslunnar aðskil- in frá valdsviði pólitískt kjörinna forystumanna hennar. Þetta leiddi að sjálfsögðu til ýmiss konar árekstra og kerfinu var breytt aft- ur,“ segir Adenauer til skýringar. Síðustu ár stai'fsævi sinnar vann hann sem bankastjóri í Köln. Kjörræðismaður Islands í 20 ár Adenauer segist síðast hafa kom- ið til íslands fyrir tveimur ánim, þá í sína sjöundu eða áttundu ferð til landsins norður í höfum sem honum er svo kært. Árið 1992 var hann í fylgdarliði Richards von Weizsáck- ers, þáverandi forseta Þýzkalands, er hann kom í opinbera heimsókn til Islands. Adenauer er fæddur í Köln 22. september 1910 og er af þeirri kyn- Max Adenauer með íslenzku sendiherrahjónunum í Þýzkalandi, þeim Ingimundi Sigfússyni og Valgerði Valsdóttur. slóð Þjóðverja sem hlaut sín fyrstu kynni af Islandi í gegnum lestur Nonnabókanna í æsku. Hann segist hafa borið sterkar taugar til lands- ins alla tíð síðan og hann er enn for- maður íslandsvinafélagsins í Köln og nágrenni. Kjörræðismaður Is- lands hefur hann verið frá árinu 1980. Það er því óhætt að segja að fáir, ef nokkur, hafi betri yfirsýn yf- ir tengsl Islands og Þýzkalands á 20. öldinni en hann. „Ég veit ekki um neitt sem skygg- ir á samband Islands og Þýzka- lands. Samkomulagið er með bezta móti á öllum sviðum. Þjóðverjum er Island mjög kært, ekki sizt sem ferðamannaland.... Ég tel að ferða- mannaþjónusta á íslandi eigi eftir að þróast æ meir framávið. En svo er það menning Islendinga sem við Þjóðverjar höfum miklar mætur á. Okkur finnst mikið til þess koma, að á Islandi búi þjóð sem leggur mikið upp úr því að eiga sjálfstætt menn- ingarlíf; að Islendingar reyni að halda erlendum áhrifum á tungu sína sem mest í skefjum. Mér finnst það hvernig íslendingai- umgangast tungu sína vera öðrum þjóðum til fyrirmyndar," segir Adenauer. Skipting Þýzkalands var ónáttúruleg Nú, þegar Þjóðverjar minnast þess að tíu ár eru liðin frá samein- ingu landsins eftir yfir 40 ára sundr- ungu þjóðarinnar, hefur Adenauer frá miklu að segja. „Stærstan hluta lífs míns hef ég búið í óskiptu Þýzkalandi," segir hann. „Fyrir fólk af minni kynslóð var skipting landsins ekkert annað en eitthvað mjög svo ónáttúrulegt. Stefna okkar, viðleitni og þrár mið- uðu allar að því að sjá landið samein- að á ný. Það var hins vegar ekki sama undir hvaða formerkjum sam- einingin yrði að veruleika - skilyrði var að það gerðist „í friði og frelsi" eins og það var orðað - það mætti ekki gerast þannig að úr yrði bolsévískt einræðisríki [þ.e. á for- sendum Stalíns, sem „bauð“ sam- einingu árið 1953]. Ég stend heils hugar bak sameiningarinnar eins og hún varð að veruleika og þess að Berlín skyldi aftur verða höíúðborg landsins," segir Adenauer af mikilli sannfæringu. Hann hefur líka ákveðnar hug- myndir um það hvaða hlutverki Þýzkaland gegnir í Evrópu. „Þýzkaland liggur milli Vestur- og Áustur-Evrópu. Það liggur í hlutarins eðli að landið verður að gegna miðlunarhlutverki milli hinna ólíku menningarheima í vestan- og austanverðri álfunni. Ég skynja land mitt sem hluta samfélags Evrópuríkja." Þetta sé mikilvægt að hafa í huga nú þegar fyrir dyrum stendur að Evrópusambandið taki ríki Mið- og Austur-Evrópu inn í sínar raðir. Og hann liggur heldur ekki á skoðunum sínum um hvernig hann telji hag Islands í Evrópu bezt borg- ið. „Mér finnst það rétt að íslanó, hvað Evrópusamstarfið snertir, lýsi sig virkan þátttakanda í því en hafi í leiðinni hagsmuni þjóðaxinnar ávallt að leiðarljósi. Það er mín persónu- lega sannfæring, að íslendingar eigi að leysa hvern þann vanda sem við er að etja í landinu í samræmi við eigin dómgreind og mat á aðstæð- um,“ segir Adenauer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.