Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bandaríkiii og Samtök Amerrkuríkja heita stuðningi við lýðræðislegar umbætur í Perú Enn ríkir óvissa um framtíð Perú Atburðarásin í Perú hefur verið hröð und- anfarnar vikur, eða allt frá því að forseti landsins Alberto Fujimori sá sig knúinn til að boða til kosninga 1 kjölfar hneykslismáls. Margrét Björgúlfsdóttir kannaði viðtökur og viðbrögð bandarískra stjórnvalda. AP Kona heldur á ruslapoka með myndum af Alberto Fujimori, forsela Perú, og Vladimiro Montesinos, fyrrverandi yfirmanni leyniþjónustunn- ar, á mdtmælafundi við byggingu varnarmálaráðuneytisins í Lima. PAÐ hefur ekki ríkt lognmolla í kringum Alberto Fujimori, forseta Perú, frá valdatöku hans fyrir tíu ár- um. Með stuðningi hersins tókst honum að knésetja skæruliða og uppræta eiturlyfjahringi, en einræð- islegir tilbm-ðir og misbeiting hinnar illræmdu leyniþjónustu undir stjórn hans nánasta samstarfsmanns, Vladimiro Montesinos, hafa bakað honum óþökk annarra Ameríku- ríkja. Fyrir tæpum mánuði óraði þó engan fyrir að endalok vaidatíðar Fujimori væru í sjónmáli. Þrátt fyrir fyrrum samstarf við ríkisstjórn Perú, hafa Bandaríkin ekki farið leynt með álit sitt á meintu kosningasvindli í maí, sem tryggði Fujimori þriðja kjörtímabil- ið sem forseti Perú. Bandarísk stjórnvöld voru tilbúin að beita efna- hagslegum refsiaðgerðum, en féllu frá þeirri ákvörðun vegna þess að aðrir meðlimir Samtaka Ameríkur- íkja (OAS) voru ekki reiðubúnir að ganga svo langt. Til málamiðlunar sendi OAS frá sér yfirlýsingu, þar sem stjómvöld í Perú vom hvött til að koma á lýðræðislegum umbótum. í ljósi þess að Fujimori hefur boðað til kosninga, hefur þessi yfirlýsing þó öðlast aukið mikilvægi. I tengslum við árþúsundafund Sameinuðu þjóðanna í New York í september, funduðu utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, Madeleine AI- bright, og öryggisráðgjafi Banda- ríkjaforseta, Sandy Berger, með Fujimori og þrýstu fast á hann að endurreisa lýðræði í Perú. Sam- skipti landanna tveggja voru nokkuð náin þar til nýlega, sérstaklega í baráttunni við fíkniefnaframleiðend- ur, en ólýðræðislegir stjómarhættir Fujimori og afskipti leyniþjónust- unnar af stjórnarandstöðunni hafa breytt afstöðu Bandaríkjamanna. Það var þó ekki fyrr en myndband sem sýnir Montesinos múta þing- manni var gert opinbert að Fujimori sá sig knúinn til aðgerða. Öllum að óvömm ávarpaði hann þjóðina 16. september og boðaði til kosninga á næsta ári og tilkynnti að hann yrði ekki í framboði. í kjölfar yfirlýsingar Fujimori skall ekki aðeins á pólitísk kreppa, heldur virtist stjórnarbylting yfir- vofandi í Perú. Annars vegar hótuðu yfii-menn hersins hliðhollir Montes- inos valdaráni, og hins vegar krafð- ist stjórnai'andstaðan tafarlausrar afsagnar forsetans. Fujimori sendi Montesipos, sem lengi hafði verið nánasti aðstoðarmaður hans, í út- legð til Panama og lofaði að leggja niður leyniþjónustuna. Og að laun- um fyrir að koma Montesinos undan má segja að hann hafi hlotið stuðn- ingsyfirlýsingu frá hemum. Þetta gekk þó ekki átakalaust fyrir sig og leiðtogar nokkurra OAS ríkja, þar með talinn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, urðu að leggja sitt af mörkum til að sannfæra yfirvöld í Panama um að veita Montesinos tímabundið dvalarleyfi í landinu. Stjórnvöld í Panama em reyndar enn að íhuga hvort hann fái pólitískt hæli og á meðan bíður herinn átekta í Perú. Óvænt uppákoma En Fujimori heldur áfram að koma á óvart og það kom banda- rískum stjórnvöldum í opna skjöldu þegar hann með aðeins sólarhrings fyrirvara tilkynnti komu sína til Washington 28. september. Það má vera ljóst að tilgangurinn með heim- sókn forsetans var tvíþættur, að sýna að þrátt fyrir þrálátan orðróm um yfirvofandi valdarán færi hann enn með völd heima fyrir og að tryggja alþjóðlegan stuðning við áætlun hans um að gegna forsetæ embættinu fram yfir kosningar. I stuttu máli má segja að hann hafi haft erindi sem erfiði. Fyrst fundaði Fujimori með aðal- ritara OAS, Cesar Gaviria, í höfuð- stöðvum samtakanna í Washington. Gaviria sagði síðan á fréttamanna- fundi að undirbúningur kosninga væri hafinn og að samkomulag hefði náðst milli allra aðila um að tilkynna dagsetningu þeirra ekki seinna en 15. október. Gaviria lagði ennfremur áherslu á að OAS myndi hafa yfir- umsjón með ferlinu og að það væri eina leiðin til að tryggja lýðræði í Perú. Hann staðfesti orðróm um valdarán, en bætti við að hann ætti ekki von á öðru en að herinn myndi styðja stjómarskrána. Það sýnir hversu miklar áhyggjur bandarísk stjórnvöld hafa af ástand- inu í Perú að bæði utanríkisráðherr- ann og öryggisráðgjafi Hvíta húss- ins veittu Fujimori áheyrn sl. föstudag. Að afstöðnum fundarhöld- um með Albright var Fujimori fá- máll en sagði þó við fréttamenn „að stöðugleiki og Iýðræði yrðu tryggð í Perú“. Að sögn talsmanns utanrikis- ráðuneytisins, tjáði Albright Fuji- mori í byrjun fundarins að hann hefði tekið rétta ákvörðun að kalla til kosninga og hún hvatti hann jafn- framt til að nota mánuðina fram að kosningunum til þess að tryggja lýð- ræðislegar umbætur í landinu. Háttsettur embættismaður Hvíta hússins sagði í samtali við Morgun- blaðið að loknum fundi Bergers og Fujimoris að bandarísk stjórnvöld fögnuðu yfirlýsingu Fujimoris um að efna til nýrra kosninga og styrkja lýðræði í Perú. „Hann mun njóta stuðnings okkar svo framarlega sem hann heldur áfram á þessari braut.“ Embættismaðurinn sagði ennfrem- ur, „það leikur lítill vafi á að Fuji- mori vill ekki hrökklast frá völdum með smán. Hann vonast að sín verði minnst sem leiðtoga sem kæfði nið- ur uppreisn skæruliða, endurreisti efnahag landsins og leiddi Perú inn á braut lýðræðis áður en hann dró sig í hlé. Og til þess að ná þessu markmiði fram hefur hann leitað eftir stuðningi OAS. Það sem skiptir mestu máli nú er að OAS fái að vinna með öllum aðilum og að sátt náist um undirbúning og fram- kvæmd kosninganna". Brothætt lýðræði Það má leiða líkur að því að Fuji- mori hafi leitað eftir frekari hjálp við að tryggja Montesinos pólitískt hæli í Panama á fundum sínum í Washington. Æðstu hershöfðingjar eru enn taldir hliðhollii’ Montesinos og hann hefur hótað að gera um 3.500 myndbönd í sinni vörslu opin- ber ef hann fær ekki hæli, sem án efa myndu skaða fjölmarga stjórn- málamenn og skapa ringulreið í Perú. Aðspurður um yfii’vofandi hættu á valdaráni sagði heimilda- maður Morgunblaðsins að herinn hefði gefið út yfirlýsingu um stuðn- ing við stjórnarskrána. „En við höf- um áhyggjur af afstöðu hersins, sér- staklega á meðan mál Montesinos er enn óleyst.“ Fujimori bíður erfitt verk heima fyrir. Flokksbandalag hans hefur misst meirihluta á þinginu og hann verður nú að biðla til stjórnarand- stöðunnar að samþykkja stjórnar- skrárbreytingu til þess að boða til almennra kosninga. Upphaflega fór stjórnarandstaðan fram á að forset- inn segði strax af sér, en sá tónn hef- ur breyst á síðustu dögum. Þingið samþykkti á föstudaginn að leggja niður leyniþjónustuna og samkomu- lag hefur náðst um að tilkynna form- lega um kosningar ekki seinna en 15. október. Vafalaust hafa pólitískir andstæð- ingar Fujimoris áttað sig á því að það er betra að sitja uppi með hann í nokkra mánuði, heldur en að herinn hrifsi til sín völdin. Pútin kveðst vilja samstarf við Indverja í baráttunni við hermdarverkamenn Andvíg’ur er- lendri íhlutun í Kasmír-deilunni AP Vladímír Pútín Rússlandsforseti og eiginkona hans, Ludmyla, við Taj Mahal-grafhýsið í Agra á Indlandi. Nýju Delhí. AFP. VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, ávarpaði þing Indlands í gær og sagði að aðeins yrði hægt að leysa deiluna um Kasmír með við- ræðum milli Indverja og Pakistana og án íhlutunar annarra ríkja. Hann kvaðst ennfremur styðja tillögu ind- versku stjórnarinnar um að Rússar og Indverjar hæfu samstarf í bar- áttunni við íslamska hermdarverka- menn, t.a.m. í Kasmír og Tsjetsjníu. Pútin sagði að rússnesk stjórn- völd hefðu áhyggjur af átökunum í Kasmír og hemaðarlegu spennunni milli Indlands og Pakistans. „Þetta mál verður aðeins hægt að leysa með tvíhliða viðræðum og mála- miðlun sem byggist á algjörri virð- ingu fyrir markalínunni [sem skipt- ir Kasmír í tvennt] og með því að koma í veg fyrir íhlutun eríendra ríkja," sagði forsetinn. Indverjar saka Pakistana um að hafa kynt undir aðskilnaðarbaráttu múslíma á indverska yfirráðasvæð- inu í Kasmír sem hefur kostað 34.000 manns lífið frá 1989. Ind- verska stjórnin er andvíg alþjóð- legri milligöngu um friðarviðræður og tillögu Pakistana um að Samein- uðu þjóðirnar standi fyrir þjóðara- tkvæðagreiðslu í Kasmír um fram- tíð landsvæðisins. Pútín kvaðst ennfremur styðja tillögu Indverja um samstarf í bar- áttunni við aíþjóðleg hryðjuverka- samtök. „Sama fólkið skipuleggur hryðjuverkaái’ásir frá Filippseyjum til Kosovo, meðal annars í Kasmír, Afganistan og Kákasushéruðunum í Rússlandi." Pútín kvaðst ennfremur vona að Indverjar sæju sér fært að undir- rita samninginn um bann við út- breiðslu kjarnavopna. Rússar hafa hvatt Indverja til að undirrita þann samning og samninginn um algert bann við kjarnorkusprengingum í tilraunaskyni frá því Indverjar hófu kjarnorkutilraunir árið 1998. Samið um vopnakaup og hernaðarsamstarf Indverskir og rússneskir emb- ættismenn undirrituðu einnig samninga um kaup Indverja á rúss- neskum skriðdrekum og orrustu- þotum. Samkvæmt einum samn- inganna fá Indverjar rússneskt flugvélamóðurskip gefins en þurfa að greiða fyrir standsetningu þess og talið er að það kosti andvirði 62 milljarða króna. Ríkin undirrituðu einnig víðtæk- an samning um hernaðar- og tækni- legt samstarf og annan um sam- starf á sviði „friðsamlegrar nýtingar kjarnorku". Sonur Su- hartos ekki náðaður Jakarta. AFP. ABDURRAHMAN Wahid, forseti Indónesíu, aftók í gær að veita yngsta syni Suhartos, fyrrverandi forseta, sakaruppgjöf en hann var nýlega dæmdur í fangelsi í hálft ann- að ár fyrir spillingu. „Nei, nei,“ svaraði Wahid er fréttamenn spurðu hvort hann hygð- ist verða við beiðni Hutomo „Tommy“ Mandala Putra um náðun en hann er sá fyrsti og eini úr Suhar- to-fjölskyldunni, sem játað hefur spillingu og verið dæmdur. Hann gengur þó enn laus og verður ekki færður í fangelsi fyrr en náðunar- beiðninni verður svarað formlega. Fór hann einnig fram á það við for- setann, að sekt, sem hann var dæmd- ur til að greiða, nærri 300 milljónir ísl. kr., yrði látin niður falla. Fréttaskýrendur í Indónesíu og mörg samtök þar í landi hafa varað við því, að Tommy verði veitt sakar- uppgjöf og segja, að það gæti valdið mikilli ókyrrð í landinu. Ekki síst vegna þess, að dómstóll í Jakarta, höfuðborginni, hefur vísað frá spill- ingarákærum á hendur föður hans, Suharto, en læknar hafa úrskurðað, að hann sé of heilsuveill til að koma fyrir rétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.