Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 13
MORGUNB LAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 1 3
FRÉTTIR
Hæstiréttur í máli fyrrverandi starfsmanna ÍS
IS gat ekki lofað skatta-
legri meðferð dagpeninga
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
dóm héraðsdóms um skattalega
meðferð dagpeninga sem greiddir
voru starfsmanni Islenskra sjávar-
afurða (nú SIF) þegar fyrirtækið
vann að svokölluðu Kamehatkaverk-
efni í Rússlandi. Starfsmaðurinn var
ósáttur við að ríkisskattstjóri skyldi
aðeins heimila 15% frádrátt af
greiddum dagpeningum og sagði að
IS hefði ráðið starfsmenn til verk-
efnisins á þeim forsendum að dag-
peningagreiðslur væru skattfrjálsar.
Hæstiréttur segir að forsvarsmenn
ÍS hafí ekki verið bærir til að lofa
ákveðinni skattalegri meðferð dag-
peninga og því gæti starfsmaðurinn
ekki átt rétt á efndabótum frá fyrir-
tækinu þótt talið yrði að þetta hefði
verið forsenda ráðningarsamnings-
ins. Maðurinn starfaði sem skipaeft-
irlitsmaður á Kamchatka frá því í
mars 1996 fram í desember sama ár.
Hann átti að hafa 200.000 krónur í
föst laun á mánuði, en auk þess um
9.500 krónur á dag í dagpeninga,
ferðakostnað til og frá Islandi, hús-
næði með öllum húsbúnaði, rafmagni
og hita í Petropavlosk og IS sá hon-
um fyrir daglegum ferðum til og frá
vinnustað þar. Þá átti IS að greiða
honum útlagðan kostnað hans vegna
ferða, uppihalds, gistingar og ann-
arra nauðsynlegra starfstengdra út-
gjalda þegar hann væri að störfum
utan Petropavlosk.
í byrjun árs 1997 gáfu íslenskar
sjávarafurðh- hf. út og sendu áfrýj-
anda launamiða vegna launa-
greiðslna 1996. Samkvæmt þeim
nam fjárhæð greiddra dagpeninga
samtals tæpum 2,2 milljónum króna
og var tekið fram að af þeirri fjárhæð
væru rúmar 2 milljónir undanþegnar
staðgreiðslu. Fór maðurinn eftir
þessum upplýsingum við skattfram-
tal sitt 1997.
Skattstjóri krafði manninn um
frekari upplýsingar um dagpeninga-
greiðslur þessar í nóvember 1997 og
í apríl 1998 lét ríkisskattstjóri uppi
það álit að fallast mætti á 15% frá-
drátt af greiddum dagpeningum fyr-
ir þá starfsmenn IS sem starfað
höfðu á Kamchatka. Ekki skyldi fall-
ast á frekari frádrátt nema krafa um
slíkt væri studd með framlagningu
kostnaðargagna sem skattstjóri
mæti fullnægjandi. Á grundvelli
þessa hækkuðu skattskyldar tekjur
mannsins um rúmlega 1,8 milljónir
króna.
Hæstiréttur segir að farið hafi
verið með skattamál mannsins í sam-
ræmi við skattalög og ákvæði
stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Akvörð-
unin um skattlagninguna hafi verið
málefnaleg í alla staði og rétt að
henni staðið. Skattayfirvöld voru því
sýknuð af kröfu mannsins.
SÍF, sem var einnig stefnt í mál-
inu vegna ÍS, var sömuleiðis sýknað.
Hæstiréttur segir að yfirmenn ÍS
hafi ekki verið bærir til að lofa
ákveðinni skattalegri meðferð dag-
peninga. Hvorki ráðningarsamning-
urinn né önnur gögn málsins bæru
það með sér að félagið hafi tekið sér-
staka ábyrgð á að dagpeningarnir
væru frádráttarbærir frá tekju-
skatti.
Starfsstöðin var
á Islandi
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
ai-nh- Guðrún Erlendsdóttir, Har-
aldur Henrysson, Hjörtur Torfason,
Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf-
stein. Hjörtur skilaði sératkvæði.
Hann sagði það geta samrýmst
skattalögum að innlendir atvinnu-
rekendur semdu við starfsmenn sína
um greiðslu ferða- og dvalarkostnað-
ar eða dagpeninga, þegar þeir væru
sendir til stai’fa erlendis, þannig að
mótvirði greiðslna til starfsmanna
teldist skattfrjálst eða frádráttar-
bært frá tekjum, þótt um væri að
ræða meira en skamma dvöl í ein-
stökum erindagerðum. Skipti þá
mestu, hvort störfin væru tengd at-
vinnurekstrinum hér ó landi með
þeim hætti, að þau gætu talist unnin
héðan að undirstöðu til. I þessu til-
viki hafi vinnustaður mannsins, í
skilningi skattalaga, ekki verið í
Kamchatka, heldur hafi hann verið
ráðinn til vinnu á og frá íslandi.
Framkvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins um nýja kjördæmaskipan
Engar grund-
vallarbreytingar
á flokksstarfí
KJARTAN Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins,
kveðst ekki eiga von á því að breyt-
ingar á kjördæmaskipan muni hafa í
för með sér grundvallarbreytingar á
eðli starfsemi Sjálfstæðisflokksins.
Flokkurinn hafi hins vegar fullan hug
á því að nota þau tækifæri, sem gef-
ast með breyttri kjördæmaskipan, til
að taka upp ný vinnubrögð á ýmsum
sviðum og tryggja áfram öfluga þátt-
töku einstaklinga í flokksstarfinu.
í auglýsingu í Morgunblaðinu boð-
aði Sjálfstæðisflokkurinn stofnfundi
nýrra kjördæmisráða og er mark-
miðið m.a. að laga flokksstarfið að
hinni nýju kjördæmaskipan í landinu.
Kjördæmin munu stækka allmikið
við breytingar á kjördæmaskipan og
segir Kjartan að þar með raskist auð-
vitað að einhverju leyti þau mörk
sem gilt hafi í ýmsum formlegum ein-
ingum Sjálfstæðisflokksins.
Tryggja þurfi að ýmis ráð og
nefndir flokksins starfi áfram jafn
náið og vel saman og þau gerðu í
kjördæmi sem var minna og land-
fræðilega öðruvísi. Hann leggur hins
vegar áherslu á að fyrst og fremst sé
um aðlögun að ræða. „Það verður í
sjálfu sér engin grundvallarbrejhing
á starfsemi Sjálfstæðisflokksins,"
segir hann. „Við munum hins vegar
nota þetta tækifæri til að taka upp ný
vinnubrögð á ýmsum sviðum. Við
munum væntanlega reyna eins og við
getum að tryggja að samskipti
flokksins við flokksmenn, samskipti
þingmanna við kjósendur sína og
samskipti sveitarstjórnannanna við
kjósendur sína verði að minnsta kosti
jafngreið og þau eru í dag, og helst
greiðari og einfaldari."
Meginatriði að standa vel
að undirbúningi
Kjartan vill ekki taka undir það að
framtíðin sé að nokkru leyti óskrifað
blað vegna kjördæmabreytinganna.
Menn telji sig vita nokkum veginn
hvaða áhrif þær muni hafa. Meginat-
riði sé að standa vel að undirbúningi.
Einmitt þess vegna sé ráðist í það nú
að stofna ný kjördæmisráð, jafnvel
þó að ekki eigi að fara fram þingkosn-
ingar í landinu fyrr en eftir næstum
þrjú ár. „Þannig geram við ráð fyrir
því að komin verði töluverð reynsla á
starfið í þessum nýju kjördæmum.11
Segir Kjartan að Sjálfstæðisflokk-
urinn sé svo heppinn að búa að mjög
öflugu og traustu flokksskipulagi.
Seljusöngvari. Ljósmynd/Yann Kolbeinsson
Heiðatittlingur sem fannst á Suðurnesjum.
8,6 milljónir í bætur
vegna slyss í fótbolta
HERAÐSDOMUR Reykjavíkur
hefur kveðið upp þann dóm að ís-
lenska ríkinu verði gert að greiða
fyrrverandi slökkviliðsmanni á
Keflavíkurflugvelli 8.660.841 krónur
í bætur fyrir meiðsli er hann hlaut á
fótboltaæfingu í vinnutíma. Auk
þess fellur málskostnaður á ríkið,
þ.m.t. 892.127 króna þóknun lög-
manns slökkviliðsmannsins.
Slysið varð á fótboltavelli á Kefla-
víkurflugvelli sem lagður var með
vitund og vilja varnarliðsins og var
ætlaður til þess að slökkviliðsmenn
á Keflavíkurflugvelli gætu stundað
fótbolta utan dyra með það að
markmiði að þeir væru í líkamlegri
þjálfun sem hæfði starfinu. Var
þeim skylt að stunda líkamsrækt
með einhverjum hætti milli kl. 6 og 7
á kvöldin ef þeir voru á vakt.
Aðilar voru sammála um að stefn-
anda hefði orðið fótaskortur á vellin-
um umrætt sinn og hefði það valdið
áverka hjá honum um hægri ökkla.
Ekki var deilt um niðurstöðu ör-
orkunefndar þai- sem segir að var-
anlegur miski vegna slyssins sé 20%
og varanleg örorka 25%. En því var
haldið fram af hálfu ríkisins að slys-
ið yrði ekki rakið til sakai’ starfs-
manna varnarliðsins eða annarrar
áhættu er það bæri bótaábyrgð á
gagnvart stefnanda.
Ekkert kom fram er benti til þess
að slökkviliðsmenn á Keflavíkur-
flugvelli hafi verið varaðir við að
fara í fótbolta á fótboltavellinum að
kvöldi dags 28. ágúst 1996. Við
skýrslutöku hjá sýslumanninum á
Keflavíkurflugvelli sagði slökkviliðs-
maður, er stjómaði útiæfingum
þennan dag, m.a. að verulegur hvati
væri til að menn spiluðu fótbolta.
Var slökkviliðsmaðurinn því ekki
talinn hafa tekið augljósa áhættu á
eigin ábyrgð við að fara í fótbolta í
stað þess að gera eitthvað annað sér
til heilsubótar í þetta sinn eins og
byggt vai- á af hálfu stefnda sem hélt
því fram að slökkviliðsmanninum
hafi ekki verið skylt að fara á fót-
boltaæfingu - honum hefði verið
frjálst að velja einhverja aðra íþrótt.
Ágreiningur var með aðilum um
hvort fótboltavöllurinn hafi verið
þannig gerður, að hann væri hættu-
legri til íþróttaiðkunar en menn
ættu almennt að venjast. Af greinar-
gerð og vitnisburði sérfræðinga yrði
þó ráðið, að völlurinn sé óvenjulega
harður undir grassverðinum. Taldi
rétturinn allar líkur á því að harka
undirlagsins hefði valdið því að svo
fór sem fór og var varnarliðið því
talið bera ábyrgð á slysi stefnanda.
Frumvarp um 600 milljóna króna hækkun barnabóta lagt fram fljótlega
Dregið úr tekjutengingu
og eignatenging afnumin
Flækingar
á ferðinni
UNDANFARNAR vikur hefur bor-
ið mikið á evrópskum flækingsfugl-
um sem koma gjarnan til landsins á
haustin með hjálp austlægra vinda.
Að þessu sinni hefur óvenjumikið
af smáfuglum komið og er þetta
orðið eitt af bestu haustum siðustu
tutttugu ára hvað varðar komur
evrópskra smáfugla. Á myndunum
má sjá annars vegar seljusöngvara
sem náðist 1 net undir Eyjafjöllum,
en þessi evrópska söngvarategund
hafði fundist hcrlendis átta sinnum
áður. Hins vcgar hciðatittling, sem
fannst á Suðurnesjum, en það er
amerískur smáfugl skyldur þúfut-
ittlingi scm fannst nú í sjötta sinn.
Af evrópskum smáfuglum hefur
mest borið á netlu-, garð-, hettu- og
laufasöngvurum, grá- og flekku-
grípum og bókfinkum og hafa flest-
ir fuglarnir fundist undir Eyjaljöll-
um og í sveitum undir Vatnajökli.
RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið
að breyta barnabótakerfinu með
það að markmiði að draga úr tekju-
tengingu þess í samræmi við
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinn-
ar. „Jafnframt verða frítekjumörk
hækkuð og eignatenging afnumin.
Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi af
þremur komi til framkvæmda á
næsta ári. Þessar breytingar munu
koma öllu barnafólki til góða, eink-
um þó fólki með miðlungstekjur
eða lágar tekjur," segir í greinar-
gerð fjárlagafrumvarpsins fyrir
næsta ár.
Árni Kolbeinsson, ráðuneytis-
stjóri í íjármálaráðuneytinu, segir
ekki unnt að greina frá á þessu
stigi hvernig breytingin á barna-
bótunum verður útfærð.
Árni segir að tillagna um þessar
breytingar sé að vænta í frum-
varpsformi á íyrstu vikum þingsins.
Hækka um 1.500 milljónir
á þremur árum
I fjárlagafrumvarpinu er lagt til
að barnabætur hækki á næsta ári
um 600 milljónir kr. og verði 4.230
milljónir kr. á árinu 2001. Reiknað
er með að bæturnar hækki alls um
1.500 millj. kr. á tímabilinu 2001 til
2003 í samræmi við áform sem rík-
isstjórnin kynnti í tengslum við
gerð kjarasamninga á almenna
vinnumarkaðinum í mars sl.
Sá hluti yfirlýsingarinnar sem
laut að bai’nabótum er svohljóð-
andi:
„í samræmi við stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar verður tilhögun
barnabóta endurskoðuð með það
fyrir augum að draga úr tekju-
tengingu og hækka tekjuskerðing-
armörk barnabóta. Miðað er við að
þessar breytingar komi til fram-
kvæmda í þremur áföngum á ár-
unum 2001, 2002 og 2003 og feli
alls í sér um þriðjungs hækkun á
heildarfjárhæð barnabóta frá þvi
sem nú er.“
Tilhögun vaxtabóta
talin hvetja til óeðlilegrar
skuldasöfnunar
I athugasemdum fjárlagafrum-
varpsins er einnig fjallað um vaxta-
bótakerfið og segir þar að tilhögun
vaxtabóta hafi sætt nokkurri gagn-
rýni að undanförnu og hún jafnvel
verið talin hvetja til óeðlilegrar
skuldasöfnunar. Jafnframt hafi
vaxtabótakerfið þótt torskilið auk
þess sem tekju- og eignatenging
bótanna geti leitt til hárra jaðar-
skatta. Þá segir í frumvarpinu að
þessi atriði verði á næstunni tekin
til nánari skoðunar.