Morgunblaðið - 06.10.2000, Side 1
STOFNAÐ 1913
229. TBL. 88. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Stjórnarandstaðan í Serbíu tekur völdin í Belgrad - Ekki ljóst hvar Milosevic er niðurkominn
„Serbía hefur verið frels-
uð, lýðræðið hefur sigrað“
Belgrad. Reuters, AFP, AP.
AP
Lögregla reyndi að dreifa mannQöldanum, sem sótti að þinghúsinu, með því að skjóta að honum táragassprengjum. Fólkið gerði samt aðra atlögu að
húsinu og innan stundar gáfust lögreglumennirnir upp. Lögðu þeir flestir frá sér hjálmana og vopnin og gengu til liðs við mótmælendur.
„SERBÍA hefur verið frelsuð,
kommúnisminn er fallinn," sagði
Vojislav Kostunica, sem flestir
Serbar líta á sem
réttkjörinn for-
seta landsins, er
hann ávarpaði
mikinn mann-
fjölda, allt að
milljón manna,
sem hafði safnast
saman í Belgrad
til að krefjast af-
sagnar Slobod-
ans Milosevie,
forseta Júgóslavíu. Sagði Kostunica,
að Milosevic væri flúinn að heiman
og var orðrómur um, að hann hefði
flúið land en Zoran Djindjic, einn
leiðtoga stjórnarandstöðunnar,
sagði, að hann væri í bænum Bor í
Austur-Serbíu ásamt nánustu sam-
starfsmönnum sínum. Varaði hann
við því, að Milosevic kynni að vera
að leggja á ráðin um „valdarán".
„Serbía hefur verið frelsuð.
Kommúnisminn er fallinn, lýðræðið
hefur sigrað. Við erum nú að upplifa
síðustu fjörbrot Milosevic-stjórnar-
innar,“ sagði Kostunica en hann
hvatti fólkið til að vera um kyrrt þar
til yfir lyki. Bað hann það að fara
ekki út í auðmannahverfíð þar sem
Milosevic býr. „Hann er flúinn að
heiman,“ sagði Kostunica.
Afnám refsiaðgerða
Kostunica skoraði einnig á vest-
ræn ríki að aflétta strax refsiaðgerð-
um á Serbíu en lagði áherslu á, að
Serbar þyrftu hvorki aðstoð frá
Washington né Moskvu. Hubert
Vedrine, utanríkisráðherra Frakk-
lands, tilkynnti í gær, að Evrópu-
sambandið væri reiðubúið að aflétta
refsiaðgerðum á Serbíu og Bill
Clinton, forseti Bandaríkjanna,
sagði, að það yrði gert strax og ljóst
væri, að Milosevic væri farinn frá.
Lögreglumenn til liðs
við mótmælendur
Fólk fór að safnast saman í Bel-
grad strax í gærmorgun og komu
miklar bílalestir utan af landsbyggð-
inni. Fólkið, sem kom til að krefjast
GRÍÐARLEG spenna ríkti um hríð í
Belgrad í gær er andstæðingar
stjórnar Slobodans Milosevic for-
seta gerðu
áhlaup á þing-
húsið, en seint 1'
gærkvöldi var
ástandið orðið
rólegra. Morgun-
blaðið ræddi þá
símleiðis við
Þorkel Diego
Þorkelsson, sem
hefur starfað hjá
alþjóðaráði
Rauða krossins (ICRC) í Belgrad í
rúmt ár.
„Þetta er heldur að róast núna en
þess, að endi yrði bundinn á einræði
Milosevic, fyllti öll torg og stræti í
miðborginni og hefur verið áætlað,
að allt að milljón manna hafi tekið
þátt í mótmælunum. Voru þau frið-
samleg framan af en í odda skarst er
fólkið reyndi að komast inn í þing-
húsið. Skaut lögreglan táragas-
sprengjum að mannfjöldanum en
gafst fljótlega upp og gengu sumir
lögreglumenn til liðs við mótmæl-
endur. Annar hópur lagði undir sig
ríkissjónvarpið, málpípu Milosevic,
það er mikið fjölmenni í miðborg-
inni,“ sagði Þorkell sem býr
skammt frá henni. „Mér skilst að
leiðtogamir hafí beðið fólk um að
sýna stillingu. Ég var niðri í bæ og
var að koma af samráðsfundi með
fulltrúum Rauða kross Júgóslavíu
og er nú að fara út í vömhúsið okk-
ar sem er í um 30 kílómetra fjar-
lægð frá miðborginni. Við ætlum að
hlaða nokkra flutningabíla með til-
og þar var hleypt af riokkrum skot-
um. Lögreglumennirnir, sem þar
voru, tóku flestir ofan hjálmana og
fögnuðu mótmælendunum. Eldur
logaði í báðum byggingunum í gær
en svo virðist sem hann hafi verið
slökktur.
Engar útsendingar voru frá ríkis-
sjónvarpinu í nokkurn tíma eftir að
mótmælendur lögðu það undir sig
en í gærkvöldi hóf það aftur útsend-
ingar á öllum þremur rásunum með
þessum orðum: „Þetta er hið nýja
búnum matarskömmtum sem eiga
að duga manni í einn dag.
Það eru hundruð þúsunda manna
í miðborginni og við ætlum að
reyna að koma í veg fyrir rán með
því að dreifa mat. Við vitum að
Qöldi fólks verður þarna í alla nótt
og sjálfsagt á morgun líka.“
Þorkell sagði lögregluna yfírleitt
hafa haft hemil á sér og hörfa frek-
ar en að slást við mótmælendur.
ríkissjónvarp Serbíu.“ Einu við-
brögð stjómvalda í gær voru yfir-
lýsing frá Sósíalistaflokki Milosevic,
sem Tanjug, hin opinbera frétta-
stofa Serbíu, flutti, en þar sagði, að
flokkurinn myndi beita „öllu sínu
valdi til að koma á friði“. Nokkru
síðar tilkynnti Tanjug, að fréttastof-
an væri „nú með fólkinu" og talaði
um Kostunica sem „kjörinn forseta
Júgóslavíu".
Bill Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, lýsti í gær yfir fullum stuðn-
„Það voru einstaka tilfelli þar sem
kom til harðra árekstra, sérstak-
lega þegar fólkið var að reyna að
komast inn í þinghúsið. Þá beittu
lögreglumennirnir táragasi en
hörfuðu svo inn íþinghúsið um
hríð. Þeir komu svo út og sumir af-
hentu fólki hjálmana sína.“
Þorkell sagði margar sögusagnir
vera á kreiki og ógerlegt að vita
hvað hæft væri í þeim.
„Menn eru að bíða eftir því hvaða
afstöðu herinn tekur. Um fímmleyt-
ið var orðrómur á kreiki um að her-
inn væri að búa sig undir að fara
inn í borgina, en annaðhvort snerist
þeim hugur eða þetta voru aðeins
sögusagnir," sagði Þorkell Diego.
ingi við stjórnarandstöðuna í Serbíu
og Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, sagði, að tími Milosevic
væri liðinn. Voru ummæli annarra
vestrænna leiðtoga í þeim anda en
Vladímír Pútín, forseti Rússlands,
sagði, að ástandið í Serbíu væri al-
varlegt og „ofbeldið óviðunandi“.
Engin afskipti hersins?
Óháða fréttastofan Beta í Belgrad
sagði í gær og hafði eftir heimildum
innan hersins, að hann myndi ekki
hafa nein afskipti af byltingunni
gegn Milosevic. Lögreglustjórinn í
Belgrad hét einnig að beita ekki lög-
reglunni nema í því skyni að koma í
veg fyrir gripdeildir.
Þrjár herflugvélar fóru frá her-
flugvelli við Belgrad í gærkvöld og
ýtti það undir orðróm um, að Milos-
evic hefði flúið land. Getgátur voru
þó um, að þær hefðu verið sendar
eftir þingmönnum Svartfellinga á
júgóslavneska þinginu. Hefur það
verið kvatt saman í dag.
■ Lögðu undir sig/2 og 38-39
MORGUNBLAÐID 6. OKTÓBER 2000
Vojislav
Kostunica
Þorkell Diego starfsmaður Rauða krossins í Belgrad
„Sumir afhentu fólki
hjálmana sína“
Þorkell Diego
Þorkelsson