Morgunblaðið - 06.10.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 06.10.2000, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBE R 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX Boban horfír á myndir CNN frá mótmælunum / Belgrad þar sem Vladan bróðir hans cr í hópi mótmælenda. Boban Acimovic, forritari hjá mbl.is, fylgist vel með hinni hröðu atburðarás í heimalandi sínu „Sá bróður minn á tröppum þinghússins“ Halldór Ásgrímsson telur engan vafa á að Kostunica taki við sem forseti Trúnaðarbréf vonandi afhent sem fyrst „ALLT í einu sá ég bróður minn á tröppum þinghússins, hlaupandi í átt að myndavélinni, reynandi að skýla vitum sínum fyrir táragas- inu,“ segir Boban Acimovic, for- ritari hjá fréttavef Morgunblaðsins. Hann var með annað augað á sjón- varpsskjánum í vinnunni í gær og fylgdist af áhuga með mótmælunum í höfuðborg fóðurlands síns, Serbíu. Skyndilega sá hann Vladan, 22 ára bróður sinn, í hringiðu atburðanna. „Árni Matthíasson, vinnufélagi minn, kveikti á sjónvarpinu og stillti á CNN. Ég gaut augunum á skjáinn af og til og var að fylgjast með hvað væri að gerast. Allt í einu sá ég bróður minn,“ sagði Boban. „Fyrst var ég ekki viss um að þetta væri hann en eftir klukkutíma sýndi CNN sömu myndimar aftur og þá sá ég greinilega að þetta var hann, þekkti meira segja fötin sem hann var í.“ Stjórn Milosevic er búin að vera Þegar Boban er spurður hvort hann hafí verið hræddur um öryggi bróður síns segist hann hafa verið það á því augnabliki þegar hann sá hann í sjónvarpinu. „En nú hef ég minni áhyggjur af því að aðstæður virðast vera að þróast í rétta átt. Eftir því sem ég veit best er enginn að skjóta á fólk og ef ekki kemur til þess verður allt, í lagi þótt menn hljóti kannski einhveijar skrámur. Það hafa orðið talsverðar skemmdir en lögreglan og herinn gera ekki neitt. Ég held að venjulegir lög- reglumenn geri sér grein fyrir að stjóm Milosevies er búin að vera. Þeir em að færa sig nær fólkinu." Bræðumir sáust síðast í júlí í sum- ar þegar Boban fór í sumarfrí heim til Pozarevac, heimabæjar síns og fæðingarbæjar Milosevic forseta. I fyrrahaust dvaldi Vladan hér á Iandi hjá Boban, eiginkonu hans og tveim- ur börnum um 1-2 mánaða skeið. Afmælisóskin rættist Vissi Boban af bróður sínum með- al mótmælendanna? „Nei, ég varð hissa. En bróðir minn gekk í andspyrnuhreyfinguna Otpor, sem þýðir andspyma, nýlega og hann hefur verið mjög virkur undanfarna daga og tekið þátt í mótmælaaðgerðum á hveijum degi. Hann hafði ekki áhuga á pólitík áð- ur fyrr og var að velta því fyrir sér af hveiju ég hefði svona mikinn áhuga á stjórnmálum. Ég sagði að mér líkaði ekki við stjórnmál og að þurfa að hafa áhuga á þeim en þau em hluti af lífínu. Maður verður að hafa áhuga á þeim af því að þau snúast um líf manns og framtíð. Ef maður situr og bíður kemur ekki betri framtíð. Ef ég væri í Serbíu væri ég sennilega við lilið hans í Belgrad. Heimabær okkar, Pozarevac, Eld- bær, er líka heimabær Milosevic, en hann beið líka ósigur í kosningunum þar. Vladan var mjög virkur í kosn- ingabaráttunni. Það var kosið á af- mælisdagiim minn og ég óskaði mér þess í afmælisgjöf að Milosevic mundi tapa kosningunum og óskin rættist.“ Boban fluttist hingað til lands með fjölskyldu sína haustið 1998 og hóf hann störf við forritun hjá fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is fyrir u.þ.b. ári. En er ekki erfítt að sitja hér uppi á fslandi og einbeita sér að vinnunni þegar svo söguleg tíðindi eru að verða í heimalandinu? „Dagurinn í dag er búinn að vera sérstakur, það var auðveldara und- anfama daga,“ segir Boban. „Ég hlusta mikið á útvarpsstöðina B-92 á Netinu en hún er þekkt fyrir það hvað henni hefur oft verið lokað af stjómvöldum. Það er eina leiðin til að fá nákvæmar upplýsingar um það sem er að gerast heima. Ég hélt alltaf að það þyrfti að hrekja Milos- evic á brott með valdi en ef þetta era endalokin, þá er það góður endir. Vonandi er völdum hans að linna án þess að það verði atburðir eins og urðu á Torgi hins himneska friðar. Ég held að það sé enginn nógu vit- laus til að grípa til slikra aðgerða; þetta er komið of langt til þess að slíkt gerist. Hættan var mest þegar aðgerðir vom að hefjast. Ég held að Milosevic reyni að flýja og að land eins og Hvíta-Rússland komi til greina. Menn hafa talað um Kazakstan og Kfna en ég held ekki að Kína muni taka við honum, það mundi spilla samskiptum þeirra við Bandaríkjamenn. En mér er svosem sama hvert hann fer, bara ef hann fer. Mér er líka nokkuð sama um hvort hann verður dreginn fyrir stríðsglæpadómstólinn í Ila:ig cn ég vildi gjarnan sjá hann leiddan fyrir rétt heima í Serbíu, í sínu eigin landi. Það yrði verra fyrir hann. 10 milljónir Serba hafa þurft að þola mikið vegna hans. Margir voru teknir nauðugir í heriim og sendir í stríð ogþað er um 1 milljón serb- neskra flóttamanna í Iandinu. Venjulegt fólk ber ekki ábyrgð á of- beldisverkum eins og nauðgunum og barnamorðum heldur bijálaðir menn og fangar sem stjórnvöld sendu í herinn. Það gera fleiri þjóð- ir. Vonandi verður Serbía opið land og í vináttu við aðrar þjóðir í heim- inum.“ „VIÐ höfum afskaplega lítil sam- skipti haft við Júgóslavíu og erum ekki í þeirri aðstöðu, eins og flestai' aðrar þjóðir í Evrópu, að vera þar með sendifulltrúa eða sendiráð. En það er alveg ljóst að um leið og þama kemst á eðlilegt ástand, þá munum við senda okkar sendiherra til að af- henda nýjum leiðtoga sitt trúnaðar- bréf. Eg er ekki í nokkrum vafa um að það verður Kostunica. Ég trúi því að það sé engin leið fyi-ir Milosevic að halda völdum,“ sagði Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi um at- burðina í Belgrad. Halldór sagði að margt benti nú til þess að íbúum Serbíu væri að takast að styrkja Vojislav Kostunica, sem sigraði í forsetakosningunum 24. september, í sessi og koma Slobodan Milosevic frá völdum. „Það var vitað mál að ef stjórnlagadómstóllinn kvæði upp slíkan úrskurð kæmi til óeirða en stóra spumingin núna er hvað herinn og lögreglan gerir. Eins og ástandið er núna er ekki að sjá nein viðbrögð af þeirra hálfu. Lög- reglan virðist ekki ætla að grípa inn í nema farið verði að ræna verslanir og eigum manna. Eins og þetta stendur núna, em þetta gleðileg tíðindi, að því ÁÆTLAÐ er að samanlagðar fjár- festingar Landsvirkjunar og Reyðar- áls vegna Noral-verkefnisins verði allt að 30 milljarðar kr. á ári á tíma- bilinu 2003-2008 og að um 40% fjár- festinganna verði af innlendum upp- mna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þjóðhagsstofnunar um áhrif virkjunar og álvers á íslenskt efna- hagslíf sem var m.a. til umræðu á fundum Egiis Myklebust, aðalfor- stjóra Norsk Hydro, og tveggja hátt- settra fulltrúa fyrirtækisins með stjómvöldum í gær. Myklebust kom hingað til lands í gærmorgun ásamt þeim Eyvind Reiten, forstjóra álsviðs Hydro, og Jostein Flo, yfirmanns Islandsverk- efna fyrirtækisins. Áttu þeir fund með fjómm ráðhermm ríkisstjómar- innar í gærmorgun, en hittu einnig fulltrúa íslenskra fjárfesta í Hæfi að máli, auk þess sem þeir áttu fundi með Landsvirkjun, aðilum vinnu- markaðarins og fleirum. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að um mjög góðar og upplýs- andi viðræður hafi verið að ræða. „Það er mikilvægt að svo háttsettir undanskildu að fréttir berast af því að fólk hafi særst og að ein stúlka hafi látist,“ sagði Halldór. ,Alþjóðasamfélagið viðist standa nær einhuga á bak við Kostunica og af viðbrögðum Rússa má vera ljóst að þeir styðja ekki Milosevic. Þótt þeir hafi farið mjög gætilega í yfirlýsingar hafa þeir þó sagt að það sé ljóst að Kostunica hafi sigrað í kosningunum, án þess að nefna tölur,“ sagði Halldór. Verði fullgildir aðilar að samfélagi Evrópuþjóðanna Aðspurður um framhaldið ef Milos- evic hrökklast frá og Kostunica verð- ur lýstm' réttkjörinn forseti sagði Halldór að létta þyrfti öllum við- skiptabönnum af Júgóslavíu og að- stoða Serba við uppbyggingu efna- hags og lýðræðis. „Við hljótum að stefna að því að þeir verði fullgildir aðilar að samfélagi Evrópuþjóðanna. Fyrsta skrefið gæti verið að þeir gengju í Evrópuráðið og í framhaldi af því að þeir tækju eðlilegan þátt í starfsemi ÖSE [Oryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu] og öðrum stofnunum Evrópu. Þeir þurfa á því að halda að fá efnahagslega aðstoð, sem mér finnst nauðsynlegt og eðli- legt að veita.“ fulltrúar Norsk Hydro komi hingað til lands og ræði málin við okkur,“ sagði Davíð. „Á fundinum var farið vítt og breitt yfir stöðu mála og báðir aðilar gerðu grein fyrir sínum sjónar- miðum,“ sagði hann. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði að ekkert hik væri á mönnum varðandi áform um Kárahnjúkavirkjun og álver í Reyðarfirði, unnið væri samkvæmt áætlun og stefnt væri að lokaákvörð- un eins og áður árið 2002. Egil Myklebust sagði við Morgun- blaðið að sér hefði þótt nauðsynlegt að koma sjálfur hingað til lands og fá þannig tilfinningu fyrir Noral-verk- efninu. „Ég hef fylgst með þessu máli frá upphafi, en ekki áður átt beinan þátt í viðræðum. Nú hef ég fengið tækifæri til að kynnast sjónarmiðum íslenskra aðila og verð að segja að ég er mjög ánægður. Þetta hefur verið annasam- ur og góður dagur, allir málsaðilar skilja þau miklu tækifæri sem felast í þessu verkefni og um leið áskoranir." ■ Vinnan gengur /11 Hæstráðendur Norsk Hydro hingað Ráðherra segir ekk- ert hik á mönnum / / BIOBLAÐD) Á FÖSTUDÖGUM »•••••••••••• Islensku ólympíuförunum fagnað við heimkomuna / B1 Markahrókurinn á ekki von á markaveislu / B4 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.ls H i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.