Morgunblaðið - 06.10.2000, Side 8

Morgunblaðið - 06.10.2000, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Svona, svona, þér er alveg óhætt að setja hana niður, Dóri minn, hún getur alveg labbað sjálf. Trio klæðaskápur úr kirsubeijaviði/melamíni. B207 x D60 x H225 sm kr. 59.680,-. Impala klæðaskápur úr kirsuberjaviði/melamíni með fellihurðum. B231 x D60 x H225 sm kr. 69.410,-. Bíldshöfða, 110 Reykjavík sími 510 8000 www.husgagnahollin.is Norræn dýralæknaráðstefna Heilsa dýra og manna Rögnvaldur Ingólfsson RÁÐSTEFNA um vandamál tengd líf- rænni ræktun hefst í dag að Hótel Örk í Hveragerði og lýkur á morgun. Það er NKVet, sem er norræn nefnd um samstarf í dýralækninga- vísindum sem stendur að þessari ráðstefnu. Rögn- valdur Ingólfsson dýra- læknir er fulltrúi Islands í þessari norrænu nefnd. Hann var spurður um hver væru helstu vandamál tengd lífrænni ræktun? „Húsdýrahald með líf- rænum skilyrðum er nokk- uð ólíkt húsdýrahaldi þar sem notuð eru lyf og til- búinn áburður. Það þótti því tímabært að norrænir dýralæknar veltu fyrir sér þeim sérstöku vandamálum sem tengd gætu verið lífrænni ræktun, þá bæði hvað varðar dýravemd og hvemig við getum komið í veg fyr- ir sjúkdóma og hugsanlega læknað sjúkdóma í dýmm. I lífrænni ræktun em þau vandamál hvað varðar lækningar á húsdýmm að flest sýklalyf, lyf gegn sníkjudýr- um og bólgueyðandi lyf má ekki nota, þannig að reyna verður að koma í veg fyrir sjúkdómana með stjómun búskaparins og bólusetn- ingum og lækna sjúk dýr án nú- tímalyfja. Um þetta verður m.a. fjallað á ráðstefnunni í dag.“ - Hvaðfleira verður fjallað um? „Fjallað verður um velferð dýra í lífrænni ræktun, sérstaklega verður komið inn á fóðran húsdýra og sjúkdóma sem tengdir em fóðr- un. Orkugildi lífræns fóðurs er oft lægra en fóðurs sem framleitt er með tilbúnum áburði og mun Grét- ar Hrafn Harðarson dýralæknir fjalla um það sérstaklega með til- lliti til mjólkurkúa. Síðan verðum við að huga að heilnæmi lífrænna vara. Við lífræna ræktun er notað meira af lífrænum áburði og hús- dýraáburði í framleiðslu bæði fóð- urs og grænmetis en ella. Þetta breytir hugsanlega örvemgróðri í matvælunum. Það er að segja eyk- ur áhættuna á að sjúkdómsvald- andi bakteríur úr húsdýraáburði geti borist á borð neytenda og valdið sjúkdómum eins og salmon- ellu, e.coli og campylobacter." -Eru þá lífrænt ræktuð mat- væli ekki eins holl ogaf erlátið? „Um þetta verður fjallað á ráð- stefnunni. Það em margir sem halda því fram að vegna þess að minna af vamarefnum og lyfjum sé notað í framleiðslunni sé heil- næmi þessara matvæla meira og mun Peter Marckman frá Dan- mörku taka það efni til sérstakrar umfjöllunar." - Hvert erþitt álit á þessu efni? „Það er augljós kostur að nota lítið af lyfjum og vamarefnum í framleiðslunni og það er reynt í allri framleiðslu í dag. Hins vegar hafamenn nokkrar áhyggjur af því að nota húsdýraáburð og annan líf- rænan áburð við þessa framleiðslu vegna hugsanlegrar sjúk- dómahættu. Þessu tengder umræða um óhefðbundnar lækning- ar á dýmm og mun Tor- leiv Löken dýralæknir frá Noregi fjalla um það efni.“ - Eru óhefðbundnar lækningar á dýrum stundaðar hér á landi? „Já, ég tel að einstaka dýra- læknar hafí reynt t.d. nálastungur og nudd m.a.“ - Eru slíkar lækningar komnar lengra á veg á hinum Norðurlönd- unum? ► Rögnvaldur Ingólfsson fædd- ist 4. júní 1947 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967 og prófi í dýralækningum frá dýralæknaháskólanum í Osló árið 1973. Einnig lauk hann meistaraprófi í matvæla- fræði frá háskólanum í Bristol árið 1991. Hann hefur starfað sem héraðsdýralæknir en tók við stöðu sviðsstjóra matvæla- sviðs heilbrigðiseftirlits Reykja- víkur árið 1996 og hefur starfað þar síðan. Rögnvaldur er kvænt- ur Kristjönu Emilíu Kristjáns- dóttur starfskonu á Hrafnistu og eiga þau þrjú börn. „Menn em farnir að hugsa til þess en sú þróun er þó komin stutt á veg þar líka.“ - Hvert er hlutverk hinnar nor- rænu nefndar NKVet? „NKVet hefur aðallega beitt sér fyrir fundum eða ráðstefnum um málefni sem snerta alla norræna dýralækna með einum eða öðmm hætti, svo sem notkun fúkkalyfja og myndunar ónæmis gegn fúkka- lyfjum og áhrif alþjóðaverslunar á bæði dýrasjúkdóma og manna- sjúkdóma sem berast með matvæl- um. Síðasti fundur nefndarinnar á íslandi var árið 1994 þar sem fjall- að var um hæggenga veimsjúk- dóma, svo sem visnu og mæðiveiki. Ráðstefnan núna var ákveðin á ár- inu 1999 og hefur sérstök nefnd dýralækna frá öllum Norðurlönd- um annast undirbúninginn og for- maður nefndarinnar er Gunnar Þorkelsson héraðsdýralæknir á Kirkjubæjarklaustri." - Hvaða efhi er „heitast" afþeim sem fjallað er um á ráðstefnunni? „Umræðan um heilnæmi lífrænt ræktaðra matvæla hlýtur að vera það sem margir telji mikilvægast. Einnig verður spennandi að heyra um hvað lyfjaiðnaðurinn getur boðið upp á af lyfjum sem sam- ræmast lífrænni ræktun en Bern- harð Laxdal dýralæknir mun fjalla um það efni. Að lokinni ráðstefnu verða pallborðsumræður og mun formaður NKVet, Vib- eke Dantzer, stjóma þeim. Að lokum verður farið í ferð þar sem hf- rænn búskapur á Suð- urlandi verður skoðað- ur. Þess má geta að nefndinni þótti Hvera- gerði kjörinn staður til halda svona ráðstefnu vegna nálægðar við landbúnaðinn, lífrænan sem hefð- bundinn. í gærkvöldi var ráð- stefnugestum kynnt vistvæn fram- leiðsla íslenskra garðyrkjubænda í gróðurhúsi og boðið að smakka á íslenskum garðaávöxtum sem ræktaðir em með vistvænum hætti.“ Umræðan um lífrænt rækt- uð matvæli „heitasta" umfjöllunar- efnið á ráð- stefnunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.