Morgunblaðið - 06.10.2000, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Fjármálaráðherra segir fjárlagaafganginn einsdæmi í íslenskri hagsögu
Morgunblaðið/ Ásdís
Geir H. Haarde fjármálaráðherra flytur framsöguræðu sína um frumvarp til ijárlaga ársins 2001 á Alþingi í gær.
Viðskiptahallinn ofarlega í
huga stjórnarandstæðinga
FRAM kom í máli stjórnarandstæð-
inga á Alþingi í gær, þegar fram fór
fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp
ríkisstjómarinnar, að þeir teldu að
nota hefði mátt hluta áætlaðs tekju-
afgangs af ríkissjóði til að rétta kjör
þeirra sem verst stæðu í samfélag-
inu. Beindu þeir sjónum sínum einn-
ig mjög að viðskiptahallanum en
stjórnarliðar lögðu hins vegar
áherslu á að staða ríkisfjármála væri
afar traust.
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
sagði í framsöguræðu sinni að fjár-
lagafrumvarpið gerði ráð fyrir 30
milljarða króna tekjuafgangi, sem
svaraði til 4,2% af landsframleiðslu.
Lánsfjárafgangur væri enn meiri,
eða tæplega 35 milljarðar. Svo mikill
afgangur á fjárlögum væri einsdæmi
í íslenskri hagsögu. Ríkisstjórnin
myndi hins vegar áfram fylgja að-
haldssamri stefnu í ríkisfjármálum
til að tryggja stöðugleikann í efna-
hagsmálum og greiða niður skuldir.
Kom einnig fram í framsögu ráð-
herra að verið væri að skoða í fjár-
málaráðuneytinu möguleika til
lækkunar tekju- og eignarskatta,
einkum hjá fyrirtækjum og afnáms
stimpilgjalda með það í huga að komi
tO framkvæmda á kjörtímabilinu.
Sagði hann vaxandi kerfislægan af-
gang á 'ríkissjóði og allt tal um að
mikill afgangur á ríkissjóði væri ein-
göngu tengdur efnahagsuppsveiíl-
unni og viðskiptahallanum væri því
út í hött.
Viðskiptahallinn var þó Össuri
Skarphéðinssyni, formanni Samfylk-
ingar, ofarlega í huga í gær en hann
verður skv. þjóðhagsáætlun 54 millj-
arðar á þessu ári. Sagði Össur vafa-
samt hvort hægt væri til lengdar að
fjármagna hann með erlendum lán-
tökum. Kvaðst hann óttast að við-
skiptahallinn ætti eftir að leiða til er-
lendra skulda ríkissjóðs enda margt
sem benti til að hann væri orðinn við-
varandi. Eftirspurn eftir vinnuafli á
markaði og önnur þenslueinkenni
yllu áhyggjum. „Þannig að það er
auðvitað margt sem bendir til þess
að sú rósrauða mynd sem hæstvirtur
fjármálaráðherra dró hér upp áðan
sé ekki að öllu leyti í samræmi við
veruleikann," sagði Össur. Svartasti
bletturinn á fjárlagafrumvarpinu
væri hins vegar aukin skattlagning
þeirra sem minnst hefðu á milli
handanna.
Jón Kristjánsson, formaður fjár-
laganefndai- og þingmaður Fram-
" • ’Kr.
Í 1 : ' ‘i * ■', * VH J í' j ! ■U J:1 jgf
ALÞINGI
sóknarflokks, sagði það alrangt að
áætlaður tekjuafgangur væri ein-
göngu tilkominn vegna halla á við-
skiptum við útlönd. Það sýndu allar
mælingar. Viðskiptahallinn væri
reyndar varhugaverður en margt
benti hins vegar til þess að innlend
eftirspurn færi minnkandi.
Jón sagði það ekki þurfa að koma á
óvart að mikill þrýstingur hefði verið
á um aukin útgjöld ríkisins. í sjálfu
sér mætti líka vel finna mörg verðug
verkefni. Við þær aðstæður sem nú
væru uppi í efnahagsmálum væri
hins vegar mikilvægt að nota tekju-
afganginn til að borga niður skuldir
ríkissjóðs. Þegai- Jón Bjamason,
þingmaður Vinstri grænna, spurði
Jón að því hvort framsóknarmenn
ætluðu raunverulega að standa að
sölu Landssímans svaraði hann því
þannig að það væri ekki leyndarmál
að það hefði verið unnið að sölu Sím-
ans á vegum ríkisstjórnarinnar.
Sagði Jón að Framsóknarflokkur-
inn hefði viljað tryggja að allir lands-
menn hefðu sama aðgang að gagna-
flutninganetinu á sama verði. Málinu
væri ekki lokið en ef hægt væri að
tryggja slíkan aðgang þá væri flokk-
urinn ekki endilega andsnúinn sölu
Landssímans.
Jón Bjarnason, sem var talsmaður
VG í umræðunni í gær, vék að við-
skiptahallanum í ræðu sinni eins og
margir kollegar hans. Ekki þyrfti að
fara mörgum orðum um það hvernig
færi ef viðskiptahalli yrði viðvarandi
og menn hlytu því að hafa af honum
áhyggjur. „Um leið og hægir á hag-
kerfinu mun íjármagnseftirspurn
minnka og við það gæti dregið úr
fjármagnsflæði sem hingað til hefur
fjármagnað viðskiptahallann og
haldið gengi krónunnar uppi. Með
öðrum orðum, herra forseti, um leið
og þensla hættir gæti viðskiptahall-
inn orðið að blýlóðum sem geta dreg-
ið hagkerfið niður,“ sagði hann.
Jón gerði fjármál sveitarfélag-
anna einnig að umtalsefni og innti
eftir niðurstöðum nefndar sem falið
var að endurskoða tekjustofna sveit-
arfélaganna. Gagnrýndi hann að
fjárlagafrumvarpið tæki ekki tillit til
breyttrar verkaskiptingar sveitarfé-
laga og rflds. Kom síðar fram í máli
Jóns Kristjánssonar, sem gegnir for-
mennsku í áðurnefndri nefnd, að von
væri á niðurstöðum hennar síðar á
þessu hausti.
Tekjuafgangurinn „froðufé“
Sverrir Hermannsson, formaður
Frjálslynda flokksins, fagnaði því að
gert væri ráð fyrir tekjuafgangi í
fjárlagafrumvarpinu. Afgangurinn
væri hins vegar froðufé, tilkomið
vegna viðskiptahalla og ofþenslu.
Taldi Sverrir ekki staðið nægilega
fast á bremsunni. Verðbólga og
þensla lékju íslensk fyrirtæki grátt.
Samkeppnisstaða þeirra hefði versn-
að þó að þar hefði þróun evrunnar
reyndar einnig haft áhrif. Sverrir
benti á að verðbólga mældist þrefalt
hærri hér en í helstu viðskiptalönd-
um. Sagði hann gengi krónunnar í
vanda statt, eins og hefði sýnt sig á
liðnu sumri þegar spákaupmenn
gerðu áhlaup á krónuna. Sagði hann
gengisfall íslensku krónunnar alvar-
legasta ógnunarefnið en verið gæti
að við því yrði ekki spornað.
Einar Öddur Kristjánsson, Sjálf-
stæðisflokki, minntist þess að nú
væru tíu ár liðin síðan Sjálfstæðis-
flokkurinn tók við fjármálaráðuneyt-
inu. A þessu tímabili hefðu útgjöld
ríkisins hækkað mest í þremur mála-
flokkum og það vekti athygli að þar
væri m.a. um að ræða útgjöld til há-
skóla- og rannsóknarstofnana, sem
og málefna fatlaðra. Þetta væri at-
hyglisvert í ljósi þess að stjórnar-
andstaðan kvartaði sáran yfir því að
útgjöld til þessara málaflokka væru
ekki nægilega há.
Helsta útgjaldaaukningin hefði
hins vegar átt sér stað í erlendum
samskiptum, fyrst og fremst með
nýjum embættum, nefndum og þar
fram eftir götunum. Sagði Einar
Oddur að þetta væri sjálfsagt allt
gott og blessað en það vekti athygli
að á sama tíma hefði aðstoð vegna
hungursneyðar og fátæktar erlendis
dregist saman. „Og það sem meira
er, ég heyri engan mótmæla þessu,“
sagði Einar Oddur.
Lagði hann áherslu á mikilvægi
aðhalds og gagnrýndi m.a. samþykkt
laga um fæðingarorlof á síðasta
þingi, og það sem hann kallaði
„Schengen-vitleysuna“.
Höfum aðeins séð
forsmekkinn
að hinu nýja hagkerfí
GEIR H. Haarde fjármálaráð-
herra gerði hið nýja hagkerfi að
sérstöku umtalsefni í ræðu á Al-
þingi í gær, en þá fór fram
fyrsta umræða um fjárlög 2001.
Sagði hann það sína niðurstöðu
að íslendingar væru vissulega
að njóta jákvæðra áhrifa þess.
Um það vitnuðu stórfelldar
framfarir í hinum ýmsu há-
tæknigreinum undanfarin ár.
„Við höfum hins vegar aðeins
séð forsmekkinn að jákvæðum
áhrifum hinnar nýju tækni í hin-
um hefðbundnu atvinnugreinum
til þessa dags,“ sagði Geir. „Ég
tel að við munum á næstu árum
upplifa miklar breytingar í at-
vinnulífinu, ekki einungis í nýju
hátæknigreinunum, heldur ekki
síður í hefðbundnari gi-einum at-
vinnulífsins sem eiga í vaxandi
mæli eftir að nýta sér kosti nýja
hagkerfisins og skila aukinni
framleiðni."
Upplýsti Geir að í næsta mán-
uði myndi fjármálaráðuneytið
halda ráðstefnu þar sem fjallað
yrði um nýja hagkerfið og áhrif
þess, bæði hér á landi og í
Bandaríkjunum. Meðal ræðu-
manna þar yrði dr. Martin Baily
en hann væri helsti efnahagsráð-
gjafi Bandaríkjaforseta og for-
maður ráðgjafanefndar forset-
ans í efnahagsmálum.
Beðist af-
sökunará
sjónvarps-
viðtali
GEIR H. Haarde fjármálaráð- k
herra upplýsti á Alþingi í gær- i
kvöldi að hann hefði fýrr um dag- I
inn fengið upphringingu frá í:
bankastjóra Landsbankans, Hall-
dóri Kristjánssyni, þar sem Hall-
dór bað ráðheirann afsökunar á
viðtali sem Stöð 2 hafði við starfs-
mann Landsbréfa í fyrrakvöld.
Greindi Geir frá þessu við umræð-
ur um fjárlagafrumvarpið eftir að
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður
Samfylkingar, hafði gert viðbrögð L
markaðarins við frumvarpinu að I
umtalsefni.
í frétt Stöðvar 2 í fyrrakvöld var f
rætt við starfsmenn Landsbréfa og
Kaupþings og sagði fréttamaður-
inn í kynningu að mennirnir sem
fylgdust með púlsinum á íslenska
fjármálamarkaðnum segðu að fjár-
lagafrumvarpið, eins og það væri
fram sett, ógnaði gengi íslensku
krónunnar. Sagði starfsmaður
Landsbréfa síðan að ef ríkið hefði ,
ætlað að greiða niður erlendar §
skuldir eingöngu þá væri krónan |
náttúrlega í mikilli hættu.
Landsbréf sendu frá sér athuga-
semd síðdegis í gær vegna málsins
en viðtalið hafði fyrst borið á góma
í fjárlagaumræðunni á Alþingi í
gærmorgun. I athugasemdinni vísa
Landsbréf því á bug að ummæli
starfsmanns fyrirtækisins í um-
ræddu viðtali hafi verið óábyrg eða
að um hrakspár hafi verið að ræða.
Jákvæðar umsagnir
klipptar burt
„I fyrsta lagi vísaði starfsmaður-
inn til þess að óvissa hefði skapast
á fjármálamarkaðinum í kjölfar
þess að frumvarpið var birt,“ segir
í athugasemd Landsbréfa. „I öðru
lagi að áframhaldandi aukið
framboð húsbréfa leiddi til hækk-
andi ávöxtunarkröfu að gefinni
óbreyttri eftirspurn og í þriðja lagi
að ef ríkisssjóður hefði einvörð- I
ungu ætlað að nýta lánsfjárafgang |
til greiða niður erlendar skuldir §
hefði það ógnað gengi krónunnar."
Sepr ennfremur að Landsbréf
telji fjárlagafrumvarpið í flestu já;
kvætt fyrir fjármálamarkaðinn. I
frumvarpinu sé staðfest aðhalds-
söm ríkisfjármálastefna, markmið
um aukinn þjóðhagslegan sparnað
og áframhaldandi einkavæðingu.
Allt séu þetta þættir sem fyrirtæk-
ið hafi mælt með á undanförnum 1
misserum. Áform um niðurgreiðsl- 1
ur erlendra skulda þarfnist þó nán- |
ari skýringa og hafi valdið óvissu.
Jákvæðar umsagnir starfsmanns
Landsbréfa um fjárlagafrumvarpið
hafi hins vegar verið klipptar út úr
viðtalinu sem sýnt var í fréttum
Stöðvar 2 og því sé ekki hægt að
túlka það sem eftir starfsmannin-
um var haft sem heildarumsögn
Landsbréfa um frumvarpið.
---------------
Snarpari fjár- ®
lagaumræða
FYRSTA umræða um fjárlög ársins
2001 í gær var öllu snarpari en hefur
verið undanfarin ár þó að hún tæki
sennilega álíka langan tíma í heild-
ina. Hafði tekist samkomulag um
það milli þingflokka að stytta ræður
ráðherra og talsmanna þingflokka í
því augnamiði að skerpa á umræð-
unni og að gefa fleiri þingmönnum
tækifæri til að komast að áður en
langt liði fram á dag.
Fyrirkomulag umræðunnar fól í
sér að í fyrstu umferð fékk fjármála-
ráðherra aðeins 35 mínútur til um-
ráða í stað klukkutíma í fyrra, tals-
menn þingflokkanna 20 mínútur í
stað 40 í fyrra og aðrir 10 mínútur í
stað 15 í fyrra. Jafnframt var aðeins
talsmönnum þingflokkanna og fjár-
málaráðherra heimil andsvör í fyrstu
umferð umræðunnar.