Morgunblaðið - 06.10.2000, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 11
Þrír hæstráðendur Norsk Hydro funduðu um stöðu Noral-verkefnisins hér á landi
Morgunblaðið/RAX
Frá fundinum í Stjórnarráðinu í gær. F.v.: Jostein Flo, Egil Myklebust og Eyvind Reiten frá Norsk Hydro, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Þórður Friðjónsson, forsijóri
Þjóðhagsstofnunar, og Eiður Guðnason sendiherra.
Vinnan gengur vel o g allt
er samkvæmt áætlun
Undirbúningur Noral-verkefnisins gengur
vel og framvinda þess er í fullu samræmi við
yfirlýsingar þar að lútandi, að því er kom
fram á fundi Valgerðar Sverrisdóttur,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Egil
Myklebust, aðalforstjóra Norsk Hydro, í
gær. Björn Ingi Hrafnsson sat fundinn
og segir frá heimsókn hæstráðanda Hydro
og tveggja annarra fulltrúa fyrirtækisins
hingað til lands.
ÞETTA er samdóma niðurstaða
Myklebust og Valgerðar Sverrisdótt-
ur eftir íslandsheimsókn þriggja
hæstráðenda Norsk Hydro í gær og
fundi þeirra með íslenskum ráðherr-
um, embættismönnum og sérfræð-
ingum vegna fyrirhugaðra virkjunar-
framkvæmda á Kárahnjúkum og
byggingai' álvers í Reyðarfirði.
Myklebust kom hingað til lands í
gærmorgun á einkaþotu Norsk
Hydro ásamt tveimur háttsettum
stjórnendum íyrirtækisins, þeim
Eyvind Reiten, forstjóra álsviðs, og
Jostein Flo sem hefur yfirumsjón
með Islandsverkefninu af hálfu
Hydro.
Fundur með fjórum
ráðherrum
Þegar í bítið áttu þremenningamir
fund með fjórum ráðherrum ríkis-
stjórnarinnar í Stjómarráðinu, þeim
Davíð Oddssyni forsætisráðherra,
Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráð-
herra, Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra og Valgerði Sverrisdóttur, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra. Auk
þeiira sátu fundinn Þórður Friðjóns-
son, forstjóri Þjóðhagsstofnunar og
formaður samninganefndar íslenskra
stjórnvalda í stóriðjumálum, og Eið-
ur Guðnason sendiherra.
Eftir fundinn sagði Davíð Oddsson
forsætisráðherra við Morgunblaðið
að um mjög góðar og upplýsandi við-
ræður hefði verið að ræða.
„Það er mikilvægt að svo háttsettir
fulltrúar Norsk Hydro komi hingað
til lands og ræði málin við okkur,“
sagði Davíð. ,Á fundinum vai- farið
vítt og breitt yfir stöðu mála og báðir
aðilar gerðu grein íyrir sínum sjónar-
miðum.“
Forsætisráðherra sagði að fram
hefði komið að á þessu stigi málsins
sæju menn engin Ijón á veginum, sem
komið gætu í veg fyrir að af fram-
kvæmdum yrði, en auðvitað væri Ijóst
að mörgum spumingum er ósvarað
enn. Yfir stæði ákveðið ferli og það
væri nauðsynlegt til að fá þessum
spumingum svarað.
„Við reyndum að skýra okkar sjón-
armið, ekki síst hvað samfélagsleg
áhi-if þessa verkefnis varðar. Það er
margt í okkar þjóðfélagi sem er frá-
bragðið þvi sem gerist á hinum Norð-
urlöndunum og margt er hér léttara í
vöfum. íslensk stjórnvöld telja mikil-
vægt í þessum efnum að líta til þess
sem verður, í stað þess sem nú er.
Það liggur fyrir, að okkar mati, að ef
bjóðast munu í tengslum við þessar
framkvæmdir góð og vel launuð störf
mun verða sóst eftir þeim,“ sagði
Davíð ennfremur.
Viðskiptahalli og verðbólga
myndu aukast
Eftir fundinn í stjórnarráðinu fóra
fulltrúar Norsk Hydro til fundai- við
stjómendur Landsvirkjunar og sátu
síðan með þeim hádegisverð.
Eftir hádegi kynnti Christian
Roth, stjómarformaður ÍSAL, Norð-
mönnunum reynslu þess íyrirtækis
af starfsemi sinni á íslandi og Smári
Geirsson, formaður Sambands sveit-
arfélaga á Austurlandi, fjallaði um
viðhorf Austfirðinga í stóriðjumálum.
Þar á eftir hittu Norðmennimir
Þórð Friðjónsson, forstjóra Þjóð-
hagsstofnunar, Val Valsson, banka-
stjóra Íslandsbanka-FBA, Ara
Edwald, framkvæmdastjóra Sam-
taka atvinnulífsins og Ara Skúlason,
framkvæmdastjóra Alþýðusambands
í slands og var á þeim fundi fjallað um
efnahags- og fjármál og vinnumark-
aðsmál hér á landi.
Lokafundur á dagskrá fulltrúa
Norsk Hydro var með iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, en eftir þann fund
boðaði ráðherrann til blaðamanna-
fundar í Ráðherrabústaðnum við
Tjamargötu.
A þeim fundi var farið yfir viðræð-
ur dagsins og tilgang heimsóknar
Norðmannanna hingað til lands, en
aukinheldur var kynnt ný skýrsla um
efnahagsleg áhrif Noral-verkefnis-
ins, sem unnin var fyrir Þjóðhags-
stofnun af starfshópi sem skipaður
var í júní sl. að frumkvæði iðnaðar- og
viðskiptaráðherra.
Helstu niðurstöður skýrslunnar
era þær að vinnuaflsþörf vegna fram-
kvæmda við virkjun og álver á áran-
um 2002-2009, sem og við framleiðslu
áls í Reyðarfírði, næmi að jafnaði
0,9% fólks á vinnumarkaði hér á
landi, en mest árið 2005, allt að 1,5%
afvinnuafli í landinu. Fjárfestingar á
byggingartíma yrðu að jafnaði 15-
20% meiri en ef ekki kæmi til verk-
efnisins og allt að 40% meiri þegar
umsvifin yrðu hvað mest í fram-
kvæmdum eystra.
Starfshópurinn gerir ráð íyrir að
halli á viðskiptum Islendinga við út-
lönd aukist vegna fjárfestinga
Landsvukjunai- og Reyðaráls og
hætta sé á aukinni verðbólgu til
skamms tíma vegna áhrifa fram-
kvæmdanna, en til lengri tíma litið
muni útflutningur álversins draga úr
viðskiptahalla og auka þjóðartekjur.
Telur staifshópurinn að beinar mót-
vægisaðgerðir í ríkisfjármálunum
komi til álita gegn þensluáhrifum á
framkvæmdatímanum.
„Heilmikil vinna“
Valgerður Sverrisdóttir, sem sl.
vor kallaði eftir komu háttsettra full-
trúa Norsk Hydro hingað til lands
vegna málsins, sagði eftir fundinn að
greinilegt væri að málin væru í
traustum og öraggum farvegi.
„Eg lét þessi orð falla og nú er að-
alforstjórinn kominn. Svo getur fólk
velt því fyrir sér hvort eitthvað sam-
band sé þarna á milh. Ég held að það
sé mjög mikilvægt að hann hafi
ákveðið að koma hingað til lands og
tala augliti til auglitis við þá sem mál-
ið varðar,“ sagði hún.
höfðun
ALMAR Hilmarsson, framkvæmda-
stjóri Ágætis hf., innflytjandi Dole-
jöklasalatsins sem lá undir gran um
að vera orsök salmonellufaraldurs á
suðvesturhomi landsins í september
sl., segir að enn hafi ekki verið tekin
ákvörðun um að höfða skaðabótamál
á hendur heilbrigðisyfirvöldum.
Ákvörðun um það muni verða tekin
þegar öll gögn liggi fyrir í málinu.
Þá segir Almar að verið sé að
íhuga að höfða mál á hendur hinum
sömu yfirvöldum á grandvelli upp-
lýsingalaga og stjórnsýslulaga en að
sögn Almars bárast fyrirtækinu ekki
upplýsingar um niðurstöður rann-
sókna á jöklasalatinu þegar þær lágu
fyrir né heldur aðrar upplýsingar
um framgang málsins.
Sem kunnugt er kom ekkert fram
Valgerður bætti því við að aldrei
hefði staðið til að taka ákvarðanir á
þessum fundi eða á þessu stigi máls-
ins.
„Það er unnið samkvæmt þeirri
viljayfirlýsingu sem unnin var og
samþykkt í maí síðastliðnum. Mefra
er ekki hægt að biðja um, ekki hafa
komið upp erfiðleikar og á meðan svo
er er ég ánægð. Þetta er mjög stórt
verkefni og ég get ekki séð annað en
að allir séu staðráðnir í að vinna í því
áfram af fullum krafti.“
Myklebust sagði við Morgunblaðið.
að sér hefði þótt nauðsynlegt að koma
sjálfur hingað til lands og fá þannig
tilfinningu fyrir Noral-verkefninu.
„Ég hef fylgst með þessu máli frá
upphafi, en ekki áður átt beinan þátt í
viðræðum. Nú hef ég fengið tækifæri
til að kynnast sjónarmiðum íslenskra
aðila og verð að segja að ég er mjög
ánægður. Þetta hefur verið annasam-
ur og góður dagur, allir málsaðilar
skiija þau miklu tækifæri sem felast í
þessu verkefni og um leið það sem við
þarf að kljást."
Hann sagði að flest af því væri eðli-
legt í verkefni af þessari stærðar-
gráðu. Fjölmarga þætti þyrfti að
kanna nánar, t.a.m. kostnaðarþætti,
tímaáætlanir, markaðsaðstæður,
orkuþætti og staðbundnar aðstæður.
„Þetta er auðvitað heilmikil vinna
og málsaðilar gera sér grein fyrir
mikilvægi hennai-. Án hennar er ekki
unnt að taka ákvörðun í þessum
efnum. En vinnan gengur vel og allt
er samkvæmt áætlun," sagði
Myklebust.
í rannsóknum á nokkrum sýnum úr
salatinu í síðasta mánuði sem bentu
til þess að það væri sýkt af salmon-
ellu. Sóttvarnalæknir hélt því þó
fram að faraldsfræðilegar rannsókn-
ir bentu til þess að upptökin væri að
finna í salatinu sem flutt var inn frá
Bandaríkjunum.
Haraldur Briem sóttvarnalæknir
vildi í samtali við Morgunblaðið ekk-
ert tjá sig um hugsanlega málsókn á
hendur embættinu og öðram heil-
brigðisyfirvöldum. Hann bendir ein-
ungis á að enn sé verið að vinna að
rannsóknum á upptökum faraldurs-
ins í samvinnu við rannsóknarstofur
í Bandaríkjunum og í Evrópu. Salm-
onellan hefur hlotið auðkennið
DT204b og er af gerðinni salmonella
typhimurium sem er fjölónæmur
Alþjóðleg- ráðstefna í
Reykjavík um hafís
Gervihnettir
auka þekk-
ingu á hreyf-
ingu hafíss
Á RÁÐSTEFNU um hafís, hafís-
könnun og hafísþjónustu sem hald-
in er á Grand Hótel í Reykjavík um
þessar mundir hefur m.a. komið
fram að miklar framfarir hafa orðið
á notkun gervihnatta við hafísrann-
sóknir á undanförnum árum.
Að sögn dr. Þórs Jakobssonar,
verkefnisstjóra hafísrannsókna
Veðurstofu íslands, er með tilkomu
gervihnatta nú hægt að fylgjast
mun betur með hreyfíngu og breyt-
ingu hafíss en áður, hvort sem er á
nóttu eða degi til. „Gervihnettir
hafa þannig aukið þekkingu á
hreyfingu hafíss á norðurslóðunum
til muna,“ segir Þór en sú þekking
er mikilvæg fyrir sjófarendur á
þessum slóðum.
Á fjórða tug erlendra sérfræð-
inga frá tylft þjóðlanda taka þátt í
ráðstefnunni sem hófst á þriðjudag
og lauk í gær, föstudag. Era þátt-
takendur einkum viðriðnir hafís-
þjónustu hver í sínu landi, m.a. fjar-
könnun á hafís, hafískortagerð og
vöktun til öryggis fyrir skip á norð-
lægum slóðum.
Áð sögn Þórs hefur fjöldi erinda
verið fluttur á ráðstefnunni en þar
er einnig rætt um það hvemig frek-
ara samstarfi geti verið háttað milli
hafísþjónusta í þeim löndum sem
fylgjast með hreyfingu hafíss á
norðurhveli jarðar.
------4-4-4-----
A
Arekstur
og áflog
TILKYNNT var um árekstur og
áflog á bílaplani við Kringluna um
klukkan fjögur eftir hádegi í gær.
Að sögn lögreglu var þar um aft-
anákeyrslu að ræða, en árekstur-
inn var ekki mjög harður.
Ökumaður og farþegi bifreiðar-
innar sem ók aftan á hina, karl-
menn um tvítugt, munu hafa reiðst
og stigið út úr bifreiðinni og dreif
að vegfarendur sem vildu forða því
að til ryskinga kæmi. Veittist öku-
maður að stúlku úr hópi vegfar-
enda og var hann handtekinn, en
að sögn lögreglu fundust fíkniefni í
fórum hans. Einnig fundust ííkni-
efni í bifreiðinni og voru báðir
menn fluttir á lögreglustöð til yfir-
heyrslu.
stofn. Er m.a. verið að rannsaka
hvort sá stofn hafi fundist víðar en á
Islandi og í Englandi en staðfest hef-
ur verið að sami stofninn olli salmon-
ellufaraldri í Englandi í haust.
Sýkingar víða vart
Aðspurður sagði Haraldur að
salmonellusýkingar hefðu orðið vart
víðar á landinu en í Reykjavík í sept-
embermánuði og að svo virtist sem
um sömu salmonellutegund væri að
ræða og greinst hefði í Reykjavík.
Meðal annars hefði sýkingar orðið
vart á Suðurlandi og Austurlandi en
einnig hefði sýkingar orðið vart á
hjúkranarheimihnu Hlévangi í
Keflavík. Tveir vistmenn greindust
með salmonellusýkingu í síðasta
mánuði og starfsmaður nokkru síðar.
Framkvæmdastjóri Ágætis um salmonellufaraldur
Engin ákvörðun um
skaðabótamáls