Morgunblaðið - 06.10.2000, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.10.2000, Qupperneq 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 VIÐSKIPTI Kristinn Ingi Jónsson frá MTS og Aðalsteinn Sigfússon, félagsmálastjóri Kópavogsbæjar. Kópavogs- bær með nýtt félags- málakerfi KÓPAVOGSBÆR hefur tekið í notkun nýtt félagsmálakerfi frá MTS á íslandi, sem kallast Félags- málastjórinn. Þetta er alhliða skrán- ingar- og upplýsingakerfi fýrir fé- lagsþjónustu og inniheldur kerfið meðal annars umsýslu á málefnum fatlaðra, viðbótarlánum, húsaleigu- bótum og öllu því sem félagssvið sveitarfélaganna hafa í sinni umsjá. Áður hafa Akureyri, Garðabær, Mosfellsbær og nokkur smæiri sveitarfélög tekið kerfið í notkun. Kerfið var kynnt á samnorrænni ráðstefnu um félagsmál og vakti kerfið verðskuldaða athygli. Afkomuviðvör- un frá Xerox Osló. Morgunblaðið. ENN eitt bandarískt stórfyrir- tæki hefur nú sent frá sér af- komuviðvörun, en Xerox-ljósrit- unarvélaframleiðandinn tilkynnti í vikunni að afkoma þriðja árs- fjórðungs yrði ekki í samræmi við væntingar. Gengi hlutabréfa fyrirtækisins lækkaði um 18% í kjölfarið. Ástæðurnar eru að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins veik evra og minni sala en venjulega. Búist er við tapi upp á 15-20 sent á hlut, en sérfræðingar bjuggust við hagnaði upp á 12 sent á hlut á þriðja fjórðungi ársins. Viðvörun Xerox nú er sú fimmta frá fyrir- tækinu á jafnmörgum ársfjórð- ungum og CNN bendir á að auk- in rafræn samskipti hafi áhrif til hins verra á afkomu Xerox sem hingað til hefur einbeitt sér að framleiðslu ljósritunarvéla, en reynir nú að auka hlutdeild sína á öðrum mörkuðum. Forstjóri fyr- irtækisins hefur lýst því yfir að hugsanlega verði gripið til þess ráðs að selja hluta af eignum fyr- irtækisins til að mæta versnandi afkomu. Næststærsti stálframleiðandi í heimi MEÐ samruna sænsk-enska fyrir- tækisins Avesta Sheffield og stál- framleiðsluhluta finnska fyrirtækisins Outokumpu verður til næststærsta stálframleiðslufyrirtæki heims. Dag- ens industri og ft.com greina frá þessu. Nýja fyrirtækið fær nýtt nafn, Avestapolarit, og verður skráð í Finnlandi. Hlutabréf þess verða skráð í Kauphöllinni í Stokkhólmi að mark- aðsverðmæti um 1,3 miUjarðar evra eða um 95 milljarðar íslenskra króna. Hluthafar Outokumpu munu eiga 55% í nýja fyrirtækinu en hluthafai- Avesta Sheffield 45%. Stærsti hlut- hafi verður Corus, enskt-hollenskt fyrirtæki með 23% hlut, en finnska ríkið mun eiga 22%. Að því er fram kemur á ft.eom eykst spum eftir ryðfríu stáli um 5% á ári og eru vaxtarmöguleikar miklir í Asíu og Suður-Ameiíku. Nýja fyrir- tækið mun líklega framleiða 1,7 millj- ónir tonna af ryðfríu stáli á ári en stærsti framleiðandinn, þýska fyrir- tækið ThyssenKrupp, framleiðir 2,2 milljónir tonna á ári. Samlegðaráhrif eru talin nema sem samsvarar 7 milljörðum íslenski-a króna á ári. Velta sameinaðs fyrir- tækis er um 200 milljarðar íslenskra króna. Nýtt skipurit hjá Landsbankanum BANKARÁÐ Landsbankans hefur samþykkt nýtt skipurit fyrir bank- ann, sem þegar hefur tekið gildi. Nýja skipulagið felur í sér að starf- semi bankans er skipt í þrjú afmörk- uð tekjusvið, en þrjú stoðsvið veita þjónustu þvert á tekjusviðin. Þá hef- ur svæðum bankans verið fækkað úr níu í sex í nýja skipuritinu. Tekjusviðin þrjú skiptast í fjárfest- ingabanka, viðskiptabanka og LB- verðbréf, en stoðsviðin skiptast í upp- lýsingasvið, fjárhags- og rekstrarsvið og stai’fsþróunar- og fræðslusvið. The Heritable and General Invest- ment Bank, sem Landsbankinn eign- aðist nýverið meirihluta í, færist nú í skipurit bankans og mun tilheyra LB-verðbréfum. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að nýja skipuritið sé minniháttar aðlögun að gildandi skipulagi bankans, sem tók gildi 1. október í fyrra. „Það hefur reynst vel og við erum í rauninni að skerpa áherslurnar á tekjusviðunum og færa Heritable- bankann inn í skipui’itið. Það er þetta tvennt sem við erum að gera. Það þriðja sem skiptir auðvitað máli, sem hluti af áframhaldandi hagræðingu og umbótum í rekstri, er að fækka svæðunum úr níu í sex. Þar með spar- ast í yfirstjórnarkostnaði og jafnari dreifing næst á milli svæða. Með þessu gerist það líka að forstjóri Her- itable, Martin H. Young, kemur inn í yfirstjómarteymi hjá Landsbankan- um, enda er ekki litið eingöngu á hann sem bankastjóra heldur líka sem þátttakanda í stefnumótun og störfum samstæðunnar.“ Forstjóra Storebrand saaft upp Ósló. Morgunbladið. Nýherji hf. og IM ehf. rifta samkomulagi FORSTJÓRA norska trygginga- og fjárfestingarfélagins Storebrand var sagt upp í fyrradag. Norska fjár- málaeftirlitið, Kredittilsynet, til- kynnti í fyrradag að Áge Korsvold hefði misnotað stöðu sína og gerst sekur um ólögleg viðskipti með hlutabréf í Storebrand. Undanfarna daga hafa norskir fjölmiðlar fjallað mikið um kaup Korsvolds á kauprétti á hlutabréfum í Storebrand af Steen & Strpm, sem stjórnað er af vini Korsvolds, Stein Erik Hagen, og einnig er áberandi í norsku viðskiptalífi. Viðskiptin fóru fram á árunum 1998-2000 og í ein- hverjum tilvikum á verði langt undir markaðsverði. Viðskipti af þessu tagi eru bönnuð samkvæmt norskum verðbréfavið- skiptalögum, að því er fram kemur í niðurstöðu fjármálaeftiriitsins. Eftir að málið komst í fjölmiðla drógu fé- lagarnir nýjustu viðskiptin til baka. Stjóm Storebrand lýsti fullum stuðningi við Korsvold á þriðjudag og sagði hann ekki hafa gerst brot- legan við lög áður en fréttist af ákvörðun fjármálaeftirlitsins. Á fundi sínum í fyrradag ákvað stjóm- in hins vegar að láta Korsvold hætta störfum þar sem það væri mikilvægt til að endurvinna traust viðskipta- vina og starfsmanna. Nú heyrast raddir um að stjómarformaðurinn, Jon R. Gundersen, skuli segja af sér þar sem rangt hafi verið af honum að lýsa stuðningi við Korsvold fyrir til- kynningu fjármálaeftirlitsins. Korsvold tók nýlega sæti sem stjórnarformaður Orkla, annars norsks stórfyrirtækis, og átti hlut- verk hans þar að vera að lægja öld- urnar vegna meintra ólöglegra við- skipta innan þess fyrirtækis. Ekki er ljóst hver framtíð Korsvolds innan Orkla verður. Korsvold er hæfur til að þiggja biðlaun og nema þau 7 milljónum norskra króna, að því er Aftenposten greinir frá. Upphæðin samsvarar 63 milljónum íslenskra króna. Að auki samsvara lífeyrisréttindi hans a.m.k. 135 milljónum íslenskra króna. Greint er frá því í norskum fjölmiðl- um að Storebrand gefi Korsvold einnig verulegan afslátt af einbýlis- húsi með öllum innanstokksmunum. Korsvold hefur stýrt Storebrand í 6 ár en þar starfa um 1.300 manns. Hann er talinn hafa staðið sig vel að mörgu leyti en hefur m.a. hlotið gagnrýni fyrir að veita sambýlis- konu sinni stöðuhækkun innan fyrir- tækisins án þess að stjórninni væri greint frá því. Einkaviðskipti Kors- volds með hlutabréf hafa einnig ver- ið gagnrýnd en viðskiptin við Hagen eru aðeins hluti af þeim. Idar Kreutzer fjármálastjóri fyr- irtækisins hefur tekið tímabundið við forstjórastarfinu af Korsvold en ekki er ljóst hver tekur við starfinu til frambúðar. NÝHERJI hf. og Information Man- agement ehf. (IM) hafa ákveðið að rifta samkomulagi því sem fólst í viljayfirlýsingu aðilanna og undirrit- að var 1. september síðastliðinn. Samkomulagið var um kaup Nýherja á 63% hlut í IM og sameiningu hóp- vinnulausnadeildar Nýherja við IM. Leitum áfram að framtaksfjárfestum Ragnar Bjartmarz, framkvæmda- stjóri IM, segir að ákveðið hafi verið að gera hlé á viðræðum um sam- komulagið þar sem menn hafi ekki verið sammála um öll atriði. Hann segir að ágreiningurinn á milli GENGI hlutabréfa í netfyrirtækinu Letsbuyit hefur lækkað um 34% frá því bréf fyrirtækisins voru skráð á Neuer Markt hlutabréfamarkaðinn í Þýskalandi, að því er fram kemur á sænska viðskiptavefnum e24. Hópur íslenskra fjárfesta á hlut í Letsbuyit. Útboðsgengi hlutabréfanna var ákveðið 3,5 evrur á hlut eftir tölu- verðan tíma en gengið er nú um 2,3. Á fyrsta viðskiptadegi í júlí fór geng- ið upp í 6,5 og nemur lækkunin frá því hámarki um 65% eða um 26 mil- Nýherja og IM sé ekki stór en þó sé áherslumunur varðandi nokkur at- riði þó samkomulag hafi náðst um flest. „IM hefur byggt upp mikla þekkingu á ákveðnum sviðum varð- andi upplýsingastjórnun, sem tengist bæði Outlook Exchange umhverfinu og vef- og gagnagnmnstengslum en þessir þættir verða stórir og eftir- sóknarverðir í framtíðinni. Við mun- um því halda áfram að leita að fram- taksfjárfestum sem geta auk fjármagns gefið fyrirtækinu mögu- leika á auknum tengslum erlendis." Ragnar segir hugsanlegt að við- ræður milli Nýherja og IM verði teknar upp að nýju innan nokkurra ljörðum íslenskra króna að markað- svirði. í desember og febrúar sl. var starfsmönnum gefinn kostur á að fjárfesta í fyrirtækinu á verðinu 3,45 evrur á hlut. Starfsmennirnir keyptu fyrir sem samsvarar yfir 750 milljónum íslenskra króna en hluta- bréfin eru núna um 500 milljóna króna virði. Samkvæmt heimildum e24 voru viðskipti starfsmanna í mörgum tilfellum fjármögnuð með lánum. vikna. Þá muni fyrirtækin eiga ýmis tækifæri til samstarfs og muni áfram vinna saman á þeim grundvelli. Ekki strandaði á einu frekar en óðru Bjarki A. Brynjarsson, fram- kvæmdastjóri nýsköpunarsviðs Ný- herja, segir að viðræður milli Ný- herja og IM hafi ekki strandað á einu frekar en öðru. Við því megi ávallt búast, þegar gengið sé frá viljayfir- lýsingu um samstarf milli fyrirtækja, að ekki náist saman í samningaferl- inu sem við taki. Möguleiki sé þó að áframhald verði á samstarfi Nýherja oglM. Samningur um sam- bankalán FULLTRÚAR Frjálsa fjárfesting- arbankans hf. undirrituðu á dögun- um 20 milljón dollara sambankaláns- samning sem Íslandsbanki-FBA og LB Kiel í Kaupmannahöfn höfðu umsjón með. Undirritunin fór fram í Kaupmannahöfn. Auk Islands- banka-FBA og LB Kiel, sem eru um- sjónaraðilar lánsins, komu þýsku bankarnir Hamburgische Landes- bank og Landesbank Saar að lán- veitingunni. Lánið er til þriggja ára en Frjálsi fjárfestingarbankinn hef- ur rétt til að framlengja lánstímann. Letsbuyit lækkar stöðugt Ósló. Morgunblaðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.