Morgunblaðið - 06.10.2000, Side 31

Morgunblaðið - 06.10.2000, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 31 LISTIR Sigurður Karlsson sem Gloster, Guðmundur Ólafsson sem jarlinn af Kent og Halldór Gylfason. Nanna Krístín Magnúsdóttir sem Góneril og Halldór Gylfason sem Ósvald. innanhúss sem geta leikið Lé. Shake- speare hefur aldrei verið leikinn í þessu húsi - sem mér finnst synd. Svo langar mig til að byrja mína tíð með stóru verki og Lér konungur er með stærri verkum leikbókmenntanna. Þá er ég ekki að tala um í mannfjölda, heldur stóra, dramatíska sögu sem spannar allt frá fínustu tilfinningum sem gera okkur hvað varnarlausust og út í heila styijöld." Hvemig nálgastu Lé? „Ég nálgast Lé með þann bak- grunn sem ég hef eftir að hafa sett upp margar sýningar eftir Shake- speare, sem sumar hafa að mínu leyti heppnast, en aðrar verið stflæfingar. Það sem ég hef að leiðarljósi, er að mig langar til þess að vita hvað verð- ur um þann mann sem hefur verið einræðisherra og harðstjóri í mörg ár, en ákveður að draga sig i hlé og gefa bömum sínum gjöf sem verður til þess að hann tortímir í rauninni öll- um í kringum sig. Það er það ferðalag sem við emm búin að vera á.“ Þú hefur ekki farið troðnar slóðir í uppsetningum þínum á Shakespeare og gjarnan sett verk hans upp í tíma sem er alls fjarri þeim tíma sem þau vom skrifuð á. Hver er tími Lés kon- ungs að þessu sinni? „Þetta gerist á þeim tíma sem efni var efni, ull var ull. Þetta er ekki leik- ið í sokkabuxum en menn em ekki heldur í gallabuxunum. Það má segja að sýningin sé tímasett í kringum heimsstyrjöldina síðari." Og hver er Lér? „Hann er ekki gamall maður sem veit ekkert hvað er að gerast. Hann er maður sem þarf að læra mjög margt og hann fer í rauninni í gegn- um það ferðalag að þurfa að læra að staðsetja hjartað í sér, sem kallað hefur verið „a journey throught ignoranee to knowledge," eða ferð um fávisku til þekkingar. Hann hefur eitt lífsmottó: Ur engu verður ekkert. Og fyrstu viðbrögð hjá honum, ef hann þarf eitthvað að hörfa, er að valta yfir þann sem sýnir mótþróa. Þar til hann uppgötvar að hann getur ekki stjóm- að náttúmnni, hann getur ekki stjómað sjálfum sér. Hann ræður ekki yfir náttúmnni og til þess að geta stjórnað sjálfum sér verður hann að viðurkenna að hann hefur til- finningar sem maður, að hann getur gert mistök. Og hans mistök em að hafa útskúf- að gullinu sínu, yngstu dóttur sinni.“ Það verður stöðugt að ögra leikaranum í viðtali við Peter Brook, einhvem frægasta Shakespeare-leikstjóra okkar tíma, sem þú ert með í leik- skránni, segir hann að þegar Shake- speareleikrit sé valið til sýningar sé það ekki vegna þess að leikhúsið þarfnist þess nauðsynlega, heldur vegna þess að á ákveðnu augnabliki séu til leikarar sem em vandanum vaxnir. Hefur þú slíka leikara hér inn- anhúss? Hefur þú ekki einmitt verið gagnrýndur fyrir að velja Pétur Ein- arsson í hlutverk Lés? „Ég held að Pétur Einarsson eigi eftir að koma ansi mörgum á óvart í þessu hlutverki og finnst viðeigandi að hann fái að sýna að hann ræður vel við það, áður en hann er dæmdur úr leik. Eftir að Pétur hætti stjómunar- vinnu sem skólastjóri Leiklistarskól- ans hefur hann verið vaxandi leikari með hveiju árinu, bæði í stómm hlut- verkum, einleikjum og meira að segja á öðmm tungumálum, eins og þýsku. Ef það var eitthvað sem hann átti að leika núna, þá var það Lér konungur. Ég hef þá skoðun að leikari verður aldrei góður nema vélin sé alltaf í gangi, hann sé alltaf að kljást við eitt- hvað. Það verður stöðugt að ögra leikaranum og ég held að hann verði aldrei góður nema næsta verkefni hans sé eitthvað sem hann heldur að hann ráði ekki við. Ég held að allir leikarar skilji að þeir geta ekki bara verið í aðalhlutverkum. En ef þeir vita að á einhveijum póstum sé verið að hugsa um þá, þá em þeir til í að gera ýmsa hluti. Með verkefnavali mínu vil ég reyna að ögra fólkinu mínu, reyna að láta það fá eitthvað til þess að kijást við. Brjóta allt sem heitir „type-cast“ - eins og hægt er.“ Meiri hreyfíng á milli leikhúsanna Nú leystir þú nokkra leikara frá samningum þegar þú tókst við leik- hússtjórastöðunni. Hefur það ekki haft nein eftirmál? „Nei, ég held að sá tími sé liðinn. Ég held að það sé skilningur á því alls staðar að æviráðningar í leikhúsum ganga ekki. Ég held að það eigi eftir að verða miklu meiri hreyfing á milli húsanna á nokkurra ára fresti í fram- tíðinni - og held reyndar að það sé þegar farið að gerast. Og það er eng- inn endanlegur dómur að segja upp leikara. Það er enginn dómur yfir manneskjunni, eða leikaranum." Heldur hvað? „Maður vill skipta aldurshlutföllum, breyta karakter leikhópsins. Á hverjum einasta degi í leikhúsinu emm við að velja og hafna, hvort sem við emm að velja verk, leikstjóra eða leikara. Við emm vön þessu. Þar sem við höfum miklu stærri hóp af leikuram úti í samfélag- inu en var fyrir bara örfáum ámm, eykur það möguleikana bæði fyrir þá og okkur. Það em allir hér inni sér mjög meðvitandi um það að ég vil að fólkið vinni og það er enginn sem verður héma innandyra og gerir ekki neitt, enda nýtast sumir eldri leikar- arnir ekki bara sem leikarar, heldur hef ég leyfi til að nota þá til dæmis í bamastarfi sem er mjög mikilvægt starf - sem við ætlum að efla enn frekar." Fólk sem getur raðað saman orðum Þú talaðir um að í framtíðarsýn þinni væri ætlunin að hlúa að nýjum, íslenskum leikritum. Hefurðu hugsað þér að taka upp höfundasmiðjuna sem hér starfaði íyrir nokkmm ár- um? Við höfum velt því fyrir okkur að reka höfundasmiðju í einhverju formi. Við erum bara ekki búin að finna formið. Ég er einn af þeim sem halda því fram að mjög oft setjum við íslensk leikrit upp áii of fljótt. Mér finnst höfundar vera of merkilegar og mikilvægar manneskjur tfl þess að fara svona með þá. Ég tel að það þurfi að hugsa íslensk leikrit lengra fram í tímann en gert hefur verið. Mér finnst ég oft sjá íslensk leikrit sem hefðu þurft að veltast í leikhúsinu í ár með leikstjóra. Mér finnst þau of hrá og höfundar era of dýrir, peninga- lega, auk þess sem þeir em augu okk- ar úti í samfélaginu. Kröfurnar til leikritahöfunda em líka orðnar svo miklar að við eram hætt að afsaka það að vera með íslenskt verk. Okkur er alveg sama hvort verk er íslenskt eða ekki, það á að vera gott. Mig langar að finna einhverja leið tfl að leggja rækt við íslenska leik- ritahöfunda vegna þess að mér finnst vænt um orðið og það fólk sem getur raðað saman fyrir mig orðum. Ég get ekki raðað saman orðum. Ég vil gjarnan fá höfundinn til að vera hér inni í leikhúsinu eins og hann vill á meðan hann er að þróa verkið sitt en það þarf að finna leið sem er hagstæð fyrir alla.“ Þú hafðir mikinn meðbyr þegar þú rakst leikhúsið Frú Emilíu en ert núna kominn í stöðu sem er alltaf undir smásjá. Hvemig leggst það í þig? „Það leggst vel í mig. Það sem mér finnst hins vegar fyndið, er að upplifa breytinguna sem hefur orðið á tíðai'- andanum. Þegar ég var að stofna Emilíu og Svart og sykurlaust fyrir mörgum ámm voram við sem að þessum leikhúsum stóðum að vinna fyrir okkur í Þjóðleikhúsinu, í Gæjum og píum, bara til þess að geta gert list um helgar. Núna em sjálfstæðu leik- húsin að kvarta yfir því að við séum að fikta í söngleikjum og gamanleikj- um, vegna þess að þau vilja sjálf fá að þéna á þeim. En um leið og mér finnst fyndið fyrir mig að upplifa þessa breytingu, þá hræðir hún mig dálítið, einkum þegai’ ég sé að það er sam- ferðamaður minn, Viðar Eggertsson, sem er sá eini sem er að pota í okkur í stóm húsunum af einhverri alvöm. Það er gott að það sé potað i okkur og unga fólkið á að nota allan sinn kraft, á meðan það hefur hann, tfl þess að pota í þessi stóm hús og hafa skoðanir á því sem þar er að gerast. Við eigum að vera undir smásjá. Þetta á að vera krefjandi starf. Þetta á ekkert að vera þægilegt. En potið í dag snýst í rauninni um það hver er á undan að kaupa Oliver T\rist “

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.