Morgunblaðið - 06.10.2000, Síða 32

Morgunblaðið - 06.10.2000, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Listaklúbbur Leikhúskjallarans Didgeridoo Leikverkið Hátíð morð- ingjanna frumsýnt O g elektróník DAGSKRÁ Listaklúbbs Leikhús- kjallarans mánudaginn 9. október verður helguð hinu forna ástralska frumbyggjahljóðfæri Didgeridoo eða Yidaki. Yfir fjörutíu nöfn eru til yfir þetta hljóðfæri en þessi tvö eru þekktust. Didgeridoo var notað í lok- uðum, kynjaskiptum athöfnum þeg- ar sagðar voru sögur af forfeðrunum í formi söngljóðs (manikay) og til að herma eftir hljóðum úr náttúrunni í þeim tilgangi að viðhalda andlegu og líkamlegu jafnvægi. Didgeridoo er langt rör búið til úr greinum Eucalyptus-trjáa. Eucal- yptusinn er holaður út af termítum sem éta sig í gegnum miðju trésins og gera sér bú neðst í því. Hljóðfærið er búið til með því að hreinsa út termítana og fjarlægja ytri börkinn. Rönd af býflugnavaxi er síðan sett á brún annars endans sem munn- stykki. Buzby Birchall frá Skotlandi, sem nam þessa fomu tækni í Ástralíu, leikur á Didgeridoo og fræðir gesti um list frumbyggjanna. Einnig verða spilaðar upptökur með frum- byggjasöng við undirleik Yidaki. Buzby hefur spilað og kennt víða um heim og heldur nú námskeið á veg- um Ki-amhússins. I Leikhúskjall- aranum á mánudagskvöldið fær hann til liðs við sigraftónlistarmann- inn Darra og munu þeir blanda sam- an nútíð og fortíð, elektróník og yid- aki. Húsið verður opnað kl. 19:30 og hefst dagskráin kl. 20:30. Allir vel- komnir! LEIKVERKIÐ Hátíð morðingj- anna verður frumsýnt í kvöld, föstudaginn 6. október, í Leikhús- inu Ægisgötu 7, Reykjavík, í upp- setningu Leikskólans. Hátíð morðingjanna er samheiti yfir tvö verk franska skáldsins Jean Genet sem Leikskólinn hefur valið til uppfærslu þetta leikárið. Verkin tvö eru Vinnukonurnar og NáVígi, fyrsta leikrit skáldsins. Vinnukon- urnar eru mörgum kunnar sökum vinsælda þeirra, dýptar og dillandi kímni en NáVígi (Haute Surveill- ance) hefur ekki verið sett upp hér á Islandi áður og er ekki síðra hvað viðkemur þétt ofnum sagnavef og fáránleika, segir í fréttatilkynn- ingu. Það var leikhópurinn í sam- vinnu við leikstjórann sem þýddi. Hátíð morðingjanna fléttar sam- an leikritunum tveimur og niður- staðan er leikhús fáránleikans, leik- húsið sem J. Genet er brenni- merktur. Þetta er dramatísk saga fanga, bæði frjálsra og þeirra sem lokaðir eru inni, því allir eiga víst sína fangelsismúra. Fylgst er með þeim í vonlausri baráttu fyrir frels- inu, upplifun þeirra á ástinni, dauð- anum og vináttunni. Átök sem að- eins geta endað á einn veg. Það er spennandi að fá að fylgjast með því sem mannskepnan tekur upp á þeg- ar örvæntingin er öllu öðru sterkari og alvaran jafnt sem gleðin nær hámarki, segir ennfremur. Leikskólinn er félag ungra áhugaleikara sem stofnað var árið 1997 og hefur unnið síðan við ýmis verkefni. Hópurinn samanstendur nú af fimm leikurum: Önnu Svövu Knútsdóttur, Bjartmari Þórðar- syni, Arnari Steini Þorsteinssyni, Ragnari Hanssyni og Sverri Sverr- issyni. Aðrir aðstandendur eru Stefán Hallur Stefánsson, sem sér um ljós, Björn Snorri Rosdahl sér um hljóðmynd, Marta Luiza Macuga hannar búninga og leik- mynd, aðstoðarleikstjóri er Kol- brún Ósk Skaptadóttir og leikstjóri er Agnar Jón Egilsson. Sýningar hefjast í kvöld, föstu- dagskvöldið 6. október, og munu standa yfir í u.þ.b. mánuð. Miðaverð er 1.000 kr. Sýningar hefjast kl. 20. Námskeið fyrir umsækjendur um atvinnuleyfi til leigubifreiðaaksturs á vegum umsjónarnefndar fólksbif- reiða á höfuðborgarsvæðinu. Námskeið fyrir verðandi atvinnuleyfishafa verða haldin á næstunni á vegum umsjónarnefndar fólksbifreiða á höf- uðborgarsvæðinu. Námskeiðin verða tvö ef þátttaka leyfir og haldin annars vegar frá 24. október til 9. nóvember og hins vegar frá 14. nóvember til 30. nóvember nk. Nám- skeiðin standa í þrisvar sinnum þrjá daga hvort og verður kennt frá þriðjudegi til fimmtudags í viku hverri. Tuttugu bílstjórar fá inngöngu á hvort námskeið. Að meginstefnu verður miðað við að þeir taki sæti á námskeiðunum sem lengstan aksturstíma hafa á leigubifreiðum sem launþegar. Námskeiðin verða haldin af Ökuskólanum í Mjódd í Þara- bakka 3. Kenndar verða eftirfarandi greinar: Bókhald, þjón- usta, þjónusta við fatlaða, lög og eftirlit, vinnuvernd, ferðaþjónusta, löggæslumál, skyndihjálp og reglur ESB, þær sem tengjast greininni. Með nánara kennslufyrirkomu- lag og námsefni er vísað til Ökuskólans í Mjódd. Nám- skeiðsgjald er kr. 30.000 á hvern þátttakanda. Hér með er auglýst eftir umsóknum á námskeiðin og skal þeim skilað í afgreiðslu Ökuskólans í Mjódd á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknir þurfa að hafa borist í síðasta lagi þann 15. október nk. kl. 15:00. Með umsóknum skulu fylgja eftirtalin gögn: • Staðfest Ijósrit af fram- og bakhlið ökuskírteinis. • Sakavottorð. • Búforræðisvottorð. • Vottorð um afgreiðsluleyfi hjá viðurkenndri bifreiðastöð. • Heilbrigðisvottorð frá trúnaðarlækni umsjónarnefndar. • Vottorð um að hafa stundað leiguakstur a.m.k. í eitt ár. • Staðfesting viðskiptabanka um að hann treysti undirrit- uðum/aðri til að stunda atvinnurekstur. Nánari upplýsingar um námskeiðið og þau réttindi sem það veitir eru birtar á öllum bifreiðastöðvum á starfssvæði nefndarinnar. Smákrimminn og strákurinn KVIKMYNDIR Háskólabfó KIKUJIRO (KIKUJIRO NO NATSU) ★★V2 Leikstjóri Takeshi Kitano. Hand- ritshöfundur Takeshi Kitano. Aðal- leikendur Takeshi Kitano, Yusuke Sekiguchi, Kayoko Kishimoto. Jap- an. Árgerð 1999. SUMARFRÍIÐ í skolanum boðar aðeins leiðindi fyrir Masao litla (Yusuke Sekiguchi). Leikfélagamir famir á ströndina með foreldrum sín- um, göturnar auðar. Stendur einn uppi í lífsbaráttunni ásamt ömmu sinni, sem lítinn tíma hefur aflögu fyr- ir hann frá brauðstritinu. Foreldra sína hefur Masao litli aldrei séð, held- ur því út í heiminn með mynd af henni í farangrinum. í slagtogi með strákn- um er Kikujiro (Takeshi Kitano), furðufugl og smákrimmi, í eilífum úti- stöðum við umhverfi sitt og síblank- ur. Þeir hafa ýmigust hvor á öðram til að byrja með, á langri leið finna þeir gagnkvæma vináttu. Leikstjórinn, handritshöfundurinn og aðalleikarinn, „Beat“ Takeshi Kit- ano, er álitinn einn fremsti kvik- myndagerðarmaður Japana samtím- ans. Frægui- fyrir afar ofbeldisfullar myndir, sem m.a. hafa haft áhrif á vestræna leikstjóra á borð við Quent- in Tarantino. Hér situr hann á strák KVIKMYjVDIR Regnboginn FRÖKEN JÚLÍA (MISS JULIE) ★★ Leikstjóri Mike Figgis. Hand- ritshöfundur Helen Cooper, byggt á samnefndu leikriti e. August Strindberg. Aðalleikendur Saffron Burrows, Peter Mullan, Maria Doyle Kennedy. Bandaríkin. Árgerð 1999. FRÆGASTA leikhúsverk Strind- bergs er ekki vel fallið til kvikmynda- gerðar og leikstjóranum Mike Figgis tekst ekki að losa það úr viðjum fjal- anna, nýta möguleika kvikmyndar- innar. Gerist á einni örlaganóttu er Júlía (Saffron Burrows), glæsileg, dóttir sænsks aðalsmanns, hættir sér út fyrir sín siðferðilegu mörk í ýms- um skilningi; blandar geði við hjúin er KVÍKÍVÍYNDÁHÁTÍÐ í"rEYKJAVÍK Óróanótt þau skemmta sér í ljósárafjarlægð frá hennar aristókratíska umhverfi - þótt allt sé undir sama þaki. Frökem Júlía daðrar við Jean (Pet- er Mullan), herbergisþjón föður síns, það dregur dilk á eftir sér. Jean, sem er trúlofaður eldabuskunni Kristínu (Maria Doyle Kennedy), er kaldrifj- aður og hatursfullur. Með ískyggi- legar áætlanir á prjónunum þar sem Fröken Júlía, sem hann hefur lengi þráð á laun, verður leiksoppur. Áhorfandanum er, einsog fyrr seg- ir, boðið upp á leikhúsferð í kvik- myndahúsi sem er jafnan nokkuð hvimleið upplifun. A.m.k. í saman- burði við myndir á borð við Long Daýs Journey Into Night (’62), þar sem maður fann aldrei fyrir nærveru leikhússins þótt bæði verkin gerist nánast öll á einu sviði. Figgis, sem hér Kirkjukór Grensás- kirkju í tón- leikaferð KIRKJUKÓR Grensáskirkju í Reykjavík heldur í tónleikaferð til Stykkishólms sunnudaginn 8. októ- ber. Sungið verður við messu kl. 14 í Stykkishólmskirkju ásamt kirkjukór kirkjunnar. Kirkjukór Grensáskirkju heldur síðan tónleika í kirkjunni kl. 17 og flytur þar metnaðarfulla söngdag- skrá. Organisti og kórstjórnandi er Ami Arinbjarnarson. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. FOSTUDAGUR Bíóborgin Kl. 15.50 The Loss of Sexual Innocence, Buena Vista Social Club Kl. 17.50 The Straight Story Kl. 17.55 The Loss of Sexual Innocence Kl. 20 The Loss of Sexual Inn- ocence, Buena Vista Social Club Kl. 22 The Straight Story Kl. 22.05 Happy Together Háskólabíó Kl. 18 Une Liaison porno- graphique, Man is not a Bird Kl. 20 Une Liaison porno- gi-aphique, Tuvalu Kl. 22.00 Une Liaison porno- graphique Regnboginn Kl. 16 Onegin, Condo Paint- ing, Cosy dens Kl. 18 Crouching Tiger, Hidd- en Dragon, Felicia’s Journey Kl. 22 Ride with the Devil, Princess Mononoke Laugarásbíó KI. 20 Legend of 1900 Kl. 22.10 Legend of 1900 sínum, enda myndin af öðrum toga en fyrri verk hans. Af og til springur þó söguþráðurinn upp í ofbeldisfull at- riði, þau eru stutt en áhrifarík og jafn- an í bakgrunni. Kitano gerir hinum óvenjulega félagsskap góð skil. Sagan er frumleg og nýstárleg í hæsta máta. Af og til er þessi blanda smáglæpa og bernskubrellna skemmtileg og áhugaverð. Leikstjóranum lætur býsna vel að brydda á ofsanum, en höndlar engu síður fínni tóna mynd- arinnar, er t.d. undurmjúkur er hann finnur móður drengsins. Sem leikari hefur Kitano fjölmörg blæbrigði uppi í erminni. Fyndinn og hai'ður, líkt og myndin hans. Yusuke litli er hálf- dauðyflislegur við hliðina á honum, e.t.v. er það ætlunin. Sæbjörn Valdimarsson reynir sig á svipuðum slóðum og hann var fyrir hliðarskrefið Leaving Ls Vegas, er enginn Lumet. Hann er tví- mælalaust góður stjórnandi leikara, einsog kom best fram í fyrrgreindri mynd, hér nær hann tökum á þeim báðum, Burrows og Mullen, með mis- jafnri útkomu. Burrows er há og tign- arleg, hentar líkamlega vel í hlutverk hins flókna og undirokaða femínista, en fer illa með textann og er ósann- færandi í túlkun sinni á örvænting- unni og uppgjöfinni í lokin. Mullan tekst betur upp, öfundin, hatrið og sárindin yfir hlutskiptinu í lífinu, er augljós og raddbeitingin styi-k. Þegar upp er staðið stendur lítið eftir. Figgis tók fyrir hliðstætt efni í títtnefndri Leaving Las Vegas, og gerði það miklu betur. Sjálfseyðing- arhvötin, stéttaþjóðfélagið og sjálfs- fyrirlitningin fékk þar maklega með- höndlun. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.