Morgunblaðið - 06.10.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 06.10.2000, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Dominique Ambroise við eitt verka sinna. Helgi sýnir í Listhúsinu í Laugardal MÁLVERKASÝNING Helga Hálfdánarsonar hefur verið opnuð í Galleríi í Listhúsinu í Laugardal og stendur til 5. nóvember. Myndlistarmaðurinn Helgi Hálf- dánarson er fæddur árið 1949. Hann stundaði nám í olíumálun í Myndlistarskóla Reykjavíkur ’84- ’87 og var á ýmsum námskeiðum þar, í Myndlista- og handíðaskólan- um og í T.H. Aachen í Þýskalandi. Helgi fór markvisst af stað með ol- íumálunina fyrir tveimur árum og er þetta fjórða sýning hans á þeim tíma. Helgi er einnig verkfræðing- ur og vinnur við forritun hjá HÍ. Gallerí í Listhúsi í Laugardal er opið alla daga frá 9-19. Lokað á sunnudögum. Ljóðatónleik- ar í Hvera- gerðiskirkju BJÖRG Þórhallsdóttir sópransöng- kona og Þórhildur Björnsdóttir píanóleikari halda tónleika í Hvera- gerðiskirkju fostudaginn 6. október kl. 20. Á efnisskránni eru sönglög eftir Haydn, Schubert, Strauss, Fauré og Britten við ljóð eftir Shakespeare, Goethe, Victor Hugo, W.H. Áuden o.fl. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en nemendur Tónlistarskólans og elli- lífeyrisþegar fá ókeypis aðgang. Sýnir olíu- málverk í Galleríi Fold DOMINIQUE Ambroise opnar laugardaginn 7. október kl. 15 sýningu á olíumálverkum í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauð- arárstíg 14. Sýninguna nefnir listakonan Tilveruland. Dominique Ambroise fæddist í Frakklandi árið 1951. Hún hefur staðgóða myndlistarmenntun, er með mastersgráðu í myndlist frá York University í Kanada en áð- ur stundaði hún nám við Uni- versité de Censier í Paris, Uni- versité d’Aix Marseilles og Université de Moncton í Kanada. Dominique Ambroise hefur áð- ur haldið ellefu einkasýningar, en þetta er þriðja einkasýning henn- ar hér á landi. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga í Kan- ada, Evrópu og Asíu. Dominique Ambroise er búsett hér á landi. Gallerf Fold er opið daglega frá kl. 10 til 18, laugardaga frá kl. 10 til 17 og sunnudaga frá kl. 14 til 17. Sýningunni lýkur sunnudaginn 22. október. --------------- Síðasta sýningarhelgi SÝNINGU Þórðar Hall á málverk- um, sem stendur yllr í Listasafni Kópavogs, lýkur sunnudaginn 8. október. Sýningin er opin daglega frákl. 11-17. www.naten.is • ATH: Kynning í Ápóteki Kefíavikur' NATEN - fæðubótarefnið sem fólk talar um ! 1 „Kílóin af án fyrirhafnar" „Þegar ég byrjaði að taka NATEN léttist ég um 12 kíló á einu ári án nokkurrar fyrirhafnar! Ég hef meira úthald og meiri orku og langur vinnudagur minn er núna miklu léttari. NATEN 1-2*3 léttir líf mitt og ég er öll hressari" Anna Þóra Pálsdóttir Verslunarmaöur K tæst i apótekum og sérverslunum um larnJ allt! Heldur þú að rj vítamín séu nóg? Z Kynning oy kynningaralslátlur _ . í Apóteki Kellavikur í dag !\I/Vf LiNI Kynning og kynningarafsláttur f Apóteki Keflavikur í dag frá kl 14 - 17. Flogið og brotlent Morgunblaðið/Arni Sæberg „Vala Þórsdóttir nálgast þetta efni á dirfsku- fullan og persónuiegan hátt,“ segir í dómnum. LEIKLIST Kaffileikhúsið/ The Icelandic Take Away Theatre HÁALOFT Höfundur: Vala Þórsdóttir. Leik- syóri: Ágústa Skúladóttir. Leikari: Vala Þórsdóttir. Leikmynd og bún- ingar: Rannveig Gylfadóttir. Tún- list: Pétur Hallgrímsson. Hönnun lýsingar: Jóhann Bjarni Pálmason. Tæknimaður: Koibrún Ósk Skafta- dóttir. Hljóðfæraleikur af bandi: Pétur Hallgrímsson, Dean Ferell og Úlfur Eldjárn. Kaffileikhúsið, miðvikudaginn 4. október. HÁALOFT geymir gersemar, kóngulóarvefi, gamla muni, kistur fullar af minningum og ævintýrum, ryk og sérkennilega lykt, myrkur og ljósglætu frá þakglugga sem vísar upp í himininn. Allt fer í háaloft endrum og sinnum og hjá sumum oftar en öðrum, þar til brotlent er niðri í kjallara." Þannig hljómar brot af skemmti- legum texta sem prentaður er aftan á kort sem gefið er út í tilefni af sýn- ingunni á einleik Völu Þórsdóttur sem ber titilinn Háaloft, og undir- titilinn: - geðveikur, svartur gaman- leikur. Háaloft er saga ungrar konu með geðhvörf, sjúkdóm sem ein- kennist af geðsveiflum þar sem hug- urinn sveiflast allt frá dýpsta þung- lyndi til hæstu hæða oflætis eða „maníu“. Titillinn er afar vel til fund- inn og skírskotar út fyrir sig í ýmsar áttir; minnir mann til dæmis á „brjáluðu konuna á háaloftinu" í frægri skáldsögu bresku skáldkon- unnar Charlotte Bronte. Vala nálgast þetta efni á dirfsku- fullan og persónulegan hátt, vísar til reynslu vina sinna og vandamanna og hefur lagst í mikla rannsóknar- vinnu og sjálfsskoðun í tilraun sinni til að koma flóknum efnivið til skila á leikrænan hátt. En þótt vandasamt sé að ná utan um efni eins og þetta er það einnig gjöfult því háttalag þeirra sem þjást af geðhvörfum er oft á tíð- um „leikrænt“ og býður upp á tilþrif og leiktúlkun sem spannar óvenju breiðan skala mannlegra tilfinninga og tjáningar. Vala velur að láta hið kómíska og hið tragíska vega salt í verki sínu, þó er áherslan heldur meiri á oflætið en þunglyndið; við sjáum persónuna, Karítas, meira þegar hún er „uppi“ en þegar hún hefur „brotlent". En þótt dvalið sé meira „uppi á háalofti" en niðri í kjallara eru oflætis-atriðin fleyguð öðru hverju með stuttum, dempuðum en áhrifaríkum atriðum þar sem örvæntingin ríkir. Vala túlk- ar af öryggi og innsæi allar hliðar geðhvarfanna og er sannfærandi á gleðistundum jafnt sem þegar myrkrið tekur völdin. Texti Völu er vel skrifaður og hnitmiðaður, hvergi óþarfa málalengingar. Eins og í Englum alheimsins, eftir Einar Má Guð- mundsson, er Vala einnig að kanna mörk heilbrigðrar og sjúkrar hegðunar; hinir „heilbrigðu“ hegða sér oft á tíðum undarlega og hinum sjúku leyfist varla að sýna eðlilega gleði og kátínu án þess að þeir séu sakaðir um að vera „uppi“. Tekið er á fordómum samfé- lagsins og árekstrum hinna veiku við óbil- gjarnt skrifræði op- inberra stofnana. I heild er hér um áhrifaríka sýningu að ræða og aðstandend- um sínum til sóma. Leikmynd Rannveig- ar Gylfadóttur fellur vel inn í rými Kaffi- leikhússins og bún- ingar hennar eru skemmtilegir og hug- að að hverju smáat- riði, eins og skóm og skartgripum. Ljósa- hönnun Jóhanns Bjarna Pálmasonar tekur mið af efni- viðnum og birtustigið sveiflast í takt við persónuna. Tónlist Péturs Hallgríms- sonar eykur vídd við verkið og styður það vel. Ágústa Skúladóttir leikstjóri hefur alla þræði í hendi sér og fléttar þá fag- mannlega saman. Tæknimaður og sýningarstjóri var Kolbrún Ósk Skaftadóttir og brást henni hvergi bogalistin. Háaloft er þriðji einleikurinn sem sýndur er í Kaffileikhúsinu á þessu leikári. Þetta er leikform sem gerir miklar kröfur til leikarans og er þeg- ar best tekst til afar áhugavert fyrir áhorfandann sem fær að lifa sig inn í allar víddir og öll blæbrigði í túlkun eins leikara. Hérna haldast allir þættir í hendur til að gera upplifun áhorfandans sterka og áhrifamikla: Áleitið efni, vel skrifaður texti, góður leikur og vönduð umgjörð. Soffía Auður Birgisdóttir Tvö dans- verk sýnd í Tjarnarbíoi í TENGSLUM við IETM- listaþingið, sem stendur fyrir International Europian Theat- er Meating, verður haldið dans- kvöld í Tjarnarbíói í kvöld kl. 21. Sýnd verða tvö dansverk; Sil- ent Whisper eftir Nadiu Ban- ine, Excess Baggage eftir Pet- er Anderson og stuttmyndin Örsögur í Reykjavík sem vakið hefur verðskuldaða athygli víðsvegar í Evrópu eftir þær Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, Rögnu Söru Jónsdóttur og Margréti Söru Guðjónsdóttur. Stuttmyndin er á dagskrá Reykjavíkur - menningarborg- ar 2000. Síðasta sýningarhelgi SÝNINGU Kristínar Pálmadóttur á ljósmyndaætingum í sal félagsins ís- lensk grafík, Hafnarhúsinu (hafnar- megin), lýkur sunnudaginn 8. októ- ber. ^mb l.i is ALLTA/= TITTM\TA£> /VÝT7 Lauflétt MYJVPLIST Gallerf Reykjavfk, Skólavörðustfg OLÍUPASTEL ÓLÖF BIRNABLÖNDAL Til 10. október. Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 11-16 og sunnudaga frá kl. 14-17. EKKI verður beinlínis sagt að ol- íupastelmyndir af þeim toga sem Ólöf Birna Blöndal málar séu tíma- mótaverk. Raunar eru þær afar hefðbundnar, nánast eins og skóla- bókarlist. Með alla sína skólagöngu ætti hún að vera mun sjóaðri í fræð- unum og leyfa sér mun persónulegri og frjálsari efnistök. En þá er hins að gæta að þessar pastelmyndir eru nægilega hógværar til að falla öllum í geð, enda erfitt að klúðra myndefn- inu. Þvi má vera að listakonan hitti í mark með þessum myndum sínum. Margir kjósa einmitt hlutlausa og lágværa list upp á veggi hjá sér. Ólöf fer víða til að leita sér fanga. Frá Héraði heldur hún til Suður- lands og þaðan í Húnavatnssýslu og Mývatnssveit. Segja má að allt land- ið verði henni hvati til myndgerðar. Hins vegar er helsti lítill munur á myndefninu eftir því hvar hún er stödd og því nýtur fjölbreytni lands- ins sín ekki sem skyldi. Með meiri átökum og sterkari meiningum mundi Ólöf eflaust uppskera dýpri túlkun og innihaldsríkara yfirbragð, og með því mun persónulegri mynd- list. En þá ber þess að gæta að vin- landslag v■'y i . ' •; ; I Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Myndir á sýningu Ólafar Birnu Blöndai í Galleríi Reykjavík. sældir haldast sjaldnast í hendur við djúpa, persónulega listsköpun. Á þri hafa flestir snillingar sög- unnar fengið að smakka, hvort sem þeir hétu Rembrandt eða Mozart. Því verður Ólöf Birna að gera upp við sig í hvora leiðina hún vill stefna myndlist sinni, hina persónulegu eða vinsælu. Halldór Björn Runólfsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.