Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 43 H bjartsýn. Hún taldi oftar en ekki kjarkinn í okkur þegar við stóðum á tímamótum og lagði hönd á plóg við eitt og annað og í þeim efnum vílaði hún ekkert fyrir sér. Hún var kona sem dæmdi ekki fólk við fyrstu kynni, hún trúði á það góða í náunganum og var alltaf til taks fyrir aðra. Hún mátti ekkert aumt sjá. Þannig lagði hún sitt af mörkum við ýmis góðgerðarstörf og aðstoðaði á margan hátt þá sem minna máttu sín. Hún lærði snemma í lífinu að vera sjálfstæð og ég held að hún hafi ver- ið okkur stelpunum góð fyrirmynd í þeim efnum og við lært mikið af því að þekkja hana. Amma var mjög óeigingjörn kona og ég held að við stöndum öll sem eitt í þakkarskuld við hana. Hún hef- ur haft mikil áhrif á líf okkar allra og reynst okkur traustur vinur á gleði- og sorgarstundum. Hún kenndi okkur að gefast ekki upp og vera bjartsýn innan hóflegra skynsemismarka ásamt því að nota hugmyndaflugið. Hún kenndi okkur líka margt annað, t.a.m. að þekkja fjöll og fugla, hlusta á óperutónlist og að búa til balletta svo fátt eitt sé nefnt. Það rifjast upp margar stundir með ömmu á þessum tímamótum og ylja þær manni um hjartarætur því svo oft var amma að gera eitthvað íyrir okkur þótt auðvitað rifjist líka upp stundir þar sem vinnugleðin réð ríkjum og við hjálpuðumst að við að koma einhverju í framkvæmd á hverjum tíma fyrir sig. Amma var heldur engin venjuleg amma, að minnsta kosti áttu ekki margir svona ömmur sem keyrðu snjósleða upp um fjöll og firnindi og fóru með heilan skóla á skauta á Þingvallavatni. Það var einhvern veginn ekkert mál að koma hlutun- um í framkvæmd með ömmu, það var bara að gera hlutina svona eða hinsegin og þá var þetta komið! Ég var svo lánsöm að kynnast ömmu ná- ið þegar ég var orðin fullorðin. Við bjuggum saman um tíma eftir að ég fluttist heim að námi loknu erlendis. Ég gat ekki annað en dáðst að krafti hennar og elju. Við áttum góðar stundir í eldhúsinu og ræddum heima og geima yfír tebolla og oft skoðuðum við saman myndirnar hennar. Síðustu ár hafa verið ömmu erfið þar sem líkaminn hefur ekki hlýtt huganum. Viljastyrkurinn var svo mikill að þrátt fyrir líkamlega vanheilsu lét hún ekki deigan síga. Hún fylgdist vel með þjóðfélagsmálum og var með það á hreinu hvað hver fjölskyldumeðlimur var að bedrífa þá dagana. Amma var sannkallað sameiningartákn fjölskyldunnar. Það er stórt skarð höggvið í fjöl- skylduna nú þegar amma hefur kvatt þennan heim. En minningin um góða konu lifir. Guð geymi hana. Anna Sigríður Símonardóttir Melsteð. Hún amma mín var einstök kona, sjálfstæð, ósérhlífin og hjálpsöm. Lundin var létt og stutt í brosið, jafnvel þegar á móti blés. Ungri þótti mér gott að hafa hana nálægt mér og forréttindi að hafa fengið að kynnast henni og hennar verkum. Af henni lærði ég að meta hversdagslega hluti á annan og betri hátt en flestir gera og mun ég njóta þess alla tíð. En hún var ekki bara amma mín. Hún var einnig langamma barnanna minna og mun minning hennar lifa í hjörtum okkar. Helga S. Melsteð. • Fleirí minningargreinar um Helgu Símonardtittur Melsteð bíða birtingar ogmunu birtast ( blaðinu næstu daga. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR EINARSSON, Greniteig 9, Keflavfk, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mið- vikudaginn 4. október. Sigrún Guðjónsdóttir, Guðjón Sigurðsson, Steinunn Njálsdóttir, Bjarni Sigurðsson, Hansborg Þorkelsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Árný Þorsteinsdóttir, Sveinbjörg Sigurðardóttir,Guðsveinn Ólafur Gestsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, EIRÍKUR TÓMASSON áður bóndi í Miðdalskoti, Torfholti 6, Laugarvatni, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugar- daginn 6. október kl. 13.30. Guðrún Karlsdóttir, Margrét Eiríksdóttir, Einar G. Friðgeirsson, Karl Eiríksson, Margrét S. Lárusdóttir, Ósk Eiríksdóttir, Haraldur R. Haraldsson, Eiríkur Rúnar Eiríksson, Helga H. Sturlaugsdóttir og barnabörn. + Móðir mín og dóttir, EDDA HRAFNHILDUR ÁRNADÓTTIR, andaðist á heimili sínu laugardaginn 23. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Kolbeinn Árnason, Herborg Gestsdóttir. + Föðurbróðir minn og frændi okkar, JÓHANNES STEINDÓRSSON frá Munaðarnesi, lést á Sjúkrahúsi Hólmavíkur fimmtudaginn 5. október. Fyrir hönd ættingja og vina, Sigurgeir V. Sigurgeirsson, Guðmundur Jónsson, Sólveig Jónsdóttir. + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og vinar, GUÐNA HELGASONAR rafverktaka, Hlyngerði 3, Reykjavfk. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurlína Guðnadóttir, Ástmundur Kristinn Guðnason, Helgi Guðnason, Stefán Kristinn Guðnason, Kristín Guðnadóttir, Auðbjörg Guðmundsdóttir og barnabörn. María Friðjónsdóttir, Laurie Guðnason, Sólveig Indriðadóttir, Garðar Hilmarsson, + Ástkær sonur minn, STEFÁN GUÐMUNDUR VIGFÚSSON, Kópavogsbraut 5, sem lést á heimili sfnu fimmtudaginn 28. sept- ember, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 9. október kl. 10.30. Jóhanna Stefánsdóttir frá Haga. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTINN PÁLSSON útgerðarmaður frá Þingholti, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 4. október. Þóra Magnúsdóttir, Magnús Kristinsson, Lóa Skarphéðinsdóttir, Jóna Dóra Kristinsdóttir, Björgvin Þorsteinsson, Bergur Páll Kristinsson, Hulda Karen Róbertsdóttir, Birkir Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, ANDREA HELGADÓTTIR frá Herríðarhóli, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 20. september sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Bjarni Pálmarsson, Guðbjörg Björnsdóttir, Helgi Pálmarsson, ísólfur Pálmarsson, Hrönn Hafliðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Guðný Hjartardóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Guðmundur Þ. Guðmundsson, Kristinn Ágústsson, Guðfinna Þorgeirsdóttir, Hallbjörn Ágústsson, EKn Helga Jóhannesdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Jóel Friðriksson og systkinabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS HELGASON stjórnarformaður í Málningarverksmiðjunni Hörpu, Einimel 4, Reykjavik, lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 5. október. Katrín Sigurðardóttir, Helgi Magnússon, Arna Einarsdóttir, Sigurður Gylfi Magnússon, Bryndís íris Stefánsdóttir og barnabörn. Fjóla Sullivan og aðstandendur. + Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, ÞÓRIR ÁGÚSTSSON frá Blálandi, Skagaströnd, sem lést sunnudaginn 24. september, verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju á Skagaströnd laugardaginn 7. október kl. 14.00. lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 24. september. Jarðarför fór fram í kyrrþey miðvikudaginn 4. október. + Systir mín, frænka og mágkona, SVAVA ARADÓTTIR, Aflagranda 40, Reykjavík,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.