Morgunblaðið - 06.10.2000, Side 48

Morgunblaðið - 06.10.2000, Side 48
48 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HULDA * GUNNARSDÓTTIR + Hulda Dagmar Gunnarsddttir verslunarmaður, Gautlandi 11, fæddist í Reykjavík 8. maí 1912. Hún lést á Vífilsstöð- um 30. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Kristófersdóttir, síðar húsfreyja í Kaup- mannahöfn, og Gunn- ar Ólafsson, hús- gagnasmiður og næturlæknabflstjóri í Reykjavík. Foreldrar Guðbjarg- ar voru Kristófer Bárðarson frá Litla-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi, ökumaður í Reykjavík, og kona hans Ástríður Jónsdóttir frá Litla-Hrauni í Hálsasveit í Borgarfirði. Foreldrar Gunnars voru hjónin Ólafur Ásbjörnsson frá Innri- Njarðvík, kaupmaður í Keflavík og síðar í Reykjavík og Vigdís Ketilsdóttir frá Kot- vogi í Höfnum. Bróðir Huldu að móðurinni var Róbert Jorval Christensen í Kaupmannahöfn, son- ur Valdimars Jóns- sonar, ættleiddur af Carli Christensen. Systkini Huldu að föð- urnum eru Ragnheið- ur og Ólafur, en systur hennar, Jó- hanna, Ingibjörg og Elísabet eru látnar. Hulda ólst upp í Reykjavík hjá afa sínum og ömmu, þeim Kristó- fer og Ástríði, og móðursystur, Jónínu Kristófersdóttur. Eftir fermingu átti hún um þriggja ára skeið heima hjá móður sinni og stjúpa, Carli Christensen mó- delsmið í Kaupmannahöfn, og eft- ir það um hríð í Reykjavík hjá Föð- ur sfnum og stjúpmóður, Ragnheiði Bogadóttur frá Búðar- dal. Eftir að Kristófer og Ástríður fórust í eldsvoða hinn 22. október 1937, héldu þær Hulda og Jónina lengi heimili saman í Reykjavfk. Hulda varð, ásamt Ástu málara Árnadóttur Norman, fyrst ís- lenskra kvenna til þess að hafa at- vinnu af bifreiðarakstri, er hún starfaði ung í Smjörlíkisgerðinni Svaninum hjá Hólmjárni J. Hólm- járn, sem kvæntur var Vilborgu, föðursystur hennar. þá vann hún í 40 ár hjá Ásbirni Ólafssyni, heild- sala, föðurbróður sínum, fyrst sem matráðskona, en síðar við verslun- arstjórn í húsgagnaverslun hans. Útför Huldu Gunnarsdóttur fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hulda frænka mín átti þrjár móð- ursystur: Guðbjörgu sem fluttist til Ameríku, giftist þar og eignaðist böm, Önnu, sem átti Loft Bjamason pípulagningarmeistara í Reykjavík, og Jónínu. Þær Hulda og Nína áttu heimili saman meðan báðar lifðu. Föðursystkini Huldu vom Halldóra, Ingveldur, Unnur, Ásbjöm og Vil- borg Ólafsböm í Reykjavík. Guðbjörg móðir hennar veiktist þegar Hulda fæddist og þá tók Nína við baminu og eftir það skildu þær ekki frænkurnar, þegar frá em skilin þrjú ár þegar Hulda átti heima hjá móður sinni og stjúpa í Kaupmanna- höfn milli tektar og tvítugs. Móðurforeldrar Huldu áttu heima á Skólavörðustíg 16, þegar hún fædd- ist, en fluttu skömmu síðar að Grand- •M'stíg 3 sem Steingrímur Arason kennari átti. Þar uppi á loftinu var Hulda skírð af síra Friðriki Friðriks- syni æskulýðsleiðtoga og stofnanda KFUM. Þegar Hulda var á fyrsta ári flutti móðir hennar til Kaupmannahafnar. Hún gekk að eiga Carl Christensen módelsmið og bjuggu þau við Bohus Allée á Narrebro. Sonur þeirra var Róbert, látinn fyrir fáum áram, kvæntur Ingu Jorval og eignuðust þau eina dóttur bama, Jytte, sem gift er Bent Gullov í Kaupmannahöfn og eiga þau tvö böm, Mikael og Charl- otte. Hulda fermdist hjá síra Friðriki Hallgrímssyni í Dómkirkjunni 2. maí 1926. Fermingarveisluna hélt höfð- 'íFgskonan Halldóra Ólafsdóttir, föð- ursystir Huldu, á heimili sínu og manns síns, Alexanders Jóhannes- sonar skipstjóra á Grettisgötu 26 og var þá sem jafnan myndarlega breitt á borð í stofunni með horngluggan- um. Þegar Halldóra lést má segja að fjölskyldan hafi misst foringja og fundarstað því að á heimili hennar var jafnan mjög gestkvæmt svo að það mátti með sanni kalla miðstöð fjöl- menns skylduliðsins. Mánuði eftir ferminguna sigldi Hulda til Kaupmannahafnar að heim- sækja móður sína og stjúpa. Hún minntist þess hve feimin hún var í fyrstu við mömmu sína enda höfðu Jþær ekki sést frá því Hulda var 5 ára. #au Guðbjörg og Carl áttu fallegt heimili og þau vildu að Hulda flytti til þeirra alkomin og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að svo gæti orðið. En „römm er sú taug er rekka dregur fóðurtúna til,“ eins og frændi Huldu, Sveinbjöm rektor Egilsson, þýddi Ovidius. Það átti ekki fyrir Huldu Gunnarsdóttur að liggja að setjast að í Danmörku þótt hún dveldi þar unglingur í þijú ár. Hulda vann á Rullustofu í Kaup- mannahöfn en svo nefndist fyrirtæki sem tók að sér að ralla þvott fyrir fjjlk. Nágrannar þeirra Guðbjargar og Carls vora arkitekt Brundum og frú. Þau fengu augastað á hinni myndarlegu íslensku stúlku og vildu ráða hana til sín sem stofustúlku. „De har fSet Kig pá dig!“ sagði konan á Rullustofunni við Huldu. Brondum- hjónin áttu raunar hótel við Kongens Nytorv þar sem enn er Café Brond- ttnp. Dóttir þeirra hét Elísabet og varð þeim Huldu mikið vel til vina. En það var litið stranglega eftir þeim, ungu stúlkunum, og ekkert fengu þær að fara einar heldur aðeins í fylgd með fullorðnum en oft fór Hulda með móð- ur sinni og stjúpa í Tívolí og hafði mikla ánægju af. Að þremur áram liðnum bar svo til, að Huldu barst skeyti frá Gunnari, föður sínum, þar sem hann spyr hvort hún vilji ekki koma heim aftur til Is- lands og búa hjá sér og konu sinni. Um sama leyti var það, að Karlakór Reykjavíkur kom til Kaupmanna- hafnar á söngferðalagi. Þau Carl og Guðbjörg buðu Huldu að koma með sér á söngskemmtun kórsins í F oram. En hún vildi ekki fara því að hún var svo hrædd um að fara að gráta á tón- leikunum, svo sár var heimþrá henn- ar; kaus heldur að hlusta á sönginn í útvarpi ásamt Elísabeti vinkonu sinni -ogvolaðisamt! Þegar kórinn sneri aftur til Islands með Gullfossi varð það að ráði, að Hulda tæki sér far með skipinu heim. Meðal farþega var fermingarfaðir hennar, sr. Friðrik Hallgrímsson, sem verið hafði á prestaráðstefnu í Danmörku. „Þú ert eins og fugl á milli landa,“ sagði hann við Huldu á leið- inni. Og sannleikurinn var sá, að þrátt fyrir gott atlæti og ástúð móður sinn- ar og manns hennar festi Hulda ekki yndi í Kaupmannahöfn. ísland var hennar land og fólkið þar hennar fólk. Það var því stór stund þegar Gull- foss lagði að hafnarbakkanum í Reykjavík. 18 ára stúlkan var full til- hlökkunar. Og á bryggjunni biðu afi hennar og amma og Nína, móðursyst- irin kæra. þeim hafði að vísu verið ráðlagt að hafa sig sem minnst í frammi á meðan bundnar vóra land- festar, til þess að Hulda setti sig ekki í sjóinn af gleði og ákafa! Og nú urðu miklir fagnaðarfundir. Um þetta leyti leigðu þau Kristófer og Ástríður, ásamt Nínu dóttur sinni, fbúð í húsinu nr. 23 við Þingholts- stræti en það var beint á móti Bakaríi Gísla og Kristins sem margir muna. Húsið var í eigu ekkju skipstjórans á togaranum Robinson Krasoe. Ekki leið samt á löngu áður en fjölskyldan flutti að Bergþóragötu 16 en það átti eftir að verða afar örlagaríkt. Eftir heimkomuna frá Danmörku fór Hulda til föður síns og stjúpu á Vatnsstíg 11. Þeim Gunnari og Ragn- heiði Bogadóttur frá Búðai’dal, konu hans, hafði þá orðið tveggja dætra auðið, Jóhönnu og Ingibjargar. Vann Hulda að húsverkum því að allt um myndarskap hinnar ungu húsfreyju féll ærið til á heimilinu þar sem hús- bóndinn hafði þann starfa að aka næt- urlæknum Reykjavíkur og segja mátti að læknamir gengju þar út og inn jafnt á nóttu sem degi. Gunnar hafði byrjað þennan akstur fyrir Sjúkrasamlag Reykjavíkur árið 1928 og ók í 18 ár hveija einustu nótt án þess að hafa afleysingamann og eftir það lengi enn. Einu sinni, þegar fjölskyldan var á leiðinni austur að Hæli í Hreppum, sem þá þótti óralangt, segir Hulda við pabba sinn: „Mikið vildi ég að ég kynni að keyra því þá gæti ég hvílt þig!“ Þetta var í Kömbunum og Huldu fannst að pabbi hennar hlyti að vera orðinn örþreyttur að aka eftir krókóttum, grýttum og holóttum veg- inum. Sumir mældu vegalengdir eftir því hve oft sprakk á leiðinni. En þetta varð upphafið að bifreiðaakstri henn- ar. Hólmjárn J. Hólmjám efnafræð- ingur, sem kvæntur var fóðursystur Huldu, Vilborgu Olafsdóttur, rak um þessar mundir Smjörlíkisgerðina Svaninn við Lindargötu í Reykjavík. Bauð Hólmjám Huldu vinnu hjá sér en spurði um leið hvort hún vildi ekki verða bílstjóri og aka smjörlíkinu í verslanir. Hulda segist þá ekki hafa vitað hvort hún ætti heldur að hljóða eða að hlaupa upp um hálsinn á Hólm- járni að þakka honum fyrir, svo inni- lega vænt þótti henni um þetta spenn- andi tilboð hans. Okuskírteini hennar var gefið út hinn 23. október 1931 og nú tók Hulda við þessum nýja starfa með gleði, klæddist leðuijakka, setti upp kaskeiti og ók Austin 7, árgerð 1931, með sjö hestafla vél, eftir holótt- um moldargötunum um allan bæ og þræddi á milli pollanna til þess að óhreinka ekki bílinn og má nærri geta, að kaupmennimir vora hrifnir af þessari ungu blómarós sem hikaði ekki við að færast það í fang sem marga karlmenn á þessum áram dreymdi um. Vegfarendur horfðu líka forviða, en einnig fullir aðdáunar, á þennan duglega kvenbílstjóra. Stund- um héngu strákarnir í Lærða skólan- um aftan í bílnum. Sjálf skipti hún um olíu og smurði bílinn og setti undir hann dekk þegar með þurfti. Aðeins eitt sæti var í bílnum, bílstjórasætið, en hitt plássið allt var undir smjörlík- ið. Kaupmennimir heilluðust svo af Huldu, að þeir hylltust til að kaupa af henni þótt þeir neituðu sölumönnum af hinu sterkara kyni. Og samkeppnin var mikil og hörð því að fyrir utan Svaninn vora smjörlíkisgerðimar Smárinn, sem síðar varð Blái borðinn, og ennfremur Ljómi og Ásgarður. Kaupið var 150 krónur á mánuði og þótti mikið en Ragnar í Smára bauð Huldu reyndar 300 krónur ef hún vildi koma í vinnu hjá sér. „En það gat ég ekki,“ sagði Hulda. „Ég fann í hjarta mínu, að ég gat ekki farið inn í búðirnar og sagt að nú væri Smárinn bestur þegar ég var búinn að koma því inn hjá öllum kaupmönnunum að Svanurinn væri bestur! Enda var Hólmjám líka fljótur að hækka við mig kaupið þegar þetta kom til.“ En hinn 22. október 1937 dundi yfir mikið reiðarslag. Eldur varð laus í húsinu nr. 16 við Bergþóragötu. Hulda var í vinnunni. Hún kom hlaup- andi upp Frakkastíginn þegar hún varð þess vör að hús var að brenna á Bergþórugötunni. Og stúlkan, sem þá var hjá Halldóra föðursystur hennar á Grettisgötu 26, kallaði til hennar: „Er að brenna hjá þér?“ Nína var heima og komst út úr logunum en gat ekki farið inn í húsið aftur, svo skæð- uryareldurinn. í þessum húsbrana fórust þau hjónin Kristófer Bárðarson og Ástríð- ur Jónsdóttir. Má nærri geta hvílíkt áfall það var þeim Huldu og Nínu að sjá á bak elskuðum foreldram, báðum í senn. Hulda sagðist hafa selt upp á hverjum degi mánuðum saman eftir slysið. Enn komu frænkur hennar, sæmdarkonumar Halldóra og Ing- veldur Ólafsdætur, til hjálpar, gerðu það og aldrei endasleppt, hvorki þá né síðar. Vildi Hulda þakka þeim allt það marga og góða sem hún átti þeim upp að unna. Þær Nína vora til heimilis hjá Halldóra þann tíma sem yílr- þyrmingin var mest og fram yfir jarð- arförina. Hulda og Nína bjuggu nú um hríð í húsnæði Svansins við Lindargötu. En þá var raunar skammt til þeirra um- skipta í h'fi Huldu er farsæl reyndust heldur en ekki og lengi bjó að. Föður- bróðir hennar, Ásbjöm Ólafsson stór- kaupmaður, hafði nýlega fest kaup á eigninni Grettisgötu 2, þar sem Heild- verslun hans var lengi síðan til húsa, auk þess sem hann bjó þar sjálfur. Réðist Hulda matráðskona til Ás- bjamar og vann hjá honum hvorki mefra né minna en í 40 ár. Allan þann tíma sem happasælt fyrirtækið var rekið á Grettisgötu 2 áttu þær Nína heima í húsinu, eða þar til Ásbjörn flutti reksturinn í nýtt húsnæði við Borgartún. Þá keypti Hulda sér íbúð í Gautlandi 11 þar sem hún hefur búið síðan, eða í full 30 ár. Hún gerðist með tímanum verslunarstjóri í húsgagna- verslun Ásbjarnai’ á Skólavörðustíg 16, seinna á homi Lækjargötu og Austurstrætis og loks við Borgartún. Huldu varð vel til vina. Bára Guð- mannsdóttir bankastarfsmaður hélt í 39 ár góðum kunningsskap við hana sem þær höfðu báðar ómælda gleði af. I íbúðinni á móti Huldu í Gautlandinu býr Mai-grét Gunnarsdóttir ásamt eiginmanni sínum, Magnúsi Magnús- syni. Eignaðist Hulda góða vinkonu þar sem Margrét var; hún aðstoðaði hana á alla lund og leit inn til hennar bæði kvölds og morgna og verður sú einstaka vinhlýja aldrei fullþökkuð. Gísli Guðmundsson frá Steinholti, er lengi vann hjá Ásbimi, bróðir Eysteins gjaldkera fyrirtækisins, hef- ur ritað minningaþætti um þau starfs- ár sín og kynnin af heimili Ásbjamar. Nefnii’ hann bók sína „Hótel Jörð“ með tilvísan í kvæði Tómasar Guð- mundssonar skálds. Gísli dregur upp einkar lifandi myndir af gestum Ás- bjamar sem margir vora þjóðkunnir menn. En „sjálfur matreiðslumeistar- inn“, segir Gísli, „var bróðurdóttfr Ásbjamar, Hulda Gunnarsdóttir. Ég kynntist Huldu strax og Ásbjöm fluttist að Grettisgötu, 2 árið 1942. Fósturmóðir hennar kom þangað samtímis henni og var henni stoð og stytta í allri matargerð, hún hét Jón- ína Kristófersdóttir og var alltaf köll- uð Nína. Hún var mikil heiðurskona, vel gefm og ríkum mannkostum búin, ávallt glöð í öllu viðmóti og átti auð- velt með að ylja öðram. Þó verður að segja, að allt sem að heimili og hótel- haldi laut mæddi mest á Huldu enda var hún á besta aldri, kraftmikil og viljasterk. Hulda er prýðilega greind, glaðleg og skemmtilega glettin. Það er ávallt ánægjulegt að heimsækja hana. Heimili hennar er hlýlegt og fallegt, öllu svo smekklega fyrir kom- ið. Og það sem meira er, að maðui- finnur hvað hún á auðvelt með að taka á móti gestum enda má segja að hún hafi æði margslungna reynslu á því sviði frá því hún var hótelstýra á Hót- el Jörð. Hún er auk heldur með af- brigðum traust og trygglynd. Ég og mín fjölskylda fundum ósvikið fyrir því þau 12 ár sem við bjuggum á Hót- el Jörð. Hún kom ósjaldan með tertur og kökur, ásamt mörgu fleiru, til barna okkar og verður því ekki gleymt. Þegar ég nú á efri áram hugsa til liðins tíma, undrast ég mest hve miklu hún gat afkastað á heimili og við hótelhald áður og fyrr á nótt sem degi. Enda veit ég að hún var oft- lega æði þreytt en lítið gefið um að kvarta undan þungum byrðum." (Hótel Jörð, bls. 48 til 51, ritað 1988, Ijósrit.) Árið 1940 eignaðist Hulda sinn fyrsta bfl. Hann var af gerðinni Standard og kostaði 35 þúsund krón- ur. Hún hafði tekið að sauma þvotta- poka í frístundum sínum og saumaði hundrað dúsína. Fyrir hvert dúsín fékk hún 7 krónur og þannig safnaði hún sér fyrir bflnum. Nokkrum áram síðar keypti hún sér nýjan Pobeda 1954, R-966, sem kostaði 55 þúsund krónur. Síðast átti hún um tæplega þrjátíu ára skeið rauða Volkswagen- bjöllu og ók þeirri bifreið ávallt þegar hún fór til kirkju eða að draga að. „Mér finnst bflar alveg dásamlegir," sagði hún. „Ég verð alltaf glaðari í hjarta mínu þegar ég sest undir bíl- stýri. Og hér áður fyrr söng ég alltaf þegar ég keyrði um götumar. En ég er svakalega hrædd með öðrum í bíl.“ Guðlaugur Guðmundsson var með- al starfsmanna Ásbjamar, sá er lék Álfakónginn í Nýársnóttinni eftir Indriða Einarsson við opnun þjóðleik- hússins. Ekkja Guðlaugs, Sigríður Þorsteinsdóttir, hefur æ síðan haldið mikilli tryggð við Huldu og til hennar kom Hulda á hverjum jólum áram saman. Dóttursonur Ásbjarnar, Olafur Ásbjamarson Hilmarsson, er varð fyrir alvarlegu umferðarslysi, þegar hann var unglingur, hefur ávallt notið fagurrar umhyggju og tryggðar af hendi Huldu frænku sinnar. Mjög kært var jafnan með bræðra- dætranum Huldu, Olafíu og Unni Grétu Ásbjamardætrum og Jóhönnu Gunnarsdóttur en þær Hulda og Jó- hanna, sem var framkvæmdastjóri Ásbjamai’ Ólafssonar h.f., störfuðu náið saman um langt árabil. Ég veit ég mæli fyiir munn okkar alfra, ættingja Huldu og vina, er ég kveð þessa góðu og eftirminnilegu konu með söknuði og þakklæti. Guð blessi minningu hennai’. Gunnar Bjömsson. Hulda frænka er farin yfir móðuna miklu. Við systkinin munum minnast hennar sem mikillai’ kjarna- og dugn- aðarkonu sem við virtum og voram líka hálffeimin við þegar við voram krakkar. En þegar árin liðu fórum við að sjá hana í öðra ljósi og sem fyrsti kvenatvinnubifreiðastjórinn hlaut líka að sópa svolítið af henni þótt við upplifðum hana ekki í því hlutverki. Álltaf var gaman að heimsækja hana upp í sumai’bústað þar sem hún sýndi sitt sanna eðli, var kát og gestrisin og var greinilega að sinna sínum hugðar- málum af mikilli elju. Svo átti Hulda alltaf svo flotta bfla fannst okkur. Anna vann með Huldu í 10 ár og lærði margt af henni. Það var góður skóli fyrir 17 ára ungling að vinna með henni og lærði Anna strax að maður „slúskar" ekki við vinnu. Nokkram áram seinna fór hún að bera út póst í hverfinu og gafst þá oft tækifæri til að líta við í kaffi og kon- fekt hjá Huldu og spjalla saman. Eftir sem Hulda varð eldri og vinir og kunningjar fóru að tína tölunni fundum við að hún saknaði þess að hafa ekki átt börn sem hægt væri að leita til í ellinni þegar eitthvað bjátaði á. „Síminn er hættur að hringja og all- ir dánir sem hægt er að tala við“ sagði hún. Síðasta árið fór að draga af Huldu og hún hætt að vilja fara út ef við buðum henni. Ýmsir sjúkdómar herjuðu á hana og síðustu mánuðina höfðum við systumar veralegar áhyggjur af henni og ekki að ástæðu- lausu. Edda tók að sér að reyna að fá úr- bætur í hennai’ málum og talaði við lækna og ýmsar stofnanir en meðan á því stóð datt Hulda heima hjá sér og var lögð inn á spítala og lést á Vífils- stoðúm tveim dögum eftir að hún fékk að vita að langþráð pláss væri í höfn. Hulda vissi að við reyndum að gera allt til að henni liði sem best og laun- aði hún okkur með orðunum „ég er stolt af ykkur systur" og við vissum hversu erfitt það var fyrir hana að setja saman þessa setningu því hún átti orðið erfitt með að tala og tjá hugsanir sínar. Vertu sæl kæra frænka, Guð blessi minningu þína. Edda og Anna. Formáli minn- ingargreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessai’ upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.