Morgunblaðið - 06.10.2000, Page 53

Morgunblaðið - 06.10.2000, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 53 UMRÆÐAN Sttídentar taka frumkvæðið STUDENTARAÐ Háskóla íslands stendur í dag fyrir ráðstefnu um framtíð rannsókna við skól- ann. Tilefnið er með- al annars það að nú stendur yfir gerð samnings milli Há- skóla Islands og rík- isvaldsins um fjár- mögnun rannsókna við háskólann og er áætlað að hann verði tilbúinn á næstu mánuðum. Umræðu- efni ráðstefnunnar er þríþætt. í fyrsta lagi verður fjallað um gerð rannsóknarsamningsins Dagný Sigríður María Jónsdðttir Tóniasdóttir við ríkisvaldið, sagt frá samningsdrög- unum og rætt um þýðingu samn- ingsins fyrir skólann. í öðru lagi verður fjallað um þátttöku stúdenta í rannsóknum, um aðstöðu fram- haldsnema og möguleika stúdenta á styrkjum vegna rannsókna. I þriðja lagi verður litið til framtíðar og rætt um hvernig hægt sé að byggja öfl- ugrí rannsóknarháskóla. Samningur um rannsóknir í viðræðum háskólans og ríkisins um væntanlegan samning um rann- sóknir hefur verið fjallað um fjár- mögnun rannsókna, gæði rannsókna og tengsl Háskóla Islands við ýmsar rannsóknastofnanir. Það er eðlilegt þegar svo mikið er í húfi og hér er, að sem flestir fái að kynna sér og tjá sig um fyrirhugaðan samning. Því fór Röskva fram með það í síðustu kosningum að haldin yrði ráðstefna Rannsóknir Því ákvað Röskva, segja Dagný Jónsdóttir og Sigríður María Tómasdóttir, að hafa frumkvæði að ráðstefnu þar sem vandlega væri farið ofan í saumana á rannsóknum við HI. þar sem vandlega væri farið ofan í saumana á rannsóknum við skólann og þá sérstaklega með tilliti til að- stöðu og þátttöku stúdenta. Þetta er ekki síst nauðsynlegt þegar horft er á breytt rekstrarumhverfi háskól- ans sem skapaðist með nýlegum þjónustusamningi milli háskólans og ríkisvaldsins. A ýmsu hefur gengið vegna samnings um kennslu sem undirritaður var haustið 1999 og sýnir það hversu mikilvægt er að allir taki þátt í að móta stefnu há- skólans í slíkum málum. Þátttaka stúdenta í rannsóknum Á ráðstefnunni verður einnig fjallað um þátttöku stúdenta í rann- sóknum og sýn stúdentaráðs á hana. Mjög mikilvægt er að nemendur taki sem mestan þátt í rannsóknum, enda bætir það menntun þeirra og veitir þeim tækifæri á að fást við raunveruleg viðfangsefni til hliðar við hefðbundið bóknám. Mikilvægt er að rannsóknarþáttm’inn nái ekki aðeins til framhaldsnáms, heldur að rannsóknir verði einnig efldar á grunnháskólastiginu. Eitt lykil- atriðið í að efla þátttöku stúdenta í rannsóknum verður að bæta að- stöðu framhaldsnema, en hún er því miður víða bágborin. Síðast en ekki síst verður litið til framtíðar og velt upp leiðum til að byggja upp öflugri rannsóknarhá- skóla. Ráðstefnan öllum opin Öllum nemendum, kennurum og fræðimönnum Háskóla íslands, sem og öðrum, er boðið að sækja ráð- stefnuna. Hún verður haldin í stofu 101 í Odda og hefst kl. 13. Ráðstefna sem þessi er þarft framtak og nauð- synleg til að veita yfii’sýn yfir stöðu Háskóla íslands vai'ðandi rannsókn- ir. Hún mun vafalaust nýtast öllum sem einhvern áhuga hafa á fyrir- huguðum samningi, rannsóknar- aðstöðu við Háskóla íslands og síð- ast en ekki síst þátttöku stúdenta í rannsóknum. Höfundar sitja ístúdentaráði fyrir hönd Röskvu. Umhverfismál Sagan hefur sýnt, segír Kristinn Pétursson, að öfgar leiða oftast af sér öfgar í andstæða átt. enda búið að heilaþvo marga um að það sé fínt að friða, en ekki vera skynsamur. Ef bersvæði og upp- blástur skapast í Afríku vegna offrið- unar fíla, verður ekki auðvelt að vera vitur eftir á. Það sama á við um út- höfin. Ofbeit í úthöfunum er háska- legur áhættuþáttur sem þarf að fjalla 2með efnislegum röksemdum ekki síður en uppblástur á gróðurlandi. Við tryggjum ekki eftirá. Algeng brella „umhverfisvemdar- sinna“ er áróður í fjölmiðlum. Tekinn er þá fyrir tiltekinn hálfsannleiki með tilheyrandi fréttatilkynningum. Einhver dýra- eða fiskistofn er þá talinn í „útrýmingarhættu“ eða gróð- urfar í „eyðingu". Þessum brellum svo laumað lymskulega inn á alþjóð- legar fréttastofur. Þannig er reynt Iað spila á tilfinningar hjá saklausum áhorfendum sjónvarps eða hlustend- um útvarps. Þetta er því bara skipu- lagður heilaþvottur. Svo er auglýst eftir „framlagi" til að bjai’ga málinu! Saklaust fólk lætur platast og fé af hendi rakna-jafnvel í stórum stíl. Mér finnst spuming hvers vegna ekki er búið að láta reyna á refsilög- gjöf fyrir þá starfsemi að markað- ssetja hálfsannleika eða ósannindi í aágóða- og áróðursskyni. Raka saman milljarða gróða af öllu klabbinu til að auka heilaþvottinn. Borgar svona starfsemi skatta, - eða flokkast svona stafsemi undir skattfrjálsa „góðgerðarstarfsemi“? Þessi „umhverfisvænu" samtök ráða í þjónustu sína fagmenn sem framleiða „röksemdir" eftir pöntun- um gegn vænni greiðslu. Nefna má t.d. „sérfræðinga" Alþjóða hvalveiði- ráðsins. Hvað fá þeir borgað fyrir | alla lygina? Sérhæfð fyrirtæki í aug- lýsingatækni era svo fengin til að * endurvinna áróðurinn reglulega. 1 Gefnir eru svo út bæklingar, mynd- bönd og seldir „náttúrulífsþættir" sem bömin okkar horfa á svo þau verði líka „umhverfisvæn“. Sérfræð- ingar af ýmsu tagi era svo fengnir til að villa fólki sýn fyrir vænar fúlgur með endurtekinni „endurvinnslu" og troða í okkur sakleysingjana nýjum „fréttum“ um tiltekið „ástand“ aftur og aftur. Auðvitað getur margt farið betur í umhverfismálum. Um það era nán- ast allir sammála. Nafnið „umhverf- isvinir11 á einhverjum félagsskap er dæmi um hve áróður þessi getur ver- ið lævís. Nafnið gefur til kynna að þeir sem ekki gangi í þann félags- skap séu varla umhverfisvænir. Heiti á félagsskap sem gefur svona lagað í skyn er dónaskapur við okkur sem viljum hinn gullna meðalveg. Auðvit- að vilja alhr farsæla framþróun til handa náttúra landsins og hafsins. Við getum alveg haft mismunandi sjónarmið á leiðum að því markmiði. Það verða allir, líka „umhverfisvin- ir“, að virða sjónarmið náungans, þó þeir séu ekki sammála hans sjónar- miðum. Þetta er grandvallarregla ef koma á í veg fyrir alvarleg slys vegna öfgasjónarmiða. Sagan hefur sýnt að öfgar leiða oftast af sér öfgar í andstæða átt. Austfirðingar hafa nýlega orðið vitni að slíku. Máltækið segir að í upphafi skyldi endinn skoða. Dæmin sem ég hef nefnt í þessari grein um hvali, fiska og fíla era mínar skoðanir. Þær era ekki fengnar úr bók Björns Lom- borg. Bókin er hins vegar tilefni þessara skrifa. Mér finnst bókin kærkomin þar sem hún leiðréttir ým- islegt sem ofsagt hefur verið um stöðu umhverfismála. Bók Björns Lomborg er hvatning til okkar sem viljum hinn gullna meðalveg - að láta ekki öfgafólk vaða yfir okkur á skít- ugum skónum - meira en þegar er orðið. Höfundur er framkvæmdastjóri. 15.-23. ofct. MUNIÐ fundinn í Háskólabíói laugardaginn 7. október kl. 14.00. Móttaka farseðla og ferðagögn - upplýsingar. Enn 6 sæti laus! VISA ItKUASkKllSlOhAN PKIMA^ IEIMSK1UBBUK INGÚLFS Austurstrxti 17, 4. hæð, 101 Reykjavik, simi S62 0400, fax S62 6S64, netíang: prima@heimsklubbur.is, heimasiða: http://www.heimsklubbur.is Sérstaklega hannað fyrir íslenskt veðurfar og viðkvæma húð pianta full af næringu | Gæðavottað Aloe Vera - þrisvar sinnum virkari vara ALOE VERA PLUS+ - margfalt öflugra en dður Fæst í stórmörkuðum og apótekum • Niko heildverslun hf, sími 568 0945 H4% j\kne Vem Umid & Body Lfrtkm AhwV&ra IJódkrevw í.SxtotvtAto® AíiwVera bí\\ wfZWfíú ^ PLUS+^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.