Morgunblaðið - 06.10.2000, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 06.10.2000, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 53 UMRÆÐAN Sttídentar taka frumkvæðið STUDENTARAÐ Háskóla íslands stendur í dag fyrir ráðstefnu um framtíð rannsókna við skól- ann. Tilefnið er með- al annars það að nú stendur yfir gerð samnings milli Há- skóla Islands og rík- isvaldsins um fjár- mögnun rannsókna við háskólann og er áætlað að hann verði tilbúinn á næstu mánuðum. Umræðu- efni ráðstefnunnar er þríþætt. í fyrsta lagi verður fjallað um gerð rannsóknarsamningsins Dagný Sigríður María Jónsdðttir Tóniasdóttir við ríkisvaldið, sagt frá samningsdrög- unum og rætt um þýðingu samn- ingsins fyrir skólann. í öðru lagi verður fjallað um þátttöku stúdenta í rannsóknum, um aðstöðu fram- haldsnema og möguleika stúdenta á styrkjum vegna rannsókna. I þriðja lagi verður litið til framtíðar og rætt um hvernig hægt sé að byggja öfl- ugrí rannsóknarháskóla. Samningur um rannsóknir í viðræðum háskólans og ríkisins um væntanlegan samning um rann- sóknir hefur verið fjallað um fjár- mögnun rannsókna, gæði rannsókna og tengsl Háskóla Islands við ýmsar rannsóknastofnanir. Það er eðlilegt þegar svo mikið er í húfi og hér er, að sem flestir fái að kynna sér og tjá sig um fyrirhugaðan samning. Því fór Röskva fram með það í síðustu kosningum að haldin yrði ráðstefna Rannsóknir Því ákvað Röskva, segja Dagný Jónsdóttir og Sigríður María Tómasdóttir, að hafa frumkvæði að ráðstefnu þar sem vandlega væri farið ofan í saumana á rannsóknum við HI. þar sem vandlega væri farið ofan í saumana á rannsóknum við skólann og þá sérstaklega með tilliti til að- stöðu og þátttöku stúdenta. Þetta er ekki síst nauðsynlegt þegar horft er á breytt rekstrarumhverfi háskól- ans sem skapaðist með nýlegum þjónustusamningi milli háskólans og ríkisvaldsins. A ýmsu hefur gengið vegna samnings um kennslu sem undirritaður var haustið 1999 og sýnir það hversu mikilvægt er að allir taki þátt í að móta stefnu há- skólans í slíkum málum. Þátttaka stúdenta í rannsóknum Á ráðstefnunni verður einnig fjallað um þátttöku stúdenta í rann- sóknum og sýn stúdentaráðs á hana. Mjög mikilvægt er að nemendur taki sem mestan þátt í rannsóknum, enda bætir það menntun þeirra og veitir þeim tækifæri á að fást við raunveruleg viðfangsefni til hliðar við hefðbundið bóknám. Mikilvægt er að rannsóknarþáttm’inn nái ekki aðeins til framhaldsnáms, heldur að rannsóknir verði einnig efldar á grunnháskólastiginu. Eitt lykil- atriðið í að efla þátttöku stúdenta í rannsóknum verður að bæta að- stöðu framhaldsnema, en hún er því miður víða bágborin. Síðast en ekki síst verður litið til framtíðar og velt upp leiðum til að byggja upp öflugri rannsóknarhá- skóla. Ráðstefnan öllum opin Öllum nemendum, kennurum og fræðimönnum Háskóla íslands, sem og öðrum, er boðið að sækja ráð- stefnuna. Hún verður haldin í stofu 101 í Odda og hefst kl. 13. Ráðstefna sem þessi er þarft framtak og nauð- synleg til að veita yfii’sýn yfir stöðu Háskóla íslands vai'ðandi rannsókn- ir. Hún mun vafalaust nýtast öllum sem einhvern áhuga hafa á fyrir- huguðum samningi, rannsóknar- aðstöðu við Háskóla íslands og síð- ast en ekki síst þátttöku stúdenta í rannsóknum. Höfundar sitja ístúdentaráði fyrir hönd Röskvu. Umhverfismál Sagan hefur sýnt, segír Kristinn Pétursson, að öfgar leiða oftast af sér öfgar í andstæða átt. enda búið að heilaþvo marga um að það sé fínt að friða, en ekki vera skynsamur. Ef bersvæði og upp- blástur skapast í Afríku vegna offrið- unar fíla, verður ekki auðvelt að vera vitur eftir á. Það sama á við um út- höfin. Ofbeit í úthöfunum er háska- legur áhættuþáttur sem þarf að fjalla 2með efnislegum röksemdum ekki síður en uppblástur á gróðurlandi. Við tryggjum ekki eftirá. Algeng brella „umhverfisvemdar- sinna“ er áróður í fjölmiðlum. Tekinn er þá fyrir tiltekinn hálfsannleiki með tilheyrandi fréttatilkynningum. Einhver dýra- eða fiskistofn er þá talinn í „útrýmingarhættu“ eða gróð- urfar í „eyðingu". Þessum brellum svo laumað lymskulega inn á alþjóð- legar fréttastofur. Þannig er reynt Iað spila á tilfinningar hjá saklausum áhorfendum sjónvarps eða hlustend- um útvarps. Þetta er því bara skipu- lagður heilaþvottur. Svo er auglýst eftir „framlagi" til að bjai’ga málinu! Saklaust fólk lætur platast og fé af hendi rakna-jafnvel í stórum stíl. Mér finnst spuming hvers vegna ekki er búið að láta reyna á refsilög- gjöf fyrir þá starfsemi að markað- ssetja hálfsannleika eða ósannindi í aágóða- og áróðursskyni. Raka saman milljarða gróða af öllu klabbinu til að auka heilaþvottinn. Borgar svona starfsemi skatta, - eða flokkast svona stafsemi undir skattfrjálsa „góðgerðarstarfsemi“? Þessi „umhverfisvænu" samtök ráða í þjónustu sína fagmenn sem framleiða „röksemdir" eftir pöntun- um gegn vænni greiðslu. Nefna má t.d. „sérfræðinga" Alþjóða hvalveiði- ráðsins. Hvað fá þeir borgað fyrir | alla lygina? Sérhæfð fyrirtæki í aug- lýsingatækni era svo fengin til að * endurvinna áróðurinn reglulega. 1 Gefnir eru svo út bæklingar, mynd- bönd og seldir „náttúrulífsþættir" sem bömin okkar horfa á svo þau verði líka „umhverfisvæn“. Sérfræð- ingar af ýmsu tagi era svo fengnir til að villa fólki sýn fyrir vænar fúlgur með endurtekinni „endurvinnslu" og troða í okkur sakleysingjana nýjum „fréttum“ um tiltekið „ástand“ aftur og aftur. Auðvitað getur margt farið betur í umhverfismálum. Um það era nán- ast allir sammála. Nafnið „umhverf- isvinir11 á einhverjum félagsskap er dæmi um hve áróður þessi getur ver- ið lævís. Nafnið gefur til kynna að þeir sem ekki gangi í þann félags- skap séu varla umhverfisvænir. Heiti á félagsskap sem gefur svona lagað í skyn er dónaskapur við okkur sem viljum hinn gullna meðalveg. Auðvit- að vilja alhr farsæla framþróun til handa náttúra landsins og hafsins. Við getum alveg haft mismunandi sjónarmið á leiðum að því markmiði. Það verða allir, líka „umhverfisvin- ir“, að virða sjónarmið náungans, þó þeir séu ekki sammála hans sjónar- miðum. Þetta er grandvallarregla ef koma á í veg fyrir alvarleg slys vegna öfgasjónarmiða. Sagan hefur sýnt að öfgar leiða oftast af sér öfgar í andstæða átt. Austfirðingar hafa nýlega orðið vitni að slíku. Máltækið segir að í upphafi skyldi endinn skoða. Dæmin sem ég hef nefnt í þessari grein um hvali, fiska og fíla era mínar skoðanir. Þær era ekki fengnar úr bók Björns Lom- borg. Bókin er hins vegar tilefni þessara skrifa. Mér finnst bókin kærkomin þar sem hún leiðréttir ým- islegt sem ofsagt hefur verið um stöðu umhverfismála. Bók Björns Lomborg er hvatning til okkar sem viljum hinn gullna meðalveg - að láta ekki öfgafólk vaða yfir okkur á skít- ugum skónum - meira en þegar er orðið. Höfundur er framkvæmdastjóri. 15.-23. ofct. MUNIÐ fundinn í Háskólabíói laugardaginn 7. október kl. 14.00. Móttaka farseðla og ferðagögn - upplýsingar. Enn 6 sæti laus! VISA ItKUASkKllSlOhAN PKIMA^ IEIMSK1UBBUK INGÚLFS Austurstrxti 17, 4. hæð, 101 Reykjavik, simi S62 0400, fax S62 6S64, netíang: prima@heimsklubbur.is, heimasiða: http://www.heimsklubbur.is Sérstaklega hannað fyrir íslenskt veðurfar og viðkvæma húð pianta full af næringu | Gæðavottað Aloe Vera - þrisvar sinnum virkari vara ALOE VERA PLUS+ - margfalt öflugra en dður Fæst í stórmörkuðum og apótekum • Niko heildverslun hf, sími 568 0945 H4% j\kne Vem Umid & Body Lfrtkm AhwV&ra IJódkrevw í.SxtotvtAto® AíiwVera bí\\ wfZWfíú ^ PLUS+^
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.