Morgunblaðið - 06.10.2000, Síða 55

Morgunblaðið - 06.10.2000, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 5 UMRÆÐAN Dauðinn í lífínu NÚ þegar veturinn er að hefjast enn á ný og myrkrið að sækja á er eðlilegt að við för- um að leita meira inn á við, leita birtunnar innra með okkur sjálf- um og í augum þeirra sem eru okkur næstir. Vetrardagur hefur annan gang en sumar- dagur og þennan tíma sem haustið varir get- ur verið ágætt að staldra við og skoða hvað við viljum gera öðru vísi en síðastlið- inn vetur og hvernig okkur gengur að taka á lífmu á þroskaðri hátt en áður. Við viljum oft spóla dálítið í nýj- um lífsháttum ef við erum þá á ann- að borð opin fyrir því að vaxa með hverri nýrri árstíð. Það getur verið erfitt að trúa því að við getum sjálf breytt einhverju og stundum viljum við líka gleyma því hvað er raun- verulega mikilvægt í lífinu. Innri auður Það er til mjög merkileg bók sem heitir „Tíbetska bókin um lífið og dauðann" (The tibetan book of liv- ing and dying) eftir tíbetskan meist- ara, Sogyal Rinpoche. Hann talar um svo margt sem á erindi til okkar allra og vakti mig til djúprar um- hugsunar. Bókin er að hluta til leið- sögn varðandi það hvernig við get- um sem best verið til staðar fyrir deyjandi manneskju. A endanum er ekkert annað sem við tökum með okkur yfir landa- mæri lífs og dauða heldur en sá and- legi auður sem við höfum ræktað innra með okkur. Þegar fólk stendur frammi fyrir dauðanum er það oft tilbúið að fyrirgefa og sættast við lífið, hjartað opnast og verður umburðarlynd- ara og hinn deyjandi sér líf sitt í öðru ljósi en áður. Þetta gerist enn frekar ef einhver er til- búinn að hlusta og hvetja hann til að tala um líðan sína og hugs- anir. Ég býst við að margir óski sér þess á banabeðnum að hafa Guðrún talað um þessa hluti Arnalds fyrr, velt þeim fyrir sér í þessu ljósi, gefið lífinu meira tækifæri til að umvefja sig. Litlu dauðastundirnar Við hin sem erum ekki komin al- veg eins nálægt dauðanum og sá sem liggur banaleguna erum alltaf að upplifa dauðann í smækkaðri mynd. Og við getum notað þessar litlu dauðastundir til að búa okkur undir þessa mikilvægu stund í lífi okkar allra og til að lifa meira til fulls. Breytingar, áföll, fæðing, dauði annarrar manneskju, ungl- ingsárin, erfiður dagur í vinnunni, eiginmaður eða eiginkona sem ekki skilur okkur, veikindi, líkamlegur sársauki, sorgamðbrögð, þegar við missum kjarkinn. Allt eru þetta dæmi um stundir þar sem dauðinn heimsækir okkur á vissan hátt. Skammtímaflótti - flóttaleiðirnar Og viðbrögð okkar vilja oft verða þau að afneita dauðanum eða leggja á flótta - til dæmis með því að leita í Skynjun Líföndun er upplifun, segir Guðrún Arnalds, og færir okkur nærþví að skynja landamæri lífs og dauða. eitthvað sem dreifir huganum; skemmtanir, fíkniefni, kynlíf, annað fólk, vera stöðugt að vinna, reyna að bjarga vinum okkar eða einhverjum úr fjölskyldunni sem kannski vill ekkert láta bjarga sér, fara í ferða- lag, jafnvel eignast fleiri börn. En árangurinn af þessum flóttaleiðum er oftast ekki annar en sá að þær duga ekki nema í stuttan tíma, ef þær gera það, og það sem tekur við er kvíðahnútur í maganum sem við getum ekki skilgreint eða einhver önnur líkamleg vanlíðan sem getur svo endað í veikindum, tilfinninga- lægðum eða þunglyndi, einmana- leika, aðskilnaðartilfinningu og jafn- vel hugleiðingum um sjálfsmorð. Að horfast í augu við sannleikann í stað þess að flýja þegar dauðinn bankar upp á með þessum hætti og fresta þannig óþægindunum og gera þau að draugum sem við vitum síðan ekkert hvaðan koma gætum við reynt að horfast í augu við þennan litla dauða. Leyfa þessu sem okkur finnst óþægilegt, sorglegt, gremju- legt, óréttlátt, ljótt eða fallegt að snerta okkur í stað þess að brynja okkur gegn því. Það er ekki hægt að elska með hörðnuðu hjarta. En á þessum stundum er líka oft mikil- vægt að hafa einhvern sem hlustar með fullri athygli og hvetur okkur til að halda áfram. Dauðinn minnir okkur á að gera okkar besta Flest viljum við sem minnst rifja það upp að við eigum eftir að kveðja þetta líf í fyllingu tímans og horfum með lítilli hrifiningu á öll merki öldrunar eða ýtum hugsuninni frá okkur með því að segja: „Já, já við deyjum öll en það þýðir nú lítið að vera að velta sér upp úr því.“ Dauð- inn er ekki vinsælt umræðuefni. Samt er hann kannski það eina sem er raunverulegt í þessu lífi fyrir ut- an fæðinguna. Margar andlegar þroskaleiðir leggja mikla áherslu á mikilvægi þess að undirbúa okkur fyrir dauðann. Og dauðinn minnir okkur stöðugt á það að gera okkar besta og elska til fulls meðan við lif- um. Endurfæðing - líföndun Líföndun (á ensku rebirthing eða breath integration) var upphaflega þróuð með það í huga að hjálpa fólki að losa um spennu sem líkaminn geymir frá fæðingu og kannski sér- staklega með þá í huga sem hefðu átt erfiða fæðingu. Síðan þessi aðferð var þróuð höf- um við lært margt um áhrif öndunar og hvað það gerir líkama okkar að anda of grunnt - nokkuð sem flestir eiga sameiginlegt. Og þótt hægt sé að nota líföndun til að nálgast fæð- ingarerfiðleika er það ekki lengur mai'kmiðið í sjálfu sér heldur að anda til fulls, lifa til fulls og sættast við allt sem við höfum hingað til hafnað og aðskilið frá okkur, hvort sem það er gleði eða sorg. Aukin öndun hlýtur alltaf að vei’a skref í átt til þess að auka lífsflæðið og um leið að verða meðvituð um hvar stífl- ui-nar liggja og ef lífsfljótið fær að streyma áfram losna stíflurnar smám saman. Líföndun er ákveðin tækni sem getur eins og svo margt annað sem hefur verið þróað í gegn- um tíðina hjálpað okkur að takast á við breytingar, gera okkur betur grein fyi'ir tilfinningum okkar og losa um spennu sem hefur safnast upp í hraða lífsins. Fyrir einhvern sem vill reyna líf- öndun er mikilvægt að hafa reynda manneskju hjá sér sem leiðir mann í gegnum ferlið, er til staðar og hvet- ur mann til að halda áfram og hjálp- ar til svo þessi nýja lífsreynsla verði sem ánægjulegust. Hvorum megin? Líföndun er upplifun sem færir okkur nær því að skynja þessi landamæri lífs og dauða og fær okk- ur til að velja meðvitað hvort við viljum lifa eða deyja. Lifa til fulls eða vera dálítið dáin í lífinu. Bara með því að hoi'fast í augu við dauð- ann getum við lifað alveg til fulls. Kyrr hugur og sátt við lífið gerir okkur fært að njóta návistar við þá sem eni okkur næstir, gefa þeim okkar besta þannig að allt sem við framkvæmum verður hnitmiðað og tilgangsríkt. Þessi kyi-ri hugur kem- ur ekki af því að brynja okkur gegn því sem gerir okkur óróleg. Öllum litlum dauðastundum hlýtur að fylgja lítil fæðing. Höfundur er nuddari, hómópati og leiðbeinandi í liTrindun, GOJU-RYU KARATE Karatedeild Fylkis Byrjendanámskeiðin eru hafin Stundaskra: Börn byrjendur: Mán. og Föstud. kl. 18:15 Fullnrðnlr byrjendun Mán., mið. og Föstud. kl. 19:15 Upplýsingar í síma: 896 3010 eða 567 6467 Á morgun frá 10 - 16 A morgun, laugardag, efnum við til sölusýningar í verslun okkar að Nóatúni 4. Þar gefsttækifæri til að skoða allt það nýjasta sem við bjóðum, bæði tölvur, prentara, faxtæki, farsíma, þráðlausa síma, eldunartæki, kæliskápa, uppþvottavélar, þvottavélar, þurrkara, ryksugur, smátæki, lampa og margtfleira. Veittur verður ríflegur staðgreiðsluafsláttur þennan dag. Sama dag hefst rýmingarsöluvika þar sem hægt er að gera mjög góð kaup á eldri gerðum tækja, m.a. eldunartækjum, smátækjum, sjónvarpstækjum, hljómtækjum, myndbandstækjum, símum, tölvum og lömpum. Sannkölluð tombóluverð. Athugið: Við seljum nokkrar gerðir Fujitsu Siemens tölva á einstöku afsláttarverði. Gríptu gæsina meðan hún gefst! Látið sjá ykkur og njótið dagsins með okkur. Það verður heitt á könnunni. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.