Morgunblaðið - 15.10.2000, Page 29

Morgunblaðið - 15.10.2000, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000 29 JÓHANN AXELSSON. PRÓFESSOR FRAMÚRSKARANDI RANNSÓKN SEM SÆTIR TÍÐINDUM JÓHANN Axelsson, prófessor í lífeðlis- fræði við Hiískóla íslands, var einn leið- beinenda við rannsókn Bjarka Jónssonar Eld- ons ásamt Stefáni B. Sigurðssyni, en aðal- leiðbeinandi var Einar Árnason prófessor. Jóhann segir vinnubrögð vís- indamannsins unga hafa verið framúrskarandi og að rann- sókn hans sæti tíðindum, ekki aðeins hér á landi heldur einn- ig á alþjóðavettvangi. Jóhann segist í félagi við fleiri vfsindamenn hafa verið að nýta þá náttúrulegu tilraun sem saga íslensku þjóðarinnar hafi færtokkur í hendur. „Upp úr 1870 gerðust þau tíðindi að um fimmtungur þjóð- arinnar fluttist vestur um haf, einkum til svæðis kringum Manitoba, norður af Winnipeg. Þannig vill til að við höfum fyr- irliggjandi allar upplýsíngar um þetta fólk, hvert það fór, hvaðan það kom og hvcrra ætta það var. Þetta eru auðvitað ein- stæðar heimildir, ekki síst þar sem hægt. er að bera saman frændur þcssa fólks á norðaust- urlandi, þaðan sem Vestur- fslcndingar voru langflest.ir.“ Jóhann bendir á að í ríflega eitt hundrað ár hafi þessir tvcir hópar lifað aðskildir, annars vegar í fslendingabyggðum Norður-Ameriku og hins vegar austur á Héraði. „Von okkar var sú að þar sem þessir tveir hópar eru svo náskyldir erfðafræðilega væri unnt að sjá hvaða áhrif hinir ýmsu umhverfisþættir hafa á hcilsufar þeirra. Þessir hópar eru jafneinsleitir og frekast er kostur," segir Jóhaun. Hann bendir á að liður í rannsóknunum hafi verið að kanna heilsufar fjölmargra íbúa á Héraði. I alls þreniur könnunum, fyrst árin 1979 og 1980, hafi verið leitað að áhættuþáttum krans- æða- og hjartasjúkdóma lijá börnum og ungl- ingum og því svo fylgt eftir með frekari rann- sóknum á völdum hópi árið 1990. „Eitt hið fyrsta sem kom í ljós og var mjög merkilegt var að börn á aldrinum 7-18 ára á Héraði liafa einhver hæstu heildar- kólesterólgildi í heiminum. Þetta vekur eðlilega mikla at- hygli þar sem fyrir er þckkt að dánartíðni af völdum kransæðastíflu er hærri meðal Vestur-Islendinga en íbúa á Héraði. Hins vegar er þríglýs- erín mun algengara á Islend- ingaslóðum en austur á landi og sömuleiðis er offita mun stærra vandamál þar en hér, bæði meðal barna og fullorð- inna.“ Jóhann segir að þessar upp- götvanir kalli á frekari rami- sóknir enda sé mikilvægt að byrgja brunninn áður en barnið detti ofan í hann. „Á sínum tíma þótti furðulegt að við skyldum vilja leita að áhættuþáttum kransæðasjúk- dóma meðal sjö ára barna. Síð- an hefur vcrið viðurkennt að um sé að ræða króníska sjúk- dóma sem snemma taki að gera vart við sig.“ Jóhann segir að rannsóknir Bjarka hafi vakið verðskuldaða athygli, hann hafi sjálfur haft ánægju af að hlýða á vísinda- manninn greina frá niður- stöðum sínum í crindi á árs- þingi um heilsufarsrannsóknir í Lofoten í Noregi nýlega og í vinnslu sé grein til birtingar / ritrýndu fagtímariti erlendis um rannsóknirnar. „Rannsóknir Bjarka hafa varpað skýru ljósi á þessi mál, hann vann sig gegnum fyrir- liggjandi gögn og gerir niður- stöður sínar aðgengilegar og þar með notadrjúgar fyrir frek- ara vísindastarf,“ segir Jóhann. sjúkdómum heldur en þeir sem sýna engan skyldleika þegar áhættan er metin út frá tveimur eða fleiri áhættuþáttum í einu. „Neikvæð fylgni kom fram milli skyldeikastuðuls og HDL kólester- óls. Það gefur til kynna að ef áhættan á hjarta- og æðasjúkdóm- um er metin eingöngu út frá HDL kólesteróli aukist hún eftir því sem skyldleikastuðullinn hækkar þar sem talið er að HDL kólesteról hafi verndandi áhrif. Þessar niðurstöður gefa til kynna að unnt sé að greina áhrif erfða með því að reikna skyld- leikastuðla og nota sem skýri- breytur. Á Islandi eru kjörað- stæður fyrir rannsóknir af þessu tagi og með þeirri vitneskju sem þessi rannsókn hefur fært okkur er nú mögulegt að hanna fram- haldsrannsókn með beittari áherslum um áhrif skyldleika og þar með erfðaþátta á áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma á Is- landi,“ segir Bjarki enn fremur. Sjálfur hyggst hann þó ekki leggja út í framhaldsrannsókn á næstunni því að loknum vetri hef- ur stefnan verið tekin á doktors- nám í erfðafræði í Bandaríkjun- um, nánar tiltekið við ríkisháskólann í Norður-Karólínu. Fram að þeim tíma vinnur hinn ungi vísindamaður hjá einu af hin- um fjölmörgu framsæknu hátækni- fyrirtækjum sem stofnuð hafa ver- ið á undanförnum árum, Urði Verðandi Skuld. „Ég hef alltaf verið heillaður af heimi raunvísindanna. Ég tel að Bandaríkin séu mjög góður vett- vangur fyrir frekara nám á þessu sviði, þar eru öflugh- skólar og kraftmiðið vísindastarf. Ég er því fullur tilhlökkunar,“ segir Bjarki Jónsson Eldon. SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Qhmtu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 Barnoefni IL irvali lllSaDaij^ [oDgjn Skólavörðusti g 21, sími 551 4050 - ■ :r inleiki kvenna Nýi ilmurinn frá Estée Lauder iNTUlTÍÖN ESTEE LAUDER Estée Lauder útsölustaðir: Clara Kringlunni, Sara Bankastræti, Lyfja Lágmúla, Lyfja Laugavegi, Lyfja Hamraborg, Lyfja Setbergi, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáranum, Apótek Keflavíkur, Hjá Maríu Akureyri. MEIRA EN HÚÐSNYRTILÍNA Látið ekki streitu dagsins í dag draga úr fegurð morgundagsins. Endurheimíið innri fegurð og jafnvægi húðarinnar með hjálp hins besta úr náttúrunni og tækni og þekkingar Kanebo. Kanebo IB er ætlað að gleðja skilningarvitin og annast lifheim húðarinnar til þess að endurheitma kjörástand hennar. Húðvísindi á sviði rakamyndunar innan frá, rannsóknir á vítamínum, silkitækni og ilmtækni sameinast hér um að ganga lengra í umönnun húðarinnar. il il (i ii ii i Xonrbo Xaneba Kúnebo 11 /ÍQ ' liTO' IB iB IB Kanebo < IB Kanebo IB Kanebo IB Kanrbo Kanrbo IB IB "bSSw*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.