Morgunblaðið - 15.10.2000, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 15.10.2000, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HAMRA HAMRA HAMRA HAMRA HAMRA HAMRA HAMRA HAMRA HAMRA HAMRA HAMRA HAMRA Lióska HVERNIG 6ETUR PÚ BÚIt) TIL SVONA 6ÓÐAR UFSABOUUR FYRSTO PREMUR EI6IN- HEFURÐU ÁTT MONNUM MINU/A HEFÐI / Fjóra FISIN- LÍKAO PÆR 06 E6 ER ,-4 MENN? VISS UM AÐ SA FYRIRPEIM JA, E6 BEITT SÖMU AÐFERÖ A , MENN 06 PÚ Á UFSABOaUR Ferdinand Smáfólk MOU) CAN I A5K HIM IF HE MI5SES ME IF l'M ASKING HIMIFHE MI5SE5 VOU? |‘m SORRV..EVEN IF VOU HAVE THE RléHT NUMBER, I THINK VOU HAVE THE WR0N6 NUMBER Sæll, Kalli.. Datt í hug að hringja til að athuga hvort þú saknaðir mín.. Spyrðu hann hvort hann sakni mínlíka.. Hvemig get ég spurt hann hvort hann sakni mín ef ég er að spyrja hann hvort hann sakni þín? Mér þykir það leitt.. Jafnvel þó þú hafir hringt í rétt númer, þá held ég að þú hafir skakkt númer BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Sparnaðareinsýni nútímans Frá Sigurlaugi Elíassyni: LYF SEM nýtíst við að hægja á framgangi MS-sjúkdómsins og tafir á eðlilegri afgreiðslu þess til sjúkl- inga hefur nokkuð verið til umræðu í fjölmiðlum eftir að grein um málið birtist í Morgunblaðinu 5. október síðastliðinn. Þar kom fram að sá sem þetta ritar hafi lagt fram kvörtun tíl umboðsmanns Alþingis er varðar takmarkanir á notkun lyfsins eða skyldra lyfja hérlendis. I grein sem síðan birtist í sama blaði 7.10. er leit- að eftir viðbrögðum landlæknis við umræddri kvörtun og þá að því er virðist þeim hluta hennar sem tekur til beiðni um að umboðsmaður athugi takmarkanir sem fram koma í reglum þeim er nú hafa verið settar um notkun lyfsins. Svar landlæknis er á þá leið.að áhugavert væri að sjá niðurstöðu umboðsmanns í mál- inu. Þarna væri ekki verið að gera annað en það sem læknar gerðu á hverjum degi, þ.e. að vega og meta hvaða meðferð, lyf, rannsóknir eða aðgerðir væru líklegar tíl árangurs fyrir sjúklinga." Sá hluti kvörtunar minnar til um- boðsmanns sem þarna virðist til um- ræðu snýst um takmarkanir á lyfja- skammti eða fastákveðinn lyfjaskammt sem útilokar aðra skammta við meðferð sjúklinga þrátt fyr-ir vitneskju um aukna virkni lyfsins við hærri skammta. Þá geri ég jafnframt athugasemdir við það verklag að nefnd þriggja lækna sé sett yfir lækna viðkomandi sjúkl- inga sem þó eru í öllum tilvikum taugalæknar. í ljósi þessa vekja orð landlæknis upp eftirfarandi spurningar: Er alsiða í íslenska heilbrigðis- kerfinu að skammta þannig lyf að læknar geti ekki gefið það magn sem þeir vita að sjúklingnum er fyrir bestu? Hafa læknar almennt yfir sér fagnefndir við verk sín, t.d. þegar um er að ræða að skammta sjúklingi verkjalyf eða við það að gera að fing- urbroti? Satt að segja trúi ég því að íslensk- ir læknar séu ekki oft settir í þá að- stöðu sem læknar MS-sjúklinga hafa verið í undanfarin 2-3 ár, að vera neyddir til að gefa sjúklingum sínum mun minni skammt af lyfi en þeir vita bestan. Interferon-beta málið hefur þó sýnt manni það að slík fá- dæmi geta því miður gerst og hafa gerst og af því ætti að vera hægt að draga dýrmætan lærdóm. Ef til vill væri ekki óhollt að til kæmi einhvers konar opinber rannsókn á þeim töf- um sem þetta mál hefur mátt þola í meðförum heilbrigðisyfirvalda síðan 1998 og því hvernig sparnaðar- einsýni nútímans virkar í íslenska heilbrigðiskerfinu. SIGURLAUGUR ELÍASSON, MS-sjúklingur, Suðurgötu 20, Sauðárkróki. KSÍ-græðgi Frá Hjálmtý R. Baldurssyni: FRAM hefur komið niðurstaða í máli Samkeppnisstofnunar, þar sem kærð var söluaðferð Knattspyrnu- sambands íslands á aðgöngumiðum (vegna landsleiks við Dani) í lok ágúst sl. Samkeppnisstofnun er búin að kveða upp sinn úrskurð og komst hún að þeirri niðurstöðu að KSÍ hefði beitt óréttmætum viðskipta- háttum og þeir brotið þar með sam- keppnislög. Einhver ólýsanleg græðgi greip um sig hjá KSÍ-mönnum, þegar ljóst var að mikill áhugi var á landsleik- num. Til þess að hafa sem mest upp úr krafsinu seldu þeir miðann á Dana-leikinn með þeim skilyrðum að menn yrðu jafnframt að kaupa miða á leikinn við Norður-íra. Ósvífni knattspyrnusambandsmanna áttu sér engin takmörk, þegar þeir not- færðu sér sína ráðandi markaðs- stöðu (les einokun) með því að þvinga þá sem keyptu miða til að kaupa miða á annan leik svona í leið- inni, þrátt fyrir að þeir ættu kannski enga möguleika að komast á leikinn eða yfir höfuð hefðu áhuga á því. Þetta er svona álíka og að skipu- leggjendur rokktónleika notfærðu sér mikla eftirspum með því setja það sem skilyrði að menn keyptu t.d. einnig miða á einhverja aðra tón- leika, sem ekki væri að vænta mikill- ar aðsóknar á. Og til að bíta höfuðið af skömminni var haft eftir fram- kvæmdastjóra KSÍ að ef fólk vildi fá miðann endurgreiddan þyrfti það að fara í mál til að fá endurgreiðslu á þeim hluta sem kostaði að fara á Norður-Í ra-leikinn. Menn þama á KSÍ-heimilinu hafa greinilega alveg tapað sér í græðgi og markaðshyggju eftir velgengni ís- lenska landsliðsins að undanförnu. Maður skilur eiginlega ekki hvernig svona stór fjöldahreyfing sem starf- ar í umboði knattspyrnufélaganna í landinu getur hagað sér. Þótt maður hafi fulla samúð með fjárfreku knatt- spyrnusambandi og þeim góðu mál- um sem það vinnur að, þá hljóta samt að vera einhver mörk þannig að KSI þurfi ekki að brjóta lög í tekju- öflun sinni. Að lokum, ef KSÍ-menn hefðu ein- hvern snefil af sómakennd ættu þeir að bjóðast til að endurgreiða miðana til þeirra sem það vildu og biðjast af- sökunar á ólöglegum söluaðferðum sínum. HJÁLMTÝR R. BALDURSSON, Breiðuvík 23, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunbláðinu og Lesbók er varðveitt í uppiýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.