Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tekjur rikissjóðs aukast mikið samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga Tekjuafgangur verður 26,3 milljarðar króna SAMKVÆMT frumvarpi til fjáraukalaga, sem lagt var fram á Alþingi í gær, eykst tekjuafgan- gur ríkissjóðs um 9,6 milljarða og verður 26,3 milljarðar á þessu ári. Hreinn lánsfjárjöfnuður verður samkvæmt frumvarpinu 27,5 milljarðar. Samkvæmt frumvarpinu verða tekjur ríkis- sjóðs á þessu ári 225 milljarðar, en fjárlög gerðu ráð fyrir 210 milljarða tekjum. Utgjöld verða 199 milljarðar í stað 193 milljarða eins og reiknað var með í fjárlögum. Skattur á tekjur og hagnað fyrir- tækja verður 31,5% meiri en reiknað var með í fjárlögum sem er aukning um 3,2 milljarða. Skatt- ur af tekjum og hagnaði einstaklinga verður 4,3 milljörðum meiri en reiknað var með. Þá skilar fjármagnstekjuskattur miklu meiru en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Þar munar 1,5 milljörðum. Vantar 1.457 milljónir í sj úkratryggi ngar í fjáraukalagafrumvarpinu er gerð tillaga um 1.457 milljóna króna aukaframlag til sjúkratrygg- inga. Þar vegur þyngst 660 milljóna króna auka- fjárveiting vegna aukins lyfjakostnaðar, aðallega vegna þess að áform um spamað náðust ekki fram nema að hluta. Þá er farið fram á 410 milljónir króna vegna aukins lækniskostnaðar, aðallega vegna sérfræðilækniskostnaðar. Af öðrum þáttum í sjúkratryggingum má nefna að farið er fram á 125 milljóna króna framlag vegna brýnnar meðferðar erlendis á árinu 2000. Þá er farið fram á 97,3 milljóna króna framlag til hjálpartækja, m.a. vegna aukinnar notkunar og dýrari búnaðar. I frumvarpinu er einnig farið fram á nærri 40 milljóna króna framlag til reksturs Landspítala - háskólasjúkrahúss, til að mæta viðbótarkostnaði við óvenju tíð og alvarleg slys sem urðu fyrstu átta mánuði ársins. 958 milljónir til sendiráða Útgjöldin aukast langmest í heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti, eða um tæplega 1,6 milljarða króna og er stærstur hlutinn vegna áðmmefndra liða. Utanríkisráðuneytið kemur næst með 1.115 milljóna króna aukaframlag og munar þar mestu um 958 milljóna aukafjárveitingu vegna nýrra sendiráða: 800 milljónum til að kaupa lóð og hús- næði fyrir sendiráð í Tókýó, 110 milljónum til að kaupa lóð og húsnæði fyrir sendiráð í Ottawa í Kanada og 48 milljónum til endurbóta á húsnæði sendiherra. í fjáraukalagafrumvarpinu kemur fram að upp- haflega hafi verið ráðgert að leigja húsnæði í Tókýó en nánari athugun hafí leitt í ljós að hag- kvæmara væri að kaupa það. Er stofnkostnaður áætlaður 800 milljónir miðað við að keypt sé 800- 1.000 fermetra bygging á eignarlóð og hún endur- bætt. Tekið er fram í frumvarpinu að Tókýó sé dýrasti fasteignamarkaður í heimi. Aukið framlag til lögreglu vegna frítöku Af öðrum útgjöldum má nefna að dómsmála- ráðherra fer fram 24,5 milljóna króna hækkun til embættis ríkislögreglustjóra, aðallega til rekst- urs sameiginlegrar fjarskiptamiðstöðvar vegna TETRA-kerfisins. Þá er lagt til að framlag til lög- reglunnar í Reykjavík hækki um 16,6 milljónir til að standa straum af kostnaði við frítökurétt lög- reglumanna. Lögreglumenn vinna sér inn frí- tökurétt á grundvelli EES-samningsins og áv- innst sá réttur einkum í fíkniefnadeild, vegna verkefna sérsveita og við opinberar heimsóknir. I flestum tilfellum þarf að kalla út lögreglumenn á aukavaktir þegar aðrir eru í fríi. Þá aukast útgjöld fjármálaráðuneytisins um rúman milljarð og munar þar mestu um 800 millj- óna króna framlag til að mæta launahækkunum ýmissa starfshópa umfram forsendur fjárlaga. Einnig er farið fram á 200 milljóna króna framlag vegna tjóna sem urðu í jarðskjálftum á Suður- landi og 50 milljónir til að mæta umtalsverðri aukningu á málsóknum á hendur ríkinu. Aukin útgjöld til Þjóðminja- safns og Þjóðmenningarhúss Þá fær Þjóðminjasafnið 69 milljónir í aukafjár- veitingu, fyrst og fremst til að mæta uppsöfnuð- um rekstrarvanda safnsins. Þá er farið fram á 63 milljóna króna aukafjárveitingu vegna endurbóta á Þjóðmenningarhúsinu, en heildarkostnaður við framkvæmdirnar er áætlaður 360 milljónir. Enn- fremur er sótt um 37 milljóna aukafjárveitingu vegna kaupa á ýsmum búnaði í Þjóðmenningar- húsið og 12 milljónir vegna umframútgjalda í rekstri hússins. Tvö ráðuneyti skera sig úr vegna þess að þar lækka útgjöld miðað við fjárlög. Útgjöld félagsmálaráðuneytisins lækka þannig um 413 milljónir og stafar það af því að atvinnuleysi er mun minna en áætlað var í fjárlögum og því lækka útgjöld atvinnuleysistryggingasjóðs um 600 millj- ónir. Þá lækka útgjöld sjávarútvegsráðuneytis um 81,7 milljónir en það stafar af því að 90 milljóna króna lækkun verður á tekjum Þróunarsjóðs sjávarútvegsins frá því sem áætlun gerði ráð fyr- ir. Jákvæður fyrir tillög- um um um- boðsmann aldraðra BENEDIKT Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, segii' sjálfsagt að skoða tillögu þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að stofnað verði embætti umboðsmanns aldr- aðra sem sinni gæslu hagsmuna og réttinda aldraðra. Segist hann já- kvæður fyrir því að embættið verði að veruleika. Tillaga um að stofnað verði emb- ætti umboðsmanns aldraðra var lögð fram á Alþingi í vikunni og er fyrsti flutningsmaður hennar Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins. Guðmundur hefur áður lagt fram á Alþingi sambærilega til- lögu og segir Benedikt að samtök eldri borgara hafi því áður rætt um þá tillögu sem hér er til umfjöllunar. „Þá vorum við á því að hægt væri að þjóna því hlutverki sem umboðs- manni væri ætlað betur með öðrum hætti miðað við það fé sem gert var ráð fyrir að embættið myndi kosta.“ Benedikt segir þó rétt að skoða þær tillögur vel sem nú liggi fyrir. „Ef svona embætti verður stofnað er líklegt að það verði stofnun sem bæði stjórnvöld og aðrir aðilar verði að taka mark á og þar af ieiðandi getur þetta orðið að verulegu gagni. A heildina litið er ég því mjög já- kvæður fyrir því að embættið verði að veruleika en það verður auðvitað að meta það hve mikið við ætlum að leggja í það.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Frá undirritun samningsins í gær. F.v.: Jón G. Snædal, varaformaður LÍ, Guðbjörg Alfreðsdóttir, formaður lyfjahóps SV, Sigurbjörn Sveinsson, formaður LÍ, og Stefán Guðjónsson, framkvæmdastjóri SV. * Læknafélag Islands og lyfjahópur Samtaka verslunarinnar Samið um siðaregl- ur í samskiptum LÆKNAFÉLAG íslands og Sam- tök verslunarinnar, fyrir hönd lyfjafyrirtækja, skrifuðu í gær undir samning um samstarf lækna og þeirra fyrirtækja sem framleiða og flytja inn lyf. Aður höfðu aðal- fundur LI og félagsfundur í lyfja- hópi SV samþykkt þær samskipta- reglur sem samningurinn kveður á um. í máli Sigurbjörns Sveinssonar, formanns LI, við undirritun samn- ingsms, kom fram að samskipti lækna og lyfjafyrirtækja væru nauðsynlegur þáttur í þróun sífellt betri lyfjameðferðar við sjúkdóm- um og í fræðslu um lyfjameðferð. „Samningurinn varðar samskipti lækna og lyfjafyrirtækja í fræðslu um lyf, kynningu á lyfjum og í rannsóknarsamstarfi," sagði Sigur- björn, en fram kom að læknar hefðu haft frumkvæði að samn- ingnum. Það væri enda samdóma álit beggja aðila að samskiptum lækna og lyfjafyrirtækja skuli þannig háttað hverju sinni að hvor aðili sé hinum óháður í einu og öllu. í samningnum kemur m.a. fram að eðlilegt sé að læknar og lyfja- fyrirtæki hafi með sér rannsóknar- samstarf við lyfjarannsóknir og í því samstarfi beri að virða gildandi lög og reglur, læknar geti tekið þátt í eða séð um að útbúa fræðslu- efni fyrir lyfjafyrirtæki, enda sé höfundar getið á útgáfunni og læknar geti tekið að sér ráðgjafar- störf með samningi við lyfjafyrir- tæki. Ávallt skuli getið um störf og ráðgjöf lækna í þágu lyfjafyrir- tækja er þeir fjalla um í máli eða á prenti málefni sem tengjast lyfja- fyrirtækjum. Þá er þess getið að lyfjakynnar megi ekki bjóða læknum fé eða gjafir gegn viðtali og læknar megi heldur ekki fara fram á slíkt. 80 ára afmæli Stúdentaráðs Hefur haft forystu um flest framfara- mál Háskólans STÚDENTAR héldu upp á áttatíu ára afmæli Stúdentaráðs Háskóla Islands í gær. Af því tilefni mættu um þúsund stúdentar á afmælistón- leika með hljómsveitinni Sigur Rós í Háskólabíói í gærkvöldi en nemend- um bauðst tónleikamiðinn á 80 krónur. Einnig var gefið út afmælis- rit Stúdentablaðsins þar sem gamlir stúdentaráðsliðar rifja m.a. upp helstu baráttumálin í Stúdentaráði. „A áttatíu árum hafa áhrif nem- enda í stjórn Háskólans aukist, unn- ið hefur verið að úrbótum í kennslu Háskólans, Bókhlaðan hefur verið fyllt af bókum, Félagsstofnun stúd- enta stofnuð, stúdentagarðar byggðir og svo mætti lengi telja,“ segir Katrín Jakobsdóttir, ritstjóri blaðsins, m.a. í leiðara. Fulltrúar stúdenta notuðu einnig tækifærið í gær og afhentu Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra áskorun um það bil 2.100 stúdenta um að ráðherra beiti sér fyrir því að Alþingi samþykki aukafjárveitingu til byggingaframkvæmda við Há- skóla Islands. Kcmur áskorunin til af því að fulltrúar stúdenta hafa lýst sig óánægða með það að ekki skuli vera gert ráð fyrir nema 30 milljóna króna framlagi í fjárlagafrumvarpi næsta árs til byggingaframkvæmda við Háskólann. Hafa þeir m.a. bent á að Náttúrufræðihúsið hafi verið mörg ár í byggingu og að enn vanti um 900 milljónir króna til að ljúka megi þeim framkvæmdum. Eiríkur Jónsson, formaður Stúd- entaráðs Háskóla íslands, segir að póstkortum hafi verið dreift um byggingar Háskólans með áskorun- inni til ráðherra og að um 2.100 stúdentar hafi ritað nöfn sín á jafn- mörg kort og komið þeim til skrif- stofu Stúdentaráðs, m.a. með því að Morgunblaðið/Ámi Sæberg Eiríkur Jónsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands, flokkar kort með áskorun til menntamálaráðherra um að auka fjárveitingar til bygginga- framkvæmda við Háskólann. setja þau í tunnur sem hafðar voru af þessu tilefni í hverri byggingu. „Eg man ekki eftir annarri eins þátttöku í undirskriftasöfnun á und- anförnum árum,“ segir Eiríkur. Þegar Eiríkur er spurður um áhrif Stúdentaráðs á sfnum áttatíu ára ferli segir hann að þau hafi ver- ið mikil. „Stúdentaráð hefur haft forystu um flest framfaramál innan Háskólans,“ segir hann og nefnir m.a. framfaramál á borð við upp- byggingu stúdentagarða og áhrif á ýmis umbótamál sem tengjast lána- málum stúdenta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.