Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 37 Blandað á staðnum Á geisladiski, sem ber heitið I draumum var þetta helst, flytur Einar Már Guðmundsson nokkur af ljóðum sínum við tónlist sem Tómas R. Einarsson hefur samið sérstak- lega við þau. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við þá um blásturshljóðfæri Einars, anda ljóðanna og hinn mjúka, frjálsa djass. „HVERNIG er hægt að ímynda sér að hér í þessu regngráa tilbreyting- arleysi búi söguþjóð?" spyr sagna- þulurinn Hómer í samnefndu ljóði Einars Más Guðmundssonar. Og víst er að þeir dagar koma sem hver íslendingur hefur ástæðu til að furða sig á þessari staðreynd. En eins og leigubílstjórinn svarar sagnaþulnum: „Aldrei langar mann jafnmikið að heyra góða sögu og þegar droparnir lemja rúðurnar.“ Við viljum heyra sögur; alls kon- ar sögur og ekki er verra að þær séu eftir Einar Má og fluttar af honum sjálfum, hvort heldur er í ljóða- eða söguformi, því eins og þeir vita sem hlýtt hafa á Einar, þá hefur hann mjög persónulegan stíl í ljóðaflutn- ingi; notar grófari hluta raddarinn- ar, áherslu á flest atkvæði svo flutn- ingurinn verður ágengur og ögrandi um leið og háð og ádeila njóta sín vel. Það kemst allt til skila. Blásturshljóðfærið En við sem viljum heyra sögur, erum alltaf til í að heyra góðar sög- ur aftur og aftur, og jafnvel fluttar á nýjan hátt. Það var því heldur betur gleðilegt að flnna á dögunum nýjan geisladisk, I draumum var þetta helst, þar sem Einar Már flytur nokkur af ljóðum sínum við tónlist eftir Tómas R.Einarsson; tónlist sem Tómas hefur samið sérstaklega við ljóðin. Það skemmtilega er að tónlist Tómasar er ekki samin við rödd Einars, heldur ljóðin sjálf og útkoman er einstaklega skemmti- legt samspil andstæðna. Þegar Tómas er spurður hvar hugmyndin að þessum diski vaknaði, segir hann: „Ég var búinn að semja tón- list við ljóðið Vorregn eftir Guðberg Bergsson, sem kom út á disknum íslandsför 1991, og eins tónlist við fjölda ljóða á Landsýn 1994. Við undirbúning þess disks skoðaði ég ljóðabækur Einars mjög vel en heyrði ekki augljóslega fyrir mér sönginn eða laglínuna. Arið 1996 hittumst við í afmælisveislu og þeg- ar við fórum að ræða saman, kvikn- aði þessi hugmynd. Þar sem ég sat og hlustaði á Einar með þessa rödd - áttaði ég mig á því að þarna var komið blástushljóðfæri sem gæti gert sig vel með djasshljómsveit. Einar hefur verið að þjálfa þetta hljóðfæri í tuttugu ár.“ Skyldleiki ljóðs og tónlistar „Þessi skyldleiki ljóðs og tónlist- ar er til staðar," segir Einar, „enda hafa ljóð verið sungin hér fyrr á öld- um. Ég held líka að það sé dálítið gagnkvæmt að ljóðahöfundar sækja mikinn innblástur í tónlist og tón- skáld dýpka sinn skilning í bók- menntum. Það má segja að í nú- tímatónlist sé þessi skyldleiki ekki minni. Ljóðið tengist dægurlögum og öðrum lögum og minna má á samstarf djassleikara og beat- skálda. Það virðist alltaf hægt að ríma á nýjan hátt. Mín kynslóð er alin upp við rokk- tónlist. Ég er undir áhrifum frá skáldum eins og Bob Dylan og John Lennon. Þau mæta þessum melódí- um með tónlist sem les ljóðin á nýj- an hátt. Þetta er löng keðja þar sem allt hangir á sömu spýtunni. Ljóð- listin byggist auðvitað á hrynjandi og passar mjög vel við frjálsan djass eins og er á þessum diski.“ Falla öll lögin undir skilgreininguna „frjáls djass“? „Á diskinum er bæði frjáls og bundinn djass. Við kvæðin Róbinson Krúsó snýr aftur og Skæruliðarnir hafa umkringt Vatnaskóg er tónlistin spunnin á staðnum en svo eru önnur lög strangkomponeruð og enn önnur sem fara þar mitt á milli,“ segir Tómas. Póetísk stemmning Nú er tónlistin mjög mikil and- stæða við rödd Einars; ljúf, kyrrlát og seiðandi. „Já, gruntónninn er frekar ljóð- rænn. Það er vegna þess að Einar kemur mér í svo póetíska stemmn- ingu. Svo er hann með þessa miklu hljómandi rödd og ég má kannski skjóta því að hér, að Einar Már er eina íslenska skáldið sem hefur fengið mig til að setja saman prósa- ljóð.“ Nú? „Já, það var fyrir mefra en tveim- ur áratugum þegar hann var að byrja að lesa upp. Þá las hann á samkomu Rauðrar verkalýðseining- ar, 1. maí 1978. Ég var svo sleginn af þessum kveðskap sem var alveg nýr, hafði hvergi birst, að ég settist niður eftir fundinn og orti ljóð sem ég flutti honum síðan í samkvæmi um kvöldið. Ljóðlist hans hafði mik- il áhrif á mig og það helgaðist af því að þetta var í fyrsta sinn sem ein- hver skáldskapur höfðaði beint til mín. Mér fannst þarna margt eins og talað út úr mínu hjarta. Það var tilfinning sem ég hafði ekki fundið gagnvart eldri skáldskap." Hafið þið flutt þessi verk á tón- leikum? „Já, það eru komnir nokkrir tón- leikar. Við fluttum þau á Djasshátíð Reylgavíkur 1999, síðan á Sólon ís- landus skömmu fyrir áramót og síð- an fyrir nokkrum dögum á hátíð sem bar heitið Orðið tónlist." Er þessi samleikur ljóðlistar og tónlistar eitthvað sem við eigum eftir að sjá meira af í framtíðinni? ,Á- hátíðinni Orðið tónlist, voru margir með hugmyndir sem voru á sömu bylgjulengd, þótt hver og einn væri með sína útfærslu. Þar voru nokkuð margir höfundar sem koma úr tónlistarheiminum, til dæmis fyrrverandi Sykurmolarnir, Bragi Olafsson og Einar Örn. Síðan er það Sjón sem hefur samið fyrir Björk og sjálf kemur Björk að vissu leyti úr veröld ljóðsins, úr Medúsuhópnum. Auk þessa hafa menn verið að semja töluvert af nútímatónlist við Nýjar bækur • ATVIK 4: Framtíð lýðræðis á tímum hnattvæðingar. „Frumkvæðið að útkomu þeirra greina sem hér birtast í íslenskri þýðingu átti þýska vikublaðið Die Zeit sem fékk nokkra þekktustu fé- lagsfræðinga og stjórnmálafræð- inga samtímans til að velta fyrir sér framtíð lýðræðis á tímurn hnatt- væðingar í greinaflokki sem hét „Zukunft der Demokratie" eða „Framtíð lýðræðisins“. Greinarnar birtust í nóvember og desember 1999 og í janúar 2000. Þær voru gefnar út á bók í Þýskalandi síðla sumars. Ritstjórn Atvika fékk strax áhuga á að snúa þessum greinum yflr á íslensku enda er það yfirlýst markmið hennar að skapa vettvang fyrir umræður og fræðilegar vangaveltur um samtímann og rjúfa þannig þá einangrun sem ís- lenskt samfélag hefur stundum lent í. Hin alþjóðlega umræða hefur aldrei átt jafn brýnt erindi við Is- lendinga og einmitt nú, þökk sé hnattvæðingunni," segir í kynn- ingu. Greinar: Francis Fukuyama: Áhrif hnattvæðingar á einstakling og samfélagsvitund, David Held: Endalok stjórnmála, þriðja leiðin og lýðræðiskosturinn, Zygmunt Bauman: Lýðræði á tveimur víg- stöðvum, Ulrich Beck: Hvers- vegna-ekki?-samfélagið, Alain Touraine: Lof hins frjálslynda lýð- ræðis, Avishai Margalit: Éins og maður við mann, Jean-Marie Guéhenno: Kreppa lýðræðis og Claus Offe: Lýðræði og traust. Ritstjórar: Hjálmar Sveinsson og Irma Erlingsdóttir. Höfundar greina: Alain Touraine, Avishai Margaiit, Claus Offe, David Held, Francis Fukuyama, Jean-Marie Guéhenno, Ulrich Beck, Zygmunt Bauman. Utgefendur: Reykjavík- urAkademían og Bjartur. • ATVIK 5: Molar og mygla. Um einsögu og glataðan tíma. „Einsaga er sagnfræðileg nálgun sem skýrir hugmyndir, samfélags- og menningarfyrirbæri með því að rýna stíft í ákveðnar manneskjur, atburði eða staði, í stað þess að gína stöðugt yfir stærri ferlum og kerf- um. Þetta er tvímælalaust sú nýj- ung sem mesta athygli hefur vakið á sviði íslenskrar sagnfræði á und- anförnum árum. í þessari bók birt- ist í fyrsta sinn í íslenskri þýðingu (með góðfúslegu leyfi höfundar) ritgerð eftir ítalska sagnfræðinginn Carlo Ginzburg, sem nefndur hefur verið guðfaðir einsögunnar. Þá gera Davíð Ólafsson og Sig- urður Gylfi Magnússon, tveir sagn- fræðingar sem staðið hafa í fram- varðarsveit einsögunnar hér á landi, grein fyrir þessari nálgun, fjalla um takmarkanir hennar og áforma frekari landvinninga. Greinarnar allar eru mikilvægt framlag til samræðunnar um heim- speki sögunnar og framtíðarmögu- leika sagnfræðinnar. I greinum Davíðs og Sigurðar Gylfa er tekist á við spurningar sem póstmódern- ísk gagnrýni hefur stefnt gegn fræðunum,“ segir í kynningu. Höfundar: Carlo Ginzburg, Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfí Magn- ússon. Ritstjórar: Ólafur Rastrick og Valdimar Tr. Hafstein. Ritröð: Atvik. Útgefendur: Reykjavíkur- Akademían ogBjartur. Veturnætur á Vestfjörðum VETURNÆTUR á Vestfjörðum verða dagana 21.-28. október á Bíldudal, Bolungarvík, Flateyri, Hólmavík, ísafirði, Patreksfirði, Súðavík, Súgandafirði og Tálkna- firði. Sem dæmi um menningarvið- burði verða vígslutónleikar á flygil í kirkju, hann vígður af tveimur heimasætum, kyrrðar- og minning- arstund, tónleikar með Ólafi Kjartani Sigurðarsyni baríton og Tómasi Guðna Eggertssyni píanó- leikara, almenn spilavist, kvöld- vaka með yffrskriftina Ljósið í myrkrinu, fyrirlestur um kristin viðhorf í Gísla sögu Súrssonar, stofnun Nýbúafélags Vestfjarða, tónleikar þar sem nýbúar sjá um val og flutning á tónlistinni, villi- bráðarkvöld, Ósýnilegi vinurinn, galdrasýning með lifandi leiðsögn og uppákomum, aðalfundur eldri borgara, sagnamenn með þjóð- trúarþema, Olína Þorvarðardóttir með erindi um galdra og galdra- menn, opnanir listsýninga, stjörnuskoðunarkvöld, harmoniku- dansleikir, nemendur og kennarar tónlistarskóla á faraldsfæti, alþjóð- legur bangsadagur haldinn hátíð- legum í bókasöfnum o.s.frv. Veturnæturnar eru á vegum At- vinnuþróunarfélags Vestfjarða. Morgunblaðið/Ami Sæberg Einar Már Guðmundsson og Tómas R. Einarsson. ljóð ýmissa höfunda." En það er nú ekki öllum skáldum gefið að geta flutt ljóð sín á áhrifa- ríkan hátt. „Nei, við höfum gamla skólann, sem má heyra hjá Davíð Stefáns- syni og fleirum," segir Tómas. „Á þeim tíma þjálfuðu skáldin sig sér- staklega fyrir upplestur og hann var gjarnan mjög dramatískur. En það tekur langan tíma fyrir menn að þjálfa röddina til upplesturs. Ég var að segja að ég hefði fyrst heyrt Ein- ar lesa upp fyrir nimlega tuttugu árum. Síðan hefur hann þjálfað röddina eins og hljóðfæraleikari sem lærir á hljóðfæri. Við hefðum ekki getað gert þetta fyrir tuttugu árum. Þá var Einar ekki búinn að læra á hljóðfærið og ég músíseraði helst á harmonikku á bílastæði al- þingismanna eftir róttæklingaböll í Tjarnarbúð." Þegar Einar er spurður hvernig hann hafi þjálfað þetta hljóðfæri sitt, segir hann þjálfunina hafa orð- ið til við það að lesa fyrir almenning og þá fyrir mjög ólíka hópa. „Það er eitt grundvallarskilyrði fyrir því að upplestur geti gengið," segir hann, „og hann er sá að höfundur verður að hafa gaman af honum sjálfur. Það þýðir ekkert að vera að væla þótt það mæti ekki nema tveir eða þrír, maður verður að gera sitt besta. Það gilda sömu reglur og hjá hljóðfæraleikaranum og hlýtur allt- af að vera spurning um leikgleði. Nærri anda ljóðanna Einhvers staðar hljótum við líka að tengjast munnlegri hefð í flutn- ingi á ljóðum. Sú hefð hefur verið lifandi hér á landi og víðar. Ég hef kynnst henni við upplestur í öðrum löndum með öðrum skáldum.“ Þegar þeir Einar Már og Tómas eru spurðir hvort diskurinn þeirra eigi sér fyrirmynd, segja þeir: „Nei, ekki beinlínis. Bandarísku beat- skáldin og ýmsir djassmenn léku sér með ljóð og djass á sínum tíma og á Norðurlöndum má nefna norska ljóðskáldið Jan ErikVoll sem hefur gert þetta lengi og er mjög inngróinn djassmúsíkinni. En hann hefur farið þá leið að vera inni í bandinu, reyna að djassa upplest- urinn. Þá er hætta á því að skáldið hverfi næstum inn í hljómsveitina." „Einar reynir hins vegar ekki að falla að hljómsveitinni,“ segir Tóm- as. „Við komum með okkar, hann með sitt, og við mætumst. Engu að síður er það andi ljóðanna sem kveikti músíkina og til að heildin verði sterk verða menn að skynja hann. Þess vegna hefði þetta ekki verið hægt nema vegna þess að hljóðfæraleikararnir, sem eru með mér, hlusta mjög vel. Það skiptir sköpum. Eg skrifaði ekki tónlistina nótu fyrir nótu og því reyndi mikið á næmi þeirra tónlistarmanna sem spiluðu með okkur en það voru Ey- þór Gunnarsson píanóleikari, Óskar Guðjónsson sem leikur á tenór- og sópransaxófón og Matthías M.D. Hemstock sem leikur á trommur og slagverk." Og Einar bætir við: „Það var mér mikils virði að vinna með þessum tónlistarmönnum vegna þess að ég les ekki nótur. Fyrir mig var þetta eins og sagt var í gamla daga: Blandað á staðnum." Bretta- fatnaður 14.995 kr. Úlpa með flísfóðri 12.695 kr. Brettabuxur m/ axlarb. 2.995 kr. Flíspeysa hálfrend HÚSASMIDJAN Sími 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.