Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 ■ ' UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Þungaskattur - umhverfis- skattur? í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2001 er þvf slegið upp í sérkafla að notkun umhverfis- gjalda sé tæki til að ná fram markmiðum í ^mhverfismálum. Er þar verið að vísa til þess að sá sem meng- ar skuli bæta fyrir þann skaða sem mengunin veldur. Því skuli beita sköttum og gjöldum til að stýra mengunarvörnum og hafa áhrif til að draga úr mengun. Þetta eru vissulega háleit og göfug markmið en þó rekur mann í rogastans þegar stór hluti þess sem talið er upp sem um- Skattheimta ■Litlir möguleikar eru til að bregðast við hækk- uðu eldsneytisverði, segir Þorleifur Þór Jdnsson, nema með hærri fargjöldum. hverfisskattar eru föst árgjöld þungaskatts og þungaskattur sam- kvæmt mælum. Fast árgjald er á engan hátt tengt notkun bifreiðar- innar og kílómetragjald er á engan hátt tengt því hversu miklu elds- neyti bíllinn eyðir. Kerfi þetta virkar því á engan hátt hvetjandi til þess að menn spari eldsneyti með því að hafa hagkvæmustu teg- undir bílvéla sem fáanlegar eru. Hinar gríðarlegu olíuhækkanir undanfarinna mánaða hafa reyndar tekið við því hlutverki og haft þau áhrif á rekstrarforsendur hópferða og sérleyfisbíla að brýnt er að skattlagning ríkisins verði endur- skoðuð til að komast hjá hruni í þeirri grein. En lítum nánar á hvaða þjónustu er verið að skattleggja í tilfelli Teksturs hópferða- og sérleyfisbifr- eiða. Það er verið að grafa undan því hagræði sem felst í rekstri slíkra bíla. Höfum eftirfarandi í huga: 1. Engum hópferða- eða sérleyf- isbíl er ekið lengra en þörf krefur. Hvort sem um er að ræða sérleyf- isbíl í áætlun eða fótboltalið í hóp- ferðabíl er ekið einungis eins langt .... ............... Peysur LUCMM UÍLL Neðst á Skólavöröustíg ...'. og þarf og ekkert meira. Skattlagning á umhverfisgrunni er því röng hugsun því slík skattlagning hef- ur engin áhrif á vega- lengdirnar sem fara þarf. Með skattlagn- ingunni er ekki verið að hafa áhrif á hversu langt þarf að aka. 2. Að ferðast í hóp- ferða- eða sérleyfisbíl er ekkert annað en að fara saman í hóp. Það sparar orku, er um- hverfisvænt og er ör- uggur ferðamáti. Það er betra að börnin fari saman í skólabílnum en hvert for- eldri aki sínu barni. Ætli þrjú hundruð manna félag að fara í skemmtiferð er betra að það fari í sex hópferðabílum en í eitthundrað og fimmtíu einkabílum. Þegar ekk- ert er slegið af skattheimtu ríkisins þó að verð á eldsneyti hækki jafn- mikið og raun hefur verið neyðast rekstraraðilar til að hækka sitt verð og skilaboðin eru skýr, hættið að ferðast saman og notið einka- bílinn. Þar hefur alla vega skatta- fyrirkomulagi á bensíni verið breytt til verulegrar lækkunar. 3. Hópferða- og sérleyfisbílar verða aldrei alveg lausir við óhöpp. Öll tölfræði segir okkur hins vegar að það er miklu öruggara að ferð- ast í hópferða- eða sérleyfisbíl en í einkabíl. Vilji menn draga úr slys- um í umferðinni er ein besta leiðin að hvetja fólk til að nota almenn- ingssamgöngur ásamt hópferða- og sérleyfisbflum. 4. Ætli menn að draga úr meng- un í einhverri alvöru er það mörg- um sinnum betra að vel nýttir hóp- ferða- og sérleyfisbílar séu notaðir en verið sé að aka hálftómum einkabílum. Hví er verið að hamla á móti almenningssamgöngum í stað þess að efla þær. Rekstrarumhverfi hópferða- og sérleyfísbíla er slíkt að litlir mögu- leikar eru til að bregðast við hækk- uðu eldsneytisverði nema með hærri fargjöldum. Það skerðir samkeppnishæfnina og vinnur á móti þeim jákvæðu atriðum sem eru talin upp hér að ofan. Því er bráðnauðsynlegt að núverandi inn- heimtukerfi verði endurskoðað þannig að hægt sé að tala um skattlagningu sem hefur bein áhrif á notkun á eldsneyti. Það verður best gert með því að færa þessa gjaldtöku frá fastagjaldi og kíló- metragjaldi inn í eldsneytisverðið. Reyndar verður að setja þann fyr- irvara á að verði sá mikli gjaldstofn sem þungaskattur er í dag ekki endurskoðaður, er öruggt að olíu- lítrinn verði dýrari en bensínlítrinn þegar búið er að setja skattinn á. Síðan verður að endurskoða þá hugsun sem felst í skattlagningu á atvinnugreinina hópferða- og sér- leyfisakstur. Greinin getur sparað þjóðfélaginu margfaldar þær upp- hæðir sem nú eru heimtar af henni í formi þungaskatts, bifreiðagjalda og annarrar skattheimtu með því að geta boðið upp á skilvirkar og öruggar samgöngur sem væru raunverulegur valkostur við einka- bílinn. Höfunduv er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónuatunnar. Þorleifur Þór Jónsson Smiöjuvegi 9 • S. 564 1475 Föstudagurinn 13. FÖSTUDAGINN 13. október tilkynnti iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytið að ríkis- stjórnin hefði sam- þykkt tillögu viðskiptaráðherra um að beina þeim tilmæl- um til bankaráða Landsbanka fslands og Búnaðarbankans að þau skyldu nú þeg- ar hefja viðræður um samruna bankanna. í tilkynningunni eru tíunduð rök ríkis- stjórnarinnar eða viðskiptaráðherrans fyrir þeirri niðurstöðu að sameining bankanna sé nauð- synleg í breyttu umhverfi á ís- lenskum fjármálamarkaði. Ráð- herrann lætur ekki nægja að ákveða fyrir bankaráðin hver séu rökin fyrir sameiningu bankanna heldur ákveður einnig hvar fækk- un starfa verði mest, það er í höf- uðstöðvum og í útibúum á höfuð- borgarsvæðinu, en það megi leysa með „starfsmannaveltu" og starf- slokasamningum og þannig komast hjá fjöldauppsögnum. Hvað ráð- herrann kallar fjöldauppsagnir er mér hulin ráðgáta. Það hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum að ef Landsbanki og Búnaðarbanki sameinast þá mun starfsmönnum líklega fækka um 300 og að þessi fækkun, eða „starfsmannavelta“ eins og ráðherrann kýs að kalla það, mun bitna fyrst og fremst á konum! Forræðishyggju ráðherr- ans og ráðgjöf til bankaráðanna lýkur ekki með þessu. Samkvæmt fréttatilkynningunni á að setja nefnd löglærðra manna undir for- ystu ráðuneytisstjóra viðskiptaráð- uneytisins til að fylgjast með samningaviðræðum bankaráðanna svo að þau fari ekki út af þeirri línu sem ráðherrann hefur gefið í fréttatilkynningu. Svo að öllu sé nú haldið til haga heitir það í til- kynningunni að bankaráðin muni hafa náið samráð við þennan þriggja manna starfshóp sem á að gæta hagsmuna ríkisins í sameiningar- ferlinu. Hver maður sér þó að hér er um beina pólitíska íhlutun að ræða. Ráðherrann lætur ekkert heldur framhjá sér fara, ætlar að stýra öllu sameining- arferlinu. Ef einhverj- ar krónur losna við sameiningu og hag- ræðingu verður það ekki bankanna að ráð- stafa þeim. Ráðherra hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að hún hlakki til að eyða þeim sjálf! Það fer ekki á milli mála hver ræð- ur för, eða hvað? Bankar Réttara hefði verið, segir Margrét Frímannsdóttir, að stjórnendur bankanna skiluðu tillögum til hlut- hafafundar sem siðan tæki ákvörðun um framhaldið. Ríkið á meirihluta Landsbank- ans og Búnaðarbankans og við- skiptaráðherra fer með atkvæði ríkisins. Hún getur því í krafti þessa valds farið þá leið sem hún hefur valið. En hefði ekki verið eðlilegra að frumkvæðið kæmi frá stjórnendum bankanna sjálfra? Mig minnir að fyrr á þessu ári hafi komið fram það sjónarmið stjórn- enda Landsbankans að sameining þessara tveggja banka væri æski- leg. Því má ætla að nú þegar sé hafin vinna innan beggja þessara stofnana til að leggja á það faglegt mat hvort sameina eigi starfsemi þeirra. Hvort þeirri vinnu er lokið eða ekki er mér ekki kunnugt um, en það er með öllu óeðlilegt að grípa inn í á þann hátt sem gert var af ríkisstjórninni með viðskiptaráðherrann í fararbroddi. Réttara hefði verið að stjórnendur bankanna skiluðu sinni vinnu og sínum tillögum til huthafafundar sem síðan tæki ákvörðun um fram- haldið. í margnefndri fréttatilkynningu sem ráðherra sendi frá sér er þó nokkuð fjallað um breytta skipan bankamála, ekki bara hér á landi heldur einnig í samkeppnislöndum Islendinga. Vissulega hefur sam- keppnisumhverfi fjármálastofn- ananna breyst verulega á tiltölu- lega stuttum tíma og við eins og aðrar þjóðir orðið að bregðast við því. Sterk samkeppnislöggjöf og virkt eftirlit með fjármálastofnun- um er nauðsynlegur þáttur til þess að tryggja að samkeppnisstaða þessara stofnana sé með eðlilegum hætti og það sem ekki er síður nauðsynlegt í breyttu umhverfi, að hagur neytandans sé tryggður. Eg get sannarlega tekið undir þá skoðun viðskiptaráðherranns að það sé auðvitað allra hagur, og ekki síst almennings í landinu, að þeir bankar sem hér starfa standi vel í samkeppni við sambærilegar stofnanir hjá þeim þjóðum sem við eigum viðskipti við. En þá verðum við líka að leyfa þessum stofnunum að þróast á faglegum forsendum en ekki samkvæmt pólitískum til- skipunum. Inngrip ríkisstjórnarinnar í starfsemi og þróun bankanna eins og þau sem ríkisstjórnin sendi frá sér föstudaginn 13. er pólitískt slys. Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar í Suðurlandskjördæmi. Margrét Frímannsdóttir NÝLEGA bárust fréttir af áhuga Norð- uráls um að stækka álverið á Grundar- tanga umtalsvert sem þýðir ef af verður meiri orkusölu til stóriðju með tilheyr- andi virkjunarfram- kvæmdum. Undirbún- ingur er í fullum gangi með að gera risavirkjun við Kára- hnúka mögulega, menn hafa sett niður dagsetningar og um- hverfismat er á fullri ferð. Ekki hafa til- raunir Landsvirkjun- ar til að snúa almenningsálitinu fyrirtækinu í vil eftir hremming- arnar með Fljótsdalsvirkjun farið fram hjá nokkrum manni. Lands- virkjun vill skapa sér umhverfis- væna ímynd öflugs fyrirtækis í al- menningseigu. Kárahnúkavirkjun er risavirkjun en orkan þaðan dug- ir samt ekki fyrir áformað álver á Reyðarfirði, það þarf að virkja meira eingöngu til að standa við samkomulagið við Norsk Hydró. Ný hugsun ryður sér til rúms Nú berast fréttir um að losun gróðurhúsalofttegunda hafi aukist um 12% síðan 1990 í heiminum öll- MYNDASÖGUBLAÐIÐ ZETA www.nordiccomic. com um og ef ríki heims nái ekki samkomulagi á ráðstefnunni í Haag í nóvember verði af- leiðingarnar hrikaleg- ar. Umhverfisvernd sé að verða ráðandi í hinni nýju hugsun í viðskiptalífinu, ekki síst vegna almenn- ingsálitsins. Nú leita menn að nýjum orku- gjöfum, t.d. í bílaiðn- aði, og leggja æ ríkari áherslu á umhverfis- vænar verksmiðjur. Ekki er hugmyndin um nýja orkugjafa ný af nálinni hjá okkur íslendingum. Baldur heitinn Líndal efnaverk- fræðingur breytti bifreið fyrir vetni í kringum 1940 þótt því hafi lítt verið haldið á lofti í umræðu síðari ára. Nefnd var sett á laggir af ríkis- stjórninni og iðnaðarráðherra heimsótti Daimler Bens, samdi um tilraunaverkefni og gaf fyrirheit um frumkvæði og nýja hugsun í orkumálum. Nokkrar Kárahnúkavirkjanir Nýverið var fjallað um nýja orkugjafa og mengun í þættinum „Hér og nú“ í Ríkisútvarpinu. Að risaorkuver væru að fá óvænta samkeppni úti í heimi. Þannig hafa fjárfestingar á al- mennum markaðsforsendum í smá- orkuverum margfaldast í Banda- ríkjunum á sl. tveimur árum. Því er spáð að smáorkuver muni taka Virkjanir Ríkisstjórnin, segir Rannveig Guðmunds- dóttir, er föst í gamalli hugsun um risavirkjanir og ofurálver. við af risaorkuverunum á næstu árum. Smáorkuver þykja góður fjárfestingarkostur og nútíma- tækni gerir þau fjárhagslega hag- kvæm. Ríkisstjórnin lítur ekki við möguleika á smáorkuverum þótt þau séu kostur sem fallið getur vel að þjóðgörðum og umhverfisvernd. Það liggur hins vegar fyrir að ef við Islendingar meinum eitthvað með því að verða leiðandi land í nýtingu nýrra orkugjafa með því að vetnisvæða þar sem við nú nýt- um bensín og olíu - þar með talið bifreiða- og bátaflota - þurfum við að virkja sem nemur þremur Kára- hnúkavirkjunum bara til að fram- leiða orkuna sem vinnur vetnið. Gamaldag ríkisstjórn Á sama tíma og aðrar þjóðir eru að bregðast við umhverfisumræðu og almenningsáliti, byggja vistvæn smáorkuver og leita nýrra um- hverfisvænna orkugjafa hefst okk- ar ríkisstjórn öðruvísi að. Hún er föst í gamalli hugsun um risavirkj- anir og ofurálver. Hún bindur framtíðina með ákvörðunum sem hún tekur áður en rammaáætlun um nýtingu orkulindanna liggur fyrir. Hún rekur pólitíska henti- stefnu með mikilvæga auðlind okk- ar. Ríkisstjórnin er gamaldags. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Nýja hugsim í orkumálin Rannveig Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.